Tíminn - 09.10.1968, Qupperneq 5
Justin de Villeneuve, um-
boðsmaður beinasleggjunnar
Twiggy hefur nú hitt fyrir
nýja stúlku. Twiggy er samt
sem áður ekkert afbrýðisöm.
Reyndar segir hún um hina
nýju stúlku Jutstins að hún sé
svo „feimin og yndisleg“.
Sú sem þrengir sér þannig
á milli Twiggy og Justin er
Oilivia nokkur Hussey, 17 ára
gömul leikkona sem hefur leik
ið Júlíu í „Romeo og Júlía“
undir stjórn Zefferellis hins
ítalska. Og það ku eklkert róm
antísikt vera við þetta samband
hennar og Justins, einungis við
skipti, því Olivia hefur falið
Justin að sjá um framtíðina fyr
ir sig. Héðan í frá á maðurinn
sem gerði Cockney-skóiastúlkuna
Leslie Hornsey að frægustu sýn
ingarstúlku í hcimi,, að auglýsa
leikkonu. Og Olivia segist
treysta Justin fullkomlcga, því
hann sé öðruvfsi en aðrir um-
boðsmenn, nefnilega vingjarn-
legur og þolinmóður.
Olivia hitti Twiggy í fyrsta
siun fyrir tveim mánuðum, og
Twiggy sagði: „En hvað hún
er feimin og taugaóstyrk". Og
fljótlega urðu þær hinar beztu
vinbonur.
Justin kveðst þess fuflviss að
★
/ ★
*
»
..... ... .,
Kiy/Miw.':
Anthony Quinn, þykir mörg
um stórbrotinn leik*ri. Hér á
landi er hann eir#am þekktur
fyrir hlutverk sín í myndunum
„Grikkinn Zorba“ og „Byssurn kvikmyndatöku og spjallar við
ar i Navarone". Á meðfylgjandi tvo syni sína þá Daniele og
mynd sjáum við hvar meistar Francesco.
inn hefur tekið sér hlé frá
hann verði farinn að græða pen
inga á Oliviu eftir um það bil
eitt ák, þangað til verður hann
að látá sér nægja að lifa á
því sem Twiggy gefur af sér.
Twiggy hefur nú verið boðið
hlutverk í kvikmynd, og auðvit
að á Justin að leika í myndinni
lika. Framleiðandi myndarinnar
verður George Dunning, sem
gerði „Yellow Submarine“ fyrir
Bítlana, en þessi mynd hans á
að vera ævintýramynd.
Þúsundir íþróttamanna og
ferðamanna streyma nú til
Mexí'kóborgar alls staðar a'ð úr
. veröldinni. Og Mexíkanar sjálf
ir skunda til höfuðborgar sinn
ar í þeim tilgangi að sjá með
eigin augum mesta íþróttavið-
burð aldarinnr í Mexílkó. En
ibúar Mexíkólborgar efna þús-
undum saman til mótmæla og
krefjast au'kins frelsis sér til
handa. Þar eru stúdentar
fremstir í flokki. Og á meðan
iþróttafólkið nýtur hins alþjóð
lega andrúmslofts í olympíu-
bænum og lætur fara vel um
sig, standa hermenn á verði
og gæta þess, að ekkert utan-
aðkomandi verði til að bregða
skugga á brosandi andlit í-
^þróttakappanoa.
Svíar eru vœst akmennt taldir
eiga heimsmeit í því að gera
djarfar kynlífskvikmyndir, og
ber þá einna hæst hinar marg-
umtöluðu myndir Vilgot Sjö
mans „Ég er forvitin, gul og
„blá“. En sú „gula“ varsýndihér
í Stjörnubíói fyrir stuttu og
blöskraði margri gamalli konu,
en hætt er við að sittihvað al-
varlegt eigi eftir að koma fyrir
ef vandlætingarpostular gera
sér tíðförult að sjá þá kvik-
mynd sem nú er bvað mest
rædd í Sviþjóð. Hér er sem
sé um nýtt heimsmet að ræða.
Myndir Vilgot Sjömans verða
eins og barnaleikur í saman-
burði við „Sem naíktir vindar
hafsins“ sem „Swedish film-
production" lætur gera undir
stjórn Gunnars Höglunds. Hand
ritið er unnið eftir skáldsögu
Gustav Sandgrens.
Svissneskt fyrirtæiki er um
þessar mundir a@ setja „kjöt
lausa steik“ á markaðinn. Steik
in er gerð úr sojahveiti og fram
leiðendur fullyrða að hún inni
haldi eggjahvítuefni og reynd
ar 911 efni sem þurfa a® vera
í ekta steik fyrir nokkra aura.
