Tíminn - 08.09.1968, Síða 9
SUNNUPAGUR 8. september 1968.
TIMINN
9
Útgefandt: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastjórl: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði
G. Þorsteinsson Fuiltrúi ritstjómar: Tómas Karlsson. Aug-
lýsingastjóri: Steingrimur Gíslason Ritstj.skrifstofur 1 Eddu-
búsinu, símar 18300—18305 Skrifstofur: Bankastræti 7. Af-
greiðslusími: 12323. Auglýsingasími: 19523 ASrar skrifstofur,
sími 18300. Askriftargjald kr. 120.00 á mán lnnanlands — 1
lausasölu kr. 7.00 eint — Prentsmiðjan EDDA h. f.
List í landinu
Um þessar mundir minnist Bandalag íslenzkra lista-
manna 40 ára afmælis síns með ýmsu myndarlegu móti,
sem landsmönnum gefst kostur á að njóta næstu vikur.
Á þessum tímamótum er vel þess vert að þjóðin geri
sér nokkra grein fyrir því, hvað hún á að þakka lista-
mönnum sínum, og beri um leið upp fyrir sjálfri sér þá
samvizkuspurningu, hvort hennar hlutur til stuðnings
og eflingar list í landinu sé við hæfi.
Ekki fer það milli mála, að síðustu fjörutíu árin hafa
verið gróskumikill tími í íslenzkum listurn. Um síðustu
aldamót var orðlistin svo að segja eina listgreinin, sem
telja mátti með nokkurri reisn svo sem verið hafði allar
aldir hér á landi. En með þvi listavori, sem síðan fór
í hönd, spruttu upp aðrar greinar hver af annarri, og
nú verðum við að telja, að listalíf í landinu sé orðið
fjölþættara og rismeira en nokkur hefði þorað að vona
fyrir fjörutíu árum. Við eigum ágæt tónskáld og tón-
listarmenn, marga afbragðsleikara og fjölda myndlistar-
manna, sem gera garðinn frægan. Ef til vill er gróskan
mest í þeirri listgrein. Við eigum nú ágæta listdansara,
lært söngfólk og vel mennta sveit arkitekta.
Ekki verður sagt, að þessi mikla listasókn sé fyrst
og fremst að þakka stórum átökum eða mikilli hvatn-
ingu af hálfu ríkisvalds, heldur er öðru fremur um að
ræða mikinn áhuga og framtak fjölda ungs fólks á þess
um áratugum, sem brotizt hefur til listnáms, oftast
erlendis við erfiðar aðstæður. Þó ber engan veginn að
vanmeta opinber framlög til styrktar listnámi og listalífi
heima fyrir, þótt allt of smátt hafi verið skammtað. En
fátækt þjóðarinnar og miklar almennar þarfir á þessu
tímabili hafa verið harður skömmtunarstjóri.
Hitt er verra og alvarlegt umhugsunarefni á fjörutíu
ára afmæli Bandalags fel. listamanna, að hlutur ríkisins
og þjóðarinnar til þess að launa íslenzka listamenn skuli
ekki fara sívaxandi með meiri efnurn og vaxandi getu.
Það er til dæmis hatrammlegt til þess að hugsa, að á ára-
tugunum eftir aldamótin skuli laun ríkisins til rithöf-
unda og annarra Iistamanna hafa verið miklu meiri hluli
af ríkisútgjöldum en nú er og fara enn sífellt minnkandi.
Um aldamótin var þetta 0,3—0,4% af ríkisútgjöldum,
varð hæst fyrir þremur áratugum 0,4%, en er nú komið
niður fyTÍr 0,1%. Þá ber þess einnig að gæta, að rithöf-
undar og vafalaust fleiri listamenn eru mjög vanlaunaðir
hér á landi í útgáfu og flutningi verka sinna, og verður
að bæta úr því, ef tjón á ekki að hljótast af.
