Vísir - 30.12.1976, Blaðsíða 23
VISIR Fimmtudagur 30. desember
/----------------------'*
Sk
27
EKKI
ÁFENGISÁHRIF
Á NEINUM...
„EIGUM VIÐ AÐ HEIMTA ELLI-
LÍFEYRINN HENNAR ÖMMU?"
Vegna mikilla skrifa i les-
endabréfadálkum siðdegisblað-
anna að undanförnu, um ölvun
unglinga á dansleikjum i Fella-
helli, skal eftirfarandi tekið
fram: Mál þetta var tekið fyrir
á stjórnarfundi Framfarafélags
Breiðholts hinn 2. þessa mánað-
ar og i framhaldi af umræðum
um málið voru kosnir fjórir
stjórnarmenn til þess að fara á
dansleiki i Fellahelli og kynna
sér málið af eigin raun. Fyrir
valinu varð föstudagurinn 3.
þessa mánaöar og fóru þau:
Baldur Gislason, Elinborg
Gisladóttir, Eyjólfur Pálsson og
Svava Glsladóttir. Niðurstaða
könnunar þeirra varð sú að
ekki sáust áfengisáhrif á nein-
um, hvorki innandyra né utan,
enda áfengisneysla ekki leyfð i
húsinu. Reykingar eru einnig
bannaðar i Fellahelli þegar
dansleikir eru haldnir þar,
nema i forstofu. Starfsmenn
umrætt kvöld voru fimm talsins
og bar þeim saman um, aö frek-
ar hefði dregiö úr aðsókn á
dansleiki hússins að undan-
förnu. Má telja liklegt að for-
eldrar unglinganna hafi ekki
hug á að leyfa þeim að skemmta
sér i Fellahelli, eftir þær lýsing-
ar sem gefnar hafa verið um
staðinn i siðdegisblöðunum að
undanförnu. Telja fyrrnefndir
fjórmenningar að skemmtun sú
sem þeir sóttu i Fellahelli, hafi
verið þannig, að varla sé hægt
að hugsa sér nokkuð betra fyrir
unglinga á höfuðborgarsvæðinu.
Þess má að lokum geta, að þeg-
ar dansleiknum lauk kl. 23.30
var slökkt á hljómtækjunum
eins og lög gera ráö fyrir og um
leið og tónlistin var þögnuð fóru
unglingarnir út úr húsinu og
hver sina leið. Ekki var um það
að ræða að unglingar væru
utanhúss, hvorki á meðan dans-
leikurinn stóð yfir, né eftir að
honum lauk. Væri vel ef hægt
væri að segja eitthvað svipaöa
sögu um skemmtistaði eldri
aldurshópa á Stór-Reykjavikur-
svæðinu.
Framfarafélagið vill þvi
koma þvi á framfæri við for-
eldra barna i Breiðholti, að taka
ekki of mikið mark á slúðursög-
um um dansleiki i Fellahelli,
heldur að kynna sér málið af
eigin raun og lofa börnum sin-
um að skemmta sér i heilbrigðu
umhverfi i góðum félagsskap.
Reykjavik 9.12. 1976
f.h. Framfarafélagsins,
Virðingarfyllst,
Sigurður Bjarnason, form.
Við undirritaðir namsmenn i
Vinarborg viljum benda
menntamálaráðherra á eftirtal-
in atriði:
1) Hve óhagstætt það hlýtur
að vera fyrir lánasjóð islenskra
námsmanna og þjóðfélagið að
veita of lág lán og veita þau of
seint vegna þess,
aö of lágt námslán hrekur
námsmann frá hálfloknu
námi, sem er ekki aðeins tap
fyrir námsmanninn heldur
lika fyrir þjóðfélagið, aö of
lágt og of seint veitt lán hrek-
ur námsmann frá námi um
stundarsakir, og hann neyðist
til að vera lengur við nám
2) Hve dýrt þaö væri að
mennta okkur á íslandi, og hve
dýrt það er fyrir viðkomandi
riki að hafa útlendinga i námi.
3) Þau ótrúlegu vandamál,
sem skapast fyrir námsmenn
vegna of lágra og of seint veittra
lána. Námsmaður getur yfir-
leitt ekki unnið með námi vegna
— tima- og æfingaskyldu og
hvorki atvinnu né atvinnuleyfi
er að fá, (sbr. tölur um atvinnu-
leysi i Evrópu).
