Vísir - 28.02.1977, Síða 9

Vísir - 28.02.1977, Síða 9
■ m VISER Mánudagur 28. febrúar 1977 FIMM IÐNKYNNINGAR- DAGAR SÍÐAR Á ÁRINU — Islenskri iðnkynningu lýkur með degi iðnoðarins í Reykjavík 15. september 48 þúsund manns hafa þegar sótt sýningar og fundi á vegum iðnkynningarinnar en áætlað er að þegar henni lýkur siðar á þessu ári hafi um 100 þúsund manns kynnst islenskum iðnaði með þessum hætti. Forsvarsmenn iðnkynningar- innar upplýstu á blaðamanna- fundi i gær, að á siðari hluta iðn- kynningarársins væru fyrir- hugaðir 5 iðnkynningardagar, þ.e. á Sauðárkróki, Isafirði, Sel- fossi og i Reykjavik, auk þess sem slikur dagur verður á Hellu á Rangárvöllum i tilefni af 50 ára afmæli byggðar þar. Iðnkynningarárinu lýkur meö sýningunni I Reykjavlk um miðjan september. Margháttuð starfsemi er fyrirhuguð á næstunni utan iðn- kynningardaganna, svo sem matvælakynning i mars/april i Reykjavik, umbúðasamkeppni á vegum Félags isl. iðnrekenda kynnisferöir I iðnfyrirtæki, hug- myndasamkeppni um ný fram- leiðslutækifæri i iðnaði og ýmis- legt fleira. Þá stendur nú yfir ritgeröar- samkeppni skólanemenda, verðlaun þar eru 400 þilsund krónur. —ESJ Bretadrottning heiðrar þrjó íslendinga Bretadrottning heiðraði nýver- ið þrjá islendinga með þvi að veita þeim „Order of the British Empire.. Þeir sem fengu þessi heiöurs- merki voru séra Óskar J. Þor- láksson, fyrrv. domprófastur, séra Jakob Jónsson dr. theol., fyrrv. sóknarprestur og Þórarinn Jónsson, kennari við Stýrimanna- skólann. Sr. Jakob og sr. Óskar hafa um langt árabil veriö starfsfólki sendiráðs breta á Islandi innan- handar. Þeir hafa annast hátið- legar athafnir, s.s. jólaguðsþjón- ustu giftingar og árlega minningarathöfn um fallna her- mennog veittaðstoði erfiðleikum eins og þegar lys hefur borið að höndum. Þórarinn er löggiltur skjala- þýðandi og dómtúlkur og hefur Gefa út vísitölu starfaö mikiö fyrir sendiráðið, en á striðsárunum var hann her- maður I breska hernum a.m.k. I 5 ár. —SJ Sendiherra breta, Kenneth East afhenti sr. óskari J. Þorlákssyni sr. Jakobi Jónssyni og Þórarni Jónssyni heiðursmerkin við at- höfn á heimili sinu. Var þessi mynd tekin viö það tækifæri. Handfylli af óst í Háskólabíói Mánudagsmynd Háskóla- biós idagereftir sviann Vilgot Sjöman, sem margir kannast við hér, ef ekki fyrir annað að hann gerði myndirnar „Ég er forvitin — gul” og „Ég er for- vitin — blá”. Myndin er svo til ný af nál- inni og var til dæmis ekki frumsýnd utan Sviþjóðar svo sem i Danmörku — fyrr en á sl. ári. 1 aðalhlutverkum eru ágætir leikarar — Anita Ekström, Gösta Bredefeldt, Ernst-Hugo Jaregard, Ingfrid Thulin og Eva-Britt Strandberg. byggingarstarfsemi Rannsóknastofnun byggingar- iönaðarins hefur nú hafiö árs- fjórðungslega útgáfuá visitölum i byggingarstarfseminni. Visitölur þessar verða þrennskonar, það er fyrir fjölbýlishús, einbýlishús og iðnaöarbyggingar, og er fyrsta heftið um fjölbýlishús þegar út- gefið. Fyrstu visitölur fyrir einbýlis- hús munu reiknaðar 1 mars, en fyrir iðnaðarhús fyrst I septem- ber mánuði. titreikningar visitalna verða gegnumfarnir i mánuðunum mars, júni, september og desem- ber ár hvert og visitölurnar gefn- ar út næsta mánuð á eftir. Visitölur þessar eru skráðar i fullu samræmi við kostnaöarkerfi stofnunarinnar. Tölurnar eru þvi handhægur verðeiningabanki, sem hentar til margvislegrar notkunar.þótt jafnan beri aö hafa það hugfast, að tölurnar gilda i raun eingöngu fyrir visitöluhúsin. Væntanlegum notendum gefst kostur á að gerast áskrifendur að visitölunum og kostar áskrift fyrir hverja húsagerð fimm þúsund krónur. „ÓMISSANDI UPPSLÁTTARRIT“ íslensk fyrirtæki er nauðsynleg þeim sem þurfa aó afla sér upplýsinga um hver framleiði hvað, hver selur hvað og hver sé hvaó — og hvar sé aó finna hina margvíslegu þjónustu sem boðið er upp á í nútíma þjóðfélagi. í íslensk fyrirtæki er að finna víðtækustu upplýsingar sem til eru á einum stað um fyrirtæki félög og stofnanir og jafnframt þær aðgengilegustu. íslensk fyrirtæki er ómissandi uppsláttarrit á íslensku og ensku. Þar er að finna upplýsingar auk nafns heimilisfangs og síma: stofnár, nafnnúmer, söluskattsnúmer, símnefni, telex, stjórn, starfsmenn, starfsmannafjölda, starfssvið, umboð, þjónustu, framleiðendur, innflytjendur, smásala, starfssvið ráðuneyta og embættismenn, stjórnir félaga og samtaka, sendi- ráð og ræðismenn ásamt fjölmörgum öðrum upplýsingum. „Sláið upp í íslensk fyrirtæki og finnið svarið" ÍSLENSK FYRIRTÆKI LAUGAVEGI 178. SÍMAR 82300 — 82302

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.