Tíminn - 09.10.1968, Blaðsíða 8
8
TIMINN
MIÐVIRUDAGUR 9. október 1968.
Breiðholtsframkvæmdirnar hafa
iamað starf annarra byggingaaðila
AK, Rvik, 7. okt. — Á fundi
borgarstjórnar Reykjavíkur s. 1.
fimmtudag urðu nokkrar umræð
ur um skuld borgarinnar við Bygg
ingafélag verkamanna eða bygg-
ingasjóð verkamanna svo og bygg
ingar borgarinnar vegna fyrir-
spurnar Einars Ágústssonar, borg
arfulltrúa Framsóknarflokks-
ins um það, hve skuld borgar-
sjóðs við byggingasjóð verka-
manna væri nú mikil.
Geir Hallgrímsson, borgarstjóri
svaraði fyrirspurninni og sagði að
skuldin hefði verið bókfærð 1. okt.
s.l. 8,8 millj. kr. en hefði verið
10,6 millj. um síðustu áramót.
Kvað hann skuldina að vísu all-
mikla, en hún hefði þó farið held-
ur lækkandi síðustu misseri, 'og
kvaðst hann vona, að framhald
yrði á þvi.
Einar Ágústsson þakkaði borg-
arstjóra svörin og kvaðst líta svo
á, þar sem borgarstjóri hefði
e kkert tekið fram um það, að eft
ir væri að bókfæra og bæta skuld
borgarinnar við byggingasjóð
verkamanna framlagi borgarinn-
ar til sjóðsins samkvæmt fjárhags
áætlun á þessu ári, og væri svo
skuld borgarsjóðs um 13,6 millj.
kr. og hefði þá hækkað um 3
millj. á árinu en ekki lækkað.
Að vísu væri sér ekki kunnugt um,
hvenær borgarstjóri teldi borgar-
framlagið gjaldfallið á árinu, en
óeðlilegt væri að gjaldagi þess
væri talinn síðar en í október-
byrjun hvers árs, þar sem þá væri
aðalbyggingatími ársins liðinn.
Kvaðst Einar telja það mjög
slæmt, að borgarsjóður skyldi
verða að skulda byggingarsjóði
verkamanna svona háar fjárhæðir
en það mundi baka Byggingarfé-
lagi verkamanna mikla örðugleiks
og með hliðsjón af húsnæðisþörf
alþýðufólks væri full ástæða til að
gera ekki þessu félagi erfiðara
fyrir um byggingu þeirra íbúða,
sem það hefur bolmagn til að
reisa, eða tefja framkvæmdir
þess.
Seinagangur hjá borginni.
Einar minnti á í þessu sam-
bandi, að borgin sjálf hefpi eng-;
ar íbúðir byggt síðan háhýsi við
Kleppsveg lauk, og væri nú orðið
alllangt tímabil, sem borgin sjálf
hefði ekkert leyst úr bygginga-
þörfum almennings. Hins vegar
Heldur borgin byggingafé fyrir Bygg-
ingafélagi verkamanna? — Athyglls-
verðar umræður í borgarstjórn
hefði borgin verið þátttakandi í
Breiðholtsáætlun með ríkinu, og
sætt sig við það, að borgaríbúð-
irnar þar rækju lestina í bygg-
ingaframkvæmdum, og þótt allar
aðrar íbúðir í fyrsta áfanga þar
væru tilbúnar, hefði 'borgarstjóri
upplýst, að enn væri nokkuð í
land, að borgaríbúðunum þar lyki
og mundi það dragast eitthvað
fram á næsta ár.
Einar kvaðst efast um, að það
hefði verið heppilégt, eins og
reynslan hefði sýnt að fela allar
íbúðabyggingar borgarinnar for-
sjá framkvæmdanefndar Breið-
holtsáætlunar. Vera mætti, að
varla ætti við að halda uppi gagn-
rýni á framkvæmdanefndina
á vettvangi borgarstjórnar, en
hann kvaðst minnast þess, að
gagnrýni á störf framkvæmda-
nefndarinnar hefði fyrst komið
fram hjá Framsóknarmönnum og
þá verið talin stafa af öfund, þar
sem Framsóknarmenn ættu eng-
an fulltrúa í nefndinni, og hefðu
flestir borgarfulltrúar annarra
flokka tekið í þann streng. Nú
virtust fleiri taka undir þá gagn-
rýni, og væri ekki talað um öf-
und.
