Vísir - 30.12.1976, Blaðsíða 13

Vísir - 30.12.1976, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 30. desember 197« visn? vism Fimmtudagu r 30. desember 1976 Umsión: Björn Blondal og Gylfi Kristjánsson 17 3 Vilmundur Vilhjálmsson sprett- hlaupari úr KR gerfti það gott á árinu. Hann jafnaði islandsmetið i 200 metra hlaupi og i 100 metra hlaupi var hann aðeins sekúndu- broti frá islandsmetinu. OKTOBER: Húsnœðisvandrœði hjá landsliðinu „Ætli þetta endi ekki með þvi að viö verðum að reyna að fá æfingar fyrir landsliðiö á Kefla- víkurflugvelli”, sagði Sigurður Jónsson, formaður Handknatt- leikssambands islands, á blaða- mannafundi þar sem málefni landsliðsins voru til umræðu. Hannig hófst októbermánuður hjá handknattleiksforustunni, búið var að ráða frægan landsliðs- þjálfara, en erfiðlega gekk að fá inni með æfingar. 4/10.— Vilmundur Vilhjálmsson, spretthlaupari úr KR, jafnaði is- landsmetið i 200 metra hlaupi á mdti i Minden i V-Þýskalandi, hann hljóp á 21,3 sek. Hér heima var Erlendur Valdimarsson i miklustuðiogþeyttikringlunni 62 metra á Laugardalsvellinum, en sá árangur hefði nægt honum til að hljóta 8. sætið á Ólympiu- leikunum i Montreal. 1R sigraöi FH i mjög sögulegum leik i 1. deild handboltans i Hafnarfirði með 20:19 og gerður var aðsúgur að dómurum leiksins að honum loknum. 5/10.— ,,Við erum bjartsýnirá að okkur takist að sigra norðmenn i kvöld” sagði Lárus Loftsson, þjálfari unglingalandsliðsins i knattspyrnu, en Golfsambandið ákveður að senda ekki lið á Eis- enhower-keppnina i Portúgal vegna fjárskorts. 6/10. — Það tóks. — tslenska unglingalandsliðið 'i knattspyrnu sigraði Noreg i fyrri leik liðanna i jjfj-J * .• *mkíá3#wm - § viðar uuojonnsen judómaour vann gott afrek þegar hann sigraði i opna flokknum á alþjóðlegu móti i Finnlandi og lagði þar að velli marga fræga kappa. Björgvin Björgvinsson, llnumaðurinn snjalli, hefur hér snúiðá einn af leikmönnum dana I landsleiknum hér heima sem tsland vann með 23 mörkum gegn 20, og að sjálfsögðu skoraði Björgvin. Evrópukeppni unglinga, en siðari leikurinn sem fer fram í Noregi verður erfiður. 7/10.— ,,Ég er glænýr og þyrstur i tuðruna”, sagði Ásgeir Sigur- vinsson sem var að hefja keppni með Standard eftir meiðsli. 11/10,— Elias Sveinsson bætti 17 ára gamalt met Björgvins Hólm i fimmtarþraut, hlaut 3533 stig, en Ingi Björn Albertsson vakti at- hygli fyrir að stökkva 6,32 metra i langstökki i keppninni. — FH vann auöveldan sigur i fyrri leik sinum gegn VIF frá Færeyjum i Evrópukeppni meistaraliða, 28:13. 14/10. — ,,Mér finnst það undur hversu góða handknattleiksmenn þið eigið á Islandi” sagði Arseni- jevic frá Júgóslaviu þjálfari Dankersen, sem var i keppnisferð hér á landi. 18/10.— ,,Þá verður enginn leikur hér i dag” sagði Kristbjörn Al- bertsson körfuknattleiksdómari, þegar Þorsteinn Hallgrimsson neitaði að taka út leikbann sitt i leiknum gegn KR i Reykjavikur- mótinu. — V-þýska liðið Danker- sen hafði unnið alla sina leiki hér með yfirburðum, en lá loksins i siðasta leiknum sem var gegn landsliðinu 15:20. 21/10. Farseðilinn til Belgiu tryggður — þannig var fyrirsögn iVisi eftir að unglingalandsliðið i knattspyrnu hafði gert jafntefli við Noreg i siðari leik liðanna sem fram fór i Noregi. Þar með hafði islenska liðið tryggt sér rétt til að keppa i úrslitakeppninni i Belgiu i vor. 22/10.