Tíminn - 03.10.1968, Side 8

Tíminn - 03.10.1968, Side 8
8 TÍMINN *^i FIMMTUDAGUR 3. október 1968. HEIMA OG HEIMAN Þorpiö, þar sem hugs unarháttur miðald- anna er enn við lýði Hver sá íbúi þorpsins Stap- horst í Hollandi, er dirfist að brjóta gegn óskráðum siðaregl um samborgara sinna, er settur upp á mykjuvagn og ekið með hann að næturlagi um getrvalla sóknina. Nágrannar veslings syndarans láta síðan egg og tómata dynja á honum unz hann snýr frá villu síns vegar og gerir yfirbót. Ýmsir hafa orðið að þola þessa refsingu, sem þjónar þeim tilgangi áð þetta gamla miðaldaþorp saurgist í engu, og skulu hér talin þrjú dæmi. Unglingspiitur, Jan að nafni átti ástasamband við stúlku en yfirgaf hana síðan. Eftir refsinguna lofaði hann í skyndi að giftast stúlkunni. Tréstniður að nafni Derk og Marta. eigin kona verkamanns eins, hlutu þessa refsingu' vegna hjúskap- arbrots. Þau lofuðu að forðast hvort annað frmnvegis. Ungl ingur, Roelof, hafði gert einni yngismeynni í þorpinu barn. Hann lofaði að kvænast henni. íbúarnir í Staphorst eru nú um 10000 að tölu og eru kal- vínstrúar. í margar kynslóðir hefur ríkt þar mikill guðsótti og ástasambönd milli skyld- menna eru algeng og njóta vinsælda. Ökuferð á mykjuvagn inum er ein af fleiri refsingum fólksins í Staphorst, og raunar sú strangasta, og þjóna þær allar þeim tilgangi að hrekja djöfulinn út úr þorpinu. Um þessar mundir kennir 52 ára gamall prestur Pieter Dorsman þorpsbúum guðsótta og góða siði. Mynd af honum hangir uppi á vegg í nær hverju húsi í þorpinu í héraðinu Overjissel þar sem mikil siða vernd ríkir. Prédikanir hans fjalla öllu meira um helvíti en himnaríki — og í hans augum er hinn skelfilegi heimur nú- tímans helvíti fullskapað. Staphorstbúar eins og aðrir Hollendingar aka á reiðhjólum, en aldrei á sunnudögum“ af því að Jesú ók ekki á reið hjóli.“ Ljósmyndir eru hat aðar í Staphorst, „af því að Jesú lét ekki taka af sér ljós myndir." Er ljósmyndari einn ætlaði að taka mynd af fórnar dýrinu á mykjuvagninum, ráku reiðir þorpsbúar hann út úr þorpinu og ógnuðu honum með mykjuskóflum. Síðar voru sett upp skilti með áletrun á fjór um tungumálum: „Bannað að taka myndir af fólki.“ Fyrsta vélknúða garðsláttu vélin, sem kom til Staphorst, Einn íbúanna, í baksýn sézt skilti sem bannar ljósmynda- töku. var eyðilögð af því að biblían segir að maðurinn eigi að vinna fyrir brauði sínu í sveita síns andlitis. Fólk getur ekki átt útvarpstæki í friði í Stap- horst og sjónvarpstæki eru álitin „myndakassi djöfulsins" og bannað að eiga þau. Borð tennis og aðrir meinlausir leik ir eru álitnir syndsamlegir leik ir. _ Ástaleikir eru einungis taid ir guði þóknanlegir hafi þeir frjóvgun í för með sér, sam Séra Dorsman, sóknarprestur Staphorstbúa. kvæmt boðskap biblíunnar, „Verið frjósöm og uppfyllið jörðina." 