Vísir - 17.02.1977, Blaðsíða 11

Vísir - 17.02.1977, Blaðsíða 11
VÍSIR Fimmtudagur 17. febrúar 1977 11 Ekki ástœða til annars en draga svona fram í dagsljósið _ segir Gústaf R. Oddsson leigubifreiðarstjóri um bifreiðarkaup sín „Þegar þessir menn segja siðan upp i opið geðið á mér að þeir hafi allt á hreinu og hafi ekkert að fela þá var mér nég boðið. Þvi finnst mér ekki á- stæða til annars en að þessir viðskiptahættir verði gerðir op- inberir”, sagði Gústaf R. Odds- son leigubilstjóri frá Akureyri i samtali við VIsi. Málið snýst um uppgjör varð- andi kaup á Datsun bifreið sem Gústaf keypti i fyrravor, en þá festu 30 leigubilstjórar kaup á sllkum bifreiðum i einu enda sérlega hagstæð kjör I boði. Ekki er um aö ræða kvartanir vegna bilanna sjálfra, heldur hefur reynst ókleift að fá kvitt- anir fyrir öllum greiðslum er fram fóru vegna kaupanna. Er það sennilega einsdæmi, að menn fái sem kvittun fyrireinni og hálfri milljón króna blað Ur vasabók með nokkrum tölum á. Hér á eftir fara aðalatriöin Ur frásögn GUstafs Oddssonar. Hagstætt verð Rétter að taka fram strax að árið 1971 var gerður samningur milli Ingvars Helgasonar um- boðsmanns Datsun annars veg- ar og Bandalags isl. leigubif- reiðastjóra hins vegar. Felur samningurinn meðal annars i sér, aö bifreiöastjórarnir eru sjálfir innflytjendur bilanna og kaupa þá bilana á beinu inn- kaupsverði án álagningar um- boðsmanns. Ennfremur, að þegar bifreiðarnar koma til landsins, þá skalbandalagið eða umboösmaður aðstoða meölimi við banka- og tollaafgreiðslu og afhendingu bifreiöarinnar Ur vörugeymslu skipafélagsins. Meö þessari tilhögun voru fyrstu Datsun leigubilarnir fluttir inn og þá var GUstaf einn af þeim er keyptu bil. Hann kom þá til Reykjavikur, fékk aðstoð við að Utfylla tilskilda pappira degi, leysti bilinn út aukakostnaður á einum sjálfur og var enginn Þvi hafði Gústaf ekki ástæðu tilaðætla annað en sami háttur yrði á i næsta skipti sem hann festi kaup á Datsun bil, þar sem hann flytti þann bil einnig inn sjálfur. í april 1976 hringir Stefán Ó. Magnússon til hans og segir að Innkaupasambandið sé að at- huga um kaup á 30 bilum af Datsun gerð. Hér sé um árgerð 1976 að ræða sem umboðið i Noregi hafi enn ekki selt. Ef Gústaf vilji vera með i kaupun- um verðihann að senda peninga þá þegar til að staðfesta pöntun- ina. Verð hvers bils sé 1,4 til 1,5 milljónir króna. Þann 5. april sendir Gústaf 200 þúsund til Stefáns, slðan sendir hann 600 þúsund þann 25. april og loks 770 þúsund þann 4. maf. Samtals eru þetta þvi 1.570.000 krónur. Umræddur bill mun hafa ver- ið leystur út úr tolli þann 7. mai en hann var að sjálfsögöu flutt- ur inn i nafni Gústafs. Vegna ó- færðar óskar Gústafeftir þvi viö Stefán, að hann láti skrá bilinn, setja á hann aurhlifar og ljós- kúpla á meðan beðið er eftir að vegurinn til Akureyrar verði fær. Sjálfir sjá kaupendur um að hreinsa bilana upp. Makalaus kvittun Laust fyrir miðjan mal kemur Gústaf siöan að sækja bifreið- ina. Hann biður um tollskjöl og sundurliöaðan reikning fyrir þeim peningum sem hann hafi sent ásamt fylgiskjölum. Stefán Ó. Magnússon tekur þessa beiðnióstinnt upp og þverneitar að afhenda slika pappira. Eftir mikið þóf og rifrildi fær Gústaf blað úr vasabók sem á að vera skilagrein fyrir 1.493.292 krón- um. Engin fylgiskjöl fengust en fyrir utan þetta hafði Stefán greitt um 99 þúsund krónur fyrir Gústaf vegna þungaskatts og annars kostnaðar fyrir skrán- ingu og greiddi Gústaf mismun- inn. Þótt ekki væri gott undir að búa hélt hann siðan til Akureyr- ar á bilnum og hugðist kanna nánar hvað hægt væri að gera 1 þessu máli. NU Hður fram i desember sið- astliðinn, en þá er haldið lands- þing leigubifreiðastjóra Á þing inu koma fram háværar kvart- anir og almenn gremja þeirra bifreiðastjóra sem keypt höfðu bifreiðar sinar i gegn um „Inn- kaupasamband