Vísir - 28.01.1977, Blaðsíða 3

Vísir - 28.01.1977, Blaðsíða 3
3 vism Föstudagur 28. janúar 1977 Margir eiga inni orlofsfé frá 1975 „Það eru um 20 aðilar, sem hafa kært og eiga inni orlofsfé vegna starfa sinna hjá verktak- anum við Grundartanga orlofs- árið 1975-1976, en við erum von- góðir um að ná þvi inn”, sagði Birgir Hermannsson, forstöðu- maður Póstgiróstofu Land- slmans, i viötali við Vfsi. Blaðið haföi fregnað, að sumir þeir, sem unnu hjá umræddum verktaka við Grundartanga árið 1975 hefðu ekki enn fengið or- lofsfé sitt greitt. Birgir stað- festi, að þetta væri rétt. Hins vegar heföi þegar tekist aö fá hluta af þessu orlofsfé greiddan og góðar vonir væru um, að eftirstöðvarnar fengjust einnig. Það kom fram hjá Birgi, að i lok siðasta orlofsárs hafi um 0.5% af orlofsfé veriö óinnheimt hjá Póstgiróstofunni, og mætti þvi segja, að innheimtan gengi vel. - ESJ —--» ; ; — J Böllin á Hvoli eru oft hressileg eins og þessi mynd Lofts ljósmyndara Vfsis ber meö sér. Nú er aöeins leyft að halda árshátíðir, þorrablót og aörar innbyrðisskemmtanir á Hvoli og öðrum skemmtistöðum f Rangárvallasýslu. Ljósmynd Vfsis Loftur í Rángórvallasýslu öll opinber böll I Rangárvalla- sýslu eru nú bönnuð. Hafa hér- aðsbúar orðið að leita út fyrir sýslumörk til þess aö fá sér snún- ing siðan i janúarbyrjun og mun þetta ástand vara fram i mars. Sveinn ísleifsson yfirlögreglu- þjónn á Hellu sagði er Visir innti hann eftir ástæðum skemmtana- bannsins, að svona bann hefði lika verið i fyrra og þótt gefast vel. Þvi hefði verið gripið til þess að nýju. Á þessum árstima fara fram þorrablót og fleiri innbyröis- skemmtanir. Vildu yfirvöldkoma i veg fyrir að þau rækjust á opin- bera dansleiki svo þau bönnuðu þá bara. Einnig sagði Sveinn að á þessum árstima séu veður viðsjál og dansgestir koma yfirleitt langt að. Þvi hefði þótt ástæða til að banna böllin. Einnig gat Sveinn þess aö skólar stæðu yfir og væri bannið að hluta til tilkomiö vegna þeirra. Ekki sagði Sveinn yfirvöld verða var viö mikla óánægju meðal sýslubúa. Enda væri það svo á þessum árstima að margir leituðu út fyrir til aö vinna, færu á vertið og þess háttar. Óþægindi og fjárhagstjón Fólk sem Visir ræddi við úr Rangárvallasýslu lýsti hins vegar megnustu óánægju sinni með þetta. Sagði að fjárhagstjón sam- komuhúsa I sýslunni vera tímælt. Þess má geta að i Rangárvalla- sýslu eru hinir frægu ballstaðir, Hellubió og Hvoll. Ennfremur sagði fólkið að samkomubanniö neyddi fólk til að leita út fyrir sýsluna eftir skemmtunum. Þaö yki kostnaðinn og skapaöi óþæg- indi. Benti þaö á aö röksemdir yfirvalda um viðsjál veður vera haldlaus þar sem fólk leitaöi nú út fyrir sýslumörkin eftir böllum og gæti þá eins lent i vondum veðrum. — EKG FIMM VtRÐA SINDIRAÐUNAUT AR ílNN HLÝTUR SíNDIHíRRA TIGN Ýmsar breytingar hafa veriö gerðar hjá utanríkisþjónustunni að undanförnu. Þær stærstu eru, að fimm manns hafa hækkað i tign og veriö skipaðir sendiráðsráðunautar og einn maður hefur fengið nafnbótina sendiherra. Páli Asgeiri Tryggvasyni, sendifulltrúa og deildarstjóra i varnarmáladeild utanrikis- málaráðuneytisins, hefur nú veriö veitt nafnbótin sendiherra — ambassador. Að Páli meðtöldum eru nú hér heimafimm menn meðnafnbót- ina sendiherra. Eru það auk hans þeir Pétur Thorsteinsson, Pétur Eggerz, Hörður Helgason og Hinrik Sv. Björnsson. Eftirtaldir fimm aöilar hafa verið skipaðirsendiráöunautar i utanrikisþjónustunni. Tómas Karlsson, settur sendi- fulltrúifastanefndar Islands hjá SÞ I New York. Halla Bergs, sendiráösritari við sendiráöiö i Stokkhólmi. Sveinn Björnsson, sendiráðs- ritari við sendiráðið i Bonn. Hannes Guömundsson, fullt.-Ui I vamamáladeild utan- rikií ra'öuneytisins. Helgi Agústsson, sendiráðs- ritari viö sendiráðið i London. Halla Bergs, er fyrsta konan, sem er skipaður sendiráðunaut- ur i utanrikisþjónustu Islands. Hún hefur starfaö við sendiráðiö i Stokkhólmi siðan 1974, en i utanrikisþjónustunni, hefur hún veriö starfandi siöan 1944. — klp — Þrír kvikmynda skriffinnar Erlendur Svcinsson skrifar „Kvikmyndaspjall” um þrjá þjóðkunna listamenn sem fengist hafa viö kvikmvnda- umfjöllun, — Jóhannes Kjar- val, Halldór Laxness og Thor Vilhjálmsson. Guöjón Arngrímsson/ blaöamaöur segir frá heimsókn í Hljóðrita i Hafnarfirði og starf- seminni þar. M.a. kemur fram að hugsanlegt er að er- lendar hljómsveitir komi hingað til lands til upptöku í Hljóðrita. Þeirra á meðal er hin kunna hljómsveit Genesis. VISIEt.fi Meðal efnis í Helgarblaðinu sem fylgir laugardagsblaði Vísis á morgun er: Maðurmn á bak við „Daglegt mál" Sigurveig Jónsdóttir, blaða- maður ræðir viö llelga J. llalldórsson, cand. mag., sein þjóðkunnur hefur oröið fyrir umsjón ineð útvarps- þáttunum „Daglegt mál”, þar sem hann hefur sagt landsmönnum öllum, ekki sist blaðamönnum, til synd- anna er varöar ineðferð á ástkæra, ylhýra málinu. Helgi segir in.a. frá ferli sin- um við kennslu og sjó- mennsku, og auövitaö frá viöhorfum sinum til is- lenskrar tungu I dag.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.