Tíminn - 08.09.1968, Side 5
5UNNUDAGUR 8. september 1968.
TIMINN
Gúmmívinnustofan h.f.
Skipholti 35 — Símar 31055 og 30688
Maraþonplata The Beatles
14 lög meö Cliff Richard
John Lénnon syngur „Revolu-
tion' á hinni nýútkomnu plötu
The Beatles.
Þátturinn í dag er að þessu
sinni helgaður The Beatles og
Cliff Richard. Umræðuefnið er
tvær hljómplötur með þessum
viðurkenndu listamönnum pop-
músíkurinnar. Báðar eru þær
gefnar út á vegum hinnar vold
ugu brezku hljómplötusam-
steypu E.M.I., sem hljómplötu-
deild Fálkans hefur söluumboð
fyrir á íslandi.
„Hey Jude“ er titillagið á
hinni nýútkomnu plötu Beatl-
es. Þetta er sannkallað mara-
þonlag, hljómar í 7 mínútur
og fimm sekúndur. Aðalsóló-
istinn er Paul MacCartney, en
það tekur hann ekki nema c.a.
helming langsins að flytja text
ann, seinnihlutinn er raulaður.
Paul sleppur að venju vel frá
sínu hlutverki. í „Hey Jude‘
hafa The Beatles hvorki meira
né minna en 40 manna að-
stoðarhljómsveit, en hvernig
sem því víkur við, finnst mér
þessir kappar hreinlega týnast
í undirleiknum. Lagið sjálft er
Paul Mac Cartney syngur mara
þonlagið „Hey Jude".
frekar rólegt og auðheyrilega
eitt af þeim, sem verður að
hlusta á oft, áður en það fær
ítök í hiustandanum.
Lagið hinum megin, „Itevolu
tion“ er afturá móti auðmelt
og grípandi, líklegra til vin-
sælda. Undirleikurinn gef-
ur því all sérkennilegan blæ.
Þá er flutningur John Lenn-
ons hreint prýðis góður. Það
þarf vart að taka það fram,
að bæði lögin og textarnir eru
verk Lennons og MacCartney.
Þetta nýjasta framlag Beatles
á hljómplötumarkaðinum var
kynnt í útvarpinu í gær í
þættinum „Með á nótunum".
Fyrir þá, sem samt sem áður
hafa ekki enn heyrt plötuna,
er rétt að geta þess, að þátt-
urinn verður að venju endur-
tekinn kl. 11,30 f fyrramálið
(mánudag).
„Congratulation“ var sann-
kölluð vítamínsprauta á hinar
rótgrónu en kannski rykföllnu
vinsældir Cliff Richards. Þessu
var auðvitað fylgt fast eftir
og kappanum smellt á kvik-
mynd með hraði. Þó er langt
frá því, að það sé Cliff ókunn-
ur heimur, en nokkuð er orðið
langt síðan hann sást síðast á
hvíta tjaldinu. Að sjálfsögðu
syngur Cliff í þesari mynd,
en hún heitir TWO A PENNY.
L.P. plata er komin á mark-
aðinn með þessum lögum, en
þau eru 9 talsins, þar af eru
3 „Instrumental". Síðan er
fimm lögum bætt við í kaup-
bæti, þannig að alls eru 41
lög á þessari hljómplötu, sem
ber sama heiti og kvikmynd-
in „Two a penny.“
Það vakti athygli mína, að
þrjú af lögunum eru eftir Cliff
sjálfan, þar á meðal titillagið
„Two a penny“ og textinn
einnig. Þetta er hratt og bráð-
skemmtilegt lag, sem nær
fljótt tökum á manni. I öll-
um lögunum er undirleikurinn
áberandi vandaður, fjölbreytt
ur og kraftmikill eða þýður og
mildur eftir því, sem við á.
Blásarar eru í aðalhlutverkun-
um, en Shadows koma hér
hvergi við sögu.
Vegna þess hve hér er um
mörg lög að ræða verð ég stutt
orður um hvert þeirra. Næsta
lag er með all tómantískum
blæ, „111 love you forever to-
day“ og er einnig eftir. Ric-
hard. Hér nýtur hann sín eink
ar vel, en í „Questions" er
flutningur hans frábær, auð-
heyrilega sungið af mikilli til-
finningu. Cliff er höfundur
lagsins, sem er með þeim beztu
af þessum lögum úr kvikmynd
inni.
í „Long is the night“ fær
hann hvild, því nú er hljóm-
sveitin eini flytjandinn, en
snjall trompetleikur er leið-
andi í gegnum allt lagið, sem
er ákaflega milt og fallegt.
