Vísir - 13.06.1977, Blaðsíða 3

Vísir - 13.06.1977, Blaðsíða 3
VISIR ;Mánudagur 13. júni 1977 3 Sparnaður hjó sjónvarpinu: Stilljmyndin er ekki send út fyrir hódegi Kurr hefur veriö meöal sjón- varpsviðgeröarmanna aö undanförnu vegna þess, aö hætt hefur verið að senda út stilli- mynd i sjónvarpinu fyrir hédegi. Aður var stillimyndin send út fráklukkanáttaá morgnana, en eftir breytinguna er ekki byrjað að senda hana út fyrr en klukk- an eitt eftir hádegi. Að sögn Ás- geirs Guðmundssonár, sem rek- ur sjónvarpsviðgerðarverk- stæði, géta sjónvrpsviðgerðar- menn nú ekki hafið viðgerðir fyrr en klukkan eitt og fá menn þvi oft ekki sjónvarpstæki sin viðgerð samdægurs, eða þá að gera verður við þau i eftir- vinnu. Þetta er þvi verulegt óhagræði fyrir viðskiptavinina, sem vilja oft fá tækin samdæg- urs sagði hann. ,,Það er mjög dýrt að senda út stillimyndina, og þegar nýja stillimyndin kom var ákveðið að hafa hana átyttri tima en verið hafði” sagði Andrés Björnsson útvarpsstjóri, þegar Visir innti hann eftir ástæðunni fyrir þess- ari breytingu. „„Opinberir aðilar hafa gagnrýnt okkur fyrir að hafa stillimyndina svona lengi á hverjum degi og það hefur lengi staðið til að draga úr útsending- um hennar i sparnaðarskyni.” AHO Liösmenn hljómsveitarinnar Brimkló þiggja veitingar sem bornar voru fram af föngulegum yngismeyjum á blaöamannafundi er hald- inn var i tilefni af útkomu nýju plötunnar. Visismynd Jens Brimkló undir nólinni „Viö stefnum aö þvi aö fara hringferö um landiö nú I sumar til aö fylgja plötunni eftir”, sagöi Björgvin Halldórsson, einn liösmanna hljómsveitar- innar Brimkló I tilefni útkomu annarrar breiöskifu hljómsveit- arinnar „Undir nálinni”. A plötunni eru 12 lög, þar af helmingur eftir þá félaga sjálfa og eru öll lögin með Islenskum textum eftir þá Þorstein Eggertsson, Jónas Friðrik, Jón Hjartarson og Hannes Jón Hannesson. Brimkló var ein þekktasta rokkhljómsveit landsins hér i eina tið en hefur ekki starfað opinberlega um nokkurra ára skeiö. Þeir félagar hyggjast nú endurreisa hljómsveitina, a.m.k. um stundarsakir nú i sumar, en hljómsveitina skipa þeir Björgvin Halldórsson, Sigurjón Sighvatsson, Ragnar Sigurjónsson, Arnar Sigur- björnsson og Hannes Jón Hann- esson. Utgefandi plötunnar er verslunarfyrirtækið Faco og er hér um að ræða frumraun fyrir- tækisins á sviði hljómplötuút- gáfu. Að sögn forráðamanna fyrirtækisins hefur ekki verið tekin ákvöröun um áframhald- andi starfsemi af þessu tagi en öllum leiöum haldið opnum I þeim efnum. Sv.G. Hjúkrunarfélag íslands: Lokun sjúkradeilda algjört neyðarúrrœði Lokun sjúkradeilda er algjört neyðarúrræði, en þó rétt aðgerð miðað við núverandi ástand, að þvi er segir i samþykkt frá stjórn Hjúkrunarfélags íslands. Félagið bendir á, að ástæður fyrir þeim skorti á hjúkrunar- fræðingum, sem lokun deilda á sjúkrahúsunum sé sögð stafa af, séu „m.a. mikið og vaxandi vinnuálag, óhagkvæmur vinnu- timi, skortur á barnagæslu, kennaraskortur i hjúkrunar- skólunum og svo það sem e.t.v. vegur þyngst á metunum að hjúkrunarstarfið er vanmetið til launa miðað við starfssvið, ábyrgð, menntun o.s.frv. Má i þvi sambandi minna á að u.þ.b. þriðjungur starfandi hjúkrunar- fræðinga á Reykjavikursvæðinu höfðu sagt lausum störfum sin- um fyrri hluta þessa árs af framangreindum orsökum.” ESJ

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.