Vísir - 25.06.1977, Side 2

Vísir - 25.06.1977, Side 2
2 Laugardagur 25. júni 1977 visir ^ í Reykjavik ^ Ætlar þú i útilegu i sum- ar? Stefania GuOmundsdóttir, hús- móðir. Nei, ég fer ekki i sumar. Annars reyni ég yfirleitt aö fara svona einu sinni yfir sumarið. Ég fer ekki á neina sérstaka staöi. Það er i rauninni alveg sama hvert er farið ef maður bara kemst burt úr bænum. Björn Björnsson, skipasmiöur. Ég geri ráð fyrir að fara i útilegu i sumar. Yfirleitt reyni ég að fara eitthvert á sumrin. Ég fer alltaf stefnulaust eða kannski væri rétt- ara að segja aö ég stefni þangað sem góða veörið er. Annars þykir mér mjög gaman i Þjórsárdaln- um þvi að þar er endalaust eitt- hvað að skoða. Guðrún Sigurjónsdóttir, vinnur hjá Búnaðarfélaginu. Já, ég vona aðég komist. Ég ætla að reyna að fara i viku ferðalag, en ég veit ekki ennþá hvert. Oft fer ég norö- ur i land, en annars bara eitthváö út fyrir bæinn. Maður er alltof óduglegur við þetta. Sigurður Grétarsson, bifvéla- virki.Ég ætla aö skreppa I Þórs- mörk um næstu helgi. Ég fer mjög oft i útilegur og þá bara hingaö og þangað. Hinrik Karchir, húsvörður. Þaö erekkert ákveöið enn. Ég fer oft I útilegur en ég býst ekki viö aö fara neitt i sumar. Stundum hef ég farið til Hverageröis. Sumir eiga garöa og sumir eiga bílskúra/ en því miður er það yfirleitt svo að við bílskúrana minnka garðarnir. Hugvitssamir menn hafa reynt að ráða bót á þessu, meðal annars með því að torfleggja bil- skúrsþök og skreyta skúrana á ýmsan hátt til þess að gera þá að meira augnayndi. Ekki vitum við þó til þess að neinn sé í þessu efni jafn róttækur og Halldór Halldórsson stýrimaður að Sólvalla- götu 9. Halldór átti engan bíl- skúr, en hann átti hins vegar tré. Það var sýnt að ekki kæmist hvorttveggja fyrir í garðinum, bílskúr- inn og tréð. Halldór vildi ekki missa tréð, en vant- aði hins vegar bílskúrinn sárlega. Hann greip því til þess ráðs að byggja bílskúrinn utan um tréð. Tréð stendur í öðrum enda bílskúrsins og er ekki fyrir neinum en teygir sig upp í gegnum bílskúrsþakið þar sem það er fyrir allra augum og yndi hið mesta. Hall- dór fékk sér bílskúr og hélt sínu tré, sem nú blómstrar ágætlega í þakklætisskyni. Tréð í bílskúrnum > • Hér sést hvcniijj tréö í öílskúrn* # w um teygir sig upp úr þakinu og Tréð er með, þeim hraustlegustu i garðinum, enda þótt það vaxi úr dálitið bæðiUtrréðeokgÍeiganadöi„n?éuehnæsatö óvenjulegum jarðvegi. Hjá trénu stendur Halldór Halldórsson stýrimaður ánægð með þessa nýju tiihögun. sem byggði bilskúr inu og klappar þvi kumpánlega á öxlina. Atriði úr Saumastofunni, en sýningin er nú á ferð um austur.og norðausturland 70 þúsund óhorfendur á órinu sáu sýningar félagsins á leik- ferð i fyrrasumar. Alls sýndi Leikfélagið átta verk i vetur, þar af sex íslensk en svo mörg islensk verk hafa aldrei verið sýnd á einu leikári i sögu félagsins. Tvö ný islensk verk voru frumsýnd i vetur, „Æskuvinir” eftir Svövu Jakobsdóttur og „Blessaö barnalán” eftir Kjartan Ragn- arsson. Leikárí Leikfélagsins lokið Leikári Leikfélags Reykja- vikur er nú lokið og var æfing- um og sýningum í Iðnó hætt um siðustu helgi. Starfsfólk félags- ins er þó ekki aiveg komið i sumarfri þvi um þessar mundir stendur yfir þriggja vikna leik- ferö meö Saumastofuna um austur og norðausturland. Jafn- framt hefst hjá L.R. svokölluð ieikvika landsbyggðarinnar en að þessu sinni sýna húsvikingar leikrit Arthurs Miller, ,,t deigi- unni", i Iönó. Sýningar Leikfélags Reykja- vikur urðu alls 234 i vetur, þ.e. i Iðnó og Austurbæjarbiói auk þess sem L.S. sýndi 10 sýningar utan Reykjavikur. Ahorfendur aö sýningum félagsins urðu alls 64 þúsund auk 6.600 manns er Fyrsta verkefni Leikfélags Reykjavikur næsta vetur verður verk eftir Allan Edwall, sem er einn þekktasti leikari svia og mun hann sjálfur stjórna upp- setningu á verki sinu hér. — Sv.G.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.