Einar kvaðst vilja rifja upp, að
í reglugerð fyrir áætlun þessa
hefði verið talað um, að fram-
kvæmd bygginga yrði falin viður-
kenndum byggingaverktökum á
sama keppnisgrundvelli með víð-
tækum útboðum. Síðan fór fram-
kvæmdanefndin fram á það, að
borgarstjórn samþykkti fyrir sitt
leyti að horfið yrði frá útboðs-
reglum í verulegum atriðum. Bent
um við Framsóknarmenn á það,
að þessi leið væri mjög varhuga-
verð, og rökstuðningur fram-
kvæmdanefndarinnar fyrir þess-
ari breytingu væri mjög hæpinn.
Mundi vera réttara að beita sér
fyrir samsteypu tveggja eða fleiri
verktaka, er gætu boðið í stór
verk. Við töldum, sagði Einar að
Einar Ágústsson
framkvæmdanefndin varpaði með
þessu rýrð á gildi útboðsfyrir-
komulags og hún tæki á sig á-
hættu með því að hverfa frá þessu
fyrirkomulagi.
Þessum röksemdum okkar var
algerlega hafnað, sagði Einar. og
borgin samþykkti fyrir sitt leyti,
að framkvæmdanefndin semdi við
einstaka verktaka um framkvæmd
ir en byði þær ekki út.
Nú er nýtt hljóð í strokknum
Nú er nokkur tími liðinn, sagði
Einar, ýmsum framkvæmdum lok-
ið, og þá bregður svo við, að
fleiri aðilar gagnrýna þetta. í for-
ystugr. Morgunblaðsins fyrir
nokkrum dögum hefði verið sagt
um þetta:
„Löng reynsla er af því, að
framkvæmdir á vegum hins opin-
bera verða dýrari en þær, sem
gerðar eru á vegum einstaklinga.
Breiðholtsframkvæmdirnar hafa
notið stuðnings og velvilja alls al-
mennings, en ljóst er, að fram-
kvæmdanefndin verður að draga
réttar ályktanir af þeirri reynslu,
sem hún hefur öðlazt. Eðlilegast
virðist að framkvæmdir á vegum
SjómannastarfíB á ísafírði
„Svífur að hausti, og svalviðrið
gnýr“ Þannig kvað skáldið eitt
únn að afliðnu sumri, sól var far-
n að lækka á lofti, skammdegið
íálgaðist og allra veðra var von.
Þetta er saga sem endurtekur sig.
Fáir reyna svo hin snöggu um-
skipti íslenzkrar veðráttu sem
ijómennirnir. í skammdegismyrkri
og hríðarbil verða þeir oft að
íeyja hina hörðu baráttu á haf-
nu. Þegar til hafnar er komið
oarfnast þeir því mest hvíldar.
>eir sem ná til heimila sinna,
íjóta samverunnar með ástvinum
iímum, en þeir eru margir sem
Jru í fjarlægri höfn, og hvar hafa
oeir athvarf?
Sjómannaheimilin eru til þess
ið greiða götu þessara manna og
íjálpa þeim á margvíslegan hátt.
Því miður stöndum við íslending
ar langt að baki nágrannaþjóðum
okkar að þessu leyti, þó við á
mörgum sviðum öðrum, séum í
kapphlaupi við þær, og stöndum
þeim framar í sumum greinum.
Þetta stafar af meiri Kristilegum
áhuga þessara þjóða, því öll þessi
heimili eru rekin á Kristilegum
grundvelli, og starfsemin í heild
born uppi af Kristnu áhugafólki.
Ég hefi oft áður vakið máls á
þessu, og bent á nauðsyn slíkra
heimila hér á landi, og vonandi á
þetta eftir að breytast til hins
betra. Engir finna þetta betur en
sjómennirnir sjálfir. enda kom
fram eindregin ósk um þetta á
síðasta sjómannásambandsþingi.
