Vísir - 22.11.1976, Side 10
10
Mánudagur 22. nóvember 1976 VXSIT
tJtgefandi: Keykjaprent hf.
Framkvæmdastjóri: DavfbGuómi ndsson.
Ritstjórar: l>orsteinn Pa<sson, ábm.
ólafur Ragnarsson
Ritstjórnarfulltrúi: Bragi GuBmundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guömundur Pétursson. Im-
sjón meft helgarblafti: Arni Þórarinsson. Blaftamenn: Edda Andrésdóttir, Einar K. Guftfinnsson,
Guftjón Arngrimsson, Kjartan L. Pálsson, Oli Tynes, Rafn Jónsson, Sigurveig Jónsdóttir. Akur-
eyrarritstjórn: Anders Hansen. Iþróttir: Björn Blöndal, Gylfi Kristjánsson. Ctlitsteiknnn: Jón Ósk-
ar Hafsteinsson, Þórarinn j. Magniisson. Ljósmyndir: Jens Alexandersson, Loftur Asgeirsson.
Auglýsingastjóri: Þorsteinn Fr. Sigurftsson. Dreifingarstjóri: Sigurftur R. Pétursson.
Auglýsingar: Hverfisgata 44.SImar 11660, 86611
Afgreiftsla :• Hverfisgata 44. Simi 86611
Ritstjórn: Sfftumúla 14. Slmi 86611, 7 Hnur
Akureyri. Simi 96-19806
Askriftargjald kr. 1100 á mánufti innanlands.
Verft I lausasölu kr. 60 eintakift.
Prentun: Blaftaprent hf.
Andvaraleysi
Á haustmánuðum vaknaði talsverður áhugi meðal
almennings á frjálsu útvarpi. Æ fleiri gera sér nú
Ijóst/ að timi er kominn til að leysa útvarpsf jölmiðlun-
ina úr fjötrum rikiseinokunarinnar. Engin skyn-
samleg rök mæla með því, að rikið meini borgurunum
að reka sjálfstæðar útvarpsstöðvar innan þeirra
marka, sem tæknilegar aðstæður leyfa.
Áður fyrr færðu menn rök frám gegn frjálsum út-
varpsrekstri, að sá háttur myndi leiða til óþolandi
mismununar í þjóðfélaginu. Kostnaðurinn væri svo
mikill, að einvörðungu fjársterkustu aðilar hefðu
möguleika á að koma upp og reka útvarpsstöðvar.
Þessi röksemdafærsla heyrir nú sögunni til.
i fyrsta lagi er á það að líta, að útvarpstækni hefur
breyst mikið. Nú má setja á fót litla útvarpsstöð án
verulegs tilkostnaöar. Þannig er t.a.m. miklu auð-
veldara að hef ja útvarpsrekstur en blaðaútgáf u. Eng-
um hefur þó dottið í hug að fella blöðin undir ríkisein-
okunarkerfið.
Þá er i annan stað á það að lita, að f jármagnsyf ir-
ráð i þjóðfélaginu hafa dreifst miklu meir á síðari ár-
um en áður var. Nefna má í því sambandi lífeyrissjóði
verkalýðsfélaganna, sem eru að verða sterkasta f jár-
málaaflið i þjóðfélaginu.
Gömlu mótbárurnar gegn frjálsum útvarpsrekstri
eiga því ekki við lengur, þó að þær hafi ef til vill haft
við einhver rök að styðjast áður fyrr. Fyrir þær sakir
verður ekki dregið lengur að breyta gildandi lögum
um þetta efni. Fyrir liggur, að útvarpsráð telur sig
ekki geta veitt undanþágu frá einkarétti Ríkisút-
varpsins.
Búast hefði mátt við því, að frjálshyggjuþingmenn
beittu sér þegar í byrjun þings fyrir lagabreytingum í
því skyni að auka frjálsræði í þessum efnum. Það eiga
að vera grundvallar mannréttindi, að einstaklingar
eða samtök þeirra geti komið hugmyndum sínum á
framfæri með hverjum þeim f jölmiðlunarmöguleika,
sem kostur er á. Ríkið getur ekki samkvæmt anda
stjórnarskrárinnar takmarkað frelsi manna í þessum
efnum.
Höft eða skynsemi
Alþingi hefur nú fengið til meðferðar ályktunartil-
lögu um litasjónvarp. Af hálfu stjórnvalda hefur verið
einkennileg tregða á að hef ja sjónvarpssendingar i lit
og leyfa innflutning á sjónvarpstækjum, sem tekið
geta á móti litaefni.
Engu er líkara en viðskiptayfirvöldum sé sérstök
fróun i því að viðhalda höftum. Þröngsýni þeirra er
furðuleg í meira lagi, þvi að í Ijós hefur verið leitt, að
það er þjóðhagslega mjög óhagkvæmt að tefja óhjá-
kvæmilegar tækniframfarir á þessu sviði.