bifreiðastjóra”, en það nafn mun Stefán Ó. Magnússon hafa notaö á stund- um varðandi þennan innflutn- ing. Skylt er að taka fram, að þeg- ar leigubilstjórar fóru að kaupa Datsun til leiguaksturs ræddu þeir um að mynda samtök og þriggja manna nefnd var sett á laggirnar. Stefán var einn nefndarmanna, en hins vegar voru ekki haldnir fundir og að minnsta kosti einn nefndar- manna sagði sig fljótlega úr henni. Samkvæmt upplýsingum sem Visirfékk hjá firmaskrá er ekkert fyrirtæki skráð 'sem „Innkaupasamband bifreiða- stjóra”. Þar sem leigubilstjórar eru sjálfstæðir atvinnurekendur veröa þeir að geta gert full- komna grein fyrirsinum málum við skattyfirvöld, þótt ekki kæmi annaö til. Þegar Gústaf Oddsson fréttir af þessum kvörtunum á lands- þinginu hefur hann samband við formann Bandalags Isl. leigu- bilstjóra Olf Markússon, og ósk- aði eftir aðstoð Bandalagsins i þessu máli. Sendi hann tJlfi * L5C.CU) W.SOi' y.7*'- J.M Siáek>*öý K ’ SD- y/9. é>e7 -' V4t. oof. - 6ov. - Z 2st>. - • /7z s?, /t - & S- - /& SáC* - / /6 • áiiX -* fjtC'' ðfV. - %% - Hér er „skilagrein” sem Gústaf Oddsson fékk sem kvittun fyrir greiðslu aö upphæð tæplega 1,5 milljónir króna i mai 1976. skriflega heimild til að kanna málið. A mánudaginn siðasta kemur Gústaf svo til Reykjavikur og fer ásamt (Jlfi tÚ rikisendur- skoðanda þarsem þeir fá ljósrit af aðflutningsskýrslu bifreiöar Gústafs, sem eins og fyrr segir var flutt inn á hans nafni. Siðan hringir Gústaf til Stefáns ó. Magnússonar og krefst þess að hann leggi alla pappira og fylgiskjöl varðandi iinnflutning bilsins. A þriðjudagsmorgun er Gúst- afi Oddssyni afhentur „reikn- ingur” á skrifstofu Stefáns og fylgir hér með ljósrit af honum, svo og hinni upphaflegu „skila- grein”. Þessi „reikningur” var óundirskrifaður, en samkvæmt kröfu Gústafs var hann undir- ritaður. Eins og sjá má er barna liður „Laun og annar kostnaöur” að upphæð 60 þúsund krónur. Ekki reyndist viðlit að fá nein fylgi- skjöl yfir þann kostnað eða kvittun fyrir þessum launum. GUstaf Oddsson kvaðst alls ekki vilja sætta sig við svona af- greiðsluhætti. Þar sem hann væri sjálfur innflytjandi bilsins bæri honum að hafa alla papp- ira I höndum. Hann sagðist reiðubúinn til að greiða sann- gjarna upphæð vegna einhvers kostnaðar og vinnu sem heföi verið látin I té, en þarna væri ýmislegt sem ekki passaði. Að lokum benti hann á, aö þama heföu komið 30 bilar i einu og ef allir hefðu orðið aö borga sömu upphæð og hann virtist það vera góð tekjulind að leysa út bila fyrir menn sem flyttu þá inn sjálfir. — SG Varðandi þau viðtöl sem hér birtast skal tekið fram/ að þeir Gústaf Oddsson og Úlfur Markússon sýndu blaðamanni Vísis öll skjöl varðandi málið er þeir höfðu undir höndum. Eru þeir reiðubúnir að standa við hvert orð og veita nánari upplýsingar komi fram óskir um það. VÆGT FARIÐ I SAKIRNAR í ÞESSU DÆMI Reikningur — segir Úlfur Markússon formaður Bandalags ísl. leigubifreiðastjóra „Þarna er að mlnum dómi vægt I sakirnar fariö” sagði (Jlf- ur Markússon. „Þarna er um meiri upphæðir að ræða heldur en bara þessar 60 þúsund krón- ur. Má nefna lið eins og trygg- ingu að kröfu seljanda, sem Gústaf á að greiöa 13 þúsund krónur fyrir. Samkvæmt fakt- uru er útlagöur kostnaður vegna try.ggingar seljanda 100 krónur norskar og samkvæmt toll- skýrslu eru það 3.283 krónur en ekki 13 þúsund. Flutningskostnaður sam- kvæmt tollskýrslu er rúmar 42 þúsund krónur en samkvæmt reikningi frá Hafskip 50.07.6 fyr- irutan uppskipun og vörugjald. Munurinn er tæpar átta þúsund krónur. Þá sést á reikningnum, að Gústaf á að greiða liðlega 13 þúsund krónur i bankakostnaö og yfirlýst á reikningi að þetta sé staðfest af verölagsstjóra. Samkvæmt kvittun frá Ct- vegsbankanum tekur bankinn um þrjú þúsund I kostnaö. Mér er kunnugt um, að þegar flutt er inn vara tjl endursölu er heimilt að leggja 