Vísir - 25.06.1977, Page 1
s«>Pf2o8»,s
Laugardagur 25. júní 1977 149. tbl. 67 árg
TANNLÆKNIR KÆRÐUR FYRIR OF MARGA REIKNINGA:
KOMU SUM BORNIN
ALDREI TIL SKOÐUNAR?
Grunur leikur á að
tannlæknir, sem kom
til Suðureyrar i vor og
vann þar við tannlækn-
ingar, hafi framvisað
of háum reikningum til
oddvita hreppsins fyrir
viðgerðir á tönnm
skólabarna.
Sveitarfélög greiöa yfirleitt
tannlæknum beint fyrir skóla-
tannlækningar, en síðan taka
sjúkrasamlögin að hálfu þátt I
kostnaöinum. Þegar reikningar
tannlæknisins voru endurskoö-
aöir á Suöureyri aö greiöslu lok-
inni, töldu forráöamenn hrepps-
ins aö ekki heföu öll þau börn
sem þar voru tilgreind komið til
skoðunar. Var þá sýslumanns-
embættinu á ísafiröi send beiöni
um að máliö yröi athugaö nánar
og var þaö gert.
Eftir viötöl viö foreldra nokk-
urra barnanna voru gögn máls-
ins send Rannsóknarlögregl-
unni i Reykjavik til frekari at-
hugunar. Gisi Guömundsson
rannsóknarlögreglumaöur
sagöi i viötali sem Alþýöublaöiö
birti i gær., aö ekkert væri fariö
aö vinna aö máiinu ennþá hér,
en þaö yröi gert á næstu dögum.
Visi tókst ekki aö afla sér upp-
lýsinga um þaö hve mikið reikn-
ingarnir voru taldir vera of há-
ir, en þó mun vera um verulega
fjárhæð aö ræöa. —-SJ
Hagfræöingurinn og Nóbels-
yerölaunahafinn Milton
Frideman.
'RATLEIKUR
visis
ioa b.í.s. j
%^1977 Æ
Þessir þrfr kappar könnuöu ratleiksslóöir f öskjuhliöinni meö visismönnum I gær, og lýstu yfir
hrifningu á fyrirkomulaginu. Tviburarnir Magnás og Páll Haröarsynir, sölustrákar hjá Visi, nutu
leiösagnar Tryggva Felixsonar, framkvæmdastjóra útihátiöarinnar Rauöhettu, og létu fljótt sann-
færast um aöþetta væri leikur fyrir þá — meö smá tilsögn frá pabba og mömmu þó. Visismynd: ÓH
sem birtist I Visi i gær veröur
fáanlegt viö Dælustööina.
Ratleikurinner sniöinn fyrir
alla fjölskylduna, og býöur
upp á skemmtilega útiveru.
EWci sakar svo aö allir þátt-
takendur fá happdrættismiöa.
Dregið veröur um Canon,
myndavél aö verömæti rúmar
100 þúsund krónur , og I auka-
verðlaun eru tiu filmupokar
meö fimm filmum hver.
Drifiö fjölskylduna út i
hreina loftiö og náttúruna meö
þvi aö taka þátt i' ratleiknum.
Ratleikurinn er mjög ein-
faldur i sniöum, og ekki
minnsti vandi aö taka þátt i
honum. Þaö er er meira aö
segja hægt aö taka þátt I rat-
leiknum meö þvi aö nota kort-
iö eitt sér, og engan áttavita.
En þá komast viökomandi
ekki jafn hratt yfir og ef þeir
hafa áttavita til aö finna réttu
stefnuna. Kortið af Oskjuhliö
„GENGISLÆKKUN ORSAKAR
EKKI VERÐBÓLGU, ÞVERT Á
MÓTI KNÝR VERÐBÓLGA TIL
GENGISLÆKKUNAR"
tí. ý
— þetta segir hinn heimsþekkti hagfrœðingur
og Nóbelsverðlaunahafi Milton Friedman
meðal annars í grein sem birt er á blaðsíðu
10 og 11 í Vísi í dag
v.—iy útvarps-og
sionvarpsefni vikunnar
Fjögurra síðna sjónvarps-og útvarpsblaö fylgir VIsi I dag. Þ:
er aö finna kynningu á öllu þvi helsta á dagskrá ríkisfjölmió.
anna um helgina. og einnig dagskrá næstu viku.
FYLGIR I DAG
Helgarblaðið fylgir Vísi i dag i fyrsta skipti síðan
yfirvinnubannið skaii á. Blaðið er fjölbreytt að
vanda. Meðal annars er þar viðtal við Jóhönnu
Kristjónsdóttur, Olgu Guðrúnu Árnadóttur, grein
um kvikmyndir, Albert Engström, Tvist og margt
margt fleira.