Frumvarp hefur komið fram um að rithöfundar t.d.
njóti til launa þess fjár sem fæst með skattlagningu á
sölu bóka hér á landi, og hefur það hlotið stuðning
beggja rithöfundafélaganna. Er þess að vænta, að það
mál verði borið fram á Alþingi að nýju, og í heild sjái
þingið sóma sinn í því að hækka framlag til listamanna-
launa svo, að þar sjáist framför en ekki afturför, og
að listamannalaun verði a, m. k. ekki minni hluti af
ríkisútgjöldum en var fyrir þrem eða f jórum áratugum.
Þess má geta, að ýmis bæjarfélög viðurkenna núorðið
í verki skyldur sínar við listalíf í landinu með þvi að
ætla að jafnaði um hálft. prósent af tekjum sínum til
kaupa á listaverkum og stuðnings við lista- og menn-
ingarlíf. Hlutur ríkisins liggur mjög eftir. og framlag
þess hefur stórlega minnkað ár frá ári síðasta áratug
samhliða því sem listafólkinu fjölgar og stórfellt nýtt
landnám í listalífi þjóðarinnar á sér stað.
Grein úr The New York Times:
Muskie hefur unnið sér síauk-
ið traust sem stjórnmálamaður
Humphrey var heppinn í vali varaforsetaefnisins.
Edmund Sixtus Muskie
DEMOKRATINN Edmund
Sixtus Muskie frá Maine er 6
fet og 4 þumlungar á hæð,
enda fer nærvera hans sjaldan
framhjá áheyrendum í öldunga
deild þingsins. Þeir, sem þar
eru á ferð, hvísla gjarna hver
að öðrum: „Hver er hann
þessi?“ Oft er svarað einungis
með því að ypta öxlum og at-
hygli spyrjenda beinist þá að
þeim öldungadeildarþing-
mönnum, sem meira láta yfir
sér.
Muskie hefur sjaldan sótzt
eftir því að láta mikið á sér
bera. Hann er lágróma og ræð
ir með rökum og stillingu um
þau mál, sem hleypa hita í
aðra menn, og þetta hefur
komið bæði honum sjálfum og
Demókrataflokknum til góða.
Þegar Hubert H. Humphrey
óskaði eftir Muskie sem vara-
forsetaefni Demókrataflokks-
ins stóð hann á svipstundu í
því sviðsljósi, sem hann sótt-
ist ekki eftir. Nú sér hann sitt
magra en brosbreiða andlit
blasa við á útsíðum banda-
rískra blaða og timarita. Hann
er orðinn landsfrægur á svip-
stundu, 54 ára gamall demo-
krati frá Maine, þar sem repu
blikanar hafa tíðast haft tögl
og hagldir.
EDMUND Sixtus Muskie
fæddist 28. marz árið 1914, son
ur Stephens og Josephine
Muskie í Rumford. Móðir hans
er frá Buffalo, faðir hans klæð
skeri, sem fluttist til Banda-
ríkjanna frá Póllandi árið
1903. Edmund stundaði nám
við Bates College, vann þar til
verðlauna, hlaut námsstyrk og
lauk lögfræðiprófi árið 1939.
Hann var að seta sig niður
sem lögfræðing í Waterville,
þegar ófriðurinn skall á og
truflaði þær fyrirætlanir.
Hann var undirforingi á tundur-
spillum bæði á Kyrrahafinu og
Atlantshafinu meðan á stríðinu
stóð.
Þegar Muskie kom aftur til
Waterville að stríðinu loknu
og tók til við lögfræðistörfin
reyndust viðskiptavinirnir fáir.
Leiðtogar Demókratáflokks-
ins voru á hnotskóg eftir fram
bjóðendum við kosningar til
fylkisþingsins, leituðu til hans
og hann féllst fljótt á að verða
við óskum þeirra.
Hann hlaut kosningu sem
þingmaður í fulltrúadeild
þingsins í Maine árið 1946 og
fór að helga sig stjórnmálun-
um. Þetta var fyrsti áfanginn
á langri leið. Han sat á þing-
inu í Maine í sex ár og gerð-
ist foringj hins fámenna hóps
demokrata. sem þar áttu sæti.
Árið 1948 gekk hann að eiga
Jene Grey frá Waterville.
