Vísir - 25.03.1977, Qupperneq 11
Föstudagur 25. mars 1977
n
N
ðubúnir að greiða verulega hœrra kaup"
festing þar með fengin á þeirri
mismunun, sem viðgengist hefur
gagnvart iðnaðinum, væntum viö
þess að rlkisstjórnin sæki um
framlengingu. Eg vara þó við að
láta þar við sitja — framlengingin
ein er litils virði ef ekki verður
jafnframt haldið markvisst
áfram á þeirri braut að lagfæra
aöbúnað iönaöarins og aölaga
efnahagskerfið nýjum aðstæðum
opinnar samkeppni og friverslun-
ar”, sagði hann.
Davið lagði sérstaka áherslu á,
að iðnaðurinn færi ekki fram á
nein sérréttindi, heldur sömu
starfsskilyrði og aðrir höfuðat-
vinnuvegir þjóðarinnar njóta,
sömu starfsskiíyrði og eríendir
keppinautar njóta hver I sfnu
landi og sömu starfsskilyrði og
útlendingar njóta á Islandi.
//Aðlögunin tekist
allvel"
Gunnar Thoroddsen, iönaðar-
ráðherra, benti I ávarpi slnu á, að
hlutdeild útfluttra iðnaðarvara I
heildarútflutningi hefði aukist úr
19% I 24% á slðasta og sýndi það
vel hversu mikilvægur þáttur I
gjaldeyrisöflun þjóðarinnar
iðnaðurinn væri.
Hann fjallaði nokkuö um
skýrslu Þjóðhagsstofnunar um
iðnaðinn og aðlögun hans að frl-
verslun.
„Megin niðurstaöa I skýrslu
Þjóðhagsstofnunar er sú”, sagði
Gunnar, ,,aö þegar litið er yfir
þau ár sem ísland hefur átt aöild
að friverslunarsamningunum,
hafi iðnaðinum tekist allvel að
laga sig að breyttum sam-
keppnisaðstæðum og ekki sé
’ ástæða til að mikla vanda, sem
endanleg niðurfelling tollverndar
hafi I för með sér. Vöxtur og við-
gangur iðnaðarins hafi til þessa
verið bærilegur”.
Hann sagði, að þrátt fyrir þessa
niðurstöðu væri ástæða til að
spyrja, hvort vöxturinn hefði ekki
getaö orðið meiri, ef iðnaðurinn
hefði notið hliðstæðrar aðstöðu og
aðrir höfuðatvinnuvegir okkar,
og ýmislegt I skýrslunni benti til,
að hefði mátt eiga sér stað. Nú
væru starfandi á vegum iðnaðar-
ráðuneytisins tvær nefndir, sem
fjölluðu um þann aöstöðumun,
sem iðnaðurinn býr við, og ættu
þær að gera tillögur til úrbóta.
Afskiptur með lán
Ráðherra sagði, að á undan-
förnum árum heföi hlutur
iðnaöarins I lánveitingum til
rekstrar og framkvæmda ekki
aukist sem æskilegt hefði veríð,
og iönaðurinn heföi við að búa
lakari lánskjör en hinar hefð-
bundnu framleiðslugreinar.
Rétt væri þó að benda á, að I ár
myndi útlánageta fjárfestingar-
lánasjóða iðnaðarins aukast
verulega. Mest væri aukningin
hjá Iðnlánasjóöi, úr 728 milljón-
um I fyrra I liðlega 1200 milljónir I
ár.
Aðgerðir til að
efla iðnaðinn
I lok ræðu sinnar sagöi iönaöar-
ráðherra, að af hálfu ráðuneytis-
ins og stofnana, sem undir það
heyra, væri unnið að fjölmörgum
verkefnum, sem stefna að þvl að
örva og efla iðnaðinn I landinu, og
nefndi hann eftirtalin:
1. Stofnað hefur verið hlutafé-
lag um tilraunaverksmiðju til
saltframleiðslu á Reykjanesi.
2. Járnblendiverksmiðja I
Hvalfirði I samstarfi við Elkem-
Spigerverket I Noregi er I undir-
búningi.
3. Unnið er að þvi að stórauka
framleiðslu úr ull og skinnum,
sem til falla I landinu, tækniað-
stoð veitt og starfsþjálfun iðn-
verkafólks i greininni að hefjast.
