Tíminn - 03.08.1968, Blaðsíða 16

Tíminn - 03.08.1968, Blaðsíða 16
. 27,3 milljónir í kassa Rvíkur á fimmtudag EKH-Reykjavík, fimmtudag. Síðasti gjalddagi fyrirfram- greiðslu opinberra gjalda var í gær og innheimtust þá 27,3 millj. króna í Gjaldheimtunni í Reykja vík. í júlímánuði greiddu Reyk- víkingar samtals 149,2 miiljónir króna upp í gjöld sín, em til sam- anburðap má geta þess, að á sama tímabili í fyrra tók gjaldheimtan aðeins á móti 70,9 milljónum. Opinberir aðilar hafa löngum átt í greiðsluerfiðleikum vegna þess hve útsvör og skattar inn- heimtust seint. Siiðasti gajldagi opinberra gjalda var miðaður við áramótin og drógu allt of margir skattgreiðendur gneiðslu gjald- ’ anna á langinn, þangað tjl að dró að áramótutn. Þetta fyrirkomulag kom sér mjög illa fyrir opinbera aðjla og olli þvi oft á tíðum að t.d. bæjarfélög áttu erfitt með að greiða fyrir framkvæmdir á veg- um þejrra. Héraðsmót að Kirkjuhæjar- klaustri Héraðsmót Framsóknarmanna í V.-Skaftafellssýslu verður haldið að Kirkjubæjarklaustri laugardag inn 10. ágúst og hefst kl. 9 s. d. Ræðumenn: Ólafur Jóhannesson formaður Framsóknarflokksins og Tómas Karlsson ritstjórnarfulltrúi. Leikararnir Bessi Bjarnason og Gunnar Eyjólfsson skemmta. Hljómsveitin Tónabræður leikur fyrir dansinum. Ólafur Tomas Héraðsmót í Strandasýslu Framsóknarmenn í Strandasýslu halda héraðsmót að Sævangi, laugardaginn 10. ágúst, og hefst það kl. 9 s.d. Ræðumenn: Bjarni Guð- björnsson, alþm. og Steingrímur Hermannsson, framkv.stjóri. Einsöngur og tvísöngur: Eirík ur Stefánsson og Jéhann Jlaníels- son. Undirleik- ari: Áskell Jóns- son. Hljómkveit leikur. Dansað. Til þess að ráða bót á þe,ssu, samlþykkti Alþingi á s.l. ári nýtt fyrirkomulag á greiðslu opinberra gjaida. Nú gefst skattgreiðendum kostur á að greiða gjöld sín á ákiveðnum gjalddögum, þannig að hafj helmingur gjgldanna verið greiddur fyrir 31. júlí og greiðsl- unni að fullu lokið fyrir áramót, fæst útsvarið frádregið áður en lagt er á gjaldskyldar tekjur næsta ár. Þeir sem ekki greiða Framhald á bls. 14 Hátiðasvæðið í Herjólfsdal tilbúið fyrir Þjóðhátíðina. (Tímamynd: HE). Þúsundir á Þjóðhátíðinni í Eyjum OÓ-Reykjavík, föstudag. Þjóðhátíðin í Eyjum hófst í dag. Veður var gott og fjöl- menntu Vestmannaeyingar og aðkomufólk í Herjólfsdal, þar sem hátíðahöldin fara fram. íþróttafélagið Þór, sér uni há- tíðina að þessu sinni, en henni lýkur á sunnudagskvöld. í gær fór íólk úr landi að koma í hópum til Eyja. Flugfé- lagið flutti þangað 280 manns og álíka margt í dag. Hátíðin var sett klukkan 14 og flutti formaður Þórs, Jón Kr. Óskarsson, ræðu. Síðan söng séra Jóhann Illíðar messu. Að guðsþjónustu lokinni hófst íþróttakeppni Milli dagskrár- atriða lék Lúðrasveit Vest- mannaeyja. Þá var bjargsig, knatlspyrnukeppni _og barna- ball og lék Sextett Ólafs Gauks fyrir dansi en Ólafur Gaukur og Co. skemmta öðru hverju alla þjóðhátíðardagana. Einnig leik- ur hljómsveitin Logar á hátíð- inni. í kvöld var flutt dagskrá, sem nefndist Frjálst er í fjalla- sal og voru flutt þar fjölmörg skemmtiatriði. í nótt verður dansað til kl. 4 á Gaukstöðum og Logalandi. Klukkan 24 verður eldurinn tendraður á Fjósakletti og er Sigurður Reimarsson brennu- kóngur, en því embætti hefur hann nú gegnt í aldarfjórðung með sóma. Þarna verður einnig flujjeldasýning og álfadans. A morgun hefjast dagskrár- atriði aftur kl. 14 og verður sitthvað um að vera í Eyjuni að minnsta kosti til kl. 4. Á sunnu dag halda hátíðahöldin ecm áfram og lýkur með dansleik í dalnum. VERKSUMMERKI VIÐ OSKJU BENDA TIL ÞESS AÐ GOS SÉ í AÐSIGI EKH-Reykjavík, föstudag. Um