Vísir - 06.05.1977, Blaðsíða 1

Vísir - 06.05.1977, Blaðsíða 1
Maður breytist í hund Sjá bls. 7 „Héðan komu forfeður okkar" — sagði Trudeau, forsœtisráðherra Kanada,er hann lagði upp í skoðunarferð um Reykjavík og nágrenni í morgun „Mér er það mikil ánægja að heimsækja ykkar sögufræga land, sem við höfum svo mikil tengsl við. tsland er eins konar stikla milli iands okkar og Evrópu. Héðan komu margir forfeður okkar og milli iand- anna hefur ætíö verið mjög gott samhand,” sagði Pierre Elliott Trudeau forsætisráðherra Kan- ada við Visi i morgun. Forsætisráðherrann var þá að leggja af stað til Þingvalla á- samt Geir Hallgrimssyni, for- sætisráðherra, Matthiasi A. Mathiesen fjármálaráöherra, Donald S. Macdonald fjármála- ráðherra Kanada og fylgdarliði ráðherranna. Trudeau kom i opinbera heimsókn til landsins i gær- kvöld. t nótt gisti hann ásamt fylgdarliði sinu i, ráðherrabú- staðnum, en i morgun var hald- ið eins og áður sagði til Þing- valla. Laust fyrir hádegið gekk Trudeau á fund dr. Kristjáns Eldjárns forseta tslands á skrif- stofu hans, en aö þeim fundi loknum situr hann hádegisverð- arboð Geirs Hallgrimssonar i ráðherrabústaðnum. Siðan verður haldið til Keflavikur- flugvallar, en áætlað er að þota ráðherrans haldi kl. 13:15 áleið- is til Lundúna þar sem ráðherr- arnir sækja fund leiðtoga vest- rænna iðnrikja. —SJ Framkvœmdir stöðvast við Kröfluvirkjun: m oðeins onnað nauð synlegu björgunarstarfi" Forsætisráöherrarnir fóru snemma í morgun f snögga ferð til Þingvalla. Þessi mynd var tekin af þeim við brottfönna frá ráðherrabii- slaðnum. Ljósm. LA. „Meirihluti mannskapsins er I burtu, og það eina, sem við getum unnið að núna, er eins konar björgunarstarfsemi,” sagði Einar Tjörvi Elfasson, eftirlitsverkfræðingur Kröflu- nefndar, I viðtali við Vfsi. Hann sagði að nú væri einungis unniö aö verkþætti, sem væru alveg á lokastigi. „Viö erum aö ganga þannig frá þeim, að hægt sé aö skilja við þá”, sagði hann. í viðtalinu, sem birt er á þriðju slðu, sagði Einar Tjörvi, aö nú væru fjórir fulltrúar jap- anska fyrirtækisins Mitsubishi staddir við Kröfluvirkjun og hefðu þeir eftirlit með uppsetn- ingu vélanna, en einn jap- ananna myndi fylgjast með gangi þeirra I einn til tvo mánuði. ESJ Lífslíkur fólks hérlendis ... S|Q eru nú hœttar að aukast bls n Hvað gera þingmenn í sumar? Við höldum ófram að spyrja þingmenn Sjá bls. 10 Vinnur iames Bond fyrir ísrael? Sjá bls. 5

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.