Tíminn - 02.10.1968, Side 3

Tíminn - 02.10.1968, Side 3
MIÐVIKUDAGUR 2. október 1968. TIMINN Fjós og íbúBarhús ú Músseli brunnu Fyrir hálfom mánuði var byrjað að rífa húsið ASalstræti 9 í Reykjavík, en í byrjun nóvember fyrir ári síðan kom upp eldur í húsinu, og hefur það staðið auut síðan. Helgi Kristjánsson húsasmíðameistari á Lambastöð- um á Seltjarnarnesi sér um niðurrif hússins, og sagði hann TÍMANUM að viðir hússins væru góðir, ekkert fúnir, en skemmdir hafa orðið nokkrar á þeim vegna brunans. Aðalstræti 9 var eitt stærsta timburhús bæjar- ins og eigandinn er Ragnar Þórðarson forstjóri. Myndlna af því sem eftir er af húsinu tók Guðjón Einarsson Ijósmyndari Tímans í dag, og sem sjá má, þá er nú unnið að því að rífa aðra hæðina. Ráðgert er að byggja verziunarhús á lóðinni. KJ — Reykjavík, þrlðjudrjg. í gærkvöldi kom upp eldur í íbúð arhúsinu að Másseli í Jökulsárhlíð í NMúl., og brunnu allir innviðir hússins og sömuleiðis fjóssins, sem stóð skammt frá. Eldurinn mun hafa komið upp um klutokan ellefu, og er talið að kvikn að hafi í út frá olíukyndingu. Mikið hvassviðri var í Jökulsárhliðinni er eldurinn kom upp, og magnaðist hann því á skammri stundu. Heimil isfólkið komst með naumindum út úr íbúðarhúsinu, og meiddist hús freyjan á bænum, er hún var að forða sér út úr logandi húsinu. Á Másseli býr Þórarinn Guðjóns son, og voru tveir synir hans einnig heima er eldurinn kom upp. Gat annar þeirra komizt út í fjósið og náð að leysa kýrnar út í tæka tíð. Einum kálfi tókst þó ekki að bjarga og kafnaði hann og brann í fjósinu. Sömuleiðis drapst heimiliskötturinn á bænum í brunanum. BREYTINGAR Á LANDSPRÓFI ■ SAM- RÆMT GAGNFRÆÐAPRÓF TEKIÐ UPP FB-Reykjavík, mánudag. Menntamálaráðuneytið setti í janúar s.l. reglugerð um samræmt gagnfræðapróf, en reglugerð þessi gerir ráð fyrir samræmdu prófi í íslenzku, dönsku, ensku og stærðfræði. Þá setti ráðuneytið reglugerð um landspróf miðskóla nú í september, og leysir hún af hólmi eldri reglugerð um miðskóiapróf í bóknámsdeild. í dag héldu síðan samræmingar- nefnd gagnfræðaprófs- og landsprófsnefnd blaðamannafund og skýrðu frá helztu breyt- ingum, sem verða með tilkomu þessara reglugerða. Ulm gagnfræðaprófið eins og það hefur verið, sagði Andri ísaksson, formaður saimræmingar nefndarinnar m.ia.: „Allmörg undanfarin ár hefur verið rætt um nauðsyn þess að samræma gagnfræðapróf að ein- hverju eða öllu leyti. Munu á- stæður þessa vera nokkuð marg- ar. Vitað er, að námsefni í gagn fræðadeildum er býsna sundur- leitt, og einnig hefur verið talið, að prófkröfur séu mjög misjafnar í hinum ýmsu skólum. Sú skoðun hefur lengi verið uppi í þeim sér skólum, sem við gagnfræðingum taka, að iítið sé að marka eink- unnir gagnfræðaprófs og fátt vit að með vissu um nám að baki prófinu, meðal annars vegna þess, að gagnfræðadeildir starfa ekki eftir samræmdri námsskrá. Lík legt getur talizt, að það ástand er hér hefur verið lýst, hafi átt nokkurn þátt í að mynda þá skoðun, að gagnfræðaprófið sé minni háttar próf, er veiti 1 ítil réttindi. Sennilega má jafnframt ætla, að gagnfræðingar ættu nú fleiri kosti framhaldsnáms, ef próf þeirra hefði verið talið áreið anlegra og