4. Tækniaðstoð hefur verið veitt
i skipasmlöaiönaði. 1 beinu fram-
haldi af þvi hefur athyglin beinst
að viðgerðarþörf og afkastagetu I
skipaviögeröum. Hefur á undan-
förnum mánuðum verið unnið að
undirbúningi umfangsmikillar
áætlunar, sem miðar að alhliða
endurbótum á skipaviðgeröar-
þjónustu og aöstööu hennar.
5. Tækniaðstoð er veitt fyrir-
tækjum i málmiðnaði I þeim til-
gangi að veita þeim, sem fram-
leiða vélar og tæki, aðstoð varð-
andi vöruþróun og skipulagningu.
6. Tækniaðstoð er veitt fyrir-
tækjum I húsgagnaiðnaði.
7. Unnið er að athugunum varð-
andi endurvinnsluiðnað og fer
fram forkönnun á hagnýtingar-
möguleikum ýmiskonar úrgangs,
sem til fellur hér á landi, svo sem
pappfrs, málma, plasts, gúmmis,
glers o.fl.
8. Vlðtækar rannsóknir fara
fram á nýtingu islenskra jarð-'
efna. Tilgangurinn er að leggja
grundvöll aö fjölþættum iðnaöi
sem byggist á framleiðslu til
innanlandsnotkunar og útflutn-
ings. A næstunni veröur tekin
ákvörðun um raunhæfa fram-
leiðslustarfsemi varöandi perlu-
stein úr Prestahnjúki.
Erindi hagrann-
sóknastjóra í dag
Arsþinginu veröur framhaldið i
dag og mun þá Jón Sigurðsson,
hagrannsóknastjóri, flytja erindi
um skýrslu Þjóðhagsstofnunar
um iðnaðinn, og veröa siöan al-
mennar umræöur um skýrsluna.
Þá verða tillögur nefnda af-
greiddar á morgun, en þinginu á
að ljúka síðdegis.
— ESJ.
Hjálendustefna IITI6I
ingarlegu tillHi?
1 lenskra króna. Islendingar munu eflaust
eiga eftir að sækja margt til þessarar
stofnunar og hafa nú þegar fengið stóra
lánveitingu til Grundartangaverksmiðju.
Hér rikir nokkur uggur út af svonefndu
alþjóðlegu fjármagni, en Norræni fjár-
festingarbankinn ætti aö vera hafinn yfir
sllkan kvlða, einnig hjá þeim sem sjá auð-
valdið I hverri gátt en hafa á sama tima
komið sér vel fyrir innan norræns sam-
starfs, og fara varla um sinn að berja þá
hönd sem réttir okkur fjármunina — þótt
þeir renni til Grundartanga. Þá ættum við
ekki að gleyma Norræna iðnþróunar-
sjóðnum, sem stofnaöur var við inngöngu
íslands I Efta með fjárframlögum frá hin-
um sterku bræðrum okkar. Og fólki mun
enn I fersku minni hvernig Norðurlönd
brugðust við þegar tók aö gjósa I Heimaey
1973. Það voru stórmannleg viðbrögö,
sem sýndu glöggt, aö noröurlandaþjóðirn-
ar eru vinir I raun, þótt margt skrltilegt
komi stundum upp á teninginn I hinum
daglegu samskiptum. Aukin sam-
vinna innan Norðurlandaráðs á sviði efna-
hagsmála er okkur mikilsverð, enda
fylgja henni, eðli málsins samkvæmt,
engar þær kvaöir, sem óaðgengilegar
geta talist fyrir okkur. Að þvl leyti er nor-
ræn samvinna trygging gegn hvers konar
yfirgangi á efnahagssviðinu.
EKKERTSAMSTARFER
HAFIÐ YFIR GAGNRÝNI
Þvl hefur margsinnis verið lýst yfir, að
norræn samvinna, eins og hún birtist okk-
ur innan Norðurlandaráðs, sé einstætt og
fagurt fordæmi álþjóðlegum samskipt-
um. En ekkert samstarf, hversu gott sem
það annars er, getur talist hafið yfir gagn-
rýni. Sé litið yfir áætlaöa skiptingu
kostnaðar á þátttökuþjóðir áriö 1977, en
honum er skipt niður I hlutfalli viö verö-
mæti þjóðarframleiðslu, kemur I ljós, að
svíar greiða 33%, danir 24%, norðmenn
17%, finnar 16% og Islendingar 10%. Eng-
inn þarf að halda að hin mismunandi
framlög kalli ekki á nokkra togstreitu inn-
an samstarfsins, þegar kemur að fjár-
veitingum til ýmissa hluta, einkum þar
sem um beinan peningaarð er ekki að
rasða. Jafnræði rikir aftur á móti að þvi
leyti að afl atkvæöa ræður, og ættu allir að
geta veriö fullsæmdir af þvl. Það hindrar
þó ekki stórveldatilburði þeirra innan
samstarfsins, sem mest leggja af mörk-
um til sameiginlegra þarfa Noröurlanda-
ráðs.
