Vísir - 28.02.1977, Síða 4
Mánudagur 28. febrúar 1977
VÍSIR
Vilja Danir
borga reikninginn?
Anker Jörgensen, forsætisrá&herra verður að flýta sér ef hann ætlar
að bjarga efnahag Danmerkur.
Norska viðskiptatimaritið
Farmand fagnar sigri Ankers
Jörgensen og sösialdemókrata I
nýafstöðnum kosningum i Dan-
mörku. Blaðið gleðst vegna þess
að það telur þennan sigur vekja
vonir um aö Danmörk geti nú
fengið stöðugri rikisstjórn, sér-
staklcga ef við völd verði sam-
steypustjórn sósialdemókrata
og einhvers samvinnuflokk-
anna.
Það er þó skilyrði fyrir þvi að
vel fari að atvinnupólitikusarnir
fáist til að leggja það á sig aö
taka ákvarðanir sem veröa
örugglega óvinsælar, en eru
nauðsynlegar.
Erfiðast verður þetta fyrir
sósialdemókratana sem verða
að taka á sig þá þungu byrði að
reka and-sósialiska sparnaðar-
stefnu. En það er i rauninni ekki
nema réttlátt að þeir beri þess-
ar byrðar. Kjósendur hafa valið
sósialdemókrata til að bæta úr
öllum þeim mistökum sem
flokkurinn hefur sjálfur hefur
haft forgöngu um.
Gripið í „Akkerið"
Danmörk er skelfilegt dæmi
um sósialdemókratiska stjórn
sem er komin út i slikar öfgar að
landið er á hraðri leið að verða
gjaldþrota. Félagslegar gjafa-
úthlutanir eru svo ofboðslegar
að efnahagurinn ris ekki undir.
Kannski er þetta svartur
danskur húmor. Kjósendur
segja við „Akkerið”: Þú dróst
okkur úti, nú getur þú dregið
okkur aftur á þurrt.
Það er eiginlega ekki hægt að
finna neina skýringu á gifurlegu
tapi Vinstri flokksins, úr 42
þingmsætum niður i 21. En
spurningin er hvort Anker & Co,
verða nú ekki að fylgja forskrift
hins strandaða Hartlings um að
efla atvinnulifið til aö minnka
atvinnuleysi og stöðva skulda-
söfnun erlendis.
Stjórnmálaflokkarnir hafa i
mörg ár „yfirboðið” hver annan
af hreinni léttúð, til þess að ná
til sin atkvæðunum. Afleiöingin
hefur veriö sú aö fólk hefur lifaö
langt um efni fram, sem aftur
stefnir landinu i gjaldþrot.
Nú á að reyna að bjarga mál-
inu með hinni svokölluðu launa-
stefnu sem samkomulag náð-
ist um i ágúst I fyrra. Hún geng-
ur út á sex prósent tekjuhækk-
un. Þar af fara fjögur prósent I
verðuppbætur en tvö prósent i
beinar kauphækkanir. Spurn-
ingin er bara hvort þetta veröur
nóg.
Ljúft líf atvinnulausra
Nokkrar tölur sýna ástandið.
Frá þvi 1964 hefur launahækkun
að meöaltali verið 13,2 prósent á
ári. Meðaltal i OECD löndunum
hefur verið 9,7 prósent. Afleiö-
ingin er augljós: samkeppnis-
hæfni i iðnframleiöslu hefur
stórminnkað.
Tala atvinnualusra rokkar á
bilinu frá 150 þúsund upp I 180
þúsund, eftir þvi hvern-
ig er reiknað. En það eru
ekkert sérlega erfið kjör
að vera atvinnulaus i Dan-
mörku. Menn fá 205 krónur á
dag i atvinnuleysisstyrk fyrir
utan allskonar tillegg. Þetta
samsvarar rúmlega 131.000
islenskum krónum á mánuði.
Það er heldur alls ekki öllum
illa við atvinnuleysið. Það var
lengi regla aö menn uröu aö
koma á atvinnuleysisskrifstof-
una hálfsmánaðarlega til að
láta vita af áframhaldandi at-
vinnuleysi.
Svo var fyrirkomulaginu
breytt og menn þurftu að koma
vikulega. Nokkur hópur manna
mótmælti þessu ákaflega. í les-
endadálkum eins dagblaðsins
birtist bréf frá manni sem
skammaðist mikið yfir þessu.
Hann benti á að hagkvæmustu
ferðirnar til Mallorca og Kýpur,
þar sem stórir hópar atvinnu-
leysingja héldi til, væru tveggja
vikna ferðirnar.
Með þvi að hafa vikulegt
„tékk” væri þarna verið að
eyðileggja möguleika atvinnu-
leysingjanna til þess að búa
hagkvæmt og ódýrt i sólinni,
og skreppa heim á hálfsmán-
aðar fresti.
Hver þorir nú?
