Vísir - 13.06.1977, Blaðsíða 11

Vísir - 13.06.1977, Blaðsíða 11
VISIR Mánudagur 13. júni 1977 11 „Blóðrautt sólarlag að mörgu leyti góð myníl" — segir Lýður Hallbertsson ó Djúpuvík í viðtali við Vísi //Við d júpvíkingar tókum okkur upp og fórum til að horfa á sjónvarp hér i hreppnum kvöldið sem Blóðrautt sólarlag var á dagskránni" sagði Lýður Hallbertsson á Djúpuvík/ þegar Vísir talaði við hann fyrir skömmu til að grennslast örlitið fyrir um Djúpuvík/ íbúana þar og afstöðu þeirra til kvik- myndatökunnar, sem unn- ið var að þar s.l. sumar. „Mér fannst myndin að mörgu leyti góði’ sagði hann. „Samband heimamanna og þeirra, sem komu hingað til að vinna að þess- ari mynd, var mjög ánægjulegt. Aðkomumennirnir höfðu ibúð hér á staðnum, en kvikmyndin var tekin i gömlu sildarverksmiðj- unni og bröggunum sem tilheyrðu henni”. Á Djúpuvik er enn búið i fimm húsum og eru, þar um þaö bil þrjátiu manns. Grásleppuveiðar og landbúnaður er helsta atvinna ibúanna og Lýöur gerir út tuttugu tonna bát, ýmist til grásleppu- veiða eða rækjuveiða. Að sögn Lýðs er svo til engin fólksfjölgun á Djúpuvik og núverandi ibúar hafa flestir búið þar frá fæðingu. Staðurinn er ekki eins einangrað- ur og menn gætu haldið af kvik- myndinni, þvi að þaðan liggur vegur, og einnig er flugvöllur á Gjögri. A sumrin er talsverður straumur ferðamanna, en þeir dveljast þó yfirleitt ekki nema mjög skamman tima á Djúpuvik. „Mikil reynsla að vinna við þessi skilyrði" „Dvölin á Djúpuvik og gerð kvikmyndarinnar Blóðrautt sól- arlag var liklega engu ómerki- legri fyrir okkur sem unnum að Áður en hópurinn, sem vann að gerð myndarinnar, hélt i bæinn aftur var öllum djúpvikingum boðið i dálitla veislu. Þessi mynd var tekin við það tækifæri. Lýður Hallbertsson er fjórði maður frá vinstri. þessu en myndin sjálf” sagði Egill Eðvarðsson þegar Visir ræddi viðhann, en Egill var upp- tökustjóri kvikmyndarinnar. „Djúpvikingar reyndust okkur mjög vel og við áttum ágæt sam- skipti við þá. öll aðstaða á Djúpu- vík var ólik þvi sem við áttum að venjast og það var mikil reynsla að vinna við þessi skilyrði. Þarna var að sjálfsögðu heldur litið um þægindin, en þó þurftum við ekki að koma okkur fyrir i einu af gömlu ónotuðu húsunum eins og við höfðum búist við, þvi að Lýður Hallbertsson og Karl bróðir hans leigðu okkur ibúð á -meðan við dvöldumst á staðnum. I för með okkur var kona sem sá um hús- hald og eldaði matinn ofan i okkur og við lifðum á kóngafæði þessar þrjár vikur á Djúpuvik.” „Veðrið olli okkur miklum erfiðleikum við töku kvikmynd- arinnar” sagði Egill. „Það breyttist ekki aðeins dag frá degi heldur einnig frá einni klukku- stund til annarrar. Við vöknuðum kannski i sól og bliðu og ákváðum að taka einhvern hluta af kvik- myndinni, sem þurfti að taka i góðu veðri, en svo þegar allt hafði verið undirbúið og við rétt að kyngja fyrsta bitanum af morg- unmatnum var eins vist að veðrið væri orðið kolvitlaust.” Myndin á að gerast i algerlega dauðu þorpi og að sögn Egils lentu þeir oft i erfiðleikum með að halda lifinu i Djúpuvik úti. „Þeg- ar við til dæmis vorum að taka senuna þar sem Róbert á að segja við Helga, hvað það sé gott að vera kominn i svona eyðiþorp þar sem enginn sé, vissum við ekki fyrr til en bill kom æðandi beint i flasið á þeim og við urðum að byrja aftur. Stundum voru djúp- visku hænsnin og hundarnir dálit- ið ódæl við okkur og vildu lata mynda sig lika.” „Ég vil ekkert segja um mynd- ina sjálfa annað en það, að við höfum góðan aðbúnað