4) Hvers vegna við krefjumst
láns sem nemi 100% fram-
færslukostnaðar. Okkur er veitt
85% framfærslukostnaöar (tala
sem búinertiliLlN) i lán. Hvar
eigum við að fá hin 15% ?
Eigum við að mjólka skuld-
umvafna foreldra okkar? að
heimta ellilifeyrinn hennar
ömmu, (hanner svo hár....)?,
að taka vixil á okurvöxtum
með von um að „þetta redd-
ist”? að ræna banka?
5) Þá hundalógik sem segir,
að framfærsla einnar mann-
eskju sé jafn há og einnar
manneskju meö barni.
Eiga hjón að skilja og skrá
annað hjá nágrannanum?, að
senda börnin á beít?, að senda
börnin á sveit, eða fá hjón
kannski transistor tæki fyrir
að eiga ekki fleiri börn, sam-
kvæmt aðferð frú Indiru
Gandhi?
6) Hvers eigum við að gjalda,
einir lánþega á Islandi að njóta
aðeins verðtryggðra lána?
Kæri vinur. Við erum ekki að
krefjast einhverra forréttinda,
við erum heldur ekki að væla ut-
an i ríkisbákninu. Við erum að-
eins að fara fram á réttláta að-
stoð meðan við erum i námi.
Okkar takmark er ekki að gera
byltingu, heldur að sameinast
launþegum i kröfum um betri og
jafnari lifskjör og þau eru með-
al annars fólgin i þvi, að allir
hafi jafnan rétt til náms, en
jafnrétti er og verður einn af
hornsteinum heilbrigðs lýðræö-
is.
Vinarborg 28. nóvember 1976
Gunnar örn Guðmundsson,
Elisabet Haraldsdóttir
Elinborg K. Jóhannesdóttir
Björn Arnason
Kjartan Óskarsson
Hrefna M. Eggertsdóttir
Helgi Bogason
Gyða Gisladóttir,
Simon Ivarsson
Smári ölason,
Sigrún Magnúsdóttir,
Margrét Jóh. Pálmadóttir
Hafliði Arngrimsson
Ólina Kristjánsdóttir
Ingibjörg Haraldsdóttir
Agústa Jónsdóttir
Sigriður Hrafnkelsdóttir
Elma Katrin Jónsdóttir
þá eigum við allt annað
þú þarft fyrir gamlárskvöld
Flugeldar- sólir- blys- gos- Tívolíbombur- stjörnuljós og margt fleira- allt traustar vörur.
jölskyldupakkarnir eru 10% ódýrari - þeir ÚtSÖIllStaðÍr
OSta 1500 kr. - 2.500 kr. og 4.000 krónur. Skátabúðin, Snorrabraut - Volvósalurinn, Suðurlandsbraut -
hverjum fjölskyldupakka er leiöarvísir um Bílaborg, Borgartúni 29 - Fordhúsið.Skeifunni - Alaska, Breiðholti -
neðferð skotelda - inn í fjóra slíka leiðarvísa Hóla9arður' Lóuhólum - Hagabúðin, Hjarðarhaga - Grímsbær,
.., .A .. 0£_ . , * . , , . Fossvogi - Vélhjólaverzlun Hannesar, Skipasundi - Seglagerðin Ægir,
tOiUtTi VIO seti 2.0 pusund kiona avisamr. Grandagarði - í Tryggvagötu, gegnt Tollstöðinni - Við Hreyfilsstaur-
>að borgar sig aö gæta vel að leiðarvísinum, inn, Árbæjarhverfi - Við Sláturfélag Suðurlands, Háaleitisbraut.
iann færir öllum aukið öryggi - og fjórum þar StyðjÍÖ Okklir-Stllðlið að eigin Öryggí
\ Hjálparsveit skáta
*/ Reykjavík
Þú færðalltfyrirgamlárskvold hjá
okkur.opið til kUOdaglega
m&m Fjölskyldupakkarnir eru 10% ódýrari - þeir
VIMAASilCAi kosta 1500 kr. - 2.500 kr. og 4.000 krónur.
KlillAI LKIMRVÍII! í hverjum fjölskyldupakka er leiðarvísir um
meðferð skotelda- inn í fjóra slíka leiðarvísa
T .,C ..i) höfum við sett 25 þúsund króna ávísanir.
... -£ / Það borgar sig að gæta vel að leiðarvísinum,
IÆI hann færir öllum aukið öryggi - og fjórum þar
œ® að auki 25 þúsund krónur.