Tíminn - 03.10.1968, Qupperneq 9

Tíminn - 03.10.1968, Qupperneq 9
FIMMTUDAGUR 3. október 1968. Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. Framikvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Xndriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karisson. Auglýs- ingastjóri: Steingrímur Gíslason. Ritstjórnarskrifstofur í Eddu- húsinu, símar 18300—18305. Skrifstofur: Bankastræti 7. Af- greiðslusími: 12323. Auglýsingasími: 19523. Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 130,00 á mán. innanlands. — f lausasölu kr. 8.00 eint. — Prentsmiðjan Edda h.f. Agæt ráðstefna Eins og kunnugt er af fréttum blaðsins, efndi fram- kvæmdastjórn Framsóknarflokksins til ráðstefnu um síðustu helgi, og var hún haldin á Selfossi og stóð tvo daga. Til ráðstefnunnar voru boðaðir fulltrúar frá kjör- dæmissamböndum flokksins, alþingismenn og nokkrar aðrar nefndir og aðilar að starfi flokksins. Skipulags- ráð flokksins, sem unnið hefur mikið og gott starf und- anfarin missiri, undirbjó ráðstefnuna að verulegu leyti og lagði fyrir hana ýmsar tillögur og hugmyndir, sem það hefur unnið að að undanförnu en ekki afgreitt enn eða lagt fram sem fullmótaðar ályktanir um breytingar á skipulagi og starfi flokksins. Ekki var ráð fyrir því gert að ráðstefnan afgreiddi n^inar ályktanir um þessi mál, heldur ræddi þau og menn vörpuðu fram nýjum hug- myndum, sem skipulagsráð og framkvæmdastjórn gæti síðan athugað og lagt fyrir miðstjórn og flokksþing. Ráðstefnan var mjög vel sótt og komu til hennar lang- flestir, sem boðaðir voru. Umræðurnar urðu mjög miklar og almennar, og komu fjölmargar nýjar uppástungur fram um breytingar í starfi og skipulagi flokksins og félagsdeilda hans. Fulltrúar skýrðu frá reynslu sinni og starfi, hver í sínu kjördæmi eða heimabyggð, og var ljóst, að víða á sér stað mjög þróttmikið félagsstarf á vegum flokksfélaga. Á ráðstefnunni létu ungir menn mjög að sér kveða og höfðu margt nýtt til málanna að leggja. Sú skoðun var yfirgnæfandi hjá ræðumönnum, eldri sem yngri, að Framsóknarflokkurinn sem aðrir flokkar þyrfti ýmissa breytinga við í skipulagi og starfi, sú þróun þyrfti að vera sífelld, en ástæða til ýmissa nýjunga væri sérstak- lega rík nú eftir stjórnmálaþróun síðustu ára. Það er að sjálfsögðu mjög eðlilegt, að skipulag flokka, sem upphaflega var miðað við gerð þjóðfélagsins fyrir þrem áratugum, eigi ekki við lengur að öllu leyti- Með ráðstefnunni á Selfossi náðist góður áfangi til undirbúnings þeim breytingum og endurnýjun, sem Framsóknarflokkurinn vinnur nú markvisst að og mun síðan smátt og smátt verða ráðið til lykta og koma til framkvæmda. Dularfullt hvarf Undanfarna daga hefur Morgunblaðið skrifað mikið um þing ungra Sjálfstæðismanna og lýst fjálglega glæsi- leik þess og fjölmenni. Á setningardag þingsins var frá því skýrt að tvö hundruð fulltrúar sætu þingið, en það var heldur lægri tala en framkvæmdastjóri samtakanna hafði gefið upp nokkrum dögum áður. Á þriðjudag var greint í Morgunblaðinu frá atkvæðagreiðslum á þingi ungra Sjálfstæðismann um þjóðstjórn, almennar kosn- ingar, áframhaldandi stjórnarsamvinnu og önnur höfuð- viðbrögð Sjálfstæðisflokksins í vandamálum þjóðarinn- ar. í þessum kosningum tóku þátt aðeins 100 fulltrúar. Sú spurning hlýtur því að vakna, hverjar ástæður lágu til þess, að fulltrúum á þessu þingi ungra Sjálfstæðis- manna fækkaði allt í einu um helming. Voru fréttirnar rangar í upphafi og gortið of mikið? Hvert hurfu hinir hundrað, sem á vantaði? Var þingið virkilega svo leið- inlegt, að helmingur fulltrúa hafði farið burt, þegar svc örlagaríkar kosningar fóru fram? Eða