Vísir - 28.01.1977, Blaðsíða 10

Vísir - 28.01.1977, Blaðsíða 10
10 VÍSIR t'tgefandi:Keykjaprent hf. Kranikva'mdastjóri: Davfft Guðmundsson Kitstjórar:l>orsteinn Páissonábm. Olafur Ragnarsson Kitstjórnarfulltrúi: Bragi GuÖmundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guömundur Pétursson. Um- sjón meft helgarhlafti: Arni Þórarinsson. Klaftamenn: Edda Andrésdóttir. Einar Guftfinnsson, Ellas Snæland Jónsson, Finnbogi Hermannsson, Guftjón Arngrímsson, Kjartan L. Pálsson. Oli Tynes, Sigurveig Jónsdóttir. Sæmundur Guftvinsson. Iþróttir: Björn Blöndal. Gylfi Kristjánsson. Akur- eyrarritstjójn: Anders Hansen t'tlitsteiknun: Jón óskar Hafsteinsson og Magnús Olafsson l.jós- myndir: Jens Alexandersson, Loftur Asgeirsson. Auglýsingastjóri: Þorsteinn Fr. Sigurftsson. Dreifingarstjóri: Sigurftur R. Pétursson. Auglysingar : II verfisgata 44.Slmar 11660, 86611 Afgreiftsla : II verfisgata 44. Slmi 86611 Kitstjón :Sfftumula 14. Slmi 86611. 7 llnur Akureyri. Slmi 96-19806 Askriftargjald kr. 1100 á mánufti innsnlands. Verft I lausasölu kr. 60 éintakift. ' Prentun: Klaftaprent hf. Dropinn holar steininn i þágu frelsisins i Að undanförnu hefur magnast andstaða við stjórn- völd i ýmsum rikjum Austur-Evrópu. Hér er um at- hyglisverða hreyfingu að ræða, ekki síst fyrir þá sök, að hún er ekki einangruð eða bundin við landamæri. Merkilegastar eru þó hræringarnar í Tékkóslóvakíu, þar sem menntamenn gangast fyrir undirskriftar- söfnunum i því skyni að knýja á um aukin mannrétt- indi. Aðgerðir þessar eru á margan hátt byggðar á sam- þykktum Helsinkiráðstefnunnar um öryggi og sam- vinnu i Evrópu. óneitanlega er hér um að ræða eftir- tektarverða uppreisn gegn rikjandi kerfi skoðana- f jötra í sósialísku rikjunum. Hræringar af þessu tagi eru að vísu ekki nýjar af nálinni. Alþýða manna í þessum ríkjum hefur oft sinnis áður freistað þess að rjúfa f jötrana, en án árangurs, og eftir standa fang- elsi og geðveikrahæli. En dropinn holar steininn. Þaðer lögmálið, sem ibú- ar þessara rikja verða að treysta á. Fyrir þá sök er sérhver frelsishreyfing af þvi tagi, sem menn hafa haft spurningar af að undanförnu, mikilvæg. En fjötrar skoðanakúgunarinnar eru sterkari en svo, að vænta megi skjótra umskipta. Sósialískt þjóöskipulag byggir í eðli sínu á drottnun- arvaldi og forsjá fyrir einstaklingum. Það getur því ekki talist lýðræðislegt í þeirri merkingu, sem al- mennt er lögð í það orð á vesturlöndum. Það hefur aldrei komið fram, að fyrir hendi séu tveir kostir annars vegar góður sósíalismi og hins vegar vondur og ólýðræðislegur. Það er einvörðungu tilbúin áróðurshugmynd. Sósialismi og frelsi eru andstæður. Spurningin snýst fyrst og fremst um það, hversu umfangsmikil mið- stýringin og forsjáin er. Fjötrauppreisnin í Austur- Evrópuríkjunum kemur því frá hægri, þó að leiðtogar hennar prédiki ekki algjört afnám sósíalisma. Við sliku er ekki að búast í upphafi innan þeirra ramm- gerðu múra, sem sósíalistaríkin hafa reist. Þegar Helsinkiráðstefnunni lauk vöknuðu strax