Vísir - 30.12.1976, Blaðsíða 5

Vísir - 30.12.1976, Blaðsíða 5
vism Fimmtudagur 30. desember 1976 Bjargað úr háhýsinu Ljósmyndir Loftur Ofan af þaki á Æsufelli 2 tók Ijósmyndari Vísis, Loftur, þessa mynd í gærkvöldi af björgun fólks af svölum efstu hæða hússins, þangað sem fólk neyddist til að flýja undan reykjarkóf- inu. Til vinstri á myndinni sést brunakarfan á leið- inni niður, full af fólki. Einn mannanna í henni heldur á smábarni í fanginu. Til hægri á myndinni sést annað fólk biða þess að röðin komi að því. ► !,,Ertu tilbúinn að grípa mig, ef ég dett?" — Það eru ekki allir með sömu æfinguna og slökkviIiðs- menn í að príla upp og niður brunastiga. Þótt ekki sé lengra en ofan af 2. eða 3. hæð, er það all- nokkuð — séð að ofan. Allir komust þó heilu og höldnu niður, óhappa- laust. f Reykjarstybban knúði fólk úr íbúðunum i Æsu- felli 2 (átta hæða blokk) og út á svalir, eins og sést á þessari mynd hér til vinstri. Stigagangar og lyftuhús voru ekki fær í reykjarkóf inu. — Oti í gaddinum beið fólk síðan þess að verða bjargað niðurá jafnsléttu í krana- körfu slökkviliðsins, sem þarna er að sækja fólk upp á 7. hæð. Fyrst eftir að komið var út úr reykfullu húsinu var leitað skjóls inni í bílum lögreglunnar, eða hjá ná- grönnunum í Æsufelli 4. — Nokkrir fóru síðan yfir í Fellahelli, en höfðu skamma viðdvöl, áður en þeir höfðu útvegað sér næturstað hjá ættmennum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.