Vísir - 20.04.1977, Blaðsíða 4

Vísir - 20.04.1977, Blaðsíða 4
Miövikudagur 20. aprll 1977 VISIR ítalskar konur reiðar réttinum Lögreglan i Róm hefur hand- tekift vinnuveitanda Claudiu Caputi sem tvivegis var nauög- aö af hóp unglinga. Vinnuveitand- anum er gefið að sök að hafa bor- iö falsvitni fyrir rétti. Mál Caputi hefur vakiö mikla athygli á italiu og óskipta samúö kvennahreyfingarinnar. Nauög- unarmál enda fæst meö þvi, aö hinir seku séu fangelsaöir. Fæst málin eru einu sinni kærð. En hin 18 ára Caputi kæröi 16 til 18 unglingspilta, sem réðust á hana i fyrra og nauöguðu henni. Gat hún borið kennsl á flesta þeirra og lýst þeim fyrir lögregl- unni. í siðasta mánuöi réöust þrir piltanna á hana aftur og nauög- uöu enn á ný um leiö og þeir pynd- uðu hana og veittu henni ljóta áverka meö rakvélablöðum — i von um að þvinga hana til þess að láta kæruna falla niður. Þóttstúlkanfyndistá viðavangi illa leikin eftir siðari árásina var sögu hennar tekið með tortryggni af yfirvöldum og hún spurö i þaula. Hefur sú tortryggni vakiö óskaplega gremju kvenna á Italiu. Nú hefur verið tilkynnt, aö vinnuveitandi stúlkunnar hafi gefiö falskar upplýsingar (i yfir- heyrslum um siöari árásina) og að hann hafi verið handtekinn. Beita dvergum gegn inn rásarliðinu Snilldar bogaskyttur dvergætt- flokks i Zaire voru stjórnarhern- um til aðstoðar viö aö umkringja bæinn Mutshatasha i Shaba-hér- aöi. Dvergarnir, sem nota boga og örvar i staöinn fyrir byssur, þykja öllum mönnum snjallari i frumskógahernaöi og uröu Marokkosveitum aö miklu liöi viö að komast til borgarinnar. (Ætt- flokkur þessi er að 1,5 m aö meðalhæö) Stjórnin i Kinshasa eygir nú góðar vonir um aö ná aftur bæn- um Mutshatasha úr höndum inn- rásarliðsins sem hefur nú veriö innan landamæra Zaire i mánuö. Ví * *j4avisen PRENTARASTRÍÐ Vinnumáladómstóll í Danmörku úrskuröaði f gær, aö 9.000 danskir prentarar, sem hafa verið í óopinberu verkfalli síðustu 3 vikur, skyldu snúa aftur til starfa eða greiða háar fjársektir ella. Vinnuveitendasambandið hafði farið þess á leit við dómstólinn að prentarar yrðu dæmdir i háar fjársektir og stéttarfélög þeirra vegna vinnustöðvunarinnar sem hefur nær tekið fyrir alla blaðaút- gáfu i landinu. Danmörk hefur verið án flestra Orkuharöinda-boðskapur Cart- ers forseta hefur vakið mikla athygli um heim allan, og sjón- varpsræöu hans hvarvetna getið i fréttum. — i blaðaleysinu i Danmörku er fréttum komið á framfæri i veggblöðum og i einu sliku, sem hér sést á myndinni, er m.a. vikið að ræðu Carters. blaða sinna frá þvi seint i siðasta mánuði, þegar prentarar margra blaða fóru i samúðarverkfall til að mótmæla uppsögnum 1.000 prentara hjá Berlingi (eftir að þeir höfðu margneitað að snúa aftur til vinnu). Jylland-Posten hótaði i gær að segja öllum prenturum sinum upp, ef þeir ekki færu að fyrir- mælum dómstólsins og mættu til vinnu. Lýsti ritstjóri blaðsins þvi yfir, að blaðið mundi hefja senn útgáfu að nýju með eða án prent- ara. Aðstoð Nixons afþökkuð í Hvíta húsinu Richard Nixon hefur boðist til þess persónulega að setja Carter forseta inn i utanrikismálin, en Carter hefur ekki i sinni að þiggja boðið, eftir þvi sem sagt var i Hvita húsinu i gær. Talsmaður forsetans sagði, aö Nixon fyrrum forseti hefði tvi- eða þrivegis hringt til þess aö bjóða Carter aðstoð við undirbún- ing funda við Leonid Brezhnev og leiðtoga i Austurlöndum. Bauöst Nixon til þess að gera það i eigin persónu, eða i gegnum meöal- göngumanna. CIA-slcýrsla um olíuna Kolin f ramtíðarvonin í tveim skýrslum, sem lagðar voru fyrir Sam- einuðu þjóðirnar núna í vikubyrjun, er bent á, að kol kunni að verða besta lausnin á orkuvandamál- um heimsins. Efnahags- og félags- málaráð lét gera skýrsl- urnar fyrir Kurt Wald- heim, framkvæmda- stjóra, sem leggur þær f yrir auðlindanef nd Sam- einuðu þjóðanna í Genf í næsta mánuði. „Astandið i orkumálum heims er að komast á það stig, aö mikilvægi kolanna vex að nýju” segja sérfræöingarnir i þessum skýrslum. Þeir benda á, að til sé svo mikið af kolum i jöröu og svo viða, þekking og kunnátta við öflun þeirra og námavinnslu sé svo mikil að auðvelt sé að taka þau til aukinna nota. Bent er á aö verölagi hafi þokað kolum til hliðar i samkeppni við aðra orku, en sihækkandi verð á oliu hafi nú gjörbreytt aðstæðum. t skýrslunum er bent á, að leit aö kolum sé bæði áhættuminni og kostnaðarminni en aðrar til- raunir til orkuvinnslu neöan- jarðar, og megi þvi búast við að aukiö átak verði gert til leitar að kolum. Bent er á Bretland sem dæmi, þar sem fundist hafa ný kolasvæöi. Spáð er möguleikum á aukinni kolanotkun i Norður- Ameriku, Austur-Evrópu, Astraliu, Kina, índlandi og Suð- ur-Afriku, en hins vegar ekki svo mikiö i Vestur-Evrópu. Leyniþjónusta Banda- ríkjanna (CIA) lagði fram i fyrradag skýrslu, þar sem segir, að oliuþörf heimsins fari fram úr olíuf ramleiðslunni árið 1985. Olíukreppa mundi skella á fyrr, ef ekki kæmu til nýjar olíulindir breta í Norðursjó og oliu- lindirnar í Alaska, sem hjálpa upp á sakirnar nokkur næstu árin, en upp úr 1979 fer að þrengjast að. Þessi skýrsla liggur til grund- vallar ræðu Jimmy Carters bandarikjaforseta i sjónvarpinu ifyrrakvöld, þar sem hann boð- ar oliuharðindi, ef menn bæti ekki ráð sitt i orkueyðslunni. Spáir CIA þvi i skýrslunni, að verölag á oliu muni snarhækka 1985 i skömmtunarskyni á þeim birgðum, sem þá verða til, og breytir engu, hver verði vilji Saudi Arabiu, stærsta oliuút- flytjanda heims, i þvi efni. 1 verölagsstriði innan OPEC (samtaka oliuútflytjenda) hefur Saudi Arabia hingað til haldiö aftur af áköfum talsmönnum verðhækkana). Þykir mjög vafasamt, að oliuframleiðslu- rikin geti aukið framleiösluna. Þar sem afkastagetan sé nýtt til þess ýtrasta i dag og eins vilji menn ekki þurrka alveg oliu- brunnana.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.