Vísir - 28.02.1977, Blaðsíða 1

Vísir - 28.02.1977, Blaðsíða 1
Mánudagur 28. febrúar 1977 56 tbl. 67. árg. Siddegisblaö fyrir fjöiskyiduna ai/a' Arnarflug bíður enn Arnarflugsmenn eru nú orðnir nokkuð lang- eygir eftir svari við umsókn sinni um leyfi til áætlunarflugs. Um- sókn félagsins er búin að liggja hjá Flugráði i tvo mánuði, en ekkert svar komið ennþá. Máliö var tekið fyrir á fundi Flugráös á miövikudag i slöustu viku, en ekki afgreitt. Stein- grimur Hermannsson, sem á sæti í Flugráði, sagöi VIsi I morgun aö enn ætti eftir aö rannsaka einhver atriöi, og meöalannars tala viö örn John- son, forstjóra Flugleiöa. Arnarflug sótti um leyfi til áætlunarflugs til Kaupmanna- hafnar, Dublin, Amsterdam, Dusseldorf og Zurich. Ætlun félagsins, ef leyfi fæst, er aö sameina feröir til Dublin og Amsterdam og Dusseldorf og Zúrich, en Kaupmannahafnar- flugið veröur einnar borgar heimsókn. Dráttur á svari kemur sér mjög illa fyrir Arnarflug, aö sögn Magniísar Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Arnarflugs. Þaö þarf aö vinna geysimikiö undirbúningsstarf fyrir svona áætlanir og því lengur sem svar dregst, þvi minni llkur eru á aö hægt verði aö hefja flug fyrr en á næsta sumri, ef svariö þá verður jákvætt. —ÓT. Einvígi hófst með jafntefli Eftir setningu skákeinvigisins á laugar- daginn hélt Skáksamband íslands hóf fyrir gestina, og var myndin hér að ofan tekin við það tækifæri. Þar ræða þeir saman Boris Spassky, fyrrum heimsmeistari, og Halldór E. Sigurðsson, samgönguráðherra, en á milii þeirra eru Guðmundur G. Þórarinsson, fyrr- verandi forseti Skáksambandsins og Sæmundur Pálsson sem varð einkavinur Bobby Fischers meðan á heimsmeistaraein- viginu stóð hérlendis 1972. Nánar er skýrt frá setningu einvigisins á baksiðu, en á bls.2 skýr- ir Jóhann örn Sigurjónsson fyrstu skák Spasskys og Horts, sem tefld var i gær.-ESJ KRAFLA: Jarðskjálftum fjölgar Jarðskjálftum á Kröflu- svæðinu fer nú fjölgandi á ný. Að sögn jarðskjálftavaktar- innar i Reynihlið i morgun höfðu þá mælst 15 skjálftar frá þvi kl. 3 i gærdag. Sólarhring- inn á undan urðu skjálftarnir 27, en 20 þar áður. Allir þessir skjálftar voru smáir. Þeir stærstu mældust rúmlega tvö stig á Richter- kvarða. Landris heldur áfram á svæðinu með svipuðum hraða og áður og vantar nú um 0,4 mm upp á þá hæð sem landið komst hæst i fyrir umbrotin i janúar. Þeir jarðvisindamenn sem fylgst hafa með svæðinu hafa lýst þeirri skoðun sinni að landrisið nái hámarki i lok þessarar viku og þá megi bú- ast við að til tiðinda dragi. * Komið að skulda- dögum hjó dönum * — bls. 4 > * Sjómönnum var bannað að fara ó Markúsar- torg — sjó bls. 15 ísland komst áfram í milliriðil í hand- knattleikskeppninni í Austurríki. Sjó frósögn Björns Blöndals frétta- ritara Visis í Austur- ríki ó íþróttasíðum

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.