Þvl er spáð að I náinni framtlð eigi
framlagshlutföllin til Norðurlandaráðs
eftir að breytast nokkuð og þá jafnvel
Islendingum I hag. Bæði mun hlutur ís-
lands vaxa með aukinni þjóðarfram-
leiðslu á komandi árum og hlutur norð-
manna eigi siður. Ollufundur norðmanna
mun fyrr eða síðar leiða til þess, að
Noregur verði rika þjóöin innan Norður-
landaráðs. Það ætti aö þýða betri stöðu Is-
lands I samstarfinu, þvl þótt allar þjóðir
innan samstarfsins séu góðir vinir okkar
standa þó norðmenn okkur næstir að
skyldleika og erfðum, og hafa raunar
rækt þau mál af meiri alúð en við höfum
almennt gert okkur grein fyrir.
FJÁRVEITINGAR I
GEGNUM SJ6ÐI
Fjárveitingar Noröurlandaráðs fara að
mestu I gegnum ýmiskonar sjóði, sem
stofnaðir hafa verið á undanförnum ár-
um. Þar ber hæst svonefndan Norrænan
menningarsjóð, sem við höfum ekki haft
ykja miklar spurnir af, kannski einmitt
vegna þess aö hann fær tekjur slnar eftir
hlutfalli verðmætis þjóðarframleiðslu
landanna. ísland er þar neðst á blaði, eins
og áður er getiö. Menningarsjóöurinn
veitir nú árlega 210 milljónir króna til
stuðnings sameiginlegum verkefnum á
sviði rannsókna og menntamála. Annar
sjóöur, Norræni iðnþróunarsjóður-
inn, veitir árlega 450 milljónir króna I
styrki. Fyrrgreint fjármagn léttir auðvit-
að undir með f jölmörgum aðilum og hefur
valdið stórauknu olnbogarými á sviði
verklegra og menningarlegra framfara,
þar sem ekkert olnbogarými var fyrir.
MENNINGARSJÓÐURINN
ERÞARNA
Vegna einangrunar okkar og smæðar
erum við kannski viðkvæmari en góðu
hófi gegnir gagnvart þvi sem aö okkur
snýr I alþjóðlegum samskiptum. Þá má
vel vera að við höfum gert of miklar kröf-
ur um skjótan árangur fyrir tsland eitt af
norrænni samvinnu. 1 þvl ljósi ber eflaust
að skoða það sjónarmiðið, að hingað til
hafi litið gætt áhrifa menningarsjóðsins,
og fjárveitingar úr honum hafi ekki ætlð
sem skyldi runnið til brýnna mála, hafi
Islendingar á annaö borð notiö þeirra. En
þetta stendur kannski allt til bóta. Svo
mikið er vist að menningarsjóðurinn er
þarna, og hann getur oröið okkur stoð I
hinum veigameiri atriðum, þótt slðar
verði, svo sem eins og við fjárfrekar at
hafnir á hinum nýrri sviðum, sem okkur
eru litt eðaiekki kunn. enþurfum að ná tök-
um á. Er mér þá ofarlega I huga gerð
kvikmynda og aukin útgáfustarfsemi
hvað snertir norræna höfunda, árlegar
gestasýningar á islenskum leikritum og
yfirlitssýningar Islenskra listmálara á
norðurlöndum, helst eigi sjaldnar en á
tveggja ára fresti. Með þvi móti hjálpaði
menningarsjóðurinn okkúr að komast til
nokkurs áræðis innanlands og aflaði okk-
ur rýmri farvegar fyrir list okkar meöal
frændþjóða.
