Vísir - 13.06.1977, Blaðsíða 12
12
Mánudagur 13. júni 1977 VISIR
ríkisins verður um 40 manns
„Siöustu dagana hefur mynd-
in sem viö höfum veriö aö draga
upp af þessari stofnun veriö aö
skýrast verulega og i dag var
gengiö frá ráöningu helstu yfir-
manna rannsóknarlögreglunn-
ar”, sagöi Eirfkur Tómasson
aöstoðarmaöur dómsmálaráö-
herra á fundi meö fréttamönn-
um fyrir helgi.
A fundinum var einnig Hall-
varöur Einvarösson rannsókn-
arlögreglustjóri og skýröu þeir
frá þeim breytingum sem nú er
veriö aö ganga frá. Lögin um
rannsóknarlögreglu rikisins
taka gildi 1. júlf.
„Þetta er einn siöasti áfang-
inn i þeim breytingum á réttar-
farslögunum sem staöiö hafa
yfir mörg undanfarin ár”, sagöi
Hallvaröur. Hann sagöi aö meö
þessum lögum væri aö miklu
leyti skiliö milli dómsvalds og
lögregluvalds hérlendis. Saka-
dómur fer þá ekki lengur meö
yfirstjórn rannsóknarlögreglu
og frumkvæöi rannsóknar af-
brotamála flyst til rannsóknar-
lögreglu rikisins. Rikissaksókn-
ari hefur þó enn sem fyrr rétt til
aö krefjast dómsrannsóknar ef
honum þykir ástæöa til.
Hins vegar er ætlunin að
rannsóknarlögreglan vinni mál-
in svo langt aö saksóknari geti
strax ákveöiö hvort höfö-
aö skuli opinbert mál eöa ekki.
Þetta þýöir meö öörum oröum
aö mál veröi unnin allt fram aö
ákærustigi.
Rannsóknarlögreglustjóri
sagöi, aö viö uppbyggingu þess-
arar nýju stofnunar heföi meöal
annars veriö stuöst viö fyrir-
myndir og gögn frá öörum
J noröurlöndum. Hann kvaöst
’ hyggja á heimsóknir til þessara
landa þegar timi væri til og
kynna sér starfsemina þar.
Þegar heföu veriö lögö drög aö
kynnisferöum starfsmanna
rannsóknarlögreglunnar til
annarra landa og nú væru menn
aö kynna sér tölvunotkun og
ýmisleg tæknileg atriöi, sem
hann kvaöst munu leggja mikla
áherslu á. Einnig sagöi Hall-
varöur, aö lögö heföu veriö drög
aö samstarfi viö ákveöinn
Eirlkur Tómasson bendir á uppdrátt er sýnir staösetningu höfuöstööva rannsóknarlögreglunnar.
endurskoöanda þegar um bók-
haldsrannsóknir væru aö ræöa.
Húsnæðið
Allmiklar umræöur hafa oröiö
um húsakaup þessarar stofnun-
ar. Gert var bráöabirgöasam-
komulag viö Tryggingar hf. um
leigu á húsi félagsins viö Skafta-
hliö, en fjármálaráöuneytiö
féllst ekki á þaö samkomulag.
Svo fór aö lokum, aö keypt var
húseignin Auöbrekka 611 Kópa-
vogi. Veröiö var 115 milljónir
króna og voru 40 milljónir króna
greiddar út. 30 milljónir greiö-
ast 25. janúar 1978 og 45 milljón-
ir greiðast meö skuldabréfi til
fimm ára sem ber 14% vexti.
Húsiö er 1470 fermetrar aö
stærö á þremur hæöum og hafa
veriö unnar frumteikningar aö
innréttingum i þaö. Vonir
standa til aö hægt veröi aö taka
húsnæöi i notkun fyrir næstu
áramót. Þangaö til verður rann-
sóknarlögreglustjóri meö aöset-
ur I Lögreglustööinni viö
Hverfisgötu, en flestir aörir úr
starfsliöi hans i Borgartúni 7.
Dómsmálaráðherra hefur
gert aö tillögu sinni, aö starfsliö
veröi tæplega 40, en siöan fjölg-
aö smátt og smátt á næstu árum
eftir þvi sem fjárhagur leyfir.
Auk Hallvarös Einvarössonar
veröa helstu yfirmenn Þórir
Oddsson deildarstjóri og staö-
gengill rannsóknarlögreglu-
Hallvarður Einvarösson rann-
sóknarlögreglustjóri.
(Visismyndir EinarGunnar)
stjóra, Erla Jónsdóttir og Orn
Höskuldsson deildarstjórar,
Njöröur Snæhólm yfirlögreglu-
þjónn, GIsli Guömundsson aö-
stoöaryfirlögregluþjónn og
Ragnar Vignir sömuleiöis sem
einnig veröur yfirmaöur tækni-
deildar. Eftir er aö ráöa I stööu
skrifstofustjóra, stööur 29 rann-
sóknarlögreglumanna og boö-
unarmanna og stööur þriggja
aöstoðarmanna. Alls hafa um 60
sótt um stöður rannsóknarlög-
reglumanna. Félag rannsókn-
arlögreglumanna hefur lýst ó-
ánægju sinni með þaö aö ráöiö
var I stööur aöstoöaryfirlög-
regluþjóna án þess aö þær væru
auglýstar sérstaklega.
—SG
imlagluggatjöld
Kynniö yður
það vandaðasta!
Spyrjiö um verð
og greiðsluskilmála.
Gerum verðtilboð yður
að kostnaðarlausu.
Suðurlandsbraut 6
sími 8 32 15
OIAFUR KR 8IGURÐSS0N HF
Höfum fyrirliggjandi
farangursgrindur
og
bindingar
á allar stœrðir
fólksbfla,
Bronco-jeppa
og fleiri bfla.
Einnig skíðaboga
Bílavörubuðin Fjöðrin h.f.
Skeifan 2, simi 82944.
/___ ikI 1