Tíminn - 08.09.1968, Síða 11
SUNNUDAGUR 8. september 1968.
Hún var að spóka sig á
• ströndinni í biikinijbaðfötum,
: þegar hneyksluð frænka henn
| ar tók hana tali.
! —■ Ég er viss um að hiún
mamma þín yrði bálvond ef
hún sæi þig í þessum ósmekk
lega klæðnaði.
‘ — Já, ég er viss um það.
. Þetta eru nefnilega baðfötin
hennar roömmu.
Eins og kunnugt er vann
, Boris Spassky yfirburðasigur
.gegn Bent Larsen í einrvígi á
dögunum og hafði Spassky þeg
ar unnið eftir átta af 10 skák
‘ um, sem tefla átti. Eftirfarandi
■ staða kom upp í sjöttu skák
þeirra.
Frú í dýraverzlun: — Mér
fellur þessi hundur mjög vel í
geð, en fætur hans eru of
stuttir.
Búðarmaðurinn: — Of stutt
ir. En frú mín góð, þeir ná
allir fjórir niður á gólf.
Magnús Finnbogason mennta-
sikólakennari spurði eitt sinn
nemanda sinn að þvi, á hverju
menn þekktu sundur setning
ar.
,,Á kommunum" svarið nem
andinn.
Larsen hafði hvitt og lék 1
20. leik Rh6t, sem Spassky gat
aðeins svarað með Hh8. Nú
fylgdi 21. HxR — gxf6 og 6kák
in er mjög tvísýn. Margir álitu
að Larsen hefði getað unnið
með þvd að leika 22. Rf5, en
ekki er það þó víst og svart
ur bjargar kannski taflinu með
Bg7.
Larsen lék hins vegra 22.
Dh'5 — Bxfh6 23. Dxh6 _ He6
og Spassky var kominn úr
mestu vandræðunum. Larsen
reyndi alit hvað hann gat til
að vinna, en Spassky varðist
vel og náði jafntefli með þrá
skák. Þar með stóð 4:2 fyrir
Spassky í einviginu, og var það
mál manna, að með sigri i
þessari skák hefði Larsen get
að breytt miklu sér í hag og
gert Spassky taugaóstyrkan.
Spassky vann sem kunnugt er
þrjár fyrstu skákirnar í ein-
víginu, en hlaut síðan ekki
nema einn vinning í næstu
þremur — og vissulega var
hann í mikilli hættu í þessari
sfcák.
Lárétt: 1 Voðinn 6 Miskunn 8
Kemst undan 10 Tá 12 Féll 13
Stafrófsröð 14 Straumka st. 16
Flýtir 17 Flík 19 Lamin.
Krossgáta
Nr. 111
Lóðrétt: 2 Dyn 3 Fanga
4 Fag 5 Styrkir 7 Kærleikur
inn 9 Land 11 Hross 15 For
föður 16 Ólátum 18 Korn
Ráðhing á gátu nr. 110.
Lárétt: 1 Ostur 6 Mál 8
Grá 10 Les 12 Ge 13 ST 14
Afl 16 Ásu 17 Ást 19 Ár
tal.
Lóðrétt: 2 Smá 3 Tá 4
Ull 5 Uggar 7 Æstur 9
Ref 11 Ess 15 Lár 16 Áta
18 ST.
TIMINN
KRISTÍN Á H ELLULÆK
Sigge Stark í
13
öllu saman! Tvö hundruð krón-
um snaraði ég út fyrir hann.
— Nú lýgur þú! sagði Óli Pét-
ur efablandinn. — Þetta er bara
gort. _
— Eg hef unnið fyrir þessum
peningum við gróðursetningu í
skóginum.
— Og svo fleygir þú þeim út
fyrir hund!
— Lof mér að sjá hann, Jón!
Má ég halda á honum? Agnes
tvísteig fyrir framan bróður sinn
og klappaði hvolpinum. — Er það
stelpa?
— Já, það er tík.
— Hvað heitir hún?
— Þota.
— Aldrei hef ég vitað neitt
jafn vitlaust og að fleygja út tvö
hundruð krónum fyrir svona ícvik
indi, sagði Óli Pétur og var ergi-
legur.
— Það borgar hún áreiðanlega
aftur, svaraði Jón handviss. —
Hún gerir sitt gagn þegar hún
stækkar, ekki síður en Spana.
Agnes varð á undan þeim inn
í eldhúsið, hróðug með hvolpinn
í fanginu. — Kristín, komdu og
sjáðu! hrópaði hún fagnandi. —
Hvolpur! Hann Jón á hann.
Kristín tók hvolpinn af henni
og skoðaði hann í krók og kring.
— En hvað hann er fallegur!
— Hvolpur! sagði Anna yfir sig
hissa.
— Er hann ekki sætur? hélt
Agnes áfram himinglöð og tók
hann í fang sér á ný.
