Vísir - 28.02.1977, Page 17

Vísir - 28.02.1977, Page 17
vtsm Mánudagur 28. febrúar 1977 21 Fiskimjölsverksmiðja á Snœfellsnesi: Nesmjöl hefur lagt fram lánsumsóknir Stjórn Nesmjöls, sem fisk- verkendur á Rifi, Ólafsvik og Hellissandi stofnuóu árið 1974, hefur nú lagt fram umsóknir um lánafyrirgreiöslu hjá opinber- um sjóðum viö byggingu fiski- mjölsverksmiðju i Rifi eða á Ólafsvik eftir þvl, hvor staður- inn yrði talinn hentugri. Þetta kemur fram i yfirlýs- ingu frá hreppsnefndum Nes- hrepps utan Ennis og Ólafsvik- urhrepps, sem blaðinu barst i gær, en þar óska þessir aðilar eftir aö koma eftirfarandi á framfæri vegna fétta I fjölmiöl- um um fiskimjölsverksmiöju á Snæfellsnesi: „Fiskverkendur i Rifi, Ólafs- vik og Hellissandi stofnuöu meö sér hlutafélag Nesmjöl h.f. þann 6. april 1974 i þeim tilgangi að koma upp fiskimjölsverksmiöju er unniö gæti allan feitfisk. Stjórn Nesmjöls h.f. óskaöi siöan eftir þvi viö þingmenn Vesturlands aö kannaö yröi á Alþingi hvort vilji væri fyrir þvi að rikið byggöi slika verksmiöju á utanverðu Snæfellsnesi meö tilliti til vaxandi loönuveiða, en engin slik verksmiðja er nú til á svæöinu frá Akranesi að Bolungavik. Studdu sveitar- stjórnir Neshrepps og Ólafs- vikurhrepps þessa ákvöröun, ennfremur ýmsir opinberir aöil- ar svo sem Samtök sveitar- félaga á Vesturlandi. Alþingi samþykkti i mai 1975 aö rfkisstjórnin léti kanna hvort hagkvæmt væri aö byggja og starfrækja fiskimjölsverk- smiðju á utanveröu Snæfells- nesi, sem unniö gæti feitan fisk og fiskúrgang. Rikisstjórnin lét ekki hefja at- hugun á þessari samþykkt Alþingis fyrr en siðastliðiö haust, og enn er nefnd aö störf- um um fiskimjölsverksmiöjur i landinu og hafa engar niöur- stöður enn birtst úr þessari athugun rikisstjórnarinnar. Stjórn Nesmjöls h.f. hefur fyrir alllöngu látið gera kostn- aöaráætlun um byggingu 500 tonna verksmiðju, og hefur nú lagt fram umsóknir um lána- fyrirgreiðslu hjá opinberum sjóöum, viö byggingu slikrar verksmiöju i Rifi eöa Ólafsvlk eftir þvi hvor staðurinn yröi tal- inn hentugri. Hreppsnefndir Ólafsvik- urhrepps og Neshrepps utan Ennis hafa á sameiginlegum fundi á Hellissandi þann 23. febrúar 1977 ákveðið aö styja af alefli áform Nesmjöls h.f. um byggingu slikrar verksmiðju, og munu sameiginlega beita sér fyrir beinum stuðningi og viö- tækri samstööu um máliö. Hreppsnefndirnar beina þeim ei>ndregnu tilmælum til stjórn valda aö jákvæö fyrirgreiösla veröi veitt i þessu þýðingar- mikla máli, svo aö framkvæmd- ir geti hafist hiö fyrsta.” —ESJ Smóatriði eða hvað? Vegamerki, flugvélahreyfill, séður út um glugga, bllrúðu- þurrkur, heypokar. haustlauf i polll, liðamót á borðlampa. Þaö sem þessir hlutir eiga sameiginlegt er aö fæstir veita Myndin sem Hringur Jóhannesson stendur hér við heitir Tæknin og sýnir litaðmót á venjulegum vinnulampa. Ljósm. JA. þeim sérstaka athygli, en þó er einn maöur sem sér þá sem spennandi myndamótíf. Hann er Hringur Jóhannesson list- málari og gefst fólki aö lita myndir meö þessum hlutum meöal annarra á sýningu sem hann opnaöi aö Kjarvalsstööum um helgina. A sýningunni eru 51 oliumál- verk og 43 teikningar. Sagöi Hringur i samtali viö VIsi aö sér fyndist þessar tvær tegundir mynda fara vel saman á sýn- ingu. Hins vegar sýndi hann oliukritarmyndir sinar sérstak- lega. Hringur hefur ekki sýnt oliumálverk siðan 1973 og sagöi hann aö á þessári sýningu væru flestar þær myndir sem hann heföi málaö siöan. Hringur hefur haldið 11 meiri- háttar einkasýningar. Hann á núna 9 oliupastelmyndir á farandsýningunni öga mot öga, sem fer milli höfuöborga Noröurlanda um þessar mundir. Eins á hann verk á Listasafin Islands, Listasafni A.S.I., safni Reykjavikur- borgar, Kópavogs, Borgarness, Akureyrar og viöar á einkasöfn- um. Sýningin er opin til 13. mars kl. 16—22 virka daga og 14—22 um helgar. — SJ. Sýna plaköt frá Palestínu Palestinunefndin á tslandi hef- ur opnað sýningu á palestinskum plakötum og ýmsum öðrum mun- um I GalleriSÚM og mun sýning- in verða opin klukkan 4 til 8 virka daga og 2 til 10 laugardaga og sunnudaga, frá 20. febrúar til 6. mars. Markmið Palestínunefndarinn- ar með þessari sýningu er að kynna islendingum baráttu palestinuaraba og gefa innsýn i I menningu þeirra og daglegt lif Aðgangur að sýningunni Galleri SÚM er ókeypis. Allar myndirnar eru til sölu við vægu verði. —EKG MEGRUNARLEIKFIMI Nýtt námsekiö Vigtun — Mæling — Gufa — Ljós — Kaffi — Nudd — Megrunar- fæða — Matseöill. Innritun og upplýsingar í síma 83295 alla virka daga kl. 13-22. Júdódeild Ármanns Armúla 32 Róðstefna BSRB um lifeyrísmál Bandalag starfsmanna rikis og bæja heldur ráð- stefnu um lifeyrismál- efni starfsmanna ríkisins 17.-19. mars í félags- heimili Hreyfils við Fellsmúla i Reykjavík. A ráöstefnunni mun Hákon Guðmundsson, formaöur stjórnar Lifeyrissjóös starfs- manna rlkisins, og Guöjón Hansen, tryggingafræöingur, flytja erindi, og upplýsingar veröa gefnar um biöreikning fjármálaráöuneytisins og lif- eyrisjóöi bæjarstarfsmanna og annarra. Ráöstefnan er opin öllum áhugamönnum um lifeyrismál- efni opinberra starfsmanna, m.a. eftirlaunafólki, og ber aö tilkynna þátttöku á skrifstofu BSRB fyrir 15. mars n.k. —ESJ Bjóðum yður: Andlitsböð og húðhreinsun. Fjarlægjum óæskilegan hárvöxt i andliti. Litun. Kvöldförðun. Hand og fótsnyrting. Afsláttur á 3ja skipta andlitsnuddkúrum. Vinnum úr hinum viðurkenndu frönsku LANCOME snyrtivörum. Fegrunarsérfrœðingarnir: Verzlunar- og skrifstofufólk Verzlunarmannafélag Reykjavikur heldyr félags- fund að Hótel Esju, þriöju- daginn 1. marz kl. 20.30. Fundarefni: Kjaramál. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.