Vísir - 25.03.1977, Side 24
VÍSIR
Föstudagur 25. mars 1977
„Ástœða til
að hafa
aðgót við
Kötlu"
— segir Páll
Einarsson,
jarðeðlisfrœðingur
,,Þaft htfur allt ver*ö rólegt
á Kötlusvæöinu i nótt. Hins
vegar er ómögulegt aö vita
hvert framhaldiö veröur, þeg-
ar ekki er þekkt hvaö orsakaöi
skjálftana og er fyllsta ástæöa
til aö hafa fyllstu aögát
þarna”, sagöi Páll Einarsson
jaröeölisfræöingur i samtali
viö Visi i morgun.
Skjálftahrinan sem varð i
Mýrdalsjökli i gærmorgun er
5ú sterkasta sem verið hefur i
vetur. Stærsti kippurinn
mældist 4,5 stig á Richter-
kvarða. Eftir hádegið dró úr
skjálftunum og hefur aðeins
verið óveruleg hreyfing á
svæðinu frá kl. 18 i gærdag.
Páll Einarsson sagði að ó-
venju mikið hefi verið um
jarðskjálfta á svæöinu i vetur
en 60 ár eru nú liöin frá sið-
asta Kötlugosi. I haust kom
mikil hrina sem stóð allt fram
yfir áramót. Skjálftarnir sem
urðu i gær voru þó sýnu
stærstir. — SJ
V J
Niðurstaða
krufningar
í dag
Rannsókn heldur áfram á
tildrögum dauöa konunnar
sem lést aö heimili sinu i
fyrrinótt. Krufning fór fram i
gær og mun niöurslaöa liggja
fyrir I dag.
Eiginmaður hinnar látnu
er enn i haldi hjá lögreglunni
en i morgun hafði ekki verið
kveöinn upp gæsluvarð-
haldsúrskurður yfir honum.
Hins vegar hefur hann komið
fyrir dómara og að öllum
likindum liggur það fyrir um
hádegi hvort varðhaldsúr-
skurður verður kveðinn upp
eða ekki.
begar Visir hafði samband
við rannsóknarlögregluna i
morgun varðist hún allra
frétta af málinu en likur eru
á að það skýrist nokkuð i dag
þegar krufningarskýrsla
liggur fyrir og frekari yfir-
heyrslur hafa átt sér stað.
Lenti á staur
Slys varö i nótt þegar öku-
maður missti stjórn á bil sin-
um á Hringbraut og bfllinn
lenti á staur. Fjórir voru i
bílnum. Tveir munu hafa
meiöst lltillega. Billinn er
hins vegar talsvert skemmd-
ur eftir. —EA
Hljómflutningstœki
og skrokkar hurfu
Fariö var inn i Ibúðarhús I
vesturbænum I Reykjavlk i
nótt og þaöan stoliö hljóm-
fiutningstækjum. Enginn var
heima I húsinu þegar þetta
geröist.
Þá voru tveir menn teknir I
nótt grunaöir um aö hafa stol-
iö dilkaskrokkum á Kirkju-
sandi, —EA
Fullkominn tœkjabúnaður settur upp á flugbrautum á Keflayíkurflugvelli:
Segir fyrir um ísingu
„Þessi útbúnaöur hefur komiö
aö mjög góöum notum i vetur og
fyrir utan öryggiö sem hann
veitir hefur þetta sparaö mikið
erfiði. Ef einhvers staðar er
þörf á svona veöurskynjurum á
sem sveiflurnar eru mjög mikl-
ar I veðurfari”, sagði Pétur
Guðmundsson fiugvallarstjóri á
Keflavikurflugvelli i samtali við
VIsi.
1 vetur hafa verið i notkun
fullkomnir veðurskynjarar á
sitt hvorum enda tveggja
lengstu flugbrautanna á Kefla-
vikurflugvelli. Þessir skynjarar
mæla hitastig i jörð og við yfir-
borðiö, svo og gefa þeir upp-
lýsingar um dýpt vatns á flug-
brautunum. Skynjararnir
sénda siðan þessar upplýsingar
i tölvu i stjórnstöð slökkviliðsins
sem vinnur úr þeim á
svipstundu.