— Slepptu honum á gólfið, svo
þau geti séð hann, sagði Jón.
— Til hvers ertu að flækjast
hingað með hann? spurði Anna
uppvæg. — Hver á þetta?
— Ég á hann, svo sannarlega,
syaraði Jón þvermóðskulega. —
Ég var að kaupa hann.
— Það var svo, mælti Jóhann
með hægð.
— Við þurfum að eiga elghund,
og þetta verður sá bezti, anzaði
Jón með ákefð. — Hérna er ættar
talan.
— Það er svo sem sama hvort
hann er óblandaður eða ekki, hélt
Anna áfram og var gröm. — Ég
er búin að segja að ég vilji eng-
an hvolp á heimilið. Eins og það
sé ekki nóg, að Agnes hleypir
helmingnum af skepnunum úr
f jósinu inn í eldhúsið?
— O, ekki er það nú svo af-
leiitt, sagði amma og reyndi að
miðla málum.
— Er það ekki satt? svaraði
Anna og taldaði sig í hita. —
Hvert sinn er ég sópa, velta
lambaspörðin fram undan sófan-
um, og úti á dyraþrepunum verð-
ur maður að vaða í hænsnaskít,
því þar hefur Trítla aðsetur sitt.
Maður skammast sín þegar gest-
ir koma. Og rúmið hennar Agn-
esar ævinlega fullt af kattarhár-
um. Á nú að bæta hvolpi við,
sem gerir á gólfið daginn út og
daginn inn?
— Það hefur kannski verið dá-
lítil fljótfærni að kaupa hvolpinn
án þess að spyrja mömmu íyrst,
mælti Jóhann efablandinn.
Þetta var einmitt það bezta sem
faðir Jóns gat sagt í hans garð
því nú tók Óli Pétur skyndilega
svari dóttursonar síns.
— Ert þú þá svo lítill karl, að
þú þurfir að biðja kvenfólk leyf-
is til eins og annars? hreytti
hann fyrirlitlega út úr sér til
Jóhanns.
— Við höfum rætt um þetta
áður, og ég hefi afsagt það, sagði
Anna.
— Strákurinn er líklega ekki
smábarn lengur, sem hangir í
pilsum móður sinnar.
— Sjáið þið bara, sagði Anna
og stakfc höndum á mjaðmir sér.
Hvolpurinn hafði allt í einu sezt
á hækjur sér og smálækur rann
yfir korkmottuna og þurkað-
ist upp í röndina á nýja ullar-
dreglinum.
— Hvað sagði ég? hélt Anna
áfram álasandi og sigri hrósandi
í senn.
— Taktu gólftuskuna og þurrk
aðu upp undan honum, Jón.
Enginn hafði veitt Lúllu eftir-
tekt fyrr en Agnes rak upp ösk-
ur:
— Lúlla þó. Hvað ertu að
gera? Þú mátt ekki. ..
En það var allt um seinan.
Agnes náði ekki að bjarga
hænsnamatnum. Kiðlingurinn
setti á sig hnykk til að ná í mat-
inn og fatan valt á hliðina.
— Þetta var þó. . . Anna var
bálreið. — Lítið þið á. Hænsna-
maiturinn út um allt gólf. Er það
ekki sem ég segi...
— Til hvers er kvenfólk, ef
ekki til að halda húsinu þrifa-
legu? hraut út úr Óla Pétri.
— Farðu út og láttu inn hest-
ana, Jón, svo tölum við um þetta
seinna, sagði Jóhann og Jón
gerði sem hann bað.
— Hann er nú fallegur, hvolp-
urinn, mælti Kristín við móður
sína þegar Jón var farinn út.
Anna svaraði ekki. — Það eru
allir hvolpar, gengdi Jóhann í
hennar stað. — En þeir eru nátt-
úrlega erfiðir viðureignar til að
byrja með.
— Það lagast, sagði amma. —
ÚTVARPIÐ
I DAG
Sunnudagur 8. september
8.30 Létt morguulög eftir
Dvorák. 8.55 Fréttir. 9.10 Morg
untónleikar. 11.00 Messa i Dóm
kirkjunni.
Séra Sverre
Smaadahl
framkvœmdastjóri hjá Samein
uðu bibllufélögunum prédikar
á norska tungu. Biskup fslands
herra Sigurbjörn Einarsson,
þjónar fyrir altari. Organleik-
ari: Ragnar Björnsson. 12.15
Hádegisútvarp. 13.30 Miðdegis
tónleikar. 15.05 Endurtekið
efni: Sitthvað um málefni
heyrnleysingja. Þáttur Horn-
eygla frá 7. f. m. í umsjá Bald
urseonar og Þórðar Gunnlaugs
sonar 15.35 Sunnudagslögin 16.
55 Veðurfregnir 17.00 Barna-
tími: Ólafur Guðmundsson stj.
