Vísir - 20.04.1977, Blaðsíða 3
VISIR
Miðvikudagur 20. april 1977
Niðurstaðo róðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga
Sýslur verði lagðar niður
SÝSLUFÉLÖG
1. Gullbringusýsla
2. Kjósarsýsla
3. Borgarfjarðarsýsla
4. Mýrasýsla
5. Snæfcllsnes- og
Hnappadalssýsla
6. Dalasýsla
7. A.-Barðastrandars.
8. V.-Barðastrandars.
9. V.-fsafjarðarsýsla
10. N.-Ísaíjarðarsýsla
11. Strandasýsla
12. V.-Húnavatnssýsla
13. A.-Húnavatnssýsla
14. Skagafjarðarsýsla
15. Eyjafjarðarsýsla
16. S.-Þingeyjarsýsla
17. N.-Þingeyjarsýsla
18. Norður-Múlasýsla
19. Suður-Múlasýsla
20. A.-Skaftafellssýsla
21. V.-Skuftafellssýsla
22. Rangárvallasýsla
23. Árnessýsla
Sú hugmynd sem ráðandi var
á ráðstefnu Sambands islenska
sveitarfélaga i Munaðarnesi nú
um helgina var aö I kjördæmum
landsins eða I öörum heppileg-
um svæðum, verði efld og lög-
fest ein samtök sveitarfélaga,
en sýslufélög lögð niður i þvi
formi sem þau nú eru.
Hlutverk hinna nýju samtaka
var skilgreint á fundinum þann-
ig að þau ættu að hafa meö
höndum verkefni sem ofviða eru
sveitarfélögunum, eða löggjaf-
inn og stjórnvöld telja hinum
nýju einingum eðlilegri úr-
lausnarefni.
Unnar Stefánsson fram-
kvæmdastjórí Sambands is-
lenskra sveitarfélaga, sem
veitti Visi þessar upplýsingar
sagði að ekki hefði verið sam-
komulag um hvernig kjósa ætti
til hinna nýju samtaka. Voru
bæöi uppi hugmyndir um að
sveitarstjórnir veldu stjórnir
samtakanna eða kosið væri
beinni kosningu.
Ekki aö bæta einni
einingu við
Unnar Stefánsson sagöi að það
hefði verið rikjandi skoðun á
fundinum að ekki ætti að bæta
landshlutasamtökunum við nú-
verandi kerfi. Sagði hann aö
menn hefðu talið það óráölegt
að það form yröi haft á að fyrst
kæmi ráðuneytisstjóri, síðan
landshlutastjóri, þvi næst sýslu-
s'tjóri og ioks sveitarstjóri.
Þó að þetta hafi verið rikjandi
skoðun á fundinum voru engan
veginn allir sammála. I álits-
gerð sem sveitarstjórnarmenn-
irnir, Eirikur Alexandersson
bæjarstjóri Grindavik, Freyr
Öfeigsson, bæjarfulltrúi á Akur-
eyriogsr. Ingimar Ingimarsson
oddviti i Vik i Mýrdal lögöu
fram leggja þeir til að sýslufé-
lög verði efld og nefnd sýslur. -
Ailar byggðir innan sýslumarka
verði aðilar að viðkomandi
sýslu. Ennfremur að núverandi
sýslumörk verði endurskoðaðar
með tilliti til þess að þær verði
sem eðlilegastar stjórnunar-
heildir, eins og komist er aö
orði. Loks leggja þremenning-
arnir til aö sýslustjórnir verði
hliðsettar byggðastjórnum, en
ekki æöra stjórnvaid.
Samvinna sveitarfélaga
Þá stinga þeir upp á aö lands-
hlutasamtökin verði ólögbundin
hagsmunasamtök byggðanna.
I þeirri álitsgerð sem þó varö
endanlega samþykkt segir að
sveitarfélög tvö eða fleiri geti af
frjálsum vilja bundist samtök-
um til lengri eða skemmri tíma
um lausn ákveðinna verkefna.
