Tíminn - 08.09.1968, Blaðsíða 16

Tíminn - 08.09.1968, Blaðsíða 16
Tilraunum til að ná Surprise hætt í bili KJReykjavík, laugardag. |í bili a.m.k., að ná togaranum I komimi í vélaiTÚmið og lestarn Horfið hefur nú verið frá því ] Surprise á flot, þar sem sjór er j Framihald á bls. 15. ■ ;■ ■ . Ragnar Kjartansson við verk Sigurjóns Olafssonar, „Konu“. Frú Kristín Eyfells við gipsskúlptúr sinn. Skammt frá sést verk manns hennarA^^á^ EVA FULLSKOPUD OGÞO I>að var ausandi rigning og hávaðarok, er leið okkar Gunnars lá upp á Skólavörðuholt til að kanna afurðir íslenzkra mynd- höggvara, en í dag verður opnuð þar litisýning á 3.1 höggmynd í tilefni af fjörutiu ára afmæli Bandalags islenzkra lislamanna, Listamennirnir voru rétt byrjaðir að koma upip verkum sýnum á lóðinni fyrir framan Ásmundarsal, en það gekk ekki greiðlega sökum veðurofsans og aðeins örfá verk voru komin á sinn stað. Jóbann Eyfells myndhöggvari var í óða önn að steypa niður skemmtilegan gipsskúlptúr eftir konu sína, Krist- inu, angalangan grip, nafnlausan, en sjálfsagt ekki meiningar- lausan. Spölkorn frá gat að líta verk hans sjálfs, skúlptúr úr járnbentri steinsteypu. Þau hjónin eru merkilega ólík í list sinni og hafa greinilega ekki haft mikil áhrif hvort annað í þeim efnum. Abstraktskúlptúr. (Tímamyndir Gunnar) Það er búið að setja upp verk Sigurjóns Ólafssonar „Konu“, sem gerð er úr grásteini, og nokkuð fjær sjáum við „Eitur- spýtu* hans, verk úr tré og tjöru. Nafnið gaf hann verk: inu sökum þess, að hann var næstum búinn að týna lifinu í viðureign sinni við það. Öllu fleiri verk hafa enn ekki verið sett upp, en vinnu- flokkur frá borginni er að leggja síðustu hönd á lag- færingu lóðarinnar, sem er að verða mjög þokkaleg og ágæt- is umgjörð um listaverkin. Við leitum skjóls undan roki og rigningu og tökum tali Ragnar Kjartansson, en hann er einn af þremur í sýningar- nefnd, og við fáum hann til að fræða okkur nokkuð um sýninguna, tildrög hennar og sitthvað fleira. — Ja, eins og þú sjálfsagt manst, var haldin í fyrra á þessari lóð, fyrsta útihögg- myndasýningin hérlendis, — segir hann. Það var gert að undirlagi Ásmundar Sveinsson ar, en sýningin var á vegum Myndlistarskólans. Þetta var ýmsum erfiðleikum háð, við vorum peningalaúsir, og gátum ekkert gert fyrir lóðina, en þeg ar við ákváðum að halda aðra sýningu hérna, fengum við mjög góðar undirtektir hjiá borginni um aðstoð, og hún hefur látið okkur í té efni, rauðamöl og þökur til að flikka tipp á lóðina og einnig vinnu- flokk. Annars höfum við utm- ið talsvert að þessu sjálfir. —■ Þessi sýning er haldin vegna afmælis Bandalags ísl. listamanna? — Já, við vildum leggja okk ar litla lóð á vogaskálina til að afmæli þetta yrði sem eftir minnilegast. Annars er það myndlistarskólinn, sem stend- ur fyrir þessari sýningu, og í sýningarnefnd eru auk mín Jón Gunnar Árnason og Magnús Pálsson. — Völduð þið listaverkin? — Nei, ekki beinlínis, við völdum listamennina, og þeir höfðu svo nokkuð frjálsar hend ur með val á verkum sínum. — Ef ég man rétt vakti sýn- ingin ykkar í fyrra nokkra hneykslun borgara. Er einhver sérstök „hneykslunarhella" til sýnis núna? í sama mund kemur Jón Gunnar Árnason inn, og hann er fljótur til svars. — Nei, nei, — þetta er snobbsýning. eng- in hneykslun núna. Ég er með algjöran snobbskúlptúr, sem ég gerði spesíalt fyrir þessa sýn ingu. Hann er úr voðalega göf- ugu efni, sem hvorki mölur né r.vð fær grandað, granít og ryð- fríu stáli. |— Það getur svo sem vel verið, að eitthvað þarna hneyksli einhverja, — segir Ragnar. Hins vegar eru þau ekki með núna, sem vöktu mesta hneykslun í fyrra, ekki vegna þess að þau hafi verið útilokuð frá þátttöku, heldur fyrir það, að þau treystu sér ekki til að vera með núna. — Er ebki þessi sýning um margt ólík hinni fyrri? — Jú, hún hefur miklu meiri breidd, enda eru þátt- takendur fleiri og fulltrúar fyrir fleiri stefnur en í fyrra. Á þessari sýningu eru abstrakt hlutir, fígúratífir hlutir og allt þar á milli., — Halda ekki ungir menn stíft í það abstrakta? — Nei, realismi — svokall- aður nýr realismi — í skúlptúr er mikið ryðja sér til rúms aftur, og ég held mér sé óhætt að fullyrða^ að ungir menn stíli rneira inif’a fígúratífa hluti en þeir gerðu. Sennilega hefur pop-listin átt drjúgan þátt í tilkomu ýmissa nýrra hluta í skúlptúr. Fyrir nokkrum árum var hún mjög vinsæl meðal listamanna, en þótt hún sé horfin að mestu. hefur hún skilið ýmislegt eftir sig, los- að um, og þróað út frá sér ýmsar stefnur og breiddin er nú orðin geysileg, segir Ragn- ar að lokum. „Landslag .yrði lítils virði, ef Framhald á bls. lö. !

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.