námskröfur tryggari." Samræminganefnd gagnfræða- prófs var skipuð í marz s. 1. En um mánaðamótin april-maí voru síðan haldin könnunarpróf í ís- ienzkri stafsetningu og ritgerð, dönsku, ensku og stærðfræði, en unnið hefur verið úr könnunar- prófunum í vor og sumar. Tilgang ur könnunar prófanna var einkum tvíþættur, í fyrsta lagi, að fá nokkra heildarmynd af getu og þekkingu þeirra, er þreyta gagn- fræðapróf í íslenzkri ritgerð og stafsetningu, dönsku, ensku og stærðfræði og í öðru lagi, að athuga, hvernig ákveðnar gerðir og efnisþættir prófa reynast. Tel ur samræmingarnefndin, að niður stöður þær, sem nú liggja fyrir, hafi veitt mikilvæga vitneskju um þessi atriði. Samræmingarnefndin hélt síð an ráðstefnu með kennurum og skólastjórum gagnfræðaskóla hinn 30. ágúst s. 1. Var þar rætt um niðurstöður könnunarprófa og væntanleg drög að námsskrá í áð urnefndum fjórum fögum. Hefur nefndin nú lokið samningu draga a ðnámsskrá þessari og hafa þau þegar verið send skólum. Frá og með nýbyrjuðu skóla- ári munu nemendur því taka samræmt landspróf í fjórum náms greinum á gagnfræðaprófi. Þessi próf skulu miðast við að kanna ákveðinn kjarna hverrar námsgrein ar, og þau skulu vera skrifleg og haldin samtímis um allt land að því er segir í reglugerðinni um prófin. Einkunnir verða gefnar frá 0 til 10 í heiilum tölum og hálfum. Eina einkunn skal gefa fyrir hverja námsgrein, nema ís- lenzku tvær, samkvæmt nánari ákvörðun prófnefndar. Ekki telzt nein einkunn vera falleinkunn á hinu samræmda prófi, og eigi skal heldur færa meðaleinkunn Framhald á bls. 14. Ibúðarhúsið á Másseli var stein hús, en með timburskilrúmum og timburlofti. Fjósið var rétt hjá íbúð arhúsinu, náði eldurinn þangað, og hefur hvassviðrið líklega hjálpað þar til. Fólk á næstu bæjum sá eld inn á Másseli, og kom til hjálpar, en ekkert varð við eldinn ráðið, og mun allt hafa brunnið, sem brunnið gat. Heimilisfólkið á Másseli er nú á næstu bæjum, og telja menn jafn vel að bærinn fari í eyði vegna brun ans, en ekkert skal þó fullyrt um það. Hlutu Fálkaorðuna FB —- Reykjavxk, þriðjudag. í fréttatilkynningu frá Upplýsinga þjónustu Bandaríkjanna á íslandi segir, að Hannes Kjartansson, am bassador hafi fyrir hönd íslenzku ríkisstjórnarinnar veitt þremur Bandaríkjamönnum fálkaorðuna fyr ir störf þeirra í þágu aukinnar sam vinnu milli Bandaríkjamna og ís lands. Þeir sem fengu orðuna voru frú Guðrún Crosier, Peter Strong og Erik Friis. Banaslys á Banaslys varð á Siglufirði aðfara nótt sunnudagsins. Þá féll Jörundur Sveinsson loftskeytamaður milli skips og bryggju á Siglufirði. Gerðist þetta um þrjúlevtið um nóttina. Jör undur var loftskeytamaður á togar anum Víkingi. Hann lætur eftir sig konu og börn. Fra msókna rf élag Hafnarfjarðar i Klúbbfundur verður miðviku- daginn 2. okt. kl. 20,30, i Strandgötu 33. Jón Skaftason, i alþingism. ræðir um stjórnmála- viðhorfið. Stjórnin. STUTTAR FRÉTTIR 20 bátar á rækjuveiðar GS — ísafirði, mánudag. Rækjuvertíðin hefst á morgun, þriðjudaginn 1. október og verða um tuttugu bátar gerðir út á rækjuveiðar hér við ísafjarðar- djúp. Bátarnir eru frá Bolungar- vík, Hnífsdal og ísafirði. Nú fá bátarnir að veiða 3 tonn á viku, en