Pétur Guðmundsson benti á
að mælar Veðurstofunnar
mældu hitastig um tveimur
metrum fyrir ofan jörðu, en það
gæti verið allt annað á yiirborði
flugbrautanna. Ef vatn er á
brautunum og frost yfirvofandi
senda skynjarar aðvörun um
það og þá er hægt að eyða vatn-
inu eða bera á brautirnar áður
en hálka nær að myndast. Þetta
tryggir þvi aö hemlunarskilyrði
eru alltaf sem best. Skynjararn-
ir senda boð sin eftir simalinum
en einnig er hægt að senda radi-
óboð.
Þessi tækni er tiltölulega ný af
nálinni og sagði Pétur að við
hefðum þvi tileinkað okkur hana
mjög snemma. —SG
Loðnubátarnir hafa gert það gott flestir I vetur en hinir minni þeirra eru núaðhætta og byrja á netum. Hér sést Helga RE, drekkhlaðinn
eftir gott kast Ljósmynd VIsis Guðmundur Sigfússon.
Loðnuvertíðinni lýkur
að líkindum um páska
Loðnubátunum er nú
óðum að fækka. Þeir
sem á annað borð ætla
á net eru nú um það bil
að skipta yfir. Sagði
Andrés Finnbogason
hjá Loðnunefnd i morg-
un að þegar þeir bátar
yrðu hættir yrðu ekki
fleiri en 20 eftir á loðnu.
Bjóst hann við þvi að
það gerðist nú um helg-
ina. Til samanburðar
má geta þess að þegar
flest var voru áttatiu
bátar á loðnu i vetur.
Veiði undanfarið hefur verið
fremur dauf. Siðasta sólarhring
fengu 19 bátar um þrjú þúsund
tonn. Rannsóknarskip er nú við
loðnuleit úti af Vestfjörðum
undir stjórn Hjálmars Vil-
hjálmssonar, fiskifræðings. Enn
hefur skipið ekki orðið vart viö
veiðanlega loönu.
Ef miðað er við reynslu
undanfarinna vertiða má búast
við að loðnuveiði veröi hætt
snemma i næsta mánuði. Eftir
það fara flestir stóru nótabát-
anna i hreinsun en sumarloönu-
veiöarnar hefjast 15. júli.
— EKG
KJARASAMNINGARNIR:
„Enginn stór fundur
fyrr en eftir helgi"
- sagði Torfi Hjartarson, sáttasemjari, í morgun
„Það verður enginn
stór samningafundur
fyrr en eftir helgi,
sennilega um miðja
næstu viku” sagði Torfi
Hjartarson, sáttasemj-
ari, i viðtali við Visi i
morgun.
Torfi og sáttanefndin, sem
rikisstjórnin skipaði nýverið.
hafa unnið að undirbúningi'
samningaviðræönanna en i
sáttanefndinni eru Geir
Gunnarsson, alþingismaður,
Guðlaugur Þorvaldsson, há-
skólarektor, Jón Þorsteinsson,
lögfræðingur og Jón Skaftason,
alþingismaður. Jafnframt var
Jóni Sigurðssyni, hagrann-
sóknastjóra, falið að starfa með
samningaaðilum, sáttasemjara
og sáttanefnd.
—ESJ
r ^
Aðalf. miðstjórnar Framsóknarfl. hefst í dag:
Kemst Kristinn í
framkvœmdastjórn?
Kosning I framkvæmdastjórn
og blaðstjórn Tlmans eru þau
mál, sem hæst mun bera á aðal-
fundi miöstjórnar Framsóknar-
flokksins, sem hefst kl. 14 I dag
að Hótei Sögu. Fundurinn
stendur fram á sunnudag, en þá
um kvöldið veröur afmælis-
fagnaöur i tilefni af 60 ára af-
mæli flokksins og Tlmans.
A fundinum i dag veröa flutt-
ar skýrslur um stjórnmál og
flokksmál, og er siðan gert ráð
fyrir umræðum fram á kvöld, en
nefndarstörfum daginn eftir
fram að kosningum, sem hef jast
eiga kl. 16 á laugardag
Margir velta þvi fyrir sér,
hvort Kristinn Finnbogason og
helstu stuðningsmenn hans
muni fylgja sigrinum á aðal-
fundi Fulltrúaráðs framsóknar-
félaganna I Reykjavik eftir á
miðstjórnarfundinum við
kosningu i framkvæmdastjórn
og blaðstjórn, en á siðasta
miðstjórnarfundi náði Kristinn
ekki kjöri i framkvæmdastjórn-
ina.
—ESJ.