Vísir - 06.05.1977, Blaðsíða 24
VtSIR I
Tilboði vinnuveitenda hafnað:
Verða nýjar aðgerðir
ákveðnar á laugardag
Föstudagur 6. maí 1977
Sjómenn
afhentu
kröfur
Sjómannasamband islands
afhenti Landssambandi is-
ienskra útv.egsmanna kröfur
sinar í gær. Veröur fyrsti
samningafundur þessara aöila
næstkomandi mánudag.
Guðjón Jónsson sem Visir
ræddi viö i morgun á skrif-
stofu Sjómannasambandsins
sagði aö ekkert yröi látiö uppi
um kröfur sjómanna fyrr en
að afloknum þeim fundi-EKG
A fundi baknefndar Alþýðu-
sambandsins á morgun veröur
rætt um tilboö atvinnurekenda,
sem lagt var fram I gær, og hug-
myndir forystu verkalýöshreyf-
ingarinnar og frekari aögeröir á
vinnumarkaönum.
Tilboö vinnuveitenda fól I sér,
aö laun hækki um 8.500 krónur
viö undirritun samninga, um
2500 krónur 1. desember og aft-
ur um 2500krónur 1. mars næsta
ár. Vísitala veröi greidd á
þriggja mánaöa fresti, fyrst 1.
september nk., og komi sem
prósenta á laun en ekki sama
krónutala, eins og launajöfnun-
arstefna ASl gerir ráö fyrir.
Forystumenn ASt hafa þegar
sagt tilboöiö algjörlega óaö-
gengilegt. Þeir benda m.a. á, aö
reiknaö hafi veriö út af Þjóð-
hagsstofnun, aö visitala ætti aö
hækka, vegna veröhækkananna
undanfariö, um 6,7% sem —
miöaö viö 70.000 mánaöarlaun
— þýddi 4.690 krónur af hækkun-
artilboöi vinnuveitenda. Þeir
væru þvl i reynd aö bjóöa laun-
þegum meö þau laun 3.810 króna
hækkun viö undirritun samn-
inga. —ESJ.
Kona slasqðist mikið
í hörðum árekstri
- 3 slys svo til á sömu mínútu
ökumaöur i ameriska bilum
hlaut minniháttar meiösl, en
farþegi i bilnum slapp nær ó-
meiddur.
Kona slasaðist mikið í
hörðum árekstri sem
varð á mótum Sæviðar-
sunds og Holtavegar í gær
kvöldi.
Áreksturinn varð á tí-
unda timanum. Stór
ameriskur bíll af Dodge-
gerð lenti á hlið minni
fólksbíls af Fiat-gerð og
er sá siðarnefndi ónýtur.
Bandariski billinn kom ak-
andi niöur Holtaveg en hinn
fólksbillinn eftir Sæviöarsundi
og yfir Holtaveg.
Areksturinn var mjög haröur
og hafnaöi Fiatinn utan vegar.
Dodge-billinn mun hafa
skemmst 'talsvert.
ökumaöur minni fólksbilsins
var kona og slasaðist hún mikiö.
Þá uröu þrjú önnur slys I gær-
dag, svo aö segja á sömu minút-
unni um klukkan fjögur. Eitt
varö á Breiöholtsbraut og annaö
á Kleppsvegi og voru þau smá-
vægileg, en á Faxaskjóli varö 9
ára drengur á hjóli fyrir bil og
fótbrotnaöi.
—EA
Báöir hilarnir skemmdust mjög mikiö I árekstrinum I gærkvöldi, og mun annar vera ónýtur. ökumaöur bandariska bilsins er grunaöur
um ölvun við akstur. — Ljósm. Jens
Fjölmennasti
landsfundur
Sjálfstœðis-
flokksins
Fjölmennasti Landsfundur
Sjálfstæðisflokksins sem hald-
inn hefur veriö, hefst i dag, i
Háskólabiói. Fundinn sækja á
milli 900 og þúsund fulltrúar
hvaöanæva aö frá landinu.
Geir Hallgrimsson formað-
ur flokksins flytur yfirlitsræðu
i dag, að lokinni setningarat-
höfn. Fundurinn stendur yfir
helgina og fram á mánudag.
•Landsfundur er æðsta vald i
málefnum flokksins og á hon-
um er kosin miðstjórn, for-
maður og varaformaöur.