voru kosningarn- ar hespaðar af í fjarveru helmings þingfulltrúanna? Hvarf hinna hundrað af þingi ungra Sjálfstæðismanna er með dularfyllri atburðum í íslenzkum stjórnmálum síðustu vikurnar. TIMINN I Útdráttur úr skýrslu U Thants: Stórveldin eiga að leita til ðryggisráðsins með vanda sinn Nokkur árangur hefur orðið af viðleitni til að draga úr kjarnorkuvígbúnaði, en betur má ef duga skal. ÞAÐ hefur ævinlega hi-yggt mig sem framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, — og síð ur en svo að ástæðuiausu — þegar aflsmunar hefur verið neytt til þess að leiða milli- ríkjadeilu til lykta, enda er slíkt atferli í beinni mótsögn við stofnskrá Sameinuðu þjóð- anna og hlýtur að hamla gegn því, að á komist sú heimsskip- an, sem byggist á lögum og rétti en ekki hernaðarmætti. Af þessu leiddi auðvitað, að ég harmaði þær aðfarir Sovét- manna og fjögurra bandaríkja þeirra í Varsjárbandalaginu, að senda hersveitir inn í Tékkó- slóvakíu í síðastliðnum ágúst- mánuði. . . í Tékkóslóvakíu neytti ann- að höfuðveldið yfirgnæfandi herafla gegn smáríki, sem sýndi þó málstað þess fulla hollustu, og naut þar á ofan aðstoðar fjögurra bandalags- þjóða sinna við þennan verkn- að. Afleiðinga þessarrar skefja lausu hervaldsbeitingar gætti um allan heim og olli óvissu, vonleysi og öryggisleysi. Sameinuðu 'þjóðirnar veittu ríkisstjórn Tékkóslóvakíu ein stakt tækifæri til að flytja mál sitt í áheyrn alls heimsins á vettvangi Öryggisráðsins. Af þessu leiddi eins og kunnugt er, að ríkisstjórn Tékkóslóvak- íu fór fram á að Öryggisráð- ið tæki málið út af dagskrá og hætti að fjalla um það. ÞAÐ er vissulega uggvekj- andi ábending um ískyggilegt ástand í alþjóðamálum að höf- uðveldi skuli grípa til hernað- aðaraðgerða til að koma í veg fyrir aukið frjálsræði í stjórn smáríkis eins og Tékkóslóvak- íu, eða vegna innanlandsó- eirða hjá smáríki, eins og raun in varð um Dominikanska lýð- veldið. f báðum tiifellum töldu þeir, sem ráðstafanirnar gerðu að þær væru nauðsynleg sjálfs vörn, en skeyttu ekkert um landamæri. Svo virðist sem þeir aðilar. er hlut áttu að máli í Tékkó- slóvakíu, hafi náð samkomu- lagi um brotthvarf hins er- lenda hers smátt og snjátt. Ég vona innilega, að við þetta samkomulag verði staðið svo fljótt sem framast er kostur. Það hlyti að stuðia að gagn- kvæmri velvild og verða friði og öryggi til framdráttar. Engu að síður eru horfurn- ar skuggalegar fyrir smáríkin í heiminum, sem eru vanmátt- ug hernaðarlega.. — en það er yfirgnæfandi meirihluti allra ríkja, — ef bau geta ekki gert sér vORÍr um að ráða sínum eigin málum nema með þvi móti að aðhafast ekkert. sem valdið geti óánægju öflugs ná- granna. á þeim friðarvilja, ásamt hug- rekki og öryggi í gfthöfnum, sem einn getur tryggt ríkis- stjórnum það aðhald í orðum, stefnu og athöfnum, sem nauð synlegt er til þess að koma í veg fyrir sívaxandi ótta og haettu. í þessu efni hef ég í huga ákveðnar stefnur og athafnir, sem ég held að gætu komið í veg fyrir að óbætanlegt tjón verið unnið á sambúð Austurs og Vesturs, og aukið mannkyn inu von á þann hátt. Forðast ætti af fremsta megni þá augljósu freistingu, að nota atburðina í Tékkósló- vakíu sem átyllur til aukinnar kjarnorkuhervæðingar. Slík framferði yrði aðeins til þess að auka á brjálæði þess kapp- hlaups, sem nú ríkir í fram- leiðslu kjarnorkuvopna. . . Ég held einnig að úr spenn unni dragi ef bæði Atlantshafs bandalagið og Varsjárbanda lagið fórðast að nota atburð- ina í Tékkóslóvakíu sem átyllu til eflingar herstyrks sínum í þeim mæli, að bandalögin valdi beinni árásarógnun, í stað þess að vera einvörðungu til varna. HEIMURINN