í fyrsta lagi erá þaðað líta, aðsjónvarpiðer komið i
úlfakreppu þar sem endurnýjunarmöguleikar með
gömlu tækninni eru þvi sem næst úr sögunni. öll að-
föng bæði að því er varðar efni og tæknibúnað miðast
við litsjónvarp. Höftin gera reksturinn með gamla
laginu því stöðugt dýrari.
Þá er í öðru lagi rétt að hafa í huga, að uppbygging
dreifikerfis sjónvarpsins byggist á aðflutningsgjöld-
um af innfluttum sjónvarpstækjum. Ljóst er, að fólk
mun halda aðsér höndum við endurnýjun á sjónvarps-
tækjum þar til það á kost á að kaupa þau af þeirri
gerð, sem getur tekið á móti litsendingum.
Af þeim sökum verður sjónvarpið einnig í fjárhags-
legri úlfakreppu þar til fallið hefur verið frá hafta-
reglunum. Alþingi á því ekki annarra kosta völ en
samþykkja þá tillögu, sem lögð hefur verið fram um
skynsamlega stefnumörkun i þessum efnum.
VÍSIR
VALFRELSI KJ0SENDA 0G AUKIN
ÁBYRGÐ STJÓRNMÁLAMANNA
Svo sem fram hefur komiö f
fjölmiðlum að undanförnu hafa
fulltrúar frá unghreyfingum
þriggja stjórnmálaflokka náö
samkomulagi um tillögur um
breytingu á kosningareglum og
kjördæmaskipan. Aö samkomu-
laginu standa fulltrúar frá Sam-
bandiungra framsóknarmanna,
Sambandi ungra jafnaðar-
manna og Sambandi ungra
sjálfstæðismanna.
Með tillögunum leggjum við
til, að upp verði tekin hér á landi
kosningaraðferð er notuð hefur
verið á írlandi (bæði lýðveldinu
og norðurhlutanum) i meira en
hálfa öld og einnig á nokkrum
fleiri stöðum i heiminum, svo
sem á eyjunni Möltu i Miðjarð-
arhafi. Aðferð þessi nefnist á
enskri tungu „Single transfer-
able vote”, og höfum við gefið
henni islenska heitið „Persónu-
kjör með valkostum”. I megin-
atriðum felst i tillögunum, að
kosnir verði 7-8 þingmenn úr
hverju kjördæmi i persónu-
kosningu þ.e.a.s. einstaklingar
eru boðnir fram og kosnir i stað
lista, eins og nú er. Fyrirkomu-
lag þetta tryggir að auki jafnvel
og núgildandi fyrirkomulag, að
rétt hlutfall sé milli kjósenda-
fylgis og þingmannaf jölda
stjórnmálaflokka. Mun ég hér á
eftir gera grein fyrir meginá-
stæðum þess, að ég tel breyting-
ar i ofangreinda átt brýnar hér
á landi og vikja að gagnrýni,
sem ég hef heyrt á tillögurnar.
Pólitisk ábyrgð
á undanhaldi
Ég er þeirrar skoðunar, að
pólitisk ábyrgð sé á hröðu und-
anhaldi i þjóðfélagi okkar.
Mætti nefna mýmörg dæmi um,
að stjórnmálamenn á tslandi
hafa hvað eftir annað og i sifellt
rikari mæli skotið sér undan
þeirripólitisku ábyrgð, sem lýð-
ræðisleg stjórnskipun og lýð-
ræðisleg hugsun leggur þeim á
heröar. Má jafnvel finna dæmi
þess, að menn telji hina póli-
tisku ábyrgð stjórnmálamanna
falla saman við beina refsiá-
byrgð, sem allir borgarar verða
aðaxla.Þaömá hverjum manni
vera ljóst, að lýðræði stafar
hætta af þessu. Þessari hættu
verður ekki mætt með öðru en
þvi, að allir ábyrgir menn taki
höndum saman um að styrkja
lýðræði i landinu og reyna i þvi
sambandi aö tryggja, að hinir
pólitisku fulltrúar séu raun-
verulega ábyrgir gagnvart
kjósendum sinum i kosningum.
Það er vissulega augljóst, að
þvi fer viðs f jarri, að breytingar
á reglum um kosningar til Al-
þingis geti einar sér fært lýð-
ræðið i landinu til betri vegar.
Það er á hinn bóginn einnig ljóst
að kosningarreglurnar — þvi
sannarlega eru þær grundvall-
arreglur — verða að vera þann-
ig úr garði gerðar, að með þeim
sé tryggt svo virkt lýðræði sem
nokkur kostur er og þar með sú
persónulega ábyrgð þjóðkjör-
inna þingmanna sem er for-
senda lýðræðis.
Örugg sæti á
framboðslistum
1 þessu sambandi er vert að
athuga, hvaða raunverulegri á-
byrgð verði komið yfir þing-
mann, sem býður sig fram til
endurkjörs að óbreyttri skipan.
