Tíminn - 09.10.1968, Síða 9

Tíminn - 09.10.1968, Síða 9
MIÐVIKUDAGUR 9. október 1968. TIMINN Q Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Auglýs- ingastjóri: Steingrímur Gíslason. Ritstjórnarskrifstofur i Eddu- húsinu, símar 18300—18305. Skrifstofur: Bankastræti 7. Af- greiðslusími: 12323. Auglýsingasími: 19523. Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 130,00 á mán. innanlands. — í lausasölu kr. 8.00 eint. — Prentsmiðjan Edda h. f. Markaðsmál í ólestri Þeir erfiðleikar, sem nú er við að etja, sölutregða og verðfall á afurðum okkar erlendis, hafa leitt huga fólks í æ ríkara mæli að skipulagi því og aðferðum, sem beitt hefur verið við sölu á útflutningsvörum okkar. Hver sem skyggnist um þessa dagana og leiðir hugann að þeim efnum, kemst óhjákvæmilega að þeirri niður- stöðu, að markaðsrannsóknir og markaðsleit íslendinga sé í ófremdarástandi. Einkum mun mönnum svíða, hve hörmulegur brestur hefur verið á opinberri forystