Vísir - 28.01.1977, Blaðsíða 5

Vísir - 28.01.1977, Blaðsíða 5
Málaferlfn yfir Baader- Meinhof glæpaflokknum i V- Þýskalandi hafa litið komið við fréttir um langa hrið, meðan þau hafa verið að velkjast fyrir dómstólunum. Þau hafa þvælst fyrir rétti i 20 mánuði, og er ekki enn séð fyrir endann á þeim. Allt málþófið og flækjurnar ( við réttarmeðferðina hafa orðið ’ til þess að varpa skugga á rétt- ' visina i V-Þýskalandi og al- , menningur þar orðinn óþolin- móður að biða eftir málalokum, ’ sem flestir töldu i upphafi liggja ’ svo ljós fyrir að þau gætu , naumast dregist lengi. En verjendunum hefur tekist að tefja málið og þvæla fram og til baka af mikilli elju með þvi . að finna til hin og þessi brot ( yfirvalda á mannréttindum sakborninga við útvegun sönn- ■ unargagna, eða með þvi að fá . vikið úr dómarasætum dómend- ( um, sem hugsanlega gætu verið ’ hlutdrægir. 85 sinnum hafa þeir þannig , reynt að ryðja dóminn og tókst nú siðast að fá dómsforsetanum ’vikið úr sæti, dr. Theodor • Prinzing. Hinir fjórir meðdómendur dr. Prinzing úrskurðuðu að ákveðin ' ummæli hans, sem hann hafði ■ látið falla i garð eins verjand- . ans, gæfu tilefni til að halda, að hann hefði myndað sér ákveðna ’ skoðun fyrifram um sekt eða ■ sakleysi hinna ákærðu. — Dr. , Prinzing hefur setið i forsæti dómsins frá upphafi réttarhald- anna I mai 1975. Það eru ekki nema tvær vikur , siðan einn af dómurum hæsta- réttar var settur til annarra ' starfa, eftir að vörninni hafði tekist að sýna fram á náin , tengsl hans við dr. Prinzing. En málaferlin hafa mjög komið til kasta hæstaréttar, þótt dómur 1 liggi ekki fyrir i undirrétti enn, vegna þess hve vörnin hefur oft kært málsmeðferð til þessa æðsta dóms landsins. Hinir ákærðu, Andras Baader, Guðrún Ensslin og Jan Carl Raspe, sem eru borin sök- um um morð, ikveikjur, sprengjuárásir, bankarán og Or dómssalnum i Stuttgart þar sem réttarhöidin hafa fariö fram, en málaþrasið til þessa mest sniiist um skærur milli máiflytjenda og dómara. þess skripaleiks, sem þar væri að vænta, og hafa siöan ekki verið viðstödd dómþingin. 1. upphafi voru sakborningarnir fjórir, en Ulrika Meinhof er ekki lengur á meðal þeirra. Hún fannst hengd i fangaklefa sinum i mai siðasta vor. Þessi ummæli voru lögð dómsforsetanum á þann veg, að hann hefði þegar gert upp hug sinn i málinu. Það eru fleiri en dómarar, sem orðið hafa að vikja úr mál- inu. Aður en réttarhöldin hófust, setti Bonnstjórnin ný lög, sem veita dómstólunum rétt til þess að meina málflutning fyrir vörnina lögfræðingum, sem grunaðir væru um að fylgja „glæpsamlegri stefnu skjól- stæðinga sinna”. Þrir lögfræð- ingar voru á þeirri forsendu sviptir umboði til málflutnings fyrir Andreas Baader. Lögregl- an gerði nokkrum sinnum hús- rannsóknir á skrifstofum lög- fræðinganna, og tveir þeirra eru nú hafðir i haldi, grunaðir um misjafr.t atferli. Tveir lögfræð- ingar varnarinnar hafa þar að auki veriðákærðir fyrir að veita félögum glæpaflokksins aðstoð með þvi að flytja boð þeirra á Gengur á ýmsu í Baader- Meinhof réttarhöldunum ýmis hryðjuverk, hafa játað pólitiska ábyrgð sina á gerðum hryðjuverkahópsins sem for- ingjar hans. Þau hafa þó ekki viðurkennt sök sina á einstökum árásum á herstöðvar Bandarikjamanna i V-Þýskalandi, eða lögreglu- stöðvar, þar sem vopnum og sprengiefni var rænt. Þessar árásir kostuðu fjóra bandariska hermenn lifið og alls særöust i þeim 54 vestur-þýskir og banda- riskir borgarar. — Þetta átti sér stað á þeim árum, sem flokkur- inn lét mest að sér kveða, sem var upp úr 1970. Akæruvaldið hefur krafist ævilangs fangelsis i refsingu yfir alla þrjá sakborningana, og lauk málflutningi sinum i okto- ber I haust. Það var verjandi Guðrúnar Ensslin, Manfred nokkur Kunzel (skipaður af réttinum), sem fékk dr. Prinzing vikið úr forsæti dómsins, þegar hann hélt þvi fram, að dómsforsetinn gerði upp á milli beiðna, sem vörnin legði fyrir réttinn, og þeirra, sem saksóknari bar upp. — Dr. Prinzing svaraði þá, að frú Enssiin léti sig engu skipta, hvernig rétturinn bæri sig að. Allir þrir sakborningar höfðu sýnt réttinum óvirðingu, þegar þeir fyrst voru leiddir fram i réttarsalinn, kváðust aldrei mundu hirða um niðurstöður milli, þegar hinir ákærðu áttu að heita i einangrun. Eins fyrir að verja opinberlega hungur- verkföll sakborninganna I fang- elsinu. 