og nægan tima til að gera hana og ég er ánægður með að hafa fengið tæki- færi til að vinna að þessu verk- efni. Margir hafa gagnrýnt ár- angurinn, aðrir lofað hann og skoðanir þannig verið mjög skipt- ar, en þetta var unnið af góðum hug og fullri einlægni og ég held ekki að neinn okkar sem að þessu stóðum sjái ástæðu til að afsaka sinn þátt i þessari kvikmynd.” — AHO œmni, öryggi og sparnaður er i Sviþjóð) sem gilti þá um leið sem skoðunarmerki. Réttereinnig að leiðrétta þann misskilning, að óbeinn kostnaður sem svo er nefndur og er annar rekstrarkostnaður en launakostn- aður hjá bifreiðaeftirlitinu, sé óháður umsvifum stofnunarinn- ar. Að visu er það eðli ýmissa kostnaðarliða, sem nefndir eru fastir, að þeir breytast i þrepum, t.d. kostnaður v/húsnæðis. I út- reikningum eftirlitsins eru þessir liðir reiknaðir sem breytilegur af þeirri ástæðu að við minnkandi umsvif (vegna niðurfellingar um- skráninga) minnkar vinnuálag eftirlitsins og lengri timi liður, þar til f járfesta þarf i auknu hús- næði. Hjá biíreiðaeftirlitinu eru auk þess flestir þeir liðir, sem flokkast undir óbeinan kostnað, i beinu hlutfalli við umsvif, t.d.' fatakostnaður, bifreiðakostnað- ur, ritföng simakostnaður og ferðakostnaður. 2.Hluti — „meintur sparnaður of- áætlaður um 17 miljónir króna”. Svar við þessari fullyrðingu er að finna f upphafi þessarar grein- ar undir „sparnaður”. FIB kvartar undan að upplýs- ingar hafi ekki legið á lausu hjá bifreiðaeftirlitinu. Sannleikurinn er sá að FIB var látið i té upplýs- ingar um nefnt bréf til allsherjar- nefndar Alþingis og hvar hægt væri að fá af þviljósrit. Óskað var eftir meiri gögnum og var þá nefnd skýrsla frá Hannar s.f. lát- in i té. 3. Hluti — „útreikningar um sparnað eru byggðir á fölskum forsendum”. Hér eru útreikningar FIB” byggðir á fölskum forsendum”. Tekjur Bifreiðaeftirlits rikis- sins af skráningum fara til lög- reglustjóra i viðkomandi um- dæmum og koma ekki fram sem tekjur rikissjóðs frá bifreiðaeftir- litinu af skráningargjöldum og er þvi ekki grundvöllur að reikna fjölda skráninga út frá þessum tekjum. Hvernig reynt er að rangfæra tölur má þó glögglega sjá i grein FIB þar sem tvitekin er leiðrétt- ing áeftirfarandi dæmiúr skýrslu Hannarr s.f. vegna nýbyggingar bifreiðaeftirlitsins i Reykjavik. Hannarr FIB Seldir bilar 10.957 10.957 Umskráöir án sölu 1.672 1.672 Umskráningar og eigendaskipti 12.629 12.629 Umskráningaralls 7.275 7.275 Umskráning af umskr. og eigendaskiptum 57,6% 66.4% 4. Hluti — „bifreiðaeftirlitið verð- ur aldrei fært um að fræmkvæma fullnægjandi skoðun bifreiða”. Akveðiðhefurverið að gera sér- staka athugun á skoðun ökutækja með það I huga að aðrir en Bif- reiðaeftirlit rikisins annist slika skoðun. Tel ég þvi ekki rétt að svara þessum hluta greinar FIB fyrr en niöurstaða er fengin úr þeirri athugun Lokaorð. Hægt væriað fara nákvæmar út i leiðréttingar og skýringar á þvi sem fram hefur komið i f jölmiðl- um um þessi mál. Hættan er allt- af sú, aö I umræðum sem þessum týnist aðalatriðin i smáatriðunum og þess vegna vil ég leggja á þaö áherslu að halda umræðunum málefnalegum. Ég álit að með breyttu fyrir- komulagi megi ná fram meiri hagkvæmni i rekstri stofnunar- innar, meira öryggi við eftirlit ökutækja og sparnað fyrir bif- reiðaeigendur. Hvort sparnaöur er einhverri miljón meiri eða minni er minna atriöi en það, að hér er um aö ræöa árlegan sparnað, en ekki I eitt skipti fyrir öll.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.