AÐGERAOKKUR
HANDGENGIN
LISTA STEFNUMÁ HINUM
NORÐURLÖNDUM
Um menningarsjóðinn er það annars að
segja, að viö sem búum I útjaðri norrænn-
ar menningarheildar skiljum lltt þau
miklu not, sem eru fyrir sjóðinn innan
sjálfrar Skandinavlu aö Danmörku með-
talinni, þar sem menningarleg samskipti
hafa ætlð verið greið, og mikið greiðari en
við eigum aö venjast. Sá misskilningur
virðist rlkja innan menningarsviös nor-
rænnar samvinnu, aö fjármunum beri að
eyða I að gera okkur handgengin sjónar-
miðum og listastefnum, sem eru rlkjandi
á hinum norðurlöndunum, en minna beri
að hirða um hvað við höfum fram að færa
til hinnar sameiginlegu menningarheild-
ar. Það er ekki nema von að Islendingar
vilji snúa þessu við. Hingað fáum við ár-
lega mikinn f jölda af listafólki fra ftinum
norðurlöndunum á sama tlma og engan I
Skandinavlu virðist varða um hvað hér er
verið aö mála eða leika, þótt nokkur bót
hafi verið ráðin á þvl hvað leiklistina
snertir með samstarfi innan Nordvision.
íslendingar vilja að sjálfsögðu koma list
sinni á framfæri, a.m.k. I jöfnu hlutfalli
við þá skandinavísku list, sem hér er flutt.
Sllkt væri i samræmi við jöfnuðinn, sem á
að rlkja innan norræns samstarfs. Hitt er
ekki annað en hjálendustefna I menning-
arlegu tilliti.
ÞÁMUNDI VAKNASÚ
SPURNING, HVARÞAU
TILÞRIF ÆTLUÐU AÐ ENDA
Snemma á ferli norræns samstarfs voru
uppi raddir um það i Danmörku, aö geng-
ið yrði til stofnunar Bandarikja Norður-
landa. Þessu skaut svona upp á yfirborð-
ið, en raddir þessar þögnuðu fljótt og hafa
ekki heyrst siðan. Hin gamla hugmynd
um Bandariki Norðurlandaleiðir hugann
að þvl hve langt norrænu samstarfi er
fært að ganga. Allar stofnanir á borö við
Norðurlandaráð hafa tilheigingu til að
auka starfsvettvang sinn frá ári til árs,
ekki sist á meðan stofnunin er ung og ligg-
ur undir gagnrýni annað tveggja fyrir
gagnsleysi eöa aðgerðaleysi. Aö þvl leyti
getur gagnrýnin á Norðurlandaráö verið
varasöm, að hún knýi stofnunina til meiri
tilþrifa I starfi, þótt ekki væri til annars en
reka af sér slyðruorö um veisluglaum. Þá
mundi fljótlega vakna sú spurning hvar
þau tilþrif ætluðu aö enda. Eins og nú er
háttað eru þing Norðurlandaráös haldin
til skiptis i höfuöborgum landanna einu
sinni á ári. Stofnunin er ráðgefandi og
kemur ályktunum sinum á framfæri við
rikisstjórnir. Þar sem þingin sitja fulltrú-
ar þjóöþinganna má gera sér I hugarlund
þau áhrif, sem störf þess hafa innan þjóö-
þinganna, og á rikisstjórnir viðkomandi
landa.
HVAR LIGGJA STARFS-
MÖRK NORÐURLANDARÁÐS
Með vaxandi athafnasemi Norður-
landaráðs á sviði efnahagsmála,
menningarmála og nú slöast samgöngu-
mála, fer að verða ástæða að spyrja hvert
það ætli sér innan norrænnar samvinnu,
og hvar starfsmörk þess liggja. Það er
þegar sýnt, að á tuttugu og fimm ára ferli
hefur ráðið breytt svip og yfirbragði
norðurlanda. Það hefur sett fordæmi um
alþjóölega samvinnu, sem á sér ekki sinn
lika annars staðar I heiminum. Það eitt út
af fyrir sig er merkilegur kapltuli i sög-
unni. Kunni Noröurlandaráð að halda sig
innan æskilegra marka I framtlöinni,
þrátt fyrir gagnrýni um „máttlausa
stofnun”, og láti ekki brýnast til óheppi-
legra stórræða, getur svo farið að þvl tak-
ist að visa öðrum veginn til æskilegrar
þjóðasamvinnu I framtiðinni. Islendingar
hljóta að fagna þvi aö taka þátt I slikri til-
raun, og munu meö vaxandi athygli fylgj-
ast með störfum og ályktunum ráðsins,
um leið og þeir vænta þess að þeir verði
kvaddir til aukinnar þátttöku innan hins
norræna menningarsviðs.