Vísir - 13.06.1977, Blaðsíða 1
Nú eru bóðir deiluaðilar orðnir svartsynir:
„Kauphœkkunarkrafa ASÍ
nemur hálfum fjárlögum
„Þetta gagntilboð
Alþýðusambandsins
þýðir i raun 40 þúsund
milljóna útgjaldaaukn-
ingu á ársgrundvelli
fyrir atvinnuvegina’
sagði Davið Scheving
Thorsteinsson, formað-
ur Félags islenskra
iðnrekenda i samtali
við Visi i morgun.
Davið sagði, að þessi
tala væri fengin með
þvi að gefa sér 100 þús-
und króna meðallaun i
þjóðfélaginu i dag.
Gagntilboð ASl hljóð-
aði upp á 35.000 króna
hækkun launa,
„Ef allir launþegar i landinu
eru teknir með i dæmið, opin-
berir starfsmenn, farmenn og
aðrir hópar sem standa utan
ASI verður launahækkunin alls
um 60 þúsund milljónir króna”,
sagði Davið.
,,Ef menn miða þessar tölur
við fjárlög rikisins fyrir árið
1977, sem voru rúmlega 80 þús-
und milljónir, sjá menn hvers
konar uppheðir er hér um að
ræða”.
Miðað við þá 21 þúsund króna
launahækkun, sem fólst í um-
ræðugrundvelli sáttanefndar,
hefur verið reiknað út, aö verö-
bólgan á árinu 1977 aukist um
34%.Davið kvað ekki hafa verið
lagt i aö reikna út þá veröbólgu-
aukningu, sem myndi leiða af
gagntilboði ASÍ.
„Aþessu ári erbúist viö að 15-
18 þúsund milljónir veröi i kass-
anum, þe. sú aukning þjóðar-
tekna sem ekki er þegar búið að
eyða. Og enginn veit hvort
nokkur aukning verður á næsta
ári, þótt samið verði upp á þaö.
Allur mismunurinn, eöa yfir
40þúsund milljónirer verðbólga.
Til þess að auka kaupmáttinn
verður að auka tekjurnar, allt
annað er verðbólga og hún byrj-
ar núna fyrst”.
Um samningshorfur sagði
Daviö Sch. Thorsteinsson:
„Aldrei þessu vant er ég ekki
bjartsýnn”.
„Við erum ákaflega undrandi
yfir þvi aö þessu tilboði skuli
hafa veriö hafnað jafn ákveöið
af vinnuveitendum og raun ber
vitni”, sagöi Björn Jónsson, for-
maður samninganefndar ASI i
samtali við Visi i morgun.
„Við höfum alltaf lýst þeirri
skoðun okkar að viö teldum
samningsgrundvöll sáttanefnd-
ar of lágan. Þetta nýja tilboð er
gifurlega stórt skref i átt til
þessa grundvallar, og mikil til-
slökun á okkar fyrri kröfum.
Þess vegna erum við undrandi á
afstöðu vinnuveitenda. Það
verður að reikna meö að þeir
hugsi málið betur i dag”.
Björn vildi ekki spá neitt um
þaö hvenær samningar næöust.
„Við teljum okkur hafa lagt
fram okkar skerf til þess, en
hætt er viö aö þetta dragist á
langinn á meðan okkur er mætt
með fullri andúö”.
Brúin millilands ogEyja strand á milli Básaskcrsbryggju og Eiöisins. — (Vfsismynd Gubm. Sigfússon)
Tðlvan sigldi
Herjólf í strand
„Þessi stjórnunartalva á alls
ekki að geta bilað enda eru fá sem
engin dæmi um að slfkt hafi gerst,
a.m.k. er það ákaflega sjald-
gæft,” — sagöi ólafur Runólfs-
son, forstjóri, þegar Visir ræddi
við hann um óhappið Vestmann-
eyjahöfná laugardaginn, er Herj-
ólfur sigldi stjórnlaus upp i Sand-
eyri, sem liggur fyrir botni hafn-
arinnar.
„Annars má segja að það hafi
veriðmikiö lán i þessu ólániokkar,
að þetta geröist hér í Eyjum en
ekki I Þorlákshöfn. I öllu stór-
grýtinu þar heföi sjálfsagt farið
verr”, —sagöi Ólafur ennfremur.
Óhappiö geröist um kl. 17:00 á
laugardag en skipið var þá komiö
að viðlegunni I Vestmannaeyja-
höfn og var f þann veginn aö
leggjast aö bryggju þegar stjórn-
talvan varö skyndilega óvirk.
Skipti engum togum, að skipið
hélt stjórnlaust áfram, framhjá
viðlegunni og stoppaði á Sand-
eyri, inni i botni. Um leiö og ljóst
var um bilunina voru vélar skips-
ins stöðvaöar og ankerum varpað
út til að draga úr ferðinni, en allt
kom fyrir ekki. Eftir strand
skipsins voru farþegar teknir um
borð i Lóðsinn sem flutti þá I land.
Herjólfur stóð fastur á sandeyr-
inni til klukkan hálf tvö um nótt-
ina er Lóösinum tókst að draga
hann á flot. A sunnudaginn var
Gullberg VE 292 fenginn til aö
hlaupa I skaröiö og flytja farþega
til Þorlákshafnar, en von er á sér-
fræðingi frá Noregi I dag og búist
við, að Herjólfur komist f gagniö i
kvöld eöa nótt.
sv.g.
Farþegar teknir um borðf Gullberg VE 292, sem fór tfl Þorlákshafnar f dag i stað Herjólfs. Skipstjóri og
eigandi Gullbergs er hin þekkta aflakló Guðjón Pálsson.
Orrustuflugvélum og brynvögnum beitt
við frelsun gísla suður-mólúkkanna
Sjá erlendar fréttir bls. 4-5