80% kvenna í þorp inu eru vanfærar þegar þær gifta sig. í samræmi við þetta er það til siðs að vonbiðlar stúlkna á giftingaraldri fari inn um her bergisglugga þeirra að nætur lagi. Piltar sem eru djarfir í lund farap^jafnvel beint inn um aðaldyrnar eða gera tilraunina með sinm heittelskuðu úti á engjunum. Ef afleiðingar láta standa á sér verður stúlkan athlægi allra þorpsbúa. Vonsvikinn biðillinn reisir köst úr fúnum viði fyr ir framan dyrnar hjá skyndi- brúði sinni til tákns um ófarir hennar. Vægasta refsing þorpsbúa er sú, að reist er hlið eða. bogi úr trjágreinum við hús söku dólgsins. Hann var t. d. reist ur fyrir framan hús-24 ára gam allar stúlku Hermien, sem ætl aði að giftast 49 ára gömlum ekkjumanni. Samkvæmt siða skoðunum borpsbúa var aldurs munurinn syndsamlega mikill. Ef þessi refsing dugar ekki safnast hefndarandar næturinn ar í húsagarði þess eða þeirra óhlýðnu með mykjuvagninn meðferðis. Hendrik Haverkamp, sem um iíma var borgarstjóri í Stap- h« jt vildi brjóta á bak aftur þes-> ■ miðaldagjörninga. Hann lét ei! t sinn yfirvöldin skerast í leikinu til að frelsa fórnardýr refsiandanha. Hann sendi hið fjögurra manna lögreglulið staðarins á vettvang og fékk einnig utanaðkomandi aðstoð. 25 manns voru handteknir og hleypa þurfti af viðvörunar- skotum. En fyrir þetta var Haverkamp ekki endurkosinn borgarstjóri. Eftirmaður hans Piet Nawjin er mikill alþýðuviiíur. Slagorð hans er „Ég hef miklar mætur á gömlum venjum." Reykjavíkurdeild Rauða Kross íslands: Námskeið í skyndihjálp fyrir almenning hefjast fimmtudaginn 10 okt. n.k. Kennt verður eftir hinu nýja kennslukerfi í skyndi- hjálp, m.a. blástursaðferðin, meðferð slasaðra, o.fl. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku í síma 14658 hið fyrsta- Hópar og félög, sem óska eftir kennslu í skyndí hjálp í vetur eru beðin um að endurnýja beiðnir sínar sem fyrst. Reykjavikurdeild R. K. f. TRÚLOFUNARHRINGAR Fljót afgreiðsla Sendum gegn póstkröfu. GUÐM. ÞORSTEINSSON gullsmiður Bankastræti 12. Fréttabréf frá Sameinuðu þjóðunum: Fálagslegar framkvæmdir eiga að vera endanlegt markmið allrar þróunar Félagsmálaráðherrafundi SÞ í New York dagana 3. til 12. september lauk með því að samþykktar voru allmargar ályktanir, sem miða að því að ná árangri á sviði félagslegra velferðar, bæði með átaki hvers einstaks ríkis og með alþjóðlegu samstarfi. Ráðstefnan lét í ljós þá skoð un að félagslegar framfarir ættu að vera endanlegt mark mið allrar þróunar, og að nú gæfist einstabt tækifæri til að láta félagslega velferð til sín taka í þróun einstakra ríkja. Á hvaða þróunarstigi sem einstök lönd eru, verður að líta á hina félagslegu hjálp sem ómissandi þátt í allsherjar átaki þjóðfélagsins tiil að bæta lífskjörin, skapa félagslegt rétt læti og betri lifsskilyrði. Enn fremur ber að veita hinum mannlega þætti í þróuninni full komna viðurkenningu. Ráðherrafundurinn lagðl áherzlu á, að það væri fyrst og fremst skylda hverrar rík isstjórnar að tryggja, að félags leg velferð í sínum margvís legu myndum væri snar þátt ur í þeim allsherjaráætlunum sem gerðar væru. Ríkisstjórn um bæri að sjá til þess, að allir þegnar ættu jafnan og óskoraðan rétt til félagslegra hlunninda. Fundurinn, sem var settur 3. september af U Thant fram kvæmdastjóra Sameinuðu þjóð anna, var sóttur af fuljtrúum og áheyrnarfulltrúum 96 rík isstjórna, þ. á. m. 61 ráðherra. Meðal þátttakenda, sem voru samtals 350, voru einnig full trúar og áheyrnarfulltrúar sér stofnana Sameinuðu þjóðanna og ýmissa óopinberra stofn- ana., Ályktanir fundarins voru stíl aðar til ríkisstjórna, Samein uðu þjóðanna og annarra al- þjóðastofnana sem fást við fé- lagsleg