Vísir - 20.04.1977, Blaðsíða 23

Vísir - 20.04.1977, Blaðsíða 23
VISIR c Miövikudagur 20. apríl 1977 23 ##Bjuggum frekar um j okkur á gólfinu. — vonbrigði með ferð til Kanaríeyja ## Fyrir nærri einu og hálfu ári, eöa þann 27. des. 1975 ferðuðumst við undirrituð til Kanarieyja á vegum feröaskrifstofunnar Land- sýn, er þá var umboðsaðili fyrir Sunnu. Samkvæmt samningnum sem geröur var áttum við að dvelja á hótelinu Corona Roja (CR), I ibúö sem ætluð var 6 manns. Þetta var tveggja vikna ferð og brottför áætluð klukkan 8 laugardaginn 27. des. Strax þá byrjaði vitleysan. Tóm vitleysa Ferðinni seinkaði sem sé um tólf og hálfan klukkutima án þess að nokkur skýring væri gefin. All- an þann tima sátu farþegarnir i flugstöðvarbyggingunni og létu sér leiðast. Þegar til Kanarieyja kom reyndist hótelið, CR, vera yfirbókað. Það voru ekki bara við sex sem ekki komumst að, heldur hálfur fjórði tugur manna. Marg- ir brugðust illa viö, eins og við var að búast, en fararstjórinn svaraði með óprenthæfu orðbragði og skætingi. Okkur sex var tjáð eftir mikið þras og vandræði að tekist hefði að koma okkur fyrir inná hóteli er nefnist Allé Graza (AG). Það er skemmst frá þvi að segja að það hótel, eða minnsta kosti þær vistarverur sem okkur voru ætlaöar, voru ekki fólki bjóðandi. Sem dæmi um óþrifnaðinn má geta þess að ekkert okkar treysti sér til að leggjast undir sæng i þeim fletum sem i herbergjunum voru, heldur bjuggum við um okkur á gólfinu. A þessu hóteli var okkur ætlaö aö dvelja næsta hálfa mánuöinn, en svo ógeðfellt var það að við skrifuðum okkur útaf þvi strax morguninn eftir. Tveir kostir Það sama kvöld var okkur tjáð af fararstjóranum að við hefðum tvo kosti: Að vera á götunni, eða dvelja á AG. Það varð þvi úr að við vorum á götunni þá nótt. Daginn eftir, þann 29. des. feng- um við þó inni á CR en ekki i þeirri ibúð sem við höfðum borg- að fyrir heldur þremur „stúdió- um” sem reyndust vera geymslur hótelsins. Niu dögum eftir brottförina frá Reykjavík fengum viö loks þær vistarverur sem við höfðum borg- að fyrir, en þó eftir stanslaust nudd og ströggl við fararstjórana og hótelstjórana, og þá fyrst var hægt að njóta feröarinnar. Nú gerum við okkur grein fyrir þvi að það krefst gifurlegrar vinnu og skipulagningar af hálfu ferðaskrifstofunnar, til að allt gangi eins og i sögu i hverri ein- ustu ferð, allan ársins hring. Það er i rauninni ekkert nema eðlilegt að einhverntima verði gerð mis- tök. Þetta vita ferðaskrifstofurn- ar lika, að minnsta kosti flestar, og viðurkenna mistökin og bæta fyrir þau, þó þvi væri ekki að heilsa i þetta skipti. Nýjar feröir Við getum nefnt dæmi: Hjón fara með aldraða móður sina og dvelja á nýju hóteli, þar sem lyft- ur voru ekki tilbúnar. Þau kvarta við ferðaskrifstofuna sem þau skiptu við, og var boðin ný ferð. Hópur fólks er á hóteli sem átti að vera sérstaklega fyrir fjöl- skyldur. Engin aðstaöa fyrir börn var fyrir hendi. Málið var afgreitt með þvi að öllum var boöin ný ferð með 75% afslætti. Hjón fóru til Kanarieyja, en þegar þangað kom var hótelið sem þau voru búin aö borga fyrir yfirbókað. Þeim var þá boðið smáhýsi til umráða og fritt fæði i hálfan mánuð. Siðustu vikuna fengu þau inni á hótelinu sem þau höfðu pantaö og tiu þúsund peseta fyrir ómakið! Þessar sögur eru bara dæmi um það sem feröaskrifstofur gera fyrir viöskiptavinisina, þegar séð er að ekki hafi verið staðið við gerða samninga. Þær gera sér grein fyrir að mistökin eru þeirra en ekki ferðalanganna og gera sér þvi far um að bæta rausnarlega upp það sem miður fer. Nema Landsýn. VIÐ SKERUM SVAMPINN alveg eins og þér óskió. Stinnan svamp, mjúkan svamp, léttan svamþ eöa þungan. Við klœðum hann líka, ef þér óskió -og þér sparió stórfé. LYSTADUNVERKSMIÐJAN DUGGUVOGI 8 SÍMI 846 55 i Mikil biðlund Strax og við komum heim úr feröinni sem lýst er hér að fram- an sendum við Landsýn skýrslu upp á 9 vélrituð blöð og óskuöum leiðréttingar okkar mála. Skýrsl- unni tóku þeir við þann 10. febrú- ar 1976 og báðu okkur aö sýna bið- lund þar til málið yrði afgreitt. Nú eru liðnir fjórtán mánuðir og biðlund okkar farin að þverra. Við höfum farið til þeirra að meðaltali tvisvar i mánuði og jafnvel oftar, fengið foreldra okk- ar og lögfræðing til að tala máli okkar en ekkert gerist. Hjá ferða- skrifstofunni visar hver á annan, og enginn virðist vilja gera neitt. Hjá Sunnu var okkur að visu boð- ið uppá tvö þúsund Islenskar krónursem við afþökkuöum pent. Við töluðum að lokum við Kjartan hjá Landsýn 24. mars sl. og hann tjáði okkur að eina ráðið væri að fara i mál við Sunnu. Sem er dá- litið skritiö þvi að við áttum okkar viðskipti við Landsýn. Allt annað en Landsýn Okkur þætti gaman að vita hvort allir þeir sem hafa farið með Landsýn, og hafa haft yfir einhverju að kvarta, hafi fengið sömu afgreiðslu og við, og ef ekki, hvers vegna? Það væri lika gam- an að vita hvort skipuleggjendur þessara ferða hafi yfirleitt nokk- urn áhuga á að bæta fyrir mistök sin og þá hvenær og hvernig? Eftir þessa óskemmtilegu reynslu ráðleggjum við svo öllum þeim sem hyggja á sólarlanda- ferð að velja einhverja aðra ferðaskrifstofu en Landsýn, þvi Guð hjálpi þeim, ef eitthvað fer úrskeiðis. Með þökk fyrir birtinguna Anna Kristin Haraidsdóttir Anna Sigriður Jónsdóttir Brynhildur Jóna Gisladóttir Fjóla Guðrún Friðriksdóttir Jón Ólafur óiafsson Steinunn Ásta Helgadóttir. r*/> : Itölsk TRE LEIKFÖNG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.