áður hefur það verið takmark að við 600 kg. á hverjum degi. 13 til 14 þús. slátraS á Hólmavík JE — Hólmavik, mánudag. Slátrun stendur nú yfir hjá Kaupfélagi Steingrímsfjarðar á Hólmavík, og verður slátrað held ur færra fé núna en í fyrra, eða 13—14 þús. fjár. Ekki er búizt við að bændur fækki fé á félags svæði kaupfélagsins eins og í fyrra. Slátrað er á einum stað, í sláturhúsinu á Hólmaviik. Ekki er hægt að segja neitt öruggt um vænleika dilka, enn sem kom ið er, þar sem slátrun hefur að- eins staðið yfir í viku. Göngum var frestað sums staðar hér um slóðir, þar sem mönnum þötti ekki liggja á að smala fé af fjöll um. Góðar heimtur Krjúl — Bolungarvík, mánudag. Slátrun er hafin á Bolungarvík og stendur sláturtíðin nú sem hæst. Hafa heimtur hjá bændum hér um slóðir almennt verið góð- ar. Horfur eru á því að þungi dilka verði með betra móti. Slátr að er á tveim stöðum hér. Verzl un Bjarna Eiríkssonar og hjá Einari Guðfinnssyni. Hofsjökuir á Hornafirði AA — Höfn, þriðjudag. f dag kom Hofsjökull hingað til Hornafjarðar, og er hann stærsta skip, sem lagzt hefur hér að bryggju, 2361 lest. Skipstjóri á Hofsjökli er Júlíus Kemp; sagði hann, að mjög vel hefði gengið að leggja skipinu að bryggju hér. Hofsjökull er að sækja hingað 7000 kassa af freðfiski, sem færa eiga á Ameríkumarkað. Eðlis- og efnafræði KJ — Reykjavík. mánudag. Út er komið fyrsta og annað hefti af Eðlis- og efnafræði eftir Ingolf Andersen og K. W. Nor- böll, í íslenzkri þýðingu Sigurðar Eliassonar. Fyrri bókin er ætluð byrjend- um, og er hún 125 blaðsíður að stærð og prýdd skýringamynd- um. Síðari bókin er ætluð 9. og 10. bekk gagnfræðastigs, lands- prófsnefndum og iðnskólum og fl. Sú bók er 160 blaðsíður að stærð og prýdd skýringamynd- um. Bækurnar eru fjölritaðar í Letri sf., en útgefandi er Bóka- útgáfan Kjölur. Fjórir skólar settir á Akureyri ED — Akureyri, þriðjudag. í dag voru settir fjórir af skól um bæjarins. Barnaskólinn var settur fyrir hádegi, í honum eru 750 nemendur i vetur. Settur skólastjóri er Páll Gunnarsson. Eftir hádegi var gangfræðaskól- inn settur. í honum eru 760 nem endur, eða fleiri en nokkru sinni áður. Skólastjóri er Sverrir Páls- son. Þá var Oddeyrarskóli einn- ig settur. í þeim skóla verða 470 nemendur í vetur, skólastjóri Indriði Úlfsson og i Leirárskóla, sem einnig var settur eru 100 nemendur, skólastjóri. Vilbergur Alexandersson. Þá var fyrir nokkru settur vélskólinn á Akur. eyri, og starfar hann nú í tveim deildum í stað einnar áður. For- stöðumaður er Björn Kristinsson. Þá var Menntaskólinn settur, — nemendur verða 510—520. Skóla meistari er Steindór Steindórs Ragnar Björnsson heldur orgeltónleika Ragnar Björnsson mun á næst unni halda orgeltónleika í nokkr um kirkjum landsins og verða fyrstu tónleikarnir i Keflavíkur- kirkju n. k. miðvikudag (2. okt) kl. 9. Á efnisskrá eru verk eftir Pál ísólfsson, Jón Þórarinsson, Jón Nordal, J. S. Bach, Max Reg er, Erik Bergman og Olivrr Mes siaen. Ekki er endanlega ákveðið hvaða staði Ragnar heimsækir með orgeltónleika en hann mun enda þetta tónleikaferðalag með tónleikum í Dómkirkjunni í Rvík. I

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.