18.00 Stundarkorn með Smet
ana. 18.20 Tilkynningar 18.45
Veðurfregnir. 19.00 Fréttir 19.
30 Þrjár rómönsur fyrir fiðlu
og píanó op. 94 eftir Schumann
19.40 Við sanda Guðrún Guð
jónsdóttir flyttir Ijóð úr bók
eftir Halldóru B. Björnsson.
19.50 Sönglög eftir Gabriel
Fauré: Bernard Kruysen syng
ur lagaflokkinn „Frá Feneyj
um“ op. 58 og lagaflokkinn
„Sjónhring í móðu“ op. 118,
Noel Lee leikur á píanó. 20.10
Hamborg Vilhjálmur Þ. Gísla
son fyirrv. útvarpsstj. flytur
erindi. 20.35 Einleikur á lútu
og gítar: Julian Bream leikur
á tónlistarhátíð i Schwetzingen
I sumar. 20.55 „James Bond og
eðalsteinn furstans af Mara-
punta“ Guðný EUa Sigurðar-
dóttir kennari les fyrri hluta
þýðingar sinnar á smásögu eft
Og ég er nú oftast við höndina,
Anna mín. Jóhann hló.
— Það er Anna, sem ræður í
eldhúsinu. En taktu hvolpinn
upp Anna, og virtu hann fyrir
þér, áður en þú afræður nokkuð.
— Mig langar ekki til að skoða
hann, svaraði Anna afundin.
— Hérna er hann, hélt Jóhann
áfram og lagði hann í kjöltu konu
sinnar.
Anna varð að taka við dýrinu,'
en flýtti sér að setjast á næsta
stól og bjóst að leggja þennan
loðna hnoðra á gólfið aftur.
Henni varð þó erfitt um vik, því
Kristín fór að klappa dýrinu.
— Hann er nú fallegur, mamma,
sagði hún sannfærandi. — Hann
er syfjaður núna, en mér finnst
hann svipaður Spönnu, þegar hún
var lítil.
Hvolpurinn geispaði og hag-,
ræddi sér í skauti Önnu.
— Já, hann er svo sem falleg-.
ur, það eru allir hvolpar...
Enginn hafði gefið gaum að
fótataki þeirra Jóns og Agnesar
frammi í ganginum. Anna náði
ekki að setja hvolpinn á gólfið
áður en þau komu inn.
Það glaðnaði fyir Jóni. — Nei,
hvað, ertu með hvolpinn í fang-
inu, mamma. sagði hann fegins-
rómi. — Það datt mér einmitt í
í hug, að þér myndi lítast vel á
hann, þegar þú færir að skoða
hann.
— Það er nú varla hægt ann-
að, svaraði Anna næstum feimn-
islega, — en það er ekki bein-,
línis það. . .
— Þú færð þínu framgengt,
tengdapabbi, sagði Jóhann. Hann.
ir Agötu Christie 21.20 Lög úr
söngleikjum. 21.45 Nýtt iíf
Böðvar Guðmundsson og Sverr
ir Hólmarsson standa að þætt
inum 22.00 Fréttir og veður
fregnir 22.15 Danslög 23.25
Fréttir i stuttu máli. Dagskrár
lok.
iudiiuuiigur u. hepiemDer
7.00 Morgunútvarp 12.00 Há-
degisútvarp 13.00 Við vinnuna
14.40 Við, sem heima 6itjum
Sigrfður
Sehiöth
les söguna
„Önnu á Stóru-Borg eftir Jón
Trausta (16) 15.00 Miðdegisút
varp 16.15 Veðurfregnir. ís-'
lenzk tónlist 17.00 Fréttir.,
Klassísk tónli6t. 17.45 Lestrar (
stund fyrir litiu börnin 18.00
Óperutónlist 18.45 Veðurfregn
ir 19.00 Fréttir 19.30 Um dag
inn og veginn Halldór Blöndal
Waðamaður talar. 19.50 „f
fögrum lundi“ Gömlu lögin •
sungin og leikin. 20.20 Konan
og tiðarandinn Torfi Þorstéins
son bóndi í Haga í ^Hornafirði
flytur erindi. 20.45 ítölsk tón-
list fyrir sembal: Luciano
Serizzi leikur. 21.05 ,James
Bond og eðalsteinn furstans af
Marapunta“ Guðný Ella Sig
urðárdóttir kennari les síðari
hluta þýðingar sinnar á smá
sögu eftir Agötu Christie 21.25
Einsöngur: Irina Arkipova •
syngur. 21.45 Búnaðarþáttur
JÓnas Jónasson ráðunautur tal
ar um ræktunarmál. 22.00 Frétt
ir og veðurfregnir 22.15 íþrótt
ir Örn Eiðsson segir frá 22.30
Kvartettar Bartóks Ungverski
kvartettinn leikur strepgja
kvartetta nr. 3 qg 4 23:10
Fréttir í stuttu máíl. Dagskrár ‘
lok.