upp efasemdir um gildi hennar. Þrátt fyrir heitstrenging- ar.um aukið frelsi einstaklinga litu margir svo á, að Ráðstjórnarrikin hefðu með þessum sáttmála geir- neglt óbreytt ástand í Evrópu. Fram til þessa hefur margt bent til, að þessi kenning væri rétt. Mannréttindahreyfingin í Tékkóslóvakíu gefur á hinn bóginn til kynna, að alþýða manna í sósíalista- rikjunum geti hagnýtt Helsinkisáttmálann til þess að knýja á um aukið persónufrelsi. Á upphafsfundi Helsinkiráðstefnunnar kom fram af hálfu utanríkis- ráðherra islands, að á endanum byggðist árangur hennar ekki á orðum heldur aðgerðum. Það er einmitt þetta, sem nú er að gerast í Tékkóslóvakíu. Þar er alþýðan að fylgja eftir orðum Helsinkisáttmálans með markvissum aðgerðum. Og vitaskuld eru það þær sem skipta máli i viðleitni manna til þess að tryggja aukið persónulegt frelsi. Ekki væri óeðlilegt að íslensk stjórnvöld styddu með einum eða öðrum hætti við bakið á frelsisöflunum i Austur Evrópu. Forsætisráðherra islands sagði við undirskrift Helsinkisáttmálans að framkvæmd mannréttinda- og persónufrelsisákvæða samkomulagsins væri vísasti vegurinn til þess að eyða fordómum, vantrausti og ástæðum til vígbúnaðarkapphlaups. Þetta eru mikil- væg sannindi, og því eiga íslendingar að leggja sitt af mörkum til þess að styrkja frelsisöf lin þó ekki sé með öðru en táknrænum hætti. Föstudagur 28. janúar 1977 VISIR Agnar Guðnason ráðunautur skrifar 3 Fimmtudaginn 20. janúar var birt grein eftir Svarthöffta i blaöi ykkar, sem var svo dæma- laust vitlaus, aö hún yfirgengur eiginlega allt, sem áöur hefur veriö skrifaö af honum og öör- um um landbúnaöarmál. Til skýringar er nauösynlegt aö birta tvær málsgreinar Ur umræddri grein: „Störbú nokkurra ungmenna á Rangárvöllum er dæmi um hagræöingu. Þá kemur I ljös, aö ekkert óttast menn meira en stórbú. Egg hafa stórfalliö I veröi vegna framleiöslu stór- búsins á Rangárvöllum.” Siöari málsgreinin: NEÐANM/ÍLS - NEÐANM/fLS - NEÐANN/ÍLS - ALLIR ERU 33 Þegar vesturfarirnar voru hvaö mestar i kringum 1880, fluttust um 1200 manns burt eitt áriö og þóttu mikil ótiöindi. Nú geröist þaö án tiöinda, aö ellefu hundruö manns fluttust úr landi áriö 1976, umfram þá sem fluttust til lands- ins. A sama tima fjölgaöi lands- mönnum um rúm þrjú þúsund. Til útlanda hurfu þvf einum þriöja færri en fjölguninni nam. Og þetta gerist á tfma, þegar nýlokiö er viö aö kaupa tugi nýtisku togara, virkjanir hafa aldrei veriö flciri og ýmsar stórframkvæmdir eru framundan, sem meöal annars renna stoöum undir þá stjórnar- stefnu aö tryggja næga atvinnu. Ekki þarf aö fara lengra aftur en til ársins 1967-68 til aö finna dæmi um brottflutning, sem tal- inn var til meiriháttar ógæfu. t þaö sinn var um aö kenna at- vinnuleysi, sem átti sfnar skýr- ingar, og ekki varö úr bætt meö skjótum hætti. Nú er svo um- breytt, fáeinum árum siöar, aö fólk flyst unnvörpum burt án aug- ljósrar ástæöu, og sest aö f iön- þróuðum grannrfkjum okkar, flugnýlendunni f Luxemburg, á sólarströndum og jafnvel f