Vísir - 22.11.1976, Page 2

Vísir - 22.11.1976, Page 2
( í Reykiavík jj Ríkir meira frjálsræöi í ástamálum hér en annars staðar? Rúna Gunnarsdóttir, húsmóðir: — Það held ég ekki, miðað við hin Norðurlöndin er það ósköp svip- aö, en það ber liklega meira á þvi, islendingar eru svo ófeimnir. Þorvaldur Benediktsson, prent- ari: — Ósköp álika, það ber alla vega ekki meira á þvi hér. Kristin Atladóttir, nemi:— Ef við miðum viðt.d. England þá er stór munur á, islendingar eru miklu opnari sem betur fer. ilelgi Jakobsson, slökkviliðs- stjóri: — Nei, það held ég ekki. Gerður Sigurðardóttir, handa- vinnukennari: — Já, miklu meira; ég hef verið búsett i Nor- egi og samanborið við norðmenn þá tökum við þetta alltof geyst. VISIK Það eru ekki föstbrautarljós á nema átta stöðum á landinu. Þar d meöal er Sauðárkrókur FLUGTÍMI Á LITLU VELLINA STYTTUR ,,Ég býst nú ekki við að þessar takmarkanir á flugvöllum út á landi hafi stórfelld áhrif á okkar flug”,, sagði Einar Helgason, yfirmaður innanlandsflugs Flugfclagsins I viðtali við Vlsi. Flugráð setti f jórða nóvember síðastliöinn þær takmarkanir að vélar sem eru i reglubundnu áætlunarflugi megi ekki lenda á flugbrautum síöar en fjörutíu og fimm mínútum fyrir skilgreind mörk dagflugs og næturflugs, nema á brautunum séu föst brautarljós. Flugskyggni fyrir aðflug og lendingu skal auk bess. vera a.m.k. þrir kilómetrar nema hærri mörk séu tilgreind i flugrekstrarhandbók. Af þeim þrjátiu og sjö flug- völlum sem notaðir eru annað- hvort til póstflugs eða áætlunar- flugs eru það tuttugu og niu sem verða að búa við þessar tak- markanir, þvi aö þaö eru aðeins föst brautarliós á átta flugvöll- um á íslandi: i Reykjavik, Keflavik, á Sauðárkróki, Akur- eyri, Ifúsavik, Egilsstöðum, Hornafirði og Vestmannaeyj- um. „Þetta munar ekki nema kortéri á þeim takmörkunum sem við höfum sjálfir sett okk- ur”, sagði Gunnar Helgason. Og við erum ekki með áætlunar- ferðir á nema fjóra af þessum stöðum. En vissulega er hver minúta af dagsbirtu dýrmæt i skammdeginu”. Það er flugfélagið Vængir sem hefur haldið uppi flugi til flestra minni staðanna sem ekki geta státað af öðru en nokkur hundruð feta langri malarbraut. Öryggismólum mjög ábótavant Flugmálastjóri hefur undan- farin ár barist harðri baráttu fyrir aukinni fjárveitingu til flugmála, en hún er nánast eng- in, ef dæmið er gert upp. öryggismálum er mjög viða ábótavant og þvi verður að setja takmarkanir eins og þær sem fyrr greinir. —ÓT ...entuttugu og niu staðir eru ekki nema nokkurhundruö metra malarbrautir, eins og á Súgandafirði. Visismyndir ÓT HEFÐBUNDIN RITGLEÐI ÍSLENDINGA Höfðað er til einhvers sem nefnist hefðbundin ritgleði is- lendinga i forlýsingu á þvi til- tæki aö hvetja gamaltfólk tii að skrifa minningar sinar i heilsu- bótarskyni. Verður ekki séð á útboöi nú fyrir hverju giktin á að vikja t.d., en helst væri þaö brúðkaupsveislur undir liðnum Lifsatriðin. Annars mun þessu vera ætlað að vera eitt af þeim tiltækjum, scm taka hug fólks fanginn, en skapa jafnframt viðfangsefni