— EKG
Enginn Vísir
á morgun
Vegna yfirvinnubanns
prentara kemur Visir ekki út á
morgun, laugardag. Helgar-
blaöiö kemur heldur ekki út af
sömu sökum. önnur dagblöö
sem prentuö eru i prentsmiðju
Blaöaprents koma ekki út á
sunnudag vegna’yfirvinnu-
bannsins.
Skemmdu bíl
Maöur nokkur stökk upp á
véiarlok bils og braut hliðar-
rúöu i honum I gærkvöldi.
ökumaður ók eftir Þverholti
þegar hann koma auga á hóp
manna á götunni. Viku þeir
allir af götunni nema einn sem
ekki vildi fara. Varð ökumaö-
ur þvi aö nema staöar.og fór
svo að maðurinn stökk upp á
vélarlokið. Hann fór siöan nið-
ur, en um þaö leyti sem öku-
maður ætlaði að aka af staö
aftur brotnaöi hægri hliöar-
rúöa bilsins og hafði þá
maöurinn fleygt einhverju i
hana. Lögregían tók manninn
i sina vörslu.
SPANARVITNIÐ I GUÐMUNDARMALBNU:
Óljós framburður
Vitniö sem kallað var hingaö
lieim frá Spáni vegna Guö-
mundarmálsins mun ekki hafa
gefið jafn veigamiklar upplýs-
ingar og búist haföi veriö viö.
Hann mun ráma I aö hafa verið
viðstaddur þegar Guðmundi var
ráðinn bani, en ekki orðiö var
viö nein átök.
Rannsókn Guðmundarmáls-
ins er nú að mestu leyti lokiö i
sakadómi, en málflutningur fer
ekki fram fyrr en i haust og þá
með Geirfinnsmálinu. Eins og
Visir hefur áöur skýrt frá hafa
tveir hinna ákærðu i Guðmund-
armálinu dregið fyrri framburð
til baka. t framhaldi af þvi fóru
fram frekari yfirheyrslur yfir
manni þeim er sagður er hafa
ekið liki Guðmundar i burtu og
játaði hann þá aö hafa verið viö-
staddur atburðinn. Réttarhöld i
Guðmundarmálinu hafa verið
lokuð, en búist er við aö saka-
dómur geri einhverja grein fyr-
ir þvi sem þar kom fram á næst-
unni. —SG
Smitandi nýrnaveiki í
■ IM#*! r | || — segir Guðbrandur
laxeldi Skula "**«#■***
#/
„Samkvæmt sýnum sem tekin
hafa veriö er smitandi nýrna-
sjúkdómur I laxaklaki Skúla á
Laxalóni. Sýni sem tekin hafa
veriö I regnbogasilungi og
bleikju benda ekki til aö þar sé
nokkur sjúkdómur”, sagöi Guö-
brandur Hllöar. settur yfirdýra-
læknir I samtali við VIsi.
Skúli Pálsson á Laxalóni
sýndi blaöamönnum fiskeldi-
stöð sina I gær og mótmælti þvi
aö laxaseiðisln væru sjúk. Hann
kvaö þá rannsókn sem gerö var
villandi og sagöist kref jast þess
aö erlendir sérfræöingar rann-
sökuöu máliö. Skúli sagðist
myndu hlita þeirra úrskuröi, en
ekki vilhallra manna hérlendra.
Guöbrandur Hliöar sagöi, aö
hérværi starfandi fisksjúkdóma-
nefnd og lögum samkvæmt gæti
enginn gengiö framhjá henni og
hlaupið I erlenda sérfræöinga.
En Skúli heföi leitaö til norsks
sérfræöings i fyrra vegna seiöa-
dauða i Laxalóni. Sá heföi staö-
fest I bréfi til yfirdýralæknis,
dagsettu 10. janúar 1977. að
sjúkdómur væri i fiskeldistöð-
inni.
„Hér er um smitandi nýrna-
sjúkdóm aö ræöa og I dag verö-
ur haldinn fundur I fisksjúk-
dómanefnd þar sem þetta mál
verður til umræöu og hvaö gera
skuli”, sagöi Guöbrandur aö
lokum. A blaösiöu 2 segir frá
blaöamannafundi Skúla Páls-
sonar I gær. —SG