Nefndi Unnar Stefánsson i þvi
sambandi að hugsanlegt væri aö
nokkur sveitarfélög tækju sig
saman um aö reisa sorpeyðing-
arstöð. En slikt hefur verið gert
viða. Til að mynd hafa sveitar-
félög við Isafjarðardjúp,
Bolungarvik, lsafjörð og Súða-
vik byggt saman sorpeyöingar-
stöð. —EKG
Er bannað
að birta
hœstu ein-
kunnirnar?
/#Þaö eru sjálfsagt ekki
allir sammála um túlkun
þessarar greinar, en ég
fyrir mitt leyti lít svo á að
samkvæmt henni sé skól-
um ekki heimilt að birta
nöf n eða einkunnir þeirra
nemenda grunnskólans
sem ná besta árangri á
prófum," sagði ólafur
Proppé formaður prófa-
nefndar menntamáia-
ráðuneytisins i samtali
við Vísi.
Grein sú sem hann vitnar til
er 57. gr. grunnskólalaganna,
þar sem kveðið er á um að skól-
um sé ekki heimilt að gefa ein-
kunnir nemenda upp til annarra
en þeirra sjálfra og forráða-
manna þeirra. Ólafur kvað
samkvæmt þvi ekkert þvi til
fyrirstöðu að foreldrar eða
nemendur sjálfir gæfu upp ein-
kunnir sinar.
,,Ég veit ekki hvort þeir sem
sömdu þetta frumvarp höfðu
lökustu eða bestu nemendurna I
huga þegar þessi grein var sam-
in,” sagði hann. ,,Og að minum
dómi gildir það einu. Fyrir mér
er þetta þannig, að ekki megi
einu sinni veita verðlaun fyrir
hæstu einkunnir. Það er ekkert
á móti þvi að gefa fólki verð-
laun, en þá verður það að vera
aðeins fyrir frábæran náms-
árangur, en ekki hvar I röðinni
nemandi hafi verið, eða hvaða
einkunn hann hafi hlotið.”
-SJ
iwunuu /ÍVJU* >*« U* OÚ|UÚ lOi. . 1 CIl
til móts við krónur nágranna hefurnú hækkað aftur i 36,68 kr. ijjj
okkar og eru þvi áhrif gengis- Sænska krónan var seld á kr. ð
fellingar norsku, sænsku og 45,63 fyrir gengisfellingu, féU i 1
dönsku krónanna 4. aprfl sl. um kr. 43.78, en er nú komin I kr. |
það bil horfin. 44,47. Danska krónan kostaði kr. 3
Norska krónan er raunar orð- 32,77, féll I kr. 31,87, en kostar nú |
in dýrari en hún var fyrir geng- kr. 32,24. Þessar tölur eru miö- |
isfellinguna, en sænsku og aðar við gengið eins og það var §
dönsku krónurnar éru enn að- 18. april, en verðgildi þessara |
eins verðminni en þær voru. mynta breytast daglega.
Sölugengi norsku krónunnar —SJÍ
fj FramkvæmdastTÓrn -Iistahá-
| tiðar i Keyhjavík hefnr ákveðið
Íað efna tii samkeppni úm gerð
einþáUunga sem frumfiuttir
yrðu á iistahátið 1978, eins og
áður hefur veriö tilkynnt.
Dómnefnd keppriinnar hefur
nú valið ljósmynd sem skal vera
ií kveikja eða yrkisefni sam-
keppninnar, og birtist hún hér
iistahátfðar 1 Gimli, sima 11244
eða hjá frumkvæmdastjórá.
22517. Myndin er eftir Kristinn
tíenediktssson.
Heildarverölaunafjárhæð hef-
ur verið ákyeöin kr. 600.000.- og
eru þau óháð þeim höfundar-