011 hafa ákærðu þegar verið dæmd i héraðsrétti hinna og þessara borga i V-Þýskalandi i sex til fjórtán ára fangelsi, en réttarhöldin i Stuttgart snúast um sök þeirra gagnvart riki og þjóð, og alvarlegustu afbrotin, eins og mannrán og morð. OKINU AFLETT V I NÝJU DELFÍ Það mæltist vel fyrir viðast erlendis, þegar Indira Gandhi tilkynnti i siðustu viku, að efnt skyldi fljótlega til almennra kosninga og aflétti um leiö rit- skoðun neyöarástandslaganna. Enaf viðbrögðum heima fyrir á Indlandi hefur fátt annað frést, en ummæli ýmissa stjórnarandstæðinga, sem fegn- ir hinu nýfengna málfrelsi not- uðu tækifærið til að viðra álit sitt á stjórnarháttum Indiru Gandhi og Congressflokks henn- ar. Einn af fréttamönnum Reut- ers, Bernard Melunsky, staddur ihöfuðborg Indlands, Nýju Deli, lýsir ibréfi þaðan andrúmsloft- inu í kjölfar þessara nýju tið- inda. Fer bréfið hér á eftir: „Indland hefur nú fengið smjörþefinn af lýðræði eftir nitján mánaða járnaga neyðar- ástandsstjórnarinnar, og þykir flestum indverjum sá ilmur sætur. Aðrir eru tortryggnir. En meöal þorpsbúanna, sem er stærstur hluti þeirra 620 millj- óna manna, er landið byggja og beina augum sinum meira að sveitarhöfðingjunum en þjóðar- leiðtogunum, hafa þessi tiðindi breytt litlu 'til eða frá. Það er helst i stórborgunum, og sérstaklega þá hér 'i höfuð- borginni, sem maður merkir breyttan tiðaranda eftir til- kynningu Indiu Gandhi for- sætisráðherra. „Ég hygg, að þetta eigi eftir að verða tii góðs. Nú eygir mað- ur von um, að hlutirnir færist i eðlilegt horf i framtíðinni. — Að visu einungis von, en þó það,” sagði indverskur blaðamaður. Þessa skoöun virðast margir þeirra indverja, sem hafa tjáð sig um málið, deila með honum. En hinir eru lika margir, sem treysta gerðum Indiru Gandhi varlega, og segjast ekki munu trúa fyrren hún hefur lika aflétt neyðarástandslögunum, sem hafa verið i gildi frá þvi I júni 1975. A yfirborðinu séð hefur þó Indira Gandhi stigið stór skref til þess aö aflétta harðstjórn-' inni. Ritskoðunin hefur verið numin úr gildi, og Indira hefur gefið fylkisstjórnunum fyrir- mæli um að hraða þvi, að pólit- iskum föngum verði sleppt og leyfa opinber fundarhöld og mannsafnaöi. Einn af lögfræðingum Nýju Deli hefur haft orö á þvi, að til litils kæmi að efna til kosninga meöan neyöarástandslögin eru látin gilda. „Óttinn rikir áfram meðal fólks, og það er fals að halda, aö slikar kosningar séu frjálsar. — En það er þó betra en ekkert.” Einn embættism anna stjórnarinnar lét svo ummælt, að hann áliti þessar siðustu til- kynningar vera gildru: „Það er ekki dregið úr neyðarástandinu, þvi aö kosningarnar verða hið raunverulega neyðarástand.” Báðir þessir menn, eins og margir aðrir gagnrýnendur, vildu að nöfnum þeirra væri haldið leyndum, og gefur það nokkra hugmynd um þann ugg, sem grafið hefur um sig meðal fólks eftir að hafa oröið vitni að fangelsunum pólitiskra and- stæðinga Indiru Gandhi. En þrátt fyrir þetta hik, er samt merkjanlegur léttir yfir þorra fólks. Þetta fundu menn best á blaðamannafundi, sem Morarji Desai, einn af leiðtog- um stjórnarandstæðinga, hélt i siðustu viku, strax eftir að rit- skoðunin var numin úr gildi. Kankvisi rikti á fundinum og spaugsyrði voru mönnum létt á tungu. Meðan spurningarnar og svörin gengu óþvinguð á milli, varð einum blaöamanninum á borði: „Þetta er eins og i gamla daga fyrir neyðarástandið.” Allir eru raunar sammála um, aö þeim finnist þeim frjáls- ara um mál.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.