Að þessu sinni ætla ég sérstak
lega að minnast á éinn þátt þess
arrar starfsemi, Jólagjafir til sjó-
manna sem fjarri eru ástvinum
sínum um jólin, þá hátíð sem allir
Vilja helst vera heima. Margur sjó
maðurinn verður þó stöðu sinnar
vegna að neita sér um þetta.
í Noregi og Danmörku er mér
kunnugt um að snemma á vorin
og fram eftir vetri berast gjafir
til sjómanna-heimilanna í þessu
skyni. Víðsvegar í bæ og byggð
eru starfandi kvenfélög og sauma
klúbbar, sem vinna að þessu bæði
með því að safna fé til starfsins
og svo vinna konurnar sjálfar ým
iskonar efni : jólapakkana. Trúað
ar konur senda oft línu með I
pakkanum til hins „óþekkta sjó-
manns“ og skýra frá persónulegri
Framhaid a bls 15
hennar verði boSnar út og þann-
ig stuðlað að því að upp rísi stór
ir og öflugir byggingaaðilar".
Hér er það ekki Framsóknar-
öfundin, sem stýrir penna, held-
ur Morgunblaðsmenn, sagði Ein-
ar.
„Einhæf og misheppnuð tilraun".
En það er fleira en þetta, sem
borgarstjórn hefur fjallað um í
sambandi vicj framkvæmdirnar í
Breiðholti, sagði Einar. Fram-
kvæmdanefndin ákvað að kaupa
tilbúin timburhús frá útlöndum,
en ég flutti þá hér í borgarstjórn
tillögu um að frá þessu yrði horf-
ið, en borgin beitti sér í þess stað
fyrir samningum við íslenzka
smiði um gerð timburhúsa og
taldi líkur til, að þeir gætu orðið
samkeppnishæfir við innflutt
hús. Þessari tillögu var alveg hafn
að, og lagðist Gísli Halldórsson
fulltrúi borgarinnar í fram-
kvæmdanefndinni sérstaklega
gegn henni með þunga og beitti
sérfræði sinni. Nú hafa þessi hús
verið flutt inn og reist, og nú
getur reynslan talað, sagði Einar.
Blaðamaður Mbl. hefði unnið að
sjálfstæðum athugunum á þessu
og Mbl segir um þetta:
„f öðru lagi var tilraunin með
innflutt hús mjög einhæf og mis-
heppnuð".
Einar spurði, hvort ekki hefði
þá verið skynsamlegra að semja
við íslenzka iðnaðarmenn, eins
og hann hefði lagt til. Atvinnu-
ástandið núna mælti a.m.k. ekki
á móti slíku. En fyrst hús voru
flutt inn hefði þurft að vanda
þessi útboð betur.
Átti að lækka byggingarkostnað-
inn.
Eitt af því, sem framkvæmda-
nefndin átti að gera samkvæmt
skipunarbréfi var að lækka bygg-
ingarkostnaðinn. Einar kvaðst
hafa haldið því fram og gerði
enn, að Húsnæðismálastjórn, sem
réð yfir húsnæði og starfsliði,
hefði verið fær um að standa
fyrir þessum framkvæmdúm, enda
var það lögbundið verkefni henn-
ar að vinna að lækkun byggingar-
kostnaðar. Sú ráðstöfun að setja
upp sérstaka nefnd með verkfræð
ingum og starfsliði öllu hlyti að
hafa aukið kostnað og óeðlilegt
væri að hafa tvær samhliða nefnd-
ir við sama verkefnið. Ég tel,
sagði Einar, að framkvæmda-
nefndin hafi ekki á þessi sviði skil
að árangri, sem vænta mátti. Á
þetta hefð hann verið að minna
af og til í borgarstjórn en ekki
fengið hljómgrunn, en nú hefði
hann fengið stuðning hjá Morgun
blaðinu eða þeim blaðamanni,
sem athugað hefði og skrifað um
Breiðholtsframkvæmdirnar. Nið-
urstaða hans væri sú, að verð í-
búðanna hefði farið töluvert fram
úr áætlun og sé hærra en vísi-
töluverð fjölbýlishúsa.