En svona meðferð á pening-
um er hverjum venjulegum
rikiskassa ofviða og erlendar
skuldir dana eru nú sem svarar
128 milljörðum fslenskra króna.
Og danir eiga ekki von á neinni
ollu til að bjarga málunum.
Þetta er vandamálið sem
Anker Jörgensen stendur and-
spænis. En Anker Jörgensen
hefur vaxið sem stjórnmálmað-
ur á siðustu árum og honum ætti
að takast að gera þær ráðstaf-
anir sem nú eru nauðsynlegar.
Ráðstafanirnar snúast mjög
um hækkaða skattp, til dæmis
verðursöluskatturliklega hækk
aður upp i tuttugu prósent
til að byrja með. Þá veröur
rikisbáknið stórlega skorið nið-
ur, til að lækka opinber útgjöld.
Þetta eru sömu stóru vanda-
málin og leiddu til kosninganna
og þau eru ennþá óleyst. Gli-
strup og Framfaraflokkur hans
spá þvi að nauðsynlegt verði að
efna til nýrra kosninga strax
fyrir sumarið. Og I sigurvlmu
sinni mega Anker & Co. ekki
gleyma þvi að Glistrup hélt sinu
og vel það.
Flokkur hans er nú næst
stærsti stjórnmálaflokkur
Danmerkur og stærsti stjórnar-
andstöðuflokkurinn. Það er
óhugnanleg þróun.
Stjórnmálakreppan i Dan-
mörku er dæmi um erfiðleika
lýðræöisstjórna i hinum vest-
rænu löndum.
Það er ekki mögulegt að gera
nauðsynlegar umbætur á lýö-
ræðislegan hátt vegna þess að
stjórnmálamenn þora ekki að
ergja kjósendur með þvi aö
beita sér fyrir óvinsælum
aðgerðum.
Spurningin er hvort danir
vilja nú taka meöalið sitt.
Donsko þjóðin hefur lifoð hótt undanforin ór,
en nú er komið oð skuldadögum
Starfighter núm-
er 186 er nú
farinn
Vestur-þýskur orrustuflug-
maður beið bana þegar Star-
fighter þota hans hrapaði úti af
hollensku eynni Terschelling
fyrir helgina. Þar með hafa 186
vestur-þýskar Starfighter
orrustuþotur farist siðan 1961 og
með þeim yfir 80 flugmenn.
Starfighter þoturnar eru
bandariskar að uppruna og eru i
flugherjum margra landa, þar á
meðal Bandarikjanna, Noregs
og Danmerkur. Alls staðar ann-
ars staðar en i Vestur-Þýska-
landi hafa þær reynst frábær-
lega vel og slys á þeim sist tiðari
en á öðrum tegundum orrustu-
véla.
Rannsókn sem gerð var á
slysaöldunni i Þýskalandi leiddi
meðal annars i ljós að þjóðverj-
ar ofhlóðu vélina tækjum. Hún
hefur ákaflega litla vængi og er
hraðfleyg, en ef hún er mjög
þung, má ákaflega litið út af
bera, sérstaklega i flugtaki og
lendingu enda hafa flest slysin
orðið þá.
Þá kom einnig i ljós að þýsku
flugmennirnir fengu alltof lítinn
flugtima. I sparnaðarskyni voru
þeir látnir fljúga eins litið og
talið var unnt að komast af með.
Og það reyndist of litið.
Þá var þetta fyrsta hljóðfráa
orrustuþotan sem þýski flug-
herinn fékk. Aðrar sem komið
höfðu á markaðinn fyrr, fóru
ekki til Þýskalands þar sem
uppbygging flughersins á nýjan
leik gekk mjög hægt fyrstu árin
eftir strið.
Fyrir reynslulitinn flugher
var það þvi töluverð handfýlli
að fá svona vél fyrirvaralitið.
En með bættri þjálfun og ýms-
um endurbótum, stórfækkaði
Starfighter-slysum þar I landi
og eru nú ekki meiri en „eðli-
legt” getur talist.
SÓLARKNÚIN
VASATÖLVA
Og nú er búið að
framleiða vasatölvu
sem gengur fyrir sól-
arorku. Hún heitir
,,Triumph Solar 1980".
1 kringum ljósborð tölvunn-
ar eru 46 sólarsellur. Þær geta
sóttorku bæðitilsólarinnar og
glóðarljóss, og breytt I raf-
magn.
Sellurnar eiga að hafa að
minnsta kosti tiuþúsund
klukkustunda lif, en það
svarar til þess að þær séu
notaðar i tvo tima á dag frá
þvi núna og fram til ársins
1990.
Sólarsellurnar eru i kringum
Ijósborð tölvunnar.
EKKERT ATOMl
í Vestur-Þýskalandi er mikil andstaða gegn
byggingu kjarnorkuvera. Þetta er framvarðar-
sveit þrjátiu þúsund manna og kvenna sem fóru i
mótmælagöngu um borgina Itzehoe, en þar
stendur til að reisa eitt kjarnorkuverið