Vísir


Vísir - 25.03.1977, Qupperneq 17

Vísir - 25.03.1977, Qupperneq 17
17 yism Föstudagur 25. mars 1977 Menntskœlingar á Akureyri frumsýna „0 þetta er indœlt stríð" í gær, fimmtudag frumsýndi Leikfélag Menntaskólans á Akureyri leikritiö „Ó, þetta er indælt strið”, eftir Joan Little- 'wood. Leikstjóri er Þórhildur Þor- leifsdóttir, en gerð búninga og leikmyndar annaðist Messiana Tómasdóttir. Atján leikarar koma fram i sýningunni, tækni- menn eru fjórir og annað að- stoðarfólk nálægt tuttugu tals- ins. 1 leikritinu er mikið um stórar hópsenur og mikill söngur er i verkinu. Leikritið gerist á árum fyrri heimsstyrjaldarinnar, og i þvi er að finna hvassa ádeilu styrjaldarreksturinn. Einkum er bent á, að striðið komi verst. við óbreytta hermenn, og að á meðan þeir vegi hvern annan stundi yfirmenn þeirra ýmsa miður þokkalega iðju. Auk sýn- inga á Akureyri er ráðgert að sýna leikritið á Isafirði. Sýningin er mjög viðamikil, og mjög virðingarvert að áhugaleikhópur komi svo um- fangsmikilli sýningu á svið. Unnið hefur verið að æfingum og öðrum undirbúningi undan- farnar fimm vikur, og sögðu leikarar þeir er blaðamaður Visis ræddi við, aö skólameist- ari og kennarar M.A. ættu mikl- ar þakkir skildar fyrir þeirra þátt i að sýningin varð að veru- leika. — AH, Akureyri. Magnús Loftsson og Jón S. Kristinsson i hlutverkum sinum I skólasýningu M.A. Hópur leikara úr M.A. á sýningu striðsádeiiunnar eftir Joan Littlewood. .... — Þetta er glœsilega Granada sófasettið okkar. Verð kr. 298.000 Staðgreitt kr. 268.000 Þessi verð þekkjast hvergi nema hjó okkur Norrænir iðnfræðslustyrkir Menntamálaráöuneyti Danmerkur, Finnlands, Noregs og Sviþjöðar munu á þessu ári veita nokkra styrki handa Is- lendingum tilnáms við iönfræðslustofnanir I þessum lönd- um. Er stofnað til styrkveitinga þessara á grundvelli á- lyktunar Noröurlandaráðs frá 1968 um ráöstafanir til að gera Islenskum ungmennum kleift að afla sér sérhæförar starfsmenntunar á Noröurlöndum. Styrkirnir eru einkum ætlaðir. 1. þeim.sem lokið hafa iðnskólaprófi eða hliöstæöri starfs- menntun á Islandi, en óska að stunda framhaldsnám í grein sinni. 2. þeim.sem hafahug á að búa sig undir kennslu f iönskól- um eöa iðnskólakennurum sem leita vilja sér fram- haldsmenntunar, og 3. þeim, sem óska að leggja stund á iðngreinar, sem ekki eru kenndar á íslandi. Varðandi fyrsta flokkinn hér aðframan skal tekiö fram að bæði koma til greina nokkurra mánaða námskeiö og Iengra framhaldsnám fyrir þá, er lokiö hafa sveinsprófi eöa stundað sérhæfö störf i verksmiðjuiönaöi, svo og nám viö listiðnaöarskóla og hliöstæðar fræðslustofnanir hins vegar ekki tæknifræðinám. Hugsanlegt er að i Finnlandi yrði styrkur veittur til náms i húsagerðarlist, ef ekki bær- ust umsóknir til náms á þeim sviðum er aö framan grein- ir. Styrkir þeir, sem I boði eru, nema I Danmörku 10.000 d.kr I Noregi um 8.000 n.kr. i Sviþjóð um 6.000 s.kr. og i Finnlandi 6.000mörkum, og er þá miöað við styrk til heil/ skólaárs. Sé styrkur veittur til skemmri tima, breytist styrkfjárhæðin I hlutfalli við timalengdina. Til náms I Danmörku verða væntanlega til ráöstöfunar fjórir fullir styrkir þrir I Finnlandi, fimm I Noregi og jafnmargir i Sviþjóð. Umsóknum um framangreinda styrki skal komiö til menntamálaráöuneytisins, Hverfisgötu 6,Reykjavik, fyr- ir 20. april n.k. 1 umsókn skal m.a. skýrt frá náms- og starfsferli og tekið fram, hvers konar nám umsækjandi hyggst stunda, hversu lengi og við hvaöa námsstofnanir. Fylgja skulu staðfest afrit prófskirteina og meömæli. Umsóknareyðublöð fást I ráöuneytinu. Menntamálaráðuneytið 18. mars 1977. Höfum til sölu Draumabílinn Mercedes Benz árg. 77 2ja dyra, sjálfskiptur, vökvastýri og fleira lyftiduft Royal lyftiduft er heimsþekkt gæðavara sem reynsla hefur sýnt að aetíð má treysta.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.