Af- rfkurikjum, þótt þau séu oröin lftið annaö en mannleg eldfjöll. Þrenningin góða Eitt sinn voru þær spár uppi, aö fyrir Islandi lægi ekki annaö en veröa háþróuö veiöistöö, sem leggöist aö miklu leyti i auön á milli vertiða. Ekki hefur oröiö aö þessari spá enn, og vonandi ekki um sinn, a.m.k. á meðan helft þjóöarinnar tekst að halda heilum sönsum. Hitt gæti veriö sönnu nær, aö hér sé komin upp slik al- hliöa niöurrifssassjón, aö ekki veröi komiö þeirri sifelldu ræktun hugarfarsins, sem öðru fremur eflir alúöina i garð fæöingarstað- ar og uppruna. Jónas Friörik, ungt skáld og ágætt, segir i dægurlagatexta: Allir eru að gera þaö gott nema ég. Ætli Jónas Friörik hafi ekki komist nær þvi aö skilja samtima sinn meö þess- ari ljóöhendingu en isienskir fé- lagsfræðingar samanlagðir, eða hvaö það nú heitir þetta fólk, sem komiö er á vettvang i staö eðlilegs uppeldis, heimilislifs og hug- mynda um þrenninguna góöu: Land, þjóö og tungu, sem Snorri Hjartarson orðaði svo vel á góöu dægri. Vatn af gæsum Þrotlaus efnahagsumræöa hef- ur orðið til þess, aö allt tal um hina innri þýöingu þess aö vera sonur eöa dóttir lands sins, stekk- ur nú af stórum hópum fólks eins og vatn af gæsum. Efnahagsum- ræðan og hrakspárnar um hiö voöalega ástand i lánamálum þjóöarinnar og hin ægilega kröppu kjör i iönaði verkstöövum kringum landið, þar sem aflinn berst i haugum inn I frystihúsin og verksmiöjurnar úr veiöisæl- asta flota veraldar, megnar aö- eins að auka vantrúna á jafnvel þau verömæti, sem fólk hefur i höndunum. Þannig er hægt að leika fólk meö slfelldu neikvæðu nöldri þangaö til það er farið aö syngja i kór: Allir eru aö gera þaö gott nema ég. jp--------------------------- 500 þús. að 50 árum liðnum Þrátt fyrir neikvæða hlið hins tiðindalausa brottflutnings, hefur landsmönnum fjölgað um helm- ing frá þvi áriö 1930. Samkvæmt þvi ættum viö að vera oröin hálf milljón eftir um fimmtiu ár, haldi brottflutningurinn ekki áfram i auknum mæli. Þetta er mikiö fagnaðarefni, vegna þess aö mörg af þeim vandkvæöum, sem viö eigum aö búa við i dag, og eru þó varla nein vandkvæöi, verða miklum mun auöveldári viðfangs við slika fjölgun. t dag er taliö til mikillar óráössiu aö þurfa aö greiöa niöur útflutning á landbún- aöarvörum. Miöaö viö hugsan- lega mannfjöldaaukningu á næstu fimmtiu árum, stöndum við frammi fyrir mikiö stórfelldari lausnum i landbúnaöi en nemur þeim nær tveimur milljöröum niöurgreiðsla, sem viröast ætla að veröa hlutskipti skattborgar- anna næstu tvö, þrjú árin. Japl og jaml og fuður Meö aukinni orkuframleiösiu vex möguleiki iönaðar i landinu risakrefum á næstunni, svo fæsta mun óra fyrir þvi hver hann verð- ur aö fimmtán árum liönum. Kröfluævintýriö er aðeins sorg- legt hliöarspor, og sýnir m.a. aö okkur hættir til aö fara of geist fremúr en of hægt, þegar kemur aö virkjunum, og höfum auk þess ekki nálgast orkumálin af nægri skipulagsgáfu, einkum er snertir aö sjá fyrir, að um orkuna hlaut

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.