Vísir - 25.06.1977, Page 3

Vísir - 25.06.1977, Page 3
VISIR Laugardagur 25. júnl 1977 3 Tíunda ferðaskrif- stofan stofnuð „Maður er nú búinn að vera I þessu i 15 ár. Maður hefur þvi sin viðskiptasambönd erlendis, vini sem maður treystir og treysta manni.”, sagði Kjartan Helgason er blm. Visis spurði hann, hvort ekki væri erfiðieik- um bundið að koma á fót nýjum markaðstengslum fyrir ferða- skrifstofu erlendis. Kjartan hef- ur nú augiýst opnun nýrrar ferðaskrifstofu meö sfnu nafni. ,,Eg hef umboössamning við Flugleiöir um farmiða, en ferðaáætlun liggur engin fyrir endanleg enn.” sagöi Kjartan ennfremur. „Enda ætla ég ekki aö skipuleggja of margar ferðir fyrirfram, heldur byggja meira á einstökum feröum. Lögð verð- ur áhersla á sem viðtækasta þjónustu hvaö varðar fæði, uppinald og samgöngur erlend- is.” Kjartan kvaðst hafa ýmsar nýjungar i undirbúningi eða bigerð. Þar mætti nefna ferðir til nýrra landa, og nefndi hann t.d. Portúgal i þvi sambandi. „Eg tel Portúgal vera eitt af hagstæðustu löndum, sem viö getum skipt viö”, sagöi hann. „En ég ætla aö hugsa um alla veröldina I þessu tilliti, og úti- loka þá ekki t.d. Ameriku og Austurlönd fjær.” önnurnýjung að sögn Kristjáns er útgáfa timarits á vegum feröaskrif- stofunnar, sem dreift yröi til viðskiptavina. Þar yrðu m.a. leiðbeiningar um hagstæö kaup og kjör eriendis. Ferðaskíjifstofa Kjartans Helgasonar ér til húsa aö Skóla- vörðustig 13 a. —HHH „Ætloði ekki að Irúa mínum eigin eyrum", Einn af bátunum sem keppti f róðrarkeppninni, i Nauthólsvfk, á sjómannadaginn. Einhver iosarabragur virðist hafa verið á framkvæmd róörarkeppninnar i Nauthólsvik á sjómannadaginn. Sveit Slipp- félags Reykjavikur sem sigraöi i keppninni hefur ekki enn veriö afhentur bikar sá sem þeir unnu til. Þeir slippfélagsmenn eru að vonum óhressir yfir þessum málalokum. „Það var keppt i tveimur riðlum i þessum flokki sem við tókum þátt i”, sögðu þeir Ómar Sigtryggsson, Egill Róbertsson og Arnlaugur Helgason, þrir slippfélags- manna i samtali viö Visi. „1 fyrri riðlinum voru þrjúlið, Slippfélagið, IBM og Slátúr- félagið. Við sigruöum i þessum riöli, en sláturfélagsmenn uröu fyrir óhappi, og fengu þvi að keppa 1 seinni riðlinum. I þeim riðh voru lið frá Sendibilastöð- inni og sveitir sem hétu Hrojþur og Högni Hrekkvisi”. „Við i sveit slippfélagsins fengum besta timann yfir heild- ina og sigruðum þvf i keppninni. En þegar til verðlaunaafhend- Slippsfélagsmenn óánœgðir með framkvœmd róðrakeppninnar í Nauthólsvík á sjómannadaginn - en liðið í þriðja sœti fékk sigurlaunin ingarinnar kom, heyröust radd- ir, aöallega frá þeim hjá Sendi- bllastöðinni, sem voru i þriðja eöa fjórða sæti, um aö við hefð- um veriö ræstir á röngum staö.” „Málið var siðan afgreitt þannig að allar sveitirnar fengu gullpening og enginn bikar var veittur. En seinna þegar viö fór- um að spyrjast fyrir um það hjá Guömundi Hallvarðssyni, hjá sjómannadagsráði, hvað liöi af- hendingu bikarsins, kom i ljós aö hann haföi veriö aíhentur Sendibilastöðinni bak við tjöld- in.” „Við erum langt frá þvi að vera ánægöir með þessa af- greiðslu, jafnvel þótt