Steikin er framleidd í litlum
brúnum bitum og þarf að sjóða
þá í um það bil fimmtán mín-
útur. Fólk sem hefur bragðað
hinn iiýja rétt segir að hafi
hann verið soðinn lengi þá bragð
ist hann reyndar pínulítið eins
og nautakjöt, og hamborgararn
iir verða ekki sérlega vondir ef
þess er gætt að nota mjög mik-
ið af tómatsósu.
Borgarbúum f jölgar stöðugt í
heiminum. Tölfræðimeistarar
Évrópuráðsins hafa gefið út
skýrslu þar sem segir meðal
annars að árið 1800 hafi fimm-
tíu borgir um allan heim haft
meira en hundrað þúsund (100.
000) ibúa. Núna eru þesesar
borgir orðnar fleiri en níuhundr
uð.
„Af festu og öryggi"
Forustugrein Mbl. í gær ber
yfirskriftina „Af festu og
öryggi“. Greinin fjallar um við-
ræður stjónmálaflokkanna og
lýkur henni á þessa leið:
„Skrif stjórnarandstöðublað-
anna að undanförnu um þess-
ar viðræður benda ekki til þess
að mikil heilindi séu hjá þeim
mönnum, sem að slíkum skrif
um standa. Þvaður um „gjald-'
þrot“ og „uppgjöf“ stuðlar ekki
að jákvæðum árangri í þessum
viðræðum. Og það skyldu menn
gera sér alveg ljóst, að ríkis
stjórn Sjálfstæðisflokks og Al-
þýðuflokks mun leggja fram
sínar tillögur til lausnar hinum.
gífurlegu vandainálum, seni að
þjóðarbúinu steðja og fvlgja
þeim fram, þótt stjórnarandstað
an fáist ekki til samstarfs.
Þessi ríkisstjórn hefur jafnan
brugðizt við hverjum vanda,
sem upp hefur komið af öryggi
og festu, gagnstætt' fálmi og
stefnuleysi stjórnarandstöðunn-
ar og á þeim vinnubrögðum rík
isstjórnarinnar verður engin
breyting nú.“
Svo mörg eru þau orð Mbl.
En væru atvinnuvegirnír komn
ir að stöðvun eftir langvarandi
hallarekstur, ef „festa og
öryggi“ hefði einkennt störf
ríkisstjórnarinnar? Og hví
skyldn ungir Sjálfstæðismenn
krefjast kosninga nú, ef þeir
tryðu á „öryggi og festu“ rík-
isstjórnarinnar?
Tillögur ríkis-
stjórnarinnar
Anuars er það athyglisverð-
ast í framanbirtri klausu úr for
ustugrein Mbl. að þvi er haldið
þar fram, að ríkisstjórnin „mun
leggja fram sínar tillögur til
lausnar hinum gífurlegu vanda
málum og fylgja þeim fram,
þótt stjómarandstaðan fáist
ekki til samstarfs.“ En fyrst
ríkisstjórnin virðist þannig
hafa tiUögur sínar tUbúnar,
lxvers vegna leggur hún þær þá
ekki fram! Eftir hverju er ver
ið að bíða? Er það kannske ekki
aðkaUandi, að vandmálin verði
leyst sem fyrst? Hvað er það,
sem hér dvelur Orminn ianga?
Hingað til hefur ríkisstjórnin
tafið viðræður stjórnmálaflokk
anna með því að láta gagna-
söfnunina dragast á langinn.
Þetta hefur aðaUega verið
skýrt þannig, að ríkisstjórnin
hefði tUlögur sínar ekki tilbún
ar. Nú segir Mhl. annað. Þess
verður þá vonandi ekki langt
að bíða, að ríkisstjórnin sýni
tiUögumar. j
Leikaraskspur?
Annað er einnig athyglisvert
í áðurbirtri klausu Mbl. Blaðið
segir, að stjórnin hafi sínar til-
lögur og muni framkvæma þær,
hvað sem stjórnarandstaðan
geri. En tU hvers era stjórnar-
flokkarnir þá að kveðja stjórn
arandstöðuna til viðræðna? Er
henni aðeins ætlað að segja já
og amen við tillögum ríkis-
stjórnarinnar? Annars komi
ekki sanxstarf til greina. Það
væii ekki ófróðlegt að fá þetta
upplýst, því að sé þetta rétt,
hefur tilgangur stjórnarflokk-
anna aldrei verið annar en hel-
ber leikaraskapur.