velferðarmál. Skýrsla ráðherrafundarins verður lögð fyrir 23. Allsherj arþingið, sem er nýbyrjað, og verður síðar rædd í smáatrið- um af Félagsmálanefnd þings ins og af Efnahags- og félags málaráðinu. Fundurinn lagði til að efnt yrði til nýrra funda — annað hvort með þátttöku allra ríkja eða tiltekinna svæða — í því skyni að fylgja málinu eftir. þegar tími þætti til. Fundurinn, hinn fyrsti sinnar tegundar á veg um Sameinuðu þjóðanna, var haldinn að tilhlutan Efnahags og félagsmálaráðsins, sem hvatti til hans í ályktun í júlí 1966. Þá niu daga sem fundurinn stóð yfii voru rædd fjögur meginmál: félagsleg velferð innan ramma bróunarinnar í hverju einstöku ríki. ábyrgð ríkisstjórna á félagslegri vel ferð. spurningin um starfs- mannaþört í sambandi við fé- lagsmáiastörf og loks alþjóð legt samstarf um félagslega hjálp. Til að auðvelda störf srn kaus fundurinn fjórar tækni nefndir til að semja tillögur um hvert hinna fjögurra megin mála. Meðan þessar nefndir störfuðu fyrir luktum dyrum, áttu sér stað almennar umræð ur á fundioum, áður en síkýrsl ur nefndanna voru iagðar fram og ræddar. Félagsleg velferð sem liður í þróun einstakra ríkja. Meðail tillagna fundarins um þetta efni má nefna þessar: — Allsherjarþróun verðui fortakslaust að fela í sér félags lega velferðarstarfsemi, sem stuðlað geti að því að tryggja að áætlanagerð og stefn-a hvers lands svari til þarfa og óska þegnanna, sem geti án þarf lausra tafa dregið úr verstu félagslegu vandræðum, sem komið geti í veg fyrir frekari félagslega sundrung og sem geti komið til leiðiar jafnri skiptingu þeirra gæða sem eru ávöxtur hinna einstöku þátta í þróuniimi. — Veita verður hlutverki fé- lagslegrar velferðar fulla viður kenningu. Hún stuðlar að því að þroska mannlega hæfileika, vekja áhuga fólks á að bæta kjör sín og samfélagsins og að tryggja félagslegar framfarir enn frekar. — Taka verður fullt tillit til þeirrar menningarlegu og fé- lagslegu þátta sem þegar eru fyrir hendi. þegar ákveða skal hvernig hinum félagslegu þörf um verði bezt fullnægt og þeg ar finna skal að hvaða marki beri að samræma félagslega vel ferð öðrum þáttum félagsmál anna t. d. heilbrigðismálum og almannatryggingum. Ábyrgð ríkisstjórna. Fundarmenn voru samdóma um nauðsyn þess, að ábyrgðin á félagslegri velferð ætti ó- véfenájanlega að hvíla á rík isstjórn hvers lands, hvort sem hún væri öll hjá einu ráðu- neyti eða henni væri skipt milli margra ráðherra. Mælt var með eftirtöldum atriðum: — Það er í verkahring rík- isstjórna að leggja fram þá forustu, sem safnað geti til sameiginlegs átaks leiðtogum þjóðar og sveitarfélaga, óopin berra stofnana og öllum al- menningi í því skyni að efla félagslega velferðarviðleitni. — Gefa skal sérstakan gaum, bæði innan einstakra ríkja og á alþjóðavettvangi, þeim rann sóknum sem gera verður varð andi áætlanagerð, framkvæmd og mat á stefnunni sem fylgt er. — Það er skylda þeirra sem hafa á hendi stjórn hinna félags legu velferðarmála að máta stefnu sína og áætlanir þannig, að þær svari til síbreytilegra aðstæðna og þarfa, og að örva þegnana tii að taka þátt í fram kvæmd áætlana. Þörfin á starfsliði. Með tilliti til þarfar íj starfs Framhald S bls. >5. J

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.