Vísir - 17.01.1977, Blaðsíða 3

Vísir - 17.01.1977, Blaðsíða 3
3 vísm Mánudagur 17. janúar 1977 „4-6 ÞÚSUND DRYKKJU- SJÚKIINGAR Á ÍSLANDI" „Full ástæða er til að ætla, að hér á landi séu á milli 4000 og 6000 drykkjusjúklingar, þ.e.a.s. menn, sem hafa misst alla stjórn á drykkju sinni og mætt alvarlegum vandamálum og erfiðleikum af þeirri ástæðu,” segir i nýútkominni handbók i bindindisfræðum. íhandbókinni,sem Bindindis- félag isl. kennara hefur gefiö út segir, að drykkjusýki sé.slgeng- ur sjúkdómur sem komi harðast niður á fullorðnum karlmönn- um. I handbókinni kemur einnig fram, að á tveimur vistheimil- um fyrir drykkjusjúka, Akur- hóli og Viðinesi, eru 76 rúm, og á Flókadeild eru 26 rúm. Nýtt hæli fyrir drykkjusjúklinga að Vifils- stööum mun rúma 21 mann, og allverulegur fjöldi drykkjusjúk- linga er jafnan á Kleppsspitala og geðdeild Borgarspitalans, og nokkrir eru i Hlaðgeröarkoti. „Gerum ráð fyrir”, segir i bókinni, „að hvert rúm á vist- heimili kosti 720 þúsund krónur árlega, og á sjúkrahúsi 2 millj- ónir. Þá kostar sú hjálp, sem drykkjusjúklingum er veitt á hverju ári ekki minna en 120 milljónir króna. Er þá sleppt þeim sjúklingum, sem á geö- deildum dveljast, öðrum en Flókadeild og I almennum sjúkrahúsum”. —ESJ. Afkastamestu siidar- og loönuverksmiöjur landsins eru Sildarverksmiöjur rikisins á Siglufirði og hefur hluti þess verksmiðjukosts verið nýttur til loönubræöslu aö undanförnu eins og sést á þessari mynd. Siglufjöröurernúhæstilöndunarstaöurinn á loönuvertföinni. —Mynd: Kristján Möller. Vilja tillögur um nýjar loðnubrœðslur Nefnd, sem sjávarútvegsráöu- neytiö hefur skipaö til aö gera út- tekt á loðnu- og lifrarbræöslum, á m.a. að „gera tillögur um bygg- ingu nýrra verksmiðja, stærö þeirra, gerð og staöarval”, aö þvi er segir i frétt frá ráöuneytinu. Björn Dagbjartsson, forstjóri Rannsóknastofnunar fiskiðnaðar- ins, er formaður nefndarinnar, en aðrir i nefndinni eru Ingólfur Ing- ólfsson, vélstjóri, Július Stefáns- son, framkvæmdastjóri, Siguröur Sigfússon, verkfræðingur og Þor- steinn Gislason, skipstjóri. Um verkefni nefndarinnar, sem á að hraða störfum sinum og skila áliti svo fljótt sem unnt er, segir i frétt ráðuneytisins, að hún eigi aö gera „heildaráætlun um afkasta- þörf loðnuverksmiðja sem byggð er á áætlun um hráefnisöflun miðað við þann loðnuveiðiskipa- flota sem nú er til staðar, svo og á ástandi loðnustofna. Þá skal nefndin gera tillögur um stækkun og breytingar þeirra verksmiöja sem fyrir eru, kanna möguleika á að minni verksmiðjur, sem unniö geta feitfisk, verði hagnýttar til loðnuvinnslu og gera tillögur um byggingu nýrra verksmiðja, stærð þeirra, gerö og staðarval. Við gerð slfkrar heildaráætlunar verði áhersla lögð á að samræma sem best veiðar og vinnslu i þeim tilgangi að stytta flutningaleiðir. Jafnframt er nefndinni falið að kanna hvar lifrarbræðslur eru starfræktar nú og hvar sé þörf fyrir nýjar með það fyrir augum að nýta alla lifur svo sem kostur er”. —ESJ. Spariinn- lónin jukust um 36% Veruleg aukning varöá spari- innlánum á síöasta ári, eöa 36,3%. Ariö áöur var hækkunin aöeins 26,3%. Þessi góöi árang- ur er aö nokkru leyti aö þakka hinu nýja fyrirkomulagi vaxta- aukareikninga, aö sögn Seöla- bankans. 