útungunarvél á út- skrifun einstaklinga i nýjum greinum, þar sem engin störf eru fyrir hendi, en verkefna krefjast, svo háskóladoktorar lendi ekki I fiskvinnu eða á eyr- inni, og gætu með þvi móti eign- ast einhverjar æviminningar. Ekkert liggur fyrir um það, að ritgleöi hér sé meiri eða hefð- bundnarien i náiægum löndum, og vist er, að þeir munu fáir, sem komnir eru á efri ár, sem ekki hafa skrifaö, hafi þeir á annað borð ætlað sér það, eöa eru að skrifa með það i liuga að koma smiðum sinutn á framfæri eftir eðlilegum leiðum. Það er þvi ekki verið að safna saman minningum til almennrar upp- fræöslu, heldur fá fólk lil að leggja fram upplýsingar, sem eiga þegar að vera á vitorði þeirra, sem stundaö hafa langt nám i mannlifsfræðum og hýbýlaháttum i landinu. Hvort eitthvaö skortir á þann lærdóm skal ósagt látiö, en vafamál er, að þetta almenna útboð um minningar beri þann árangur aö þær bæti m iklu við vitneskju um þjóðhætti i landinu umfram það, sem skrifað hefur verið á bækur af höfundum á borð við Jónas á Hrafnagili, Daniel Bruun og þannannan fjölda höfunda þjóð- legs fróöleiks, sem hafa góðu heilli skrifaö mikið að undan- förnu, eins og bókaútgáfan ber vitni unt. Hitt getur verið, að of litið hafi veriö gert af þvi að gefa út .að nýju mcrkilegar bækur, sem geyma minningar úr nánustu l'ortið. Strax upp úr aldamótum hófst öflug bókaútgáfa i landinu, og geymist mikið af uppiýs- ingum uin þjóöhætti f þeim bók- um. Hins vegar hefur hvorki verið hirt um að gefa slikar bækur út að nýju, þótt merkar séu, eða vinna úr þeim frant- bærilegt fræöirit um þjóðhætti kannski vegna þess aö erfiöið er of mikið. Þá skal gripið til þess ráðs að höfða til ritgleði islend- inga undir yfirskini heilsubótar til að endurtaka allt það, sem þegar er vitað um bernsku og uppvöxt, fráfærur og jólahald þeirrar kynslóðar, sem nú er tekin fast að eldast og kennd hefur verið við aldamót. Hætta er á að þær upplýsingar sem fást, þrátt fyrir góðan vilja höfunda, verði aö mestu endur- tekning þess, sem þegar hefur verið skrifað, en uppástungan er vel i samræmi við þær hópað- ferðir, sem nú eiga alit að leysa i landinu. Fjölmiölar sjá ekki útyfir að fylgjast mcð og skýra til hlitar hugmyndir ýmissa starfshópa, sem spretta upp eins og gorkúlur á haug og mynda allra laglegustu þrýsti- hópa i þjóðfélagi, þar sem þing- ræðið er i stöðugum voða vegna frekju áhrifahópa. Mcnn kaf- færast daglega í yfirlýsingum og samþykktum, og dreifibréf- unt" rignir yfir landslýðinn, þar sem liann er hvattur til átaka, en á bak við stendur einn maður eða svo, kannski tveir eða þrir, þegar best lætur. Hugmyndirn- ar eru svo i samræmi við þetta. Oftast er skýringuna að finna I aukinni þörf fyrir meira starf þeim til handa, scm þrátt fyrir embætti hafa bókstaflega ekkert að gcra, vcgna þess að útungunarvélin mikla, háskól- inn, getur menntað fólk I ótrú- legustu greinum, jafnvel baö- stofulifi á 17. öld, en hún ungar ekki út störfum að sama skapi. Svarthöfði.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.