síðustu helgj fór rannsókn arleiðangur undir stjórn Eysteins Tryggvasonar, jarðfræðings, inn að Öskju til jarðfræðirannsókna. Komst leiðangurinn að raun um að verulegt misgengi hefur orðjð í Bátshrauni við Öskjuvatn. Land ið virðist hafa risið um 6,G0 m. við NA-horn vatnsins en sjgið tölu vert á svæði SV-vatnsins. Telja jarðfræðingar þetta misgengi jarð laganna vera undanfara nýs Öskju goss en segja jafnframt, að crfitt sé að segja til um hvenær það verði. Fimm manna jarðfræðileiðang- ur fór til jarðfræðirannsókna í Öskju i síðustu viku. Var hann þar að vísindastörfum í fimm daga. Komust jarðfræðingarnir að raun um, að yfirborð Bátshrauns, sem er umhverfis Öskjuvatn, hafi hækkað á svæði við norð-austur horn vatnsins og er það nú 4,60 metxa fýrir ofan yfirborð Öskju- vatns eins og það var fyrir Öskju gosið 1961. Vatnsyfirborðið lækkaði um tvo metra í gosinu svo að hraunyfir- borðið er nú í 6,60 m. fyrir ofan vatnsyfirborðið eins og það er nú. Á svæði við suðvestur hluta vatns ins virðist landið hins vegar hafa sigið töluvert og er yfirborð hraunsins þar aðeins í 2—3 m. hæð yfir vatnsborðinu. Slíkt misgengi jarðlaga á gos- svæðu-m er talinn óbrigðull fyrir boði um nýtt gos. Að sögn jarð- fræðinga muriu breytingar jarð- laganna við Gskjuvatn hafa orðið á þessu ári, því í fyrra sumar sá- ust engin merki um hræringarn- ar. Af íslenzkum eldfjöllum er helzt búizt við go-si í Öskju á næstunni og er það áiit byggt á sögu eldfjallsins. Hins vegar er ekki gert ráð fyrir miklu gosi, held ur smágosi áþekku því sem varð í Öskju 1961. Að öllum líkindum eru gosefn- in farin að ryðjast upp á við, en þó getur orðið bið á gosinu. Eða svo notuð séu orð Eystejns Tryggvasonar: „Það gæti allt eins orðið eftir fimm daga eða fimm ár.“ • f Mývatnssveit, en þar hafa menn helzt veður af Öskju og fylgjast gjaman með umbrotum þar efra, hafa menn ekki orðið varir við neinar hræringar, sem hefðu getað verið afleiðingar um brotanna í Öskju. Þó urðu menn varir við smávægilegar jarðbrær ingar í Mývatnssveit í gærkvöldi. Ljóðin 26 seldust vel á fyrsta degi SJ-Reykjavík, föstudag. .Hátíðarljóð 1968“ eru komin í bókaverzlanir. f bókinni eru 26 af íjóðum þeim, sem bárust í sámkeppni Stúdentafélags Há skóla íslands i tilefni 50 ára full veldis íslands 33 aðilar tóku þátt í samkeppni þessari, en i búkinni eru ljóð eftir 21 höfund. Tíminn grennslaðist fyrir i nokkrum bókaverzlunum síð- degis í dag um þaö hvernig bók in seldist. „Hátíðarljóðin" höíðu selzt allvel þennan fyrsta dag, en bókin kom í verzlanir í dag. Fólk virðist forvitið um ljóðin og útlit er fyrir að bókin seljist vel. Þessir höfundar eiga ljóð í bókinni: Maríus Ólafsson, Krist- inn Reyr, Filippía Kristjánsdótt ir („Hugrún") Árni G. Eylands. Jónas S. Jakobsson, Bjarni Guð- mundsson frá Hörgsholti, Þór- oddui Guðmundsson frá Sandi, Einar J. Eyjólfsson, Ragnar Jó- hannesson, Þursteinn Valdimars son, H. J. Þórðarson, Lárus Salómonsson ,hann á fjögur ljóð t bókinni) Björn H. Björns son, 'U'mann Dalmannsson, Jón G. Palsson. Tryggvi Emilsson, Pétur Aðalsteinsson, Kristján frá Djúpalæk Hannes H. Jóns- son, Katrín Jósepsdóttir og Benedikt Gíslason frá Hofteigi. Útgefandi bókarinnar er Sverrir Kristinsson, og ber hún undirutilinn „26 óverðlaunuð ljóð“ Hverri bók fylgir at- kvæðaseðill, þar sem kaupend- ur eru spurðir hvort þeir telji eitthvert ljóðið vert 10.000 kr. yerðlauna og hvaða ljóð sé bezt að þeirra dómi. Ef meirihluti kaupenda er þeirrar skoðunar, að eitthvert lióðið sé verðlauna Framhald á bls. 14. — 52. árg.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.