1 yfirliti frá Seðlabankanum um stööu viðskiptabankanna kemur fram, að heildarinnlán jukust um 32,6% á siðasta ári, en um 28,3% árið á undan. Útlán viðskiptabankanna juk- ust um 25%, en hins vegar juk- ust svokölluö „þaklán” mun minna, eða aðeins um 21,6%. Þessi útlánaaukning varð mun minni en á horfðist fram eftir árinu, þar sem veruleg útlána- lækkun varð i desember. Hafa bankarnir þvi augsýnilega dregið verulega úr almennum útlánum siðasta mánuð ársins. Um niðurstööuna á árinu seg- ir Seðlabankinn m.a.: „Stefnt hafði verið að þvi, að útlána- aukning bankanna yrði um 20% á árinu, en þótt ofangreindar tölur sýni, að farið hafi verið um 6% fram úr þvi marki, kemur þar á móti, að þróun spariinn- lána hefur reynst mun hagstæð- ari en undanfarin ár. Sæmilegt jafnvægi náðist þvi i heildarviö- skiptum bankanna á árinu”. ESJ. Þróttur og Æsku- lýðsráð í samvinnu Hugmyndir eru nú uppi um samstarf milli iþróttafélagsins -Þróttar og Æskulýösráös Reykjavikurborgar um bygg- ingu á æskulýösmiöstöö sem Þróttur haföi i hyggju aö reisa. Magnús óskarsson, formaður Þróttar, sagði i samtali við Visi, að hugmynd félagsins hefði ver- ið að reisa tveggja hæða hús við Sæviðarsund. Fyrri hæðin er komin veí af stað, en fyrirsjáan- legt var að ekki yrði hægt að reisa efri hæðina eins og til stóð. Magnús sagði að ekki hefði ver- ið annað framundan en aö byggja þak á fyrri hæðina, til mikils óhagræðis og kostnaðar- auka og geyma byggingu ann- arrar hæðar til betri tima. Nú væri hugmyndin að Reykjavikurborg sæi um að koma upp efri hæðinni, og yrði byggingarkostnaður látinn koma i staö leigu i framtiðinni. A efri hæðinni yrði rekið æsku- lýðsheimili, en að sögn Magnús- ar hefur hverfið þar sem húsið á að standa verið afskipt um slikt. Davið Oddsson, formaður æskulýösráðs, sagði við Visi að æskulýösráö heföi samþykkt að fara þess á leit við borgarráö að veitt yrði fé til byggingarinnar á næsta ári. Borgarráð hefur ekki tekið ákvörðun i málinu, en Davið kvaðst eiga von á að vel yrði tekið i málið, þar sem borg- arráðsfulltrúar virtust vera já- kvæöir gagnvart þessari hug- mynd. Þvi má svo bæta við að stund- um hefur andað köldu á milli æskulýðsráðs og iþróttafélaga og hafa þeir siðarnefndu sakaö hina um aö vera i samkeppni við frjálsa félagsstarfsemi. En nú virðistsem þessi öfl ætli að taka höndum saman. —EKG. Giftingum fer fjölgandi ár frá ári: ÓVIGÐ SAMBÚÐ Á UNDANHALDI Ýmislegt bendir til þess, aö fjöldi þeirra, sem búa I óvigöri sambúð, fari minnkandi sem hlutfall af öllum hjónaböndum I landinu. Þótt upplýsingar séu mjög af skornum skammti um fjölda þeirra, sem búa i óvigöri sam- búð, eru fyrir hendi tölur um hlutdeild óvigðrar sambúðar af öllum hjónaböndum fyrir árin 1960,1970 og 1973 og birtast þær i nýútkominni ibúðaspá Fram- kvæmdastofnunar rikisins. Þar segir, að árið 1960 hafi hlutdeild óvigðrar sambúöar verið um 9,5% af öllum hjóna- böndum. Arið 1970 hafi verið komið niður i 4,2%, og árið 1973 var það 4,7%. Jafnframt segir, að skortur á upplýsingum hafi orðið til þess, að ókleift reyndist að gera sér- spá um fjöldaþróun óvigörar sambúðar. Giftingartiðnin alltaf að aukast Það kemur einnig fram i skýrslunni, að giftingartiðnin hefur sifellt aukist og aukningin er i aldursflokkunum frá 15 til 30 ára en stendur nær þvi i stað eða lækkar litiö eitt i aldursflokkun- um yfir 30 ára. Arið 1950 nam hlutdeild giftra i heildarfjölda fullorðins fólks i landinu um 60%. Þetta hlutfall hafði hækkað i62% árið 1960 og i 67% árið 1970. Þvi er spáð, að þróunin haldi áfram i sömu átt á næstu áratugum, og að árið 1985 verði hlutur giftra orðinn rúm- lega 69%. Sífellt yngri Meðalaldur brúðhjóna hefur sifellt farið lækkandi hér á landi. A árum siðari heims- styrjaldarinnar var meðalaldur brúðguma t.d. tæplega 30 ár, og brúða tæplega 26 ár en fram til 1970 lækkaði meöalaldur brúð- guma um rúm þrjú ár og brúða um tvö ár. —ESJ.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.