Einar kvaðst að vísu ekki hafa
samanburðartölur um bygginga-
kostnað frá Byggingafélagi verka-
manna. en hann vonaði, að með-
liimir framikviæmdanefndar Breið
holts, sem sæti ættu í borgar-
stjórn hefðu allar upplýsingar á
reiðum höndum og leiðréttu, ef
kostnaðurinn væri eitthvað skap-
legri en bláðamaður M!bl. héldi
fram. Einar kvaðst telja, að nokk-
ur hluti af kostnaði við íbúðir í
fyrsta áfanga í Breiðholti hefði
alls ekki verið reiknaður með'
verði íbúðanna þar, heldur færð-
ur yfir í næsta áfanga, og gæti
það verið eðlilegt, en gott væri
að fá hreina vitneskju um þetta.
Einar minnti á, að minnihluta-
flokkar í borgarstjóm hefðu flutt
tillögu um að skora á ríkisstjórn
ina að standa við þann hluta júní-
samkomulagsins svonefnda sem
fjallar um nýtt fjármagn til Breið
holtsframkvæmda, en það er rétt-
mæt krafa þeirra húsbyggjenda,
sem bíða eftir úrlausn hjá Hús-
næðismálastjórn, en hún er nú
verkefnalaus vegna fjárskorts.
Það er réttmæt krafa, að Húsnæð-
ismálastjórn verði skilað því fé,
sem tekið var af henni til bráða-
birgða og látið í Breiðholtsáætl-
unina. En meirihluti borgarstjórn
ar hefur ekki viljað standa að
slíkri áskorun.
Einar kvað illa farið, ef þessar
framkvæmdir skiluðu ekki þeim
árangri, sem vonazt hefði verið
eftir, en yrðu til þess að hefta
að mun starf byggingasamvinnn-
félaga og Byggingafélags verka-
manna og annarra aðila, sem
byggt hafa íbúðir fyrir almenn-
ing með góðum árangri og viðráð
anlegum kjörum.
Gísli Halldórsson tók til máls
á eftir Einari og reyndi að bera
í bætifláka fyrir framkvæmda-
nefnd Breiðlholts, minntist á
mikla erfiðleika og mikil bylting
hefði orðið síðan 1965.
Borgarstjóri viðurkenndi einn-
ig, að 4,8 millij. framlag borgar-
innar væri ekki talið með í skuld
borgarinnar við Byggingafélag
verkamanna, og er hún því 13,6
millj. um s.l. mánaðamót.
Einar Ágústsson talaði aftur
og kvað illt, er hann hefði gert
Sjálfstæiíisfulltrúunum eitthvert
rúmrusk með því að ræða þessi
mál, en svo virtist og teldu þeir
sig ekki tilbúna að rœða málið.
Það væri rétt hjá Gísla, að nú
væri um annað að tala en 1965.
Nú væri búið að byggja og hægt
að taia um raunhæfa hluti os
reynslu, en áður hefði verið talað
um áætlanir og ráðagerðir. Nú
væri kominn tími til að meta,
hvernig þær hefðu tekizt og stað-
izt. Hann kvað sér vera það fram-
andi kenningu, sem Gísli héldi
nú fram, að mannekla 1965 hefði
ráðið miklu um að ráðizt var í
þessar stórframkvæmdir. Það virt
ist sízt röksemd fyrir stórfram-
kvæmdum, þegar skortur váeri á
vinnuafli væri frekar ástæða til
þess að ráðast í stórframkvæmdir
enda mundi þetta *"era fyrirslátt-
ur einn, og ástæðan hefði verið
sú, að byggingakostnaður var orð
inn mjög hár, og verkalýðsféíög-
in vildu freista þess að lækka
hann og knúðu rikisvaldið til þess
ara átaka.
Einar sagði, að auðvitað væri
hægt að telja upp mörg atriði,
sem boðin hefðu verið út í Breið-
holti, en hitt væri stareynd, að
meginhluti og kjarni verksins
hefði ekki verið boðinn út. Nefnd
in hefði í þess stað viljað semja
við samsteypu, sem hún hefði
sjálf átt þátt í að búa til.