Vísir - 17.02.1977, Blaðsíða 5

Vísir - 17.02.1977, Blaðsíða 5
FRAMFARIR OG Litiö inn I umbrotssaiinn I Det Berlingske Hus. Prentarar á fundi. HvithærOi frakkaklæddi maðurinn sem snýr baki I myndavéiina er Louis Andersen, formaður Prentaraféiagsins I Kaupmannahöfn. Deila útgáfustjórnar Berl- ingske Tidende og prentara féll I skugga kosninganna i Dan- mörku, enda liggur hún niöri eftir sföustu orö Hennings Fons- mark, aöalritstjóra: „Ritstjórnin tekur ekki á- byrgðina á þvi að gefa út hvaöa blað sem vera vill, eftir þvi sem tæknilega starfsfólkinu þóknast að framleiða fyrir okkur,” sagði hann skýrt og skilmerkilega og útgáfu Berlings var hætt. I rúmt ár höfðu þau dagblöð sem Det Berlingske Hus gefur út, verið rekin við vaxandi erf- iðleika. Siðustu mánuðina voru aöstæður orðnar nær vonlaus- ar. Striðið um laun og vinnuað- stööu i tæknideildinni (umbroti og prentun) hafði harðnað, og starfsmenn vörðu meiri tima til fundarhalda heldur en til vinnu. Afleiðingamar voru stöðugar seinkanir á útkomu blaðanna og æ oftar auðir flekkir og jafnvel heilar siöur i blöðunum. Þegar allar viðræður voru komnar I strand, tvinónaöi útgáfu- stjórnin ekki við að taka afleið- ingunum. Gerð voru upp ó- greidd laun við starfsfólkiö (um lOOOtalsins) i prentsmiöjunni og þvi sagt, að það þyrfti ekki að mæta til vinnu aftur. Blöðin mundu ekki koma út meir. Það varð uppi fótur og fit i Det Berlingske Hus, sem er stærsta prentsmiðja Danmerkur. Aö visu hefur fjöldi útgefenda á liðnum árum hótað að hætta út- gáfum sinum, eftir þvi sem þeim hefur fundist kröfurnar gerast óaðgengilegri og frekari. En á norðurlöndunum hefur ekki fyrr verið gerð alvara úr sliku. í Frakklandi, á Italíu og i Bandarikjunum hefur slikt átt sér stað, og þá hefur það venju- lega verið starfsfólkið sem skaöast hefur af. Að baki deilunni um Berling liggur sama ástæðan og hjá blöðum um heim allan. Nefni- lega riýja tæknin. Tækniþróun- inni hefur fleygt svo fram, að unnt er I dag að gefa út blöð með langtum minni mannafla en fyrrum. 1 stað þungra blý- steypivéla eru komnar elektróniskar ljósmyndavélar, sem skila starfinu á mettima. Svo er komiö, að mannshöndin þarf varla nærri að koma eftir að búið er aö skrifa handritið. Samsvarandi tæknibrögð hafa leyst margan umbrotsmanninn af hólmi. Eölilega berjast prentarar fyrir tilveru sinni. En það hefur fáum tjóaö aö sporna gegn framförunum. Afstaða hags- munasamtaka prentara sums- staðar úti i heimi hefur þó virst mótast af þvi aö neita að viður- kenna að prentlistin hefur þró- ast frá dögum Gutenbergs. I Det Berlingske Hus störfuðu nær 1.000 prentarar i hinum og þessum deildum, setningu, um- broti, klisjugerð og i pressu- salnum. Útgáfustjórnin taldi sig geta með nýjum útbúnaði (sem þegar var kominn inn i hús prentsmiöjunnar) komist af meö 700 menn. Hina lofaði út- gáfan að semja við. Sumir skyldu á eftirlaun,öðrum útveg- uð vinna annarsstaðar, eða fluttir á milli deilda. — A þetta vildu prentarar ekki sættast. Fullyrt var, að það væri ekki of- ráðið af fólki. Til þess að sanna sittmál hófu þeir „hægagangs” aðgerðir sem leiddu til enn frek- ari tafa og seinkunar á útkomu. Auðu reitirnir og siöurnar, sem birtust annað veifið i blööunum stöfuöu af þvi, að prentarar neituðu að taka við auglýsing- um, sem útbúnar höföu verið á auglýsingastofunum. Nú til dags þarf ekki'þá iönþekkingu, sem áöur var nauðsynleg til þess að útbúa auglýsingaklisj- ur. Meö þvi að raöa saman og lima spjöld tilbúnu letri, eða með sérstökum vélum, getur teiknari eöa skrifstofustúlka á auglýsingastofu unniö þetta teikandi létt. Prentarar sögðu að þetta væri þeirra verksvið sem gripið væri inn i af ófag- iæröu fólki og sögðu stans við. Svipuð mál hafa komið upp hjá norskum blöðum og hafa prentarar knúið blöö og auglýs- ingastofur tii þess að fara mjög varlega I þessar sakir. Þessi vandræði hjá Berling bættust við efnahagsöröugleika sem útgáfan átti viö að striöa. Berlingur segir, aö útgáfan hefði verið rekin meö 30 til 40 milljón (danskra) króna tapi, ef ekki yröi tekin upp hagkvæmari vinnumáti. En fyrst og fremst þyrfti að tryggja aö blöðin kæmu út á réttum tíma, og aug- lýsingarnar fengju inni á réttum stað. Agreiningur milli vinnuveit- enda og launþega er daglegt brauð um heim allan, og heyra ekki til stórtiðinda að öllu jöfnu. En þegar um er að ræöa dag- blöð, hina frjálsu pressu, bland- ast viðkvæmni f málið. Mönnum er i nöp við hverskonar hömlur á ritfrelsi, og i lýðræðisriki er rokið upp til handa og fóta ef valdhafar hafa uppi viöleitni til þess að setja þvi skorður. Eru þá ekki spöruö hin stóru oröin. Ef ráðist er að frjálsri blaöaút- gáfu úr öörum áttum, eins og af stéttarfélögum eða af peninga- valdinu, mótmæla menn var- lega. Þaö má ekki styggja stétt- arfélögin. Þau búa yfir verk- fallsvopninu, sem sést hefur beitt óspart i nágrannalöndum okkar. Það má ekki fæla fjár- magniö frá, þvi að það kemur niður á auglýsingaviöskiptum. m*!ags/* §®SS 1 LURIE’S

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.