Vísir - 17.02.1977, Blaðsíða 17
17
vísm Fimmtudagur 17. febrúar 1977
MUNCHEN )972
POSTA ROMANA
Úr heinti frímerkjanna
Umsjón: Háifdán Helgason
Lorens Rafn
Sigurður Pétursson
IÞROTTAFRIMERKI
Útgáfa iþróttafrimerkja hófst
áriö 1896 ei gefin voru út i
Grikklandi, 12 merki vegna end-
urvakningar Olympiuleikanna.
Ekki varöþaö þó til að hrinda af
staö neinni skriöu i útgáfu
iþróttamerkja og áriö 1906 þeg-
ar grikkir héldu upp á 10 ára af ■
mæli Olympfuleikanna og gáfu
út hvorki meira né minna en 14
merki, höföu engar aðrar þjóðir
hafiö útgáfu iþróttamerkja. Enn
liðu 14 ár þangað til næstu
irþóttamerki birtust er belgar
héldu Olympiuleikana i Ant-
werpen áriö 1920.
011 þau merki er þá höföu
komiðútbáru myndirúr griskri
fornmenningu og reyndar varð
þaö einnig svo um útgáfur frá
Frkklandi, Uruguay og Costa
Rica I tilefni af Olympiuleikun-
um 1924 i Paris.
En áriö 1925 gerist þaö svo aö
Ungverjaland gefur út röö
(seriu) 8 merkja meö myndum
af ýmsum iþróttagreinum.
Þessi merki voru ekki gefin út
af neinu sérstöku tilefni, heldur
til hagnaöar iþróttum almennt
og var það framkvæmt á þann
hátt aö þau báru viðbótargjald,
sem var jafnhátt burðargjald-
inu sjálfu.
Þótt einkennilegt megi virð-
ast, þá uröu fáir til þess aö
fylgja þessu fordæmi ungverja
og þaö er ekki fyrr en á árunum
milli 1930 og 1940 að iþrótta-
merki fara að veröa nokkuð al-
geng. Ariöl935 voru t.d. gefinút
58 iþróttamerki og 54 árið 1939.
Á stríðsárunum dregur all veru-
lega úr útgáfu iþróttamerkja en
Olympluáriö 1948 verkar sem
vitaminsprauta iþessum efnum
og frá árinu 1950 eru gefin út ár-
lega yfir 100 iþróttamerki.
Ariö 1959 birtist fyrsta
iþróttamerkið meö mynd úr
handboltaleik er Austurrlki gef-
ur út eitt slikt vegna heims-
meistarakeppninnar i hand-
bolta utanhúss, sem haldin var 1
Vinarborg. Sviar gefa svo út
merki vegna heimsmeistara-
keppninnar innanhúss 1967 1
Stokkhólmi og frakkar áriö 1970
en þá var keppnin háö i Nice.
Ariö 1974 er svo keppnin háö i
Austur Þýskalandi og er at-
buröarins minnst meö fri-
merkjaútgáfu.
Ýmis önnur tilefni hafa gefist
til útgáfu handboltamerkja og
iþróttamerkja almennt og ber
þar aö sjálfsögöu hæst Olympfu-
leikana. Oft hafa merkin veriö
meö umframgjaldi og þá gjarn-
an I þeim tilgangi aö styrkja
iþróttamenn til æfinga og farar
á Iþróttamót og má benda á
skemmtilega útgáfu iþrótta-
merkja vestur-þjóöverja fyrir
Olympiuleikana 1976, en þau
báru öll viðbótargjald, sem var
50% af burðargjaldi hvers
merkis. Gera v-þjóðverjar þar
vissulega vel við iþróttaæsku
sina.
Islenska handboltalandsliöiö
hefur vakiö veröskuldaöa at-
hygli fyrir frábæran árangur nú
aö undanförnu og eru uppi ýms-
ar raddir um þaö hvernig hægt
sé að styðja þaö fjárhagslega
svo leikmenn geti einbeitt sér aö
þvi verkefni sem framundan er,
en það er að komast i loka-
keppni heimsmeistaramótsins i
Danmörku á næsta ári. Vissu-
lega kemur margt til greina og
viö vörpum fram þeirri hug-
• mynd meðal annars að út veröi
gefiö iþróttamerki með um-
framgjaldi er renni til Hand-
knattleikssambands Islands,
sem noti það svo I þessum
ákveöna tilgangi. Gæti þá allur
almenningur sýnt i verki, með
þvi aö nota svo merkin á póst
HMIIIirrm
tabomana
SREÍ-E DÉR XX.OÚVMPIApi 7*2
ii 11 nminiyHinitWiwtwvww
sinn, hvern hug menn bera tu
handknattleiksmanna okkar,
sem meö árangri sinum hafa
varpaö meiri ljóma á nafn ís-
lands en margan grunar.