- „Við munum hvorki lána Jóhannes burtu né selja” sagði Jock Stein framkvæmdastjóri Celtic i einkaviðtali við Visi. — Boroughmuir Barrs sigraði UMFN naumlega 78:77 i fyrri leik liðanna i Evrópukeppni bikar- meistara sem fram fór i Njarð- vik. 25/10. — „Léttur Evrópusigur valsmanna” — Valur vann Red Boys frá Luxemborg i fyrri leik liðanna i Evrópukeppni bikar- meistara i handknattleik með 25:11 og 29:12 og þvi 54:23 sam- tals. — 1 Færeyjum voru leik- menn VIF i sigurvimu eftir að FH sigraði þá „aðeins” með 25:20 i siðari leik liðanna, og voru þvi bæði islensku liðin i Evrópu- keppninni i handknattleik komin i 2. umferð. 26/10.— Vladan Markovitc ráðinn landsliösþjálfari i körfuknattleik og byrjaður að búa liðið undir fyrsta verkefnið sem verða leikir við Noreg. — Celtic sigraði Hearts i undanúrslitum i deildar- bikarnum i Skotlandi og mætir Rangerseöa Aberdeen i úrslitum. 27/10. Stjórn Handknattleikssam- bands Islands ákveður að hætta við að senda landsliö kvenna á NM sem átti að fara um miðjan nóvembermánuð i Sviþjóð vegna áhugaleysis stúlknanna. 28/10. — KR varð reykjavikur- meistari i körfuknattleik 1976, en út i Edinborg tapaði UMFN 66:87 fyrir skoska liðinu Boroughmuir Barrs og var þar meö úr leik i Evrópukeppni bikarmeistara. 29/10,— Guðmundur Haraldsson fékk frábæra dóma fyrir frammi- stöðu sina þegar hann dæmdi leik Crusaders og Liverpool i Evrópu- keppni meistaraliða á trlandi, en i viðtali við hið fræga knatt- spyrnublað World Soccer sagði Mike Ferguson fyrrum þjálfari skagamanna i knattspyrnu: „Pétur er betri en Alan Taylor og átti þar við Pétur Pétursson leik- mann 1A. i Hann Skúli óskarsson er ekkert aðfara Tlaunkofa með fögnuð sinn þegar vel gengur hjá honum. Þessa frábæru mynd af honum tók Einar Karlsson þegar Skúli hafði sett islandsmet i hnébeygju á kraftlyft- ingamóti nýlega. NOVEMBER: Valur og FH fengu erfiða mótherja i upphafi nóvembermánaðar bárust um það fréttir frá Sviss, hverjir yrðu mótherjar islensku liðanna i 2. umferð Evrópukeppn- anna i handknattleik. Valur fékk hið fræga lið Mai frá Moskvu, og FH fékk pólsku meistarana Slask Wrocklaw. — Friðrik Jósefsson frá Vestmannaeyjum lét þetta hinsvegar litið á sig fá og byrjaði mánuðinn með þvi að þrl- bæta tslandsmetið i bekkpressu i kraftlyftingum, lyfti mest 195 kg. 2/11. — „Þetta er erfitt lif en spennandi” sagði Sigurður Jóns- son, skiðamaður frá Isafiröi, sem var kominn á fulla ferð á sklöun- um viðsvegar um Evrópu meö bestu skiðamönnum svia. 5/11. — , ,Eg var á móti skiptingunni” sagði Gunnar Aust- fjörð sem var kjörinn „Knatt- spyrnumaðurársins” á Akureyri. 8/11. — Valur tapaði sinum fyrstu stigum i 1. deildinni i hand- boltanum þegar Vikingur sigraði i leik liðanna með 23 mörkum gegn 22. Úti i Skotlandi var hins- vegar Jóhannes Eðvaldsson að leika i úrslitum skoska deildar- bikarsins og Celtic tapaði fyrir Aberdeen 1:2. 10/11. — „Það er nauðsynlegt að komast utan” sagði júdó- maðurinn snjalli Viðar Guðjohn- sen sem hyggst halda til Japan eftir áramótin og dveljast þar i 15-18 mánuði. 12/u. — Haukar i Hafnarfirði tóku i notkun nýtt iþróttahús, gamalt fiskverkunarhús sem félagsmenn höfðu unnið mikið viö til að koma i „iþróttahæft” ástand. 