Tíminn - 02.10.1968, Side 5
®ÐV1KUI>AGUR 2. október 1968.
TIMhNN
De Gaulle forseti hefur haft
hljótt um sig undanfarið. Þó
hefur hann haldið blaðamanna
fundi öðru hverju og að venju
er þeirra beðið með óþreyju,
Heyrst hefur að næsta geim
skot frá Kennedyhöfða verði
þann 11. október. Hinn reyndi
geimfari Walter Shirra verður
foringi þriggja manna í Appollo
geimfari sem sveima á kringum
jörðina í tíu daga. Geirnf arið er
af þeirri gerð sem Kanar hyggj
ast nota til tunglferðar á næst
omri.
því fólk veit yfirleitt ekki á
hverju það getur átt von. Ekki
vitum við hvaða boðskap hann
er að flytja hér á myndinni,
en íbygginn er hann.
verkið í myndinni og birtist
á tjaldinu með breiða pels-
kanta neðan á kjólunum sín-
um og flögirandi tjullhatta frá
fyrri heimstyrjöld, hnéstuttum
shiffonkjólum frá því á þriðja
tug aldarinnar, og kápum og
kjólum með vænum axlarpúð-
urn. Tízkufrömuðir í New York
eru svo vissir um að þessi
tízka eða réttara sagt þessar
tízkur, ryðji sér til rúms, að
þeir settu þennan fatnað á
markaðinn áður en kvikmynd
in var frumsýnd.
Sá undarlegi atburður kom
fyrir tvo sænska veiðimenn nú
fyrir skömmu, að stór kóngs
öm réðst skyndilega á hund
inn þeirra. Fuglinn kræikti klón
nrn í hundinn og lyfti sér með
hann upp yfir höfuð veiðimann
anna en þeir skutu á öminn og
hittu hann þannig að hann
neyddist til að skila hundinum
aftur. Hvutti mun hafa sloppið
með taugaáfall.
Nú í ár verður það í annað
sinn í amerískri stjórnmálasögu
að tveir varaforsetar eiru and
stæðingar í forsetavali. Fyrra
sinnið var árið 1800 þegar
Thomas Jefferson sigraði Jehn
Adams.
Fjarlægðin til mánans (um
238.000 mílur) verður mæld
nákvæmlega, svo nákvæmlega,
að ekki á að skakka einum
metna. Þeir er framkvæma mæl
inguna eru franskir stjörnu-
fræðingar í rannsó'knarstöðinni
Pic du Midi i Pyreneafjöllun
um.
Lasergeisla verður beint að
mánanum, og endurvarp hans
til jarðarinnar mun falla á 107
ferfeta spegil í endurvarpskíki
í Pic du Midi. Rafeindaheili
verður síðan látinn mæla endur
varpið og reikna út tímann, sem
það hefur tekið ljósið að fara
firá jörðinni til tunglsins í mill
jónasta broti úr sekúndu. Til
raun þessi verður endurtekin
mörgum sinnum til þess að
komast að raun um hvernig
ljósið endurvarpast frá fjalls-
tindum og dölum á tunglinu.
Búizt er við nýrri fatatízku
í New York innan skamms
og má vænta þess að hin fræga
Bonny og Clyde tízka verði að
víkja fyrir henni. Það er kvik-
myndin Funny Girl, sem talin
er munu breyta Bonny og
Clyde tízkunni og hefur þeg-
ar sett svip sinn á hausttízku
New York borgar.
Kvikmyndin fjallar um banda
bandarísku leikikonuna Fanny
Brice, sem lék kynþokkadís í
fjörutíu ár. Það er Barbara
Streisand sem leikur aðalhlut
Þéttbýlasta meginlandið í
heiminum er Evrópa ef Sovét
ríkin eru undanskilin, að því er
segir í skýrslu frá Evrópuráð-
inu. íbúarnir eru 236 á hverja
fermílu. í Asíu eru íbúarnir
176, í Afríiku og Norður og
Suður-Ameríku eru íbúarnir 28
og í Eyjaálfu eru íbúarrir
tveir á fermflu.
Nei, myndin — hér að ofan
er ekki frá Biafra, heldur er
stúlkan sú arna söngkona með
danskri bítlahljómsveit. Hún
hefur nýlega lokið hljómleiika
haldi og tekur þvá hraustlega
til matar síns.
Shiran Shiran, og James
Earl Ray meintur morðingi
Martin Luther King, hafa báðir
selt tveim amerískum rit-
höfundum „minningar“ sínar.