Allir vita, að það eru eingöngu
örfá þingsæti (10-20%), sem vafi
er á, hvaða frambjóðendur
muni skipa eftir kosningar.
Þeir, sem um þau keppa, eru
sagðir skipa „baráttusæti” á
framboðslistum. Onnur sæti eru
„örugg sæti”. Og hvað þýðir nú
þetta? Það þýðir, að stjórn-
málaflokkarnir sjálfir eru búnir
að ráðstafa allt að 90% af þing-
sætunum, áður en gengið er til
kosninga. Það þýðir lika, að þeir
þingmenn, sem vita, að þeir
muni i næstu kosningum skipa
öruggt sæti, vita jafnframt, að
nokkurn veginn er sama, hvað
þeir gera og segja á þinginu,
kjósendur muni aldrei geta
dregið þá til neinnar ábyrgðar.
Flokksvélin muni sjá þeim fyrir
gamla, góða, örugga sætinu.
Það er auðvitað ekkert nema
gott um það að segja, að hæfir
þingmenn hljóti endurkjör til
Alþingis. En hver á að segja til
um, hvort þingmaður sé hæfur
eða ekki? Það er auðvitað kjós-
andinn — sá, sem veitir þing-
(Jón Steinar
Gunnlaugsson skrifar^
Kosnir verða 7 til 8
þingmenn úr hverju
kjördæmi i persónu-
bundinni kosningu.
Rétt hlutfall verð-
ur á milli kjósenda-
fylgis og þing-
mannafjölda
Hver á að segja til
um, hvort þingmað-
ur er hæfur eða ekki?
Nú eru það flokks-
vélarnar, sem segja
til um þetta
manninum umboð sitt. Nú eru
það flokksvélarnar, sem segja
til um þetta. Hér má gefa þvi
gaum, að skv. núgildandi
kosningalögum getur kjósand-
inn ekki með útstrikun svipt
frambjóðanda á lista, sem hann
kýs, nema 1/3 af atkvæði sinu,
þ.e.a.s. þvi atkvæði, sem fram-
bjóðandinn hefði fengið frá
þessum kjósanda virka þannig,
að kjósandinn hefur nánast eng-
in áhrif á hvaða einstaklingum
meðal frambjóðenda listans
hann fær þingmennskuumboð.
Prófkosningar
Einstakir stjórnmálaflokkar
hafa i sumum kjördæmum tekið
upp prófkjör um skipan fram-
boðslista i þvi skyni að leiða
fleiri til áhrifa um þau efni.
Lengst hefur Sjálfstæðisflokk-
urinn gengið i þessu með próf-
kosningum i Reykjavik, sem
opnar hafa verið fyrir þátttöku
fólks, sem ekki hefur verið
flokksbundið i Sjálfstæðis-
flokknum. En slik prófkjör þó
til mikilla bóta séu, geta engan
veginn komið i stað persónu-
kjörs. Bæði er, að það er undir
duttlungum einstakra stjórn-
málaflokka komið, hvort þeir
viðhafa prófkjör og þá eftir
hvaða reglum. Er þannig engin
trygging fengin fyrir áhrifum
kjósendanna með þessum hætti.
1 annan stað má benda á, að
með þátttöku i prófkjöri tiltek-
ins stjórnmálaflokks verður
kjósandi að opinbera stjórn-
málaafstöðu sina. Kjósendur
sem vilja halda i þau réttindi,
sem þeim eru ákveðin i stjórn-
arskránni um að kosningar
skuli vera leynilegar, taka ekki
þátt i prófkosningum.
Frjálst val um
flokkslinu
1 tillögum okkar er gert ráð
fyrir að kjósendum sé heimilt að
merkja við frambjóðendur fleiri
en eins stjórnmálaflokks. Ég
hef heyrt þá gagnrýni á tillög-
urnar, að verið sé að brjóta nið-
ur samheldnina, sem tryggð sé
innan stjórnmálaflokkanna við
núverandi aðstæður. Hvað er
hér verið að segja? í rauninni
ekkert annað en að halda beri
þeim einstaklingum innan sam-
heldni stjórnmálaflokka sem
sjálfir kæra sig ekkert um slikt.
Óski einhver maður ekki að
vera bundinn af flokksböndum,
þegar hann greiðir atkvæði,
hver hefur þá vald til að skipa
honum það? Auðvitað enginn.
Annars geta þeir sem upp úr
þessu leggja verið harla rólegir,
þvi að það hefur sýnt sig þar
sem kosningafyrirkomulag
þetta hefur gilt, að það er yfir-
gnæfandi meirihluti kjósenda,
sem kýs eftir flokkslinum, enda
við sliku að búast, a.m.k. meðan
einhver munur er á stefnum
einstakra stjórnmálaflokka.
Munurinn frá núverandi skipan
er bara sá, að hér fylgir kjós-
andinn flokkslinum að frjálsu
vali sinu.
Jón SteinarGunnlaugsson.