Við höldum áfram í sömu
stemningu í „Lonely Girl“, en
textinn við þetta fallega lag
gerði Cliff sjálfur. Útsetning-
in er sérstaklega athyglisverð
og nú hafa blásararnir orðið
að vikja fyrir fiðlunum. Næsta
lag, ,And me“, er ákaflega
svipað að gæðum, en ég myndi
segja, að Cliff takist hér bet-
ur upp í söngnum, en útsetn-
ingin er einfaldari.
Daybreak“ er all drunga-
legt „instrumental" stef, en
um leið forvitnilegt og maður
kemst ekki hjá því að hlusta
á það aftur.
Allir kannast við „Twist and
shout“, en það var upphaflega
flutt af The Beatles, en sá
flutningur verður að flokkast
undir bernskubrek, sérstaklega
eftir að maður hefur heyrt
Cliff Richard flytja það, en
hann gerir laginu mjög góð
skil. En það, sem gefur laginu
fyrst og fremst aukið gildi,
eða öllu heldur nýtt líf, er
frábær útsetning og kraftmik-
ill og vandaður flutningur
hlj ómsveitarinnar.
„Celeste" er lokalagið úr
kvikmyndinni „Two a penny“.
Það er ekki sungið (instru-
mental), en því meira reynir á
hljómsveitina og gegnir hún
sínu hlutverki með mikilli
prýði. Lagið sjálft finnst mér
alltaf betra og betra eftir því
sem ég heyri það oftar.
Þá er komið að viðaukan-
um, en það eru fimrn lög.
Fyrsta lagið í þeirra hópi er
„Wake up, wake up“ og stend-
ur fyllilega undir nafninu.
Cliff skilar sínu mjög þoMca-
lega. „Cloudy" hefur ekkert
sérstakt til að bera, einföld lft-
il melódía, sem fer innum ann-
að eyrað og út um hitt. „Red
rubber ball“ er á allan hátt
mun áheyrilegra. „Close to
Kathy“ — þetta gamalkunna
og fallega lag stendur alltaf
fyrir sínu. Cliff gerir því mjög
þokkaleg skil.
„Rattler" er síðasta lagið á
þessari nýju L.P. hljómplötu
Cliff Richard. Þetta er ekkert
framúrskarandi lag, en útsetn-
ingin og allur flutningur gera
lagið virkilega athyglisvert.
Bencdikt Viggósson.
(Plötuumslagið) Myndin sýnir plötuumslag hinnar nýju L. P. Cliff
Richard.
-jlr JP-innréttlngar frá Jönt' Péturssynl, húsgagnaframleiffanda — aupjýstar 1
sjónvarpi. Stflhrelnat) sterkar og val ura viSartegundir og harCpIast- fram-
leiBir einnig fataskápa.
A5 aflokinni viótækri könnun teljum viö, aö staölaöar henti f flestar 2—5
herbergja (búöir. eins og- þær eru byggöar nú. Kerfi okkar er þannig gert, aö
oftast raá án aukakostnaöar, staöfæra innréttinguna
allar (búöir og hús.
Allf þefíá
it Seljum.staölaöar eldhús-
innréttingar, þaö er fram-
leiöum eldhúsTnnréttingu og
seljura meö ðllum raftækjum
og vaski. Verö kr. 61-OOOJÍO -
kr. 08.500,00 ogkr. 73 000,00.
★ Innifallö f veríinu er eid-
húsinnrétting, 5 cub/f. ís-
skápur, eldasamstæöa meö
tveim ofnum, grillofnl og
bakarofni, lofthreinsari meö
kolfilter, sTnlo - a - raatic
uppþvottavél og vaskur, enn-
fremur söluskattur-
ie Þér getiö íaliö um inn-
lenda framleiöslu á eldhús-
um og erlenda framleiöslu.
(Tielsa sem er stærsti eldhús-
framleiöandi á meginlandi
Evrépu.)
hún henti, f
itr Einnfg getum viö smíöaö
Tnnréttingar eftir teikningu
og éskum kaupanda.
ie Þetta er eina tiiraunin, aö
þvf er bezt veröur vitað til
aö ieysa öll. vandamál ,hús-
byggjenda- varöandi eldhúsiö.
★ Fyrir 08.500,00, geta
margir boöiö yöur eldhúsinn-
réttingu, cn ekki er kunnugt
Um. aö aörir bjóöi yöur. eld-
húsinnréttingu, meö eldavéi-
arsamstæöu, viftu, vaski,
uppþvottavél og (sskáp fyrir-
þetta verö- — Allt innijaliö
meöai annars söluskattur kr.
4.800,00.
Söluumboð
fyrlr
VEUUM ISLENZKT
UUNIKAfJ IDNKD
-mnréttlngar
Umboös- & heifdv'erzlnn
Kirkjuhvoii • SeykjavSt
Símar: 21718,4213?