Þeinra hluta af gróðanum sem
eflaí»*t mun verða af bókunum
á sð varja til kostnaðar við rétt
am<«<íin yfir þeim. Bók Shir
ans ætlar Robert Blair Kaiser
áður blaðamaður við Time að
skrifa, en bó’k Rays ætlar
William nokkur Bradford Huie
að skrifa.
Olíumilljóneirinn Pierre
•Sohlumberger bauð nú fyrir
skömmu til hinnar dýrustu
veizlu sem haldin hefur verið
síðan seinni heimsstyrjöldinni
lauk. Veizlan stóð í tvo daga,
en boðsgestirnir voru eitthvað
í kringum þrettán hundruð
manns — „þar af voru átta
hundruð nánir vinir“ sagði
hinn örláti gestgjafi. Meðal
hinna góðu vina miljungsins
voru þau Margrót Danaprins-
essa og Hinrik, maður hennar.
J
A VlÐAVANGI
Mótmælír Bjarni?
Ýmsir hafa haldið því fram,
m. a. Gísli Guðmundsson alþ.-
maður í ágætri grein, að núver
andi ríkisstjórn ætti að segja
af sér og starfa sem bráða-
birgðastjórn, meðan viðræður
um nýtt stjórnarsamstarf fara
fram, úr því að ríkisstjórnin
leitaði á annað borð til minni-
hlutaflokkanna í þessu skyni.
Bjarni forsætisráðherra hefur
mótmælt þessu harðlega og tal
ið fráleitt, að stjórnin ætti að
segja af sér og látið svo um
mælt, að ekki bætti úr skák að
efna til stjórnleysis ofan á allt
annað.
í viðtali, sem Morgunblaðið
á í gær við formann ungra
Sjálfstæðismanna í Vestmanna-
eyjum, kemur hins vegar fram
önnur skoðun. Þessi ungi Sjálf
stæðismaður segir:
„Við veittum Sjálístæðis-
flokknum stuðning til ríkis-
stjórnarforystu. Ef hann brest-
ur getu til úrlausnar eiga þeir
að segja af sér“.
Þetta segir ungi maðurinn
sem rölcsemd gegn myndun
þjóðstjórnar.
Heilbrioi viðhorf
Þetta viðhorf hins unga Sjálf
stæðismanns er heilbrigt og
lýðræðislegt, og er ástæða til
þess að vekja athygli á þrí. Á
það hefur hvað eftir annað ver-
ið bent hér í blaðinu, að það
sé lýðræðislegri ríkisstjórn ekki
nóg að hafa þingmeirihluta,
heldur verður hún að ráða við
verkefni sín og standa við fyrir
heit sín. Ef það tekst ekki, á
hún að segja af sér ög efna til
nýrra kosninga eða gefa færi á
öðru stjómarsamstarfi. Það get
ur í sjálfu sér verið eðlilegt, að
ástandsbreytingar geta valdið
því, og það er mannlegt að
skjátlast eða ná ekki því marki,
sem stefnt er að. Enginn gerir
meira en hann getur. En menn
og allra sízt ríkisstjórn í lýð-
ræðisríki, má ekki bresta heið-
arleikann fyrir það, þann mann
dóm að draga réttar ályktanir
af staðreyndum og bregðast sið
mannlega við þeim. Það er
grundvöllur heilbrigðs lýðræð-
isstjórnarfars, að ríkisstjórn
setji sjálfa sig í veð fyrir fram-
gang þeirrar stefnu, sem hún
I.vsir yfir. Það verður t. d.
aldrei ráðið við verðbólgu og
efnahagsvanda, nema ríkis-
stjóm hafi manndóm til þess
að gera þetta. Stjórnartök og
afstaða almennings verður allt
önnur. ef þetta er engum vafa
bundið .
Vinstri stjórnin, ríkisstjóm
Hermanns Jónassonar, gerði
þetta hiklaust. Þegar hún kom
ekki fram stefnu sinni um að
halda verðbólgu niðri, sagði
Hermann Jónasson af sér. Nú-
verandi ríkisstjórn hefur farið
allt öðru vísi að. Hún lvsti því
hátíðlega yfir í öndverðu sem
meginstefnumarkj sínu að halda
verðbólgu niðri. Stífla hennar
brast aftur og aftur og hvað
eftir annað, en hún sagði ekki
af sér, heldur notaði ráðherra-
stólana sem flotholt til þess að
hanga í á fleygiferð undan
straumnum. í þessu er fólginn
meginkjarni þeirrar stjómmála
spillingar, sem ríkt hefur síð-
asta áratuginn. Ofan á þetta
bætti stjórnin svo því að segja
kjósendum ósatt um ástandið
fyrir síðustu kosningar. f stað
Framihald á bls. lö.