Vísir - 22.11.1976, Síða 5

Vísir - 22.11.1976, Síða 5
 vism Mánudagur 22. nóvember 1976 Pétursson Frá hamförunum í Darwin jóla- k daginn 1974, þegar bærinn lagö- y ist alveg I rúst og 44 manns létu ’ lifið. Stjórnvöld hétu þvi aö endurreisa bæinn, og efnt var til alþjóða söfnunar á fé til styrkt- ar þeim, sem misstu allt sitt. Bæjarstjórinn í Dar- win i Norður-Astraliu, sein lagðist að miklu leyti i rúst i fellibylnum illræmda jóladaginn, 1974, segir, að mikill hluti þeirra sjö milljón dollara, sem safnað var erlendis til aðstoð- ar bæjarbúum, hafi farið i sprútt og fjár- hættuspil erlendis. „Ég veit, það eru voðalegar fréttir fólki, sem gaf fé til þessa málefnis, en þetta eru stað- reyndirnar,” sagði Ella Stack, aðstoðarformaður hjálparsjóös- Sviku gjafafé út ur Dr. Stack bæjarstjóri sagði, að mikið af því fé, sem greitt heföi verið beint sem bætur til ibúa í Darwin, hefði lent i hönd- um fólks, sem ekki heföi haft þörf fyrir þá. „Sumir sviku út féð, sumir gáfu upp fölsk nöfn... Það er alltaf töluvert, sem fer þannig til spillis.” Othlutun úr hjálpársjóönum er nú orðið pólitiskt hitamál i Astralfu, eftir yfirlýsingar Alan Stretton yfirmanns almanna- varna i Astraliu, en hann sagöi i siðustu viku, að hjálparsjoöi og gjafafé ætti aðnota til opinberra framkvæmda, en ekki til greiðslu bóta beint til einstakl- inga. LURIE 11-16-76 Njósnir í Svíþjóð Óbreyttur borgari, bú- settur nyrst i Sviþjóð, hefur verið handtekinn, grunaður um njósnir i þágu erlends rikis. Saksóknari Norrbottensýslu hefur skýrt frá þvi, að maður- ínn hafi verið handtekinn á heimili sinu i byrjun siðustu viku til yfirheyrslu. Ekki hefur verið látið uppi, hver maðurinn er, eða hvaða riki hann hafi njósnað fyrir. Talsmaður varnarmálaráðu- neytisins i Stokkhólmi Sagði að ménn hefðu áhyggjur af þvi, að ljóstrað hefði verið upp ein- hverjum leyndarmálum Kalix- varnarlinunnar, sem liggur við landamæri Finnlands. „Svenska Dagbladet", sem fyrst skýrði frá njósnamálinu, segir, að yfirvöld hafi um langa hrið fylgst með athöfnum mannsins. — En yfirvöld verjast allra frétta. — „Afton- bladet” segir, að um sé að ræða embættismann, sem hafði frjálsan aðgang að svæðum, sem herinn hefur lokað útlend- ingum. Frœndi Maos tekinn af lífi? Frændi Mao Tse-tung sá- luga er nú aðalskotspónn veggspjalda i Canton fyrir stuðning við róttæka vinstrisinna og ekkju for- mannsins, Chiang Ching. Mao Yuan-hsin, sem fram a siðustu vikur var einn af fram- kvæmdastjórum kinverska kommúnistaflokksins hefur verið þokað frá i kjölfar hreinsananna eftir fráfall Maos formanns frænda hans. Orðrómur er kominn á kreik um að Mao Yan-hsing hafi verið tekinn af lifi. Honum er gefið að sök það sama og „Shanghai-mafiunni” Nefnilega að hafa setið á svikráð um við hinsta vilja Maos for manns. Eitrun í Seveso Ein kýr hefur drepist og aðrar sýnt alvarleg eitrunarmerki fjórum mánuðum eftir að eitur- efnin láku út úr efna- verksmiðjunni i Seveso á Norður-ítaliu. Landbúnaðarráðunautur héraðsins segir, að kýrin hafi ekkert verið annað en skinniö og beinin, þegar hún drapst, og leiddi krufning i ljós að vefir i inn- yflum voru brunnir eftir „di- oxin”-eitrun. Kýr á nágrannabæjum hafa - misst nyt, horast og greinilega sýkst af fóðri. A sinum tima voru rúmlega 700 manns flutt burt af heimilum sin- um i Seveso vegna eiturhættunn- ar. Nú hefur komið til tals, að leyfa þessum fjölskyldum að snúa aftur.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.