Guðmund- ur hafi boðist til aö láta smiða handa okkur dálitinn aukabik- ar. Við getum ekki komiö auga á neina eðlilega ástæðu fyrir þvi að liðinu sem lenti i þriðja sæti voru afhent sigurlaunin”. —GA Heimilisuppbót Heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytið hefur falið tryggingaráöi að gera tillögur um úthlutun sérstakra heimilis- uppbóta á lffeyri allra ein- hleypra einstaklinga sem búa einir á eigin vegum. Nemi upp- bót þessi óskert krónum 10 þús- und á mánuði. Samkvæmt fréttatilkynningu frá ráðuneytinu mun rfkis- stjórnin að fengnum þessum til- lögum beita sér fyrir setningu bráðabirgðalaga hér um. Þetta er gert til aö greiöa fyrir sam- komulagi um lffeyrismál milli samtaka launþega og vinnuveit- enda, sem hluta af heildarlausn i kjarasamningum þeim, sem undirritaöir voru þann 22. júni sl. — Sv.G. „Víðtœk undirbúningsumrœða nauðsynleg" — segja norrœnir menntamálaráðherrar um gerfihnöttinn Menntamálaráöherrar Norður- landa hafa tekiö til umfjöllunar á sameiginlegum fundi möguleika á samnorrænum gerfihnetti, og leita nú eftir umsögnum fleiri aö- ila um máiiö. Fundur menntamálaráðherra Norðurlanda var haldinn á Húsa- vfk á dögunum og þar lá fyrir skýrsla norrænu ráðuneytis- stjórnarnefndarinnar um gerfi- hnöttinn. i skýrslunni er slik dreifing norræns sjónvarps- og útvarpsefnis um öll Norðurlönd talin möguleg. Lögðu mennta- málaráðherrarnir áherslu á nauðsyn sem viðtækastrar um- ræöu um málið áður en nokkuð yröi ákveðiö. HHH. Hafið þér ónæðí af flugum? Við kunnum ráð við því Á afgreiðslustöðum okkar seljum við engar flugur í því herbergi næstu 3 mánuðina. SHELL flugnafæluspjaldið. Spjaldið er lyktarlaust, Spjaldið er sett upp og og fæst í tveim stærðum. Oiíufélagið Skeljungur hf Shell „Ég ætlaöi bara ekki aö trúa þessu, þegar sonur minn kom heim meö Visi og sagöi aö ég heföi unnið i keppninni um „Hver er maöurinn”! ” sagöi Málfriöur Magnúsdóttir sem vann i þriöju keppninni sem dregiö var um i gær. Málfriður sagðist alltaf fá Visi, þvl synir sfnir kæmu heim með hann, og hún sagðist hafa tekiö þátti öllum getraununum. „Ég er meira að segja búin að senda inn fjórða seðilinn!” sagöi Malfriður. Verðlaunin sem hún fær, eru út- tekt i Vörumarkaðnum að upp- hæö fimmtán þúsund krónur, og ætlar hún að fara og gera inn- kaupin eftir helgi. —AH Máifriður Magnúsdóttir fékk verölaunin afhent i gær. Hún á erfitt meö gang en sagöist fá aðstoð viö innkaupin á mánudagsmorgun. Ljósm. JA — sagði vinnings- hafinn í 3. getrauninni um hver er maðurinn Steypireyður og hnúfubakur undanskildir 1 frétt af hvalveiöum, sem birtist I Visi I gær var ekki alls kostar rétt fariö meö umsögn Eggerts tsakssonar skrif- stofustjóra Ilvals h/f um tak- markanir á hvalveiöum hér. Var eftir honum haft aö aöeins væru takmarkaöar veiöar á langreyöi, en ekki öörum hvalategundum. Þetta á þó aðeins við um þær tegundir sem Hvalur stundar veiöar á, þvi steypireyöur og hnúfubak- ur eru alfriöaöir og þvi ekki veiddir. Biöjum viö Eggert af- sökunar á þessari ónákvæmni. — SJ Shelltox FLUGINIA' FÆLAINJ

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.