12/11. — \ ingar settu nýtt markamet þeg r þeir sigruðu is- landsmeistara . 4 i 1. deild hand- boltans með 35 mörkum gegn 26. 15/11.— Valsmenn komu mjög á óvart i leik sinum við sovéska liðiö Mai frá Moskvu i fyrri leik liðanna i Evrópukeppninni i handbolta. Mai tókst að „merja” sigur i leiknum 20:19. — 1 V- Þýskalandi var Axel Axelsson i miklum ham i leik Dankersen gegn Essen. Hann skoraði 11 mörk úr 11 tilraunum. Þá var Einar Bollason i KR kominn á fulla ferö, og lét sig hafa það að skora 38 stig gegn 1R i 1. deild. 16/11. — Heldur hefur ræst úr húsnæðisvandamáli hjá hand- knattleikslandsliðinu. Liðið æfir nú 9 sinnum i viku. — Hinsvegar sá Vladan Markovitc fram á vandræði þvi margir af bestu leikmönnum i körfuboltanum gefa ekki kost á sér i landsliðiö hjá honum. 17/11. — „Þetta getur oröið slagsmálaleikur”, sagði Janus Cherwinski um leik FH og Slask i Evrópukeppni meistaraliða. Svo fór þó ekki, en hinn frábæri leik- maður Slask, Klempel sá um aö sigra FH, hann skoraöi 13 mörk og Slask sigraöi með 22:20. 22/11.— „Ég er alveg i sjöunda himni”, sagði Viðar Guöjohnsen júdómaður eftir að hafa sigrað á miklu alþjóðlegu júdómóti i Finn- landi. — Um þessa sömu helgi fór fram hér landi NM i badmin- ton. Þar voru islendingar langt frá þvi aö vera i fremstu röð, en danir voru sigursælir á mótinu og tóku öll verölaunin nema ein. 26/n. — Pressuliöið i körfu- knattleik tók landsliöið i „kennslustund” I leik liðanna og sigraði með 90 stigum gegn 76. 26/11. — Hinn snjalli hand- knattleiksmaður Ómar Ragnars- son sem hefur margsinnis leitt lið iþróttafréttamanna til glæstra sigra kvaddi með enn einum stór- leik i Höllinni þegar lið hans sigraði dómara i handknattleik með 8:7. — „Okkur vantar menn til að skora mörk” sagði Asgeir Sigurvinsson, en Axel Axelsson ; var hress eftir siðasta leik 1 Dankersen og sagði: „Leikur okkar gegn Kiel var langbesti leikur okkur til þessa”, enda sigraði Dankersen meö 18 mörk- um gegn 12. — Sveit Júdófélags i Reykjavikur vann yfirburðasigur i sveitakeppni júdósambandsins. 30/22. „Það má segja aö þetta séallt orðiö klappað og klárt, þótt ! ég hafi enn ekki gert neina skrif- í lega samninga”, sagði ólafur Benediktsson, markvörður úr Val, þegar hann tilkynnti að hann myndi hef ja aö leika með sænska j liöinu Olympia eftir áramótin. Danir unnu þrjá leiki ,/Ég er að mörgu leyti mjög ánægður," sagði VI- adan Markovitc, landsliðs- þjálfari í körfuknattleik, eftirað island sigraði Nor- eg tvívegis. 3/12— „Ég fæ ekki annað séð en ég verði að hætta þessu”, sagði Guðmundur Sigurðsson, lyftinga- maður, sem verður að gera sér að góðu að æfa i óupphituðu húsnæði þar sem kuldinn fer oft i 10 stiga frost. 6/12— Það var mikið metaregn á Kraftlyftingamóti Reykjavikur. Ólafur Sigurgeirsson KR setti Is- landsmet i bekkpressu i létt- þungavigt 167.5 kg. Skúli Ósk- arsson ÚIA keppti sem gestur i þessum þyngdarflokki og tvibætti metið i hnébeygju, lyfti fyrst 250 kg og siðan 260 kg. Þá setti Gústaf Agnarsson met i yfirþungavigt þegar hann lyfti 270 kg i hné- beygju. 6/12 — Kvennalið Fram i hand- bolta tapaði með 10:22 i fyrri leik sinum gegn júgóslavneska liðinu Radnicki i Evrópu- keppninni i Laugardalshöil. 