Vísir - 29.06.1977, Síða 9
visir Miövikudagur 29. júni 1977
9
MXTf
NVftBKAÐHUW
■SKRIFBORÐA-
SAMSTÆÐAN
Ný uppbygging á skrifborða■
samstœðu sem gefur ýmsa
möguleika við staðsetningu
MARGIR LITIR - MJÖG HAGSTÆTT VERÐ
Siðumúla 30 — sími 86822
NOR-
RÆN
KÖNNUN:
Við nofum mun meira of
róondi lyfium en aðrir
Róandi lyf eru notuð i mun rikara mæli hér á landi en i Finnlandi,
Noregi og Sviþjóð. Sérstaklega er athyglisvert, hve mikið meira er
selt hér af benzódiazepinlyfjum, sem eru ein tegund róandi lyfja, en
af þeim er salan tvöfalt meirihér en I hinum löndunum.
Þetta er niöurstaöa könnunar, sem nokkrir samstarfsmenn frá
Finniandi, tslandi, Noregi og Svíþjóð gerðu á notkun geðlyfja I heild
i þessum löndum. Almar Grimsson og Ólafur Ólafsson skrifa um
þennan samanburð I nýútkomiö „Tímarit um lyfjafræði” og segja
þar, að frekari rannsóknir séu nauðsynlegar tii að kanna orsakir
þessa mismunar.
Heildarsalan mest hér
Rannsóknin náði til svefn-
lyfja, róandi lyfja, sefattöi
lyfja og geðdeyfðarlyfja. Sala
þeirra var athuguð um 5 ára
timabil, frá 1971-1975. Orvandi
lyf voru ekki tekin með, þar eð
ákvæði um sölu og meðferð
þeirra eru svo gjörólik frá
landi til lands.
Heildarsala geðlyfja um-
rædd 5 ár var fremur jöfn, en
fór þó heldur minnkandi nema
i Noregi. Mest var hún hér á
landi, næst kom Sviþjóð, þá
Noregur og minnst var salan i
Finnlandi.
1 Noregi, Sviþjóð og Islandi
var sala svefnlyfja og róandi
lyfja mjög svipuð, ef
benzódiazepin var ekki talið
með, en eins og áður sagði er
sala á þvi lyfi helmingi meiri
samanburöarlöndun-
Stöðug söluminnkun hefur
orðið hér á landi á öörum ró-
andi lyfjum en benzódiazepini
og á það m.a. rætur að rekja
til eftirritunarskyldu og há-
marksmagns á lyfseðli fyrir
þeim. önnur ástæða er sú, að
benzódiazepinlyfjum hefur
verið ávisað i staðinn.
Stærri skammtar
Þeir Almar Grimsson og
Ólafur Ólafsson koma fram
með ýmsar tilgátur um ástæð-
ur hinnar miklu neyslu þess-
ara lyfja hér.'
Telja þeir, að fram að þessu
hafi islenskir læknar ekki ver-
ið upplýstir nægilega um
lyfjaávisanavenjur, en ætla
megi, að sú starfsemi sé mun
öflugri i hinum löndunum.
Almar hefur á öðrum stað
bent á hugsanlega skýringu á
meiri neyslu slikra lyfja hér á
landi en hjá nágrönnum okk-
ar. Hún er, að islenskir læknar
ávisi stærri einstökum
skömmtum en læknar i öðrum
löndum.
Þannig hafi könnun i Sviþjóð
leitt i ljós, að um 8% allra lyf-
seðla á diazepam voru á 10
mg, eða sterkustu gerð. Hér á
landi voru um 28% allra ávis-
ana á diazepam 10 mg. töflur.
Of mikil vinna,
of litill bjór
Einnig telja Almar og Ólaf-
ur, að upplýsingum til al-
mennings um meðferð lyfja sé
ábótavant, enda hafi þær nán-
ast ekkert verið veittar hér-
lendis.
Loks benda þeir á, að sam-
kvæmt niðurstöðum félags-
legra kannana sé vinnutimi á
Islandi almennt mun lengri en
tiðkast i öðrum Norðurlönd-
um. Og þá beri að geta þess að
hérlendis sé ekki á boðstólum
meðalsterkur eða sterkur
bjór.
011 þessi atriði geti hvert
fyrir sig eða sameiginlega
skýrt mun meiri notkun ró-
andi lyfja hér á landi en i hin-
um löndunum.