2% á. En þegar um er að ræöa þaö eitt, að maður veitir aðstoð við gerö tollskjala til manns sem flytur inn vöruna I eigin nafni, hlýtur þaö að vera innflytjandans sjálfs að ákveða hvort hann reiknar sér banka- kostnaö eða ekki. Þá eru reiknaöar 5 þúsund krónur fyrir akstur. Fyrir öllum þessum upphæðum fást engar kvittanir og aðeins um tölur á reikningi að ræöa. Er þetta næsta einkennilegt bókhald. Siðast kemur svo liðurinn „Laun og útlagður kostnaöur” að upphæð 60 þúsund krónur. Engar kvittanir fást heldur fyrir þeirri upphæð”. Ekkert einsdæmi „Nei hér er ekki um einstakt tilfelli að ræða. Kvartanir hafa verið að berast mér I að minnsta kosti tvö ár frá fjölda manna. Nokkrir menn beinlinis kröfðust þess aö ég, sem formaöur Landssambandsins, kannaði þetta mál, og gáfu mér til þess skriflegt umboð. Fór ég þá að kanna ýmis atriöi, svo sem toll- skýrslur og reikninga frá skipa- félögum, bæði Eimskip og Haf- skip. Hvað varöar Eimskip, þá bar saman reikningi skipafé- lagsins og tollskýrsiu. Flutn- ingsgjald Eimskips var mun lægra en hjá Hafskip eöa nam þvl sem næst muninum á upphæðum reikninga Hafskips og þeim upphæðum er tilgreind- ar voru á tollskýrslu. Þegar ég óskaði siðan skýringa hjá Hafskip vegna þessa mismunar svaraöi starfs- maður félagsins þvl til, aö Stefán Magnússon hefði pantað flutning fyrir bilana, eins og fram kemur á reikningum Hafskips, en varðandi muninn á fragt Eimskips og Hafskips, gæti verið um aö ræða 15% af- slátt. Þetta samtal okkar fór fram I gegnum sima og bað hann mig blða aöeins meöan hann athugaði þetta nánar. Er hann kom aftur i simann sagði hann upphæðina vera 50.076 krónur og heföi Stefán Magnús- son greitt þá upphæð með tveimur vixlum. Það er hins vegar staöreynd, að allir þeir sem hafa kvartað, hafa greitt flutningsgjaldið til Stefáns sem og annaö. Fæ ég þvi ekki skilið hvers vegna hann þarf að greiöa Hafskip þessar upphæöir með vixlum. Þessum athugunum minum lauk með þvi, aö ákveðiö var af stjórn Bandalagsins, að skrifa Stefáni Ó. Magnússyni bréf og er það dagsett 24. janúar 1977. Þar er hann krafinn samkvæmt umboði þriggja bifreiöastjóra, en viö töldum óþarfi aö tiltaka fleiri að sinni, um öll gögn varö- andi innflutning á bifreiöum þessara manna. Jafnframt var þess krafist aö öllum þeim bifreiöastjórum innan vébanda B.I.L.S., sem flutt hafa inn bila á eigin nafni, verði send án tafar öll gögn er varöa innflutninginn svo ekki fari milli mála hvert raunveru- legt verð bifreiöanna hefur verið. Að lokum var tekiö fram i bréfinu, aö berist þessi gögn ekki innan 10 daga áskilji B.I.L.S. sér rétt til að leita að- stoöar opinberra aöila I þessu máli. Þessir þrir tilgreindu bilstjór- ar fengu siöan er fresturinn var að renna út, samskonar reikn- inga og Gústaf fékk og þurftu að kvitta fyrir móttöku þeirra. Reikningar þessir voru ekki undirritaðir né heldur kemur fram frá hverjum þeir eru. Ég mun nú halda fund með : Datiun dl..l ( 1048J8 ) riutnlnat.il J • Trvn.lnjt o. ibyr.B • flutnln*. «j.l«lt btfnlfi.r o. fifirua ko.tn.fit l ..Hib.nél vtfi flutn. ..mkvmt krfifu .alj.nd.. Tollur Upp.k..vöru.j. B.nk.ko.tnafiur .fi.r ko.rn.6ur . «r j.fn. r D.taur i.t)órt , 1.570,000,- 1.480.818,. --73. IH7V- tddurj^j^ 6S9.62CL- u.ooq,- 281.007],- 2.250,- 5.OO0,- 6.17J,- 13.192,- 175.6Jd,- 216.871,- 60.000,- .480.818,. /ý/Kcý. Ljósrit af „reikningi” þeim er Gústaf fékk siöan með miklum eftirgangsmunum nú I vikunni. Komi afritið sæmilega út I prentun má sjá, að tölum ber ekki alveg saman við „skiia- greinina” I öllum tilfellum. Aðr- ir bilstjórar hafa fengið eins reikninga — ókvittaða. stjórn Bandalags Isl, leigubif- reiðastjóra og Frama og á þeim fundi veröur tekin ákvörðun um framhald málsins i samráöi viö lögfræðing félagsins, sagöi (Jlf- ur Markússon að lokum. —SG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.