þarfnast þess nú sárlega að horfið sé frá þeim úreltu og háskalegu að- förum að reyna að glíma við vandann á sjöunda tug aldar- innar með hnefaréttinum, sem ástundaður var á árunum milli 1930 og 1940. Kominn er svo sannarlega tími til, að hin öfl- ugu herveldi geri sér ljóst, að sá yfirgnæfandi herstyrkur, sem þau treysta fyrst og fremst á Annar hluti L ,MÉR virðist svo sem nú sé brýnni þörf en nokkru sinni og eru fljót að grípa til, er í eðli sínu alvarlegur og viðvar- andi háski. Sé honum beitt óskynsamlega veldur hann tjóni á dýrmætasta eiginleika þjóðarinnar sjálfrar, eða sið- ferðislegu valdi hennar . . Ofurveldin tvö hafa í raun og sannleika í hendi sér lykil- inn að friði í heiminum. Litl- ar styrjaldir, eða styrjaldir smá rikja, er unnt að halda áfram að heyja meðan ofurveldin ógna ekk! með hinni miklu, endanlegu styrjöld, — kjarn- orkustyrjöldinni. Þegar á allt er litið er ekki um neinn .traustan grunn und- ir heimsfAði að ræða meðan höfuðveldin heimta að fá að grípa til hernaðaraðgerða í sér hvert sinn, sem þau þykjast sjá öryggi sínu ógnað. Og því skyldu þau ekki leita með ótta sinn og kvartanir um skert öryggi til Öryggisráðsins. eins og þau kreiíast að máttar minni ríki geri? ,ÞESSI leið reyndist farsæi i Kúbudeilunni og hún gæti einnig komið að notum í öðr- um tilfellum, þar sem friður- inn og hagsmunir stórveldanna eru í húfi. Ráðstefna 18 ríkja nefndar- innar um afvopnun og Alls- herjarþingið ætti að taka þau atriði til meðferðar af alvöru og einbeitni, sem brýnust eru og mest veltur á að um ná- ist samkomulag hið allra fyrsta. Víðtækur samningur um til- raunabann er eitt þessara at- riða. Enginn efi er á því, að samningur um bann við hvers konar tilraunum með kjarn- orkuvopn er æskilegasta fram- haldið á samningnum um bann við útbreiðslu kjarnorkuvopna. Eins og raun ber vitni sýnir inngangur samnings frá 1963 um bann við tilraunum með kjarnorkuvopn í andrúmsloft- inu, neðansjávar og í geimn- um eindreginn, yfirlýstan vilja þeirra, sem hlut áttu að máli, til að reyna að koma í veg fyrir allar tilraunasprengingar kjarnorkuvopna um alla fram- tíð. Framfarir í könnun og greiningu jarðhræringa hafa ennfremur dregið svo úr tor- merkjunum á að sanna spreng- ingar, að algert bann ætti að vera viðráðanlegt í fram- kvæmd . . . ÞRÁTT fyrir takmarkaðan árangur. seip náðst hefur í af- vopnun síðast liðinn áratug, er hættan enn yfirvofandi. Kjarn- orkuvopnabirgðir stórveldanna aukast enn. Framþróun og notkun eldflaugavarnakerfa hvetur til hraðfara breytinga á tækni - við eldflaugaárásir. Möguleikar á hernaðarnotkun hafsbotnsins utan þeirrar lög- sögu, sem nú tíðkast, veldur auknum áhyggjum. Ný líffræði leg og efnafræðileg' vopn eru framleidd og reynd í vísinda- legum rannsóknarstofum. Að því er varðar kjarnorku- tæki er yfirlýstur vilji bæði Bandaríkjamanna og Sovét- manna tR að hefja viðræður, er miði að takmörkun og úr- drætti bæði kjarnorkuvopna til árása og varnakerfa gegn eld- flaugum, verulega til hug- hreystingar og vekur vonir um framför En ekki lýsti raunsæi að vanmeta þá erfiðleika, sem < sigrast verður á. ENDA þótt að játa beri, að nokkur árangur hafi orðið af viðleitni til afvopnunar á kjarnorkusviðinu, virðist mér sem annarri hlið afvopnunar- málanna hafi verið of lítill gaumur gefinn á umliðnum ár- um. Ógnun k.iarnorkuvopn- anna hefi; dregið-athyglina frá hinum efnafræðilegu og líf- fræðilegu vopnum . . . Heita má að öll ríki geti veitt sér þessi vopn. þar á meðai smá- ríki og hir vanþróuðu ríki, þar sem þau er unnt að framleiða Framhald á bls 15

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.