Benda máá að algengt upplag
merkja hér á landi er 1500.000 og
ef reiknað er með að umfram-
gjald áðurnefndra merkja sé
t.d. 10 krónur, sést að þarna er
um verulega upphæð aö ræða
eða 15.000.000 króna.
Siðarmeir, þegar ástæöa þyk-
ir, væri hægt að styrkja önnur
sérsambönd á þennan hátt og
gæti þetta þvi orðið upphaf fjöl-
breyttrar frimerkjaútgáfu hér á
landi.
Hvert verður
follegasta
frímerkið?
Enn er möguleiki til aö
taka þátt i samkeppninni um
fallegasta frimerki á árinu
1976, sem getiö var um I
fyrsta frimerkjaþættinum.
Þegar hafa borist margar
tillögur og þökkum viö góöar
undirtektir.
Rœða
málefni
Háskólans
Fundur um málefni háskólans
veröur haldinn fimmtudaginn 17.
febrúar. Rætt veröur um mark-
miö og leiöir háskólans og tengsl
hans við atvinnulifiö. Frummæl-
endur veröa Guölaugur Þorvalds-
son, háskólarektor og dr. Jónas
Bjarnason, formaöur BHM. Aö
loknum framsöguerindum veröa
frjálsar umræöur.
Fundurinn veröur haldinn I st.
101, Lögbergi, kl. 20.30 og eru
allrir áhugamenn um framtiö
háskólans og stööu hans I Islensku
þjóölifi velkomnir.
„Sjallinn" breyt-
ir um svip
Sjálfstæðishúsiö á Akureyri,
eöa Sjallinn eins og staöurinn er
almennt kallaöur, er án efa einn
vinsælasti skemmtistaöur á
noröurlandi, og hefur svo veriö
undanfarin ár.
Þar er nú unniö aö gagn-
gerum endurbótum á efri hæö
hússins. Veriö er aö koma þar
fyrir diskóteki og setja upp nýja
innréttingu, sem Daviö
Haraldsson hefur hannaö.
Aö sögn Siguröar Sigurösson-
ar framkvæmdastjóra hússins,
er þarna um aö ræöa báöa litlu
salina á efri hæðinni. Þegar sé
búiö aö taka hluta af nýju
innréttingunni I notkun, en hann
bjóst viö aö verkinu yröi öllu
lokiö eftir um þaö bil þrjár vik-
ur.
Viö breytinguna mun skapast
allt önnur og betri aðstaða fyrir
gesti á efrii hæöinni, auk þess
sem fleiri munu komast þar
fyrir i sæti en veriö hefur til
þessa.
—klp —
Áður óþekkt lög eft-
ir Kaldalóns komin út
Nýlega komu út áttunda og ni-
unda heftiö i söngvasafni Sig-
valda Kaldalóns, tónskálds og
læknis. t þessum heftum er aö
finna 56sönglög og tónverk, sem
ekki hafa heyrst áður, en hér er
um aö ræöa lokaþátt útgáfu
nýrra sönglaga eftir Sigvalda
Kaldalóns.
1 þessum heftum eru 27
einsöngslög, 26 kórlög, valsinn
„Þrá”, „Ljóö án oröa” og tón-
verkiö „Kaldalónsþankar”,
sem er I fjórum þáttum. Þaö er
samiö fyrir pianó, fiölu,
harmoniku og kór.
Oll eru tónverk þessi I frá-
gangi og raddsetningu Sigvalda
sjálfs nema „Þrá” og „Ljóö án
oröa”,sem eru I útsetningu Carl
Billich. Páil Halldórsson organ-
leikari annaöist nótnaritun, en
Hallgrlmur Jakobsson kennari
skrifaöi texta. Setning fyrir-
sagna og prentun er unnin af
Litbrá. Útgefandi er Kaldalóns-
útgáfan.
— SG
NÝIR & SÓLAÐIR
snjóhjólbarðar
___
NITTO umboðiö hf. Brautarholti 16 s.15485
~W
HJÓLBARÐAÞJÓNUSTAN
Laugaveg 178 s. 35260
GÚMBARÐINN
Brautarholti 10 s.17984
HJÓLBARÐAVIÐGERÐIN MÚLA
y/Suöurlandsbraut s.32960
HJÓLBARÐAVIÐGERÐ
VESTURBÆJAR
V/Nesveg s. 23120