Vísir - 30.03.1977, Qupperneq 3
3
vusm Miðvikudagur 30. mars 1977.
VARMADÆLUR NÝTA AFGANGSVATN TIL HÚSHITUNAR:
Þurfa fimm simwm minni
raforku en bein rafhitun
„Það liggur nú nokkurn
veginn ljóst fyrir, að notk-
unarmöguleikar varma-
dælna hér á landi eru mjög
viðtækir, jafnvel meiri en
vera myndi i öðrum lönd-
um”, að sögn Sigurðar B.
Magnússonar, verkfræðings.
Varmadæla er vél sem
framleiðir hitaorku og hún er
hagkvæm vegna þess, að
hitaorkan, sem hún framleið-
ir, er ávallt mun meiri en sú
orka sem vélin sjálf þarf til
framleiðslunnar.
Sigurður segir i grein, sem
hann ritar i Fréttabréf Verk-
fræðingafélagsins, að hægt
væri að nýta varmadæluna til
ýmissa hluta, m.a. á sviði
húsahitunar, þ.e. með nýt-
ingu lághitavatns, sem væri
15-50 gráður.
,,Ef t.d. fyrir hendi væri
35—40 gráðu heitt vatn, er
hægt með varmadælu og
notkun raforku að framleiða
80 gráðu heitt vatn með fimm
sinnum minni raforkunotkun
en myndi þurfa, ef bein raf-
hitun væri viðhöfð”, segir
hann. —esj
Hagnaður
2.5 milljónir
Hagnaður Sjómannafélags
Eyjafjarðar var á slðasta ári 2,5
milljónir króna og bókfærðar
eignir félagsins eru nú orðnar
10.5 milljónir. Var það sam-
þykkt á aðalfundi félagsins sem
haldinn var fyrir skömmu aö
hækka árgjöld félagsmanna úr
átta þúsundum i tólf þúsund.
Mikið starf var hjá félaginu á
siðasta ári. Snerist það hvað
helst í kring um gerð nýrra
kjarasamninga.
A aðalfundinum var gerð
ályktun um skattamál þar sem
mótmælt er þvi ákvæði nýju
skattalaganna að skerða sjó-
mannaafsláttinn. Er heitiö á
þingmenn að skeröa ekki þenn-
an frádrátt, en auka hann I þess
stað.
Formaður Sjómannafélags
Eyfirðinga er Guðjón Jónsson.
— EKG
Nefndin um
„báknið burt'
Árni
Vilhjálmsson
er formaður
Nefndin, sem kanna á, hvort
aðild rikisins aö atvinnustarf-
semi I landinu i samkeppni við
einkaaðila sé æskileg, hefur
verið skipuð.
Eins og Visir skýrði frá i
vikunni, er nefndarskipun
þessi á vegum fjármálaráöu-
neytisins. Arni Vilhjálmsson,
prófessor, hefur veriö skipað-
ur formaöur, en aörir i nefnd-
inni eru: Gisli Blöndal, hag-
sýslustjóri, Guðriður Elias-
dóttir, formaöur Verka-
kvennafélagsins Framtlðar-
innar, Ingi Tryggvason,
alþingismaöur, Jón Amason,
alþingism aður, Ólafur
Sverrisson, kaupfélagsstjóri,
og Viglundur Þorsteinsson,
framkvæmdastjóri. ESJ
Endurskoðun bókhalds Vœngja h.f. lokið:
Reikningarnir
óritaðir án
Rekstrarafkoma Vængja á slöasta ári er að sögn forráðamanna
félagsins tiltölulega betri á árinu 1976 en áriö áður, þrátt fyrir
rekstrarstöðvanir um nærri tveggja mánaða skeiö.
sérstakra at-
hugasemda
Stjórn Vængja hefur
boðaö til aðalfundar i
félaginu 22. april næst-
komandi, en i
framhaldi af honum er
fyrirhugað að halda
fund með umboðs-
mönnum félagsins úti á
landi.
Endurskoðun á bók-
haldi félagsins fyrir ár-
ið 1976 er lokið, en end-
urskoðunina fram-
kvæmdi Gunnar R.
Magnússon, löggiltur
endurskoðandi.
I greinargerðinni segir endur-
skoðandinn m.a., að hann hafi
áritað ársreikninga án sér-
stakra athugasemda. Hiö sama
hafa hinir félagskjörnu endur-
skoðendur gert.