10/12 — Islenska landsliðið i handknattleik var nú komið af stað i keppnisferð og lék fyrsta leik sinn i feröinni gegn a-þjóð- verjum i A-Berlin. Leikurinn tapaðist með 17:25, en i siðari leiknum gekk mun betur þótt hann tapaðist með 20:21. Nú var haldið til Danmerkur og leikið þar við „erkióvininn” sjálf- an. „Það var hálf-grátlegt aö tapa þeim þeik” sagði Viðar Si- monarson, en úrslitun urðu 19:16 fyrir dani. Og i siðasta leiknum i ferðinni tapaði landsliðið fyrir sjálandsúrvali með 20:25. 17/12. — Valsmenn fengu á „baukinn” i Moskvu þegar þeir léku siðari leik sinn gegn Mai i Evrópukeppninni. Mai sigraði i leiknum með 24 mörkum gegn 15. — Og frá Skotlandi bárust fréttir um að Jóhannes Eðvaldsson væri á leiðinni i heilagt hjónaband, myndi gifta sig milli jóla og ný- árs. 18/12— „Nú hittu danir fyrir of- jarla sina”, sagði ifyrirsögn Visis af landsleik Islands og Danmerk- ur i handknattleik i Höllinni sem Island vann með 23:20. Danirsneru hinsvegar ,dæminu við daginn eftir þegar þeir sigr- uðu i leik liðanna i Eyjum með 19 mörkum gegn 16, og siðasti leik- urinn gegn dönum að þessu sinni Úrslit leikja í Englandi Nokkrir leikir voru leiknir i ensku deildarkeppninni i knatt- spyrnu i gærkvöldi og urðu helstu úrslit þeirra þessi: 1. deiid Everton-Middlsb 2:2 Man. City-Liverpool 1:1 Sunderland-Leeds 0:1 2. deild Carlisle-Blackb 1:1 Luton:Chelsea 4:0 Southampt-Bristol 2:1 Liverpool var heppið að ná jöfnu gegn Manchester City. Joe Royl náði forystunni fyrir Manchester en á siðustu minút- unum skoraði Dave Watson sjálfsmark. Joe Jordan skoraði mark Leeds gegn Sunderland. Dave Armstrong skoraði bæði mörk Middlesboro, en þeir Bob Latchford og Ken McNaught skoruðu mörk Everton. —BB tapaðist með 22:23. Það tókst þvi ekki að laga stöðuna i landsleikj- um okkar við dani að þessu sinni. 20/12. — Hreinn Halldórsson er greinilega i góðu formi þessa dagana. Hann setti Islandsmet i kúluvarpi innanhúss þegar hann kastaði 19,16 metra á innanfé- lagsmóti hjá Ármanni. Rétt fyrir jólin kom hingað til lands körfuknattleikslið frá Tenn- essee og lék hér þrjá leiki. Lið ið sigraði landsliðið tvivegis, 79:64 og 84:58, og lið UMFN sigr- uðu bandarikjamennirnir með 83:46. Nú rétt fvrir áramótin eru að berast um það fregnir frá Dan- mörku að forráðamenn danska körfuknattleikssambandsins séu mjög óánægðir með aö KKl skyldi hætta við að senda landsliöið i keppni þangað eftir áramótin. „Það er ekki hægt að eiga sam- skipti við svona menn”, segir for- maður danska sambandsins. Lilja Guðmundsdóttir setti fjölda islandsmeta á árinu og hún vann besta árangur frjálsiþróttakonu þegar hún setti lslandsmet i 1500 m hlaupinu á Ólympiuleikunum og lékk fyrir það 981 stig. Hún átti einnig næstbesta afrekið fyrir 800 metra methlaup sitt. Guðmundur Haraldsson knattspyrnudómari hafði fulla ástæðu til að brosa breitt þegar umsögn eftirlitsmanns UEFA af frammistöðu hans f leik Crusaders og Liverpool barst til KSt. Guðmundur fékk þar mjög góðan vitnisburð, enda stóö hann sig afburöavel. Sigurður Ingólfsson formaður Körfuknattleiksráös Reykjavikur hampar hér úrskurði Aganefndar KKt um að Þorsteinn Hallgrimsson skyldi vera I leikbanni i leik 1R gegn KR. Þorsteinn kvaðst ekki taka úrskurðinn til greina þar sem hann kæmi með allt of stuttum fyrirvara, og leikurinn fór ekki fram en dæmdist 1R tapaöur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.