ÁRIÐ 1952 varð Muskie full-
trúi I landsnefnd Demokrata-
flokksins. Flokkurinn átti við
erfiðleika að stríða í Maine
um þessar mundir. Starfs
menn Demokrataflokksins
höfðu notið góðs af meirihluta
valdi hans í samríkinu árum
saman, en það vald leið allt í
einu undir lok, þegar Dwight
D. Eisenhower hershöfðingi
gjörsigraði A.dlai E. Steven-
son í forsetakosningunum
1952.
Stj órnrtiálaerf iðleikarnir
voru þó ekkl einir að verki.
Muskie hefir ætíð haft án-
ægju af að taka til hendi og
er góður trésrniður. Hann var
eitt sinn að vlinna við innrétt-
ingu herbergig á efri hæð í-
búðarhúss síns í Waterville ár-
ið 1953. Stiglinn, sem hann
stóð í, rann tíl, handrið aðal-
stigans lét nndan, Muskie
hlaut hátt fair og hryggbrotn-
aði. Brotið var marga mánuði
að gróa. Legaii var erfið og
sársaukafull og auk þess ákaf-
lega dýr.
ÁRIð 1954 vav.' forusta Demo
krataflokksins £ Maine allt í
einu komin í hendur Muskies
og fáeinna samlierja hans. Á-
stæðan var fynst og fremst
vanræksla aimarra. Hinir
gömlu leiðtogar höfðu misst
áhugann, þegar flokkurinn var
búinn að missa völdin í sam-
ríkinu og Muskái var tilnefnd-
ur sem frambjiíðandi flokks-
ins við kjör fylkis;stjóra.
RepubliLanaflokkurinn
hafði ráðið lögutn og lofum i
Maine árum saman. Kjósend-
ur voru orðnir óþreyjufullir
ákváðu að breyta til og Muskie
var kjörinn fylldisstjóri, fyrsti
fylkisstjóri Demokratáflokks-
ins þar í 20 ár.
Þetta stafaði fy.rst og fremst
af breytingagirni kjósendanna
en gat tæplega tadizt persónu-
legur sigur fyrir Muskie. íbú
arnir í Maine kdmust allt í
einu að raun um. að þeir
höfðu kjörið fylkisstjóra. sem
þeir voru næsta fáfróðir um.
Mrgir innfæddir mótmælend-
ur í fylkinu minnast þess nú,
hve undrandi þeir urðu, þeg-
ar þeir komust að raun um,
að þeir höfðu kosið kaþólsk-
an mann af pólskum ættum.
MUSKIE ávann sér hylli
kjósendanna og var orðinn
fastur í sessi sem fylkisstjóri
eftir tvö tveggja ára tímabil.
Hann sneiddi hjá flokkadeil-
um, lagði höfuðáherzlu á efna-
hagslegar framfarir og aukna
menntun og kom flestum laga
frumvörpum sínum fram, þrátt
fyrir meirihluta Republikana-
flokksins á löggjafarþinginu.
Árið 1958 hlaut hann kosn-
ingu sem öldungadeildarþing-
maður fyrir Maine, en það
hafði ekki áður komið fyrir,
að demokrati næði þar kjöri.
Lyndon B. Johnson var leið-
togi meirihlutans í öldunga-
deild þingsins. Hann fór fram
á, að hinn nýji öldungadeild-
armaður hjálpaði til að kveða
niður viðleitni frjálslyndra til
að breyta reglum deildarinn-
ar á þann hátt, að auðveldara
yrði að hamla gegn áhrifum
málsþófsmanna. En fulltrúi
Maine snerist á sveif með þeim
frjálslyndu þingmönnum, sem
voru andstæðir Johnson.
Johnson brást illa við ein-
þykkni Muskies og hann hlaut
aðeins sæti í þremur nefnd-
um ,sem ekki kvað mikið að.
En Johnson lærði smátt og
smátt að meta dugnað hans.
Einn af starfsmönnunum í
Hvíta húsinu heldur fram. að
Johnson líti nú á Muskie sem
„raunverulegan atkvæðamann,
einn af þeim fáu frjálslyndu
mönnum, sen standi löggjafar-
Framhald á bls. 15.