„Bókhaldið er fært
samkvæmt viðurkenndum
bókhaldsreglum og endur-
skoðun unnin samkvæmt venju
um endurskoðun. Þaö er mitt
álit, að reikningarnir gefi
glögga mynd af rekstri ársins
og efnahag i árslok”, segir i
greinagerö endurskoðandans.
Ifrétt frá Vængum um máliö
segir m.a., að rekstrarafkoma
félagsins hafi verið tiltölulega
betri á árinu 1976 en árið áöur,
þrátt fyrir rekstrarstöövanir
um nærri tveggja mánaða skeið
á siðasta ári, og efnahagsstaðan
sé góð.
Þá segir einnig, að endur-
skoðunin hafi leitt I ljós, að til-
hæfulaust væri með öllu, aö eitt-
hvað vantaöi i sjóði félagsins, og
enginn stjórnarmaður skuldaði
félaginu, eins og fram heföi
veriö haldið.
Þá segir, að stjórn Vængja
hafi samþykkt einróma „að
stefna ábyrgðarmanni Dag-
blaðsins vegna greinar á
forsfðu sl. föstudag fyrir meið-
yröi, atvinnuróg, til ómerkingar
ummæla, til greiðslu skaðabóta
og refsingar. Formaður félags-
ins hefur persónulega stefnt
Dagblaðinu tvisvar áður vegna
slikra rógskrifa”.
Þá segir einnig, að Vængir
hafi ákveðið að hætta að flytja
Dagblaðið með flugvélum
félagsins „vegna langvarandi
vanskila blaðsins á flutnings-
gjöldum.”.
ESJ
Með Twin Otter vélum slnum hafa Vængir haldið uppi reglubundn-
um áætlunarferðum til fjölmargra staða úti um land, sem annars
hefðu ekki notið reglubundinna flugsamgangna.
rÞJÓFURINN í PARADÍS" ÚR BANNI: I Alþingismannadeild Lífeyrissjóðs opinberra starfsmanna:
Engin ákvörðun varðandi
lestur sögunnar í bráð
Lögbann það, sem sett var á
lestur sögunnar „Þjdfur i
Paradis” eftir Indriða G.
Þorsteinsson i útvarpinu fyrir
nálægt tveimur árum, var fellt
úr gildi i borgardómi Reykja-
vlkur i gær.
Sigriður Jónsdóttir og börn
hennar fengu lögbannið sett á
lesturinn eftir fyrsta útvarps-
lesturinn. Höfðuðu þau siðan
mál til staðfestingar á lögbann-
inu, en niðurstaða dómsins varö
sú að Indriði og Rikisútvarpiö
var sýknaö af öllum kröfum og
lögbannið fellt úr gildi.
Visir bar það undir Hjört
Pálsson dagskrárstjóra lít-
varpsins hvort þetta yrði til þess
aö sagan veröi nú flutt I útvarp-
inu. Hann sagði að þar sem
þetta væri eingöngu undirrétt-
arúrskurður yröi ekki tekin um
þaö ákvöröun fyrr en ljóst væri
hvort úrskurðinum veröur á-
frýjað til hæstaréttar eöa ekki.
—SJ
Iðgjöldin nema aðeins
fjórðungi lífeyrisins
Iðgjöld, sem alþingismenn
greiða i Lifeyrissjóð starfs-
manna rikisins, duga einungis
fyrir innan við einum fjórða
hluta þeirrar fjárhæðar, sem
llfeyrisgreiöslur úr sjóðnum til
fyrrverandi alþingismanna og
maka þeirra nemur.
Þrjá fjóröu hluta lifeyrisins
greiöir þvi rikið, til viðbótar við
hlut sinn i iðgjöldunum til sjóös-
ins.
1 marshefti Félagstiðinda
Starfsmannafélags rikisstofn-
ana segir, að tölur fyrir árið
1975 sýni, að alþingismanna-
deild Llfeyrissjóðsins hafigreitt
i lifeyri þaö árið 40 milljónir
króna, en að greidd iðgjöld I þá
deild hafi það ár einungis veriö
um 9,5 miljónir króna, eða tæp-
lega 1/4 hluti lifeyrisgreiðsl-
anna.
Hjá Lifeyrissjóöi starfs-
manna rikisins i heild var
staðan hins vegar þannig, aö
iðgjöldin námu hærri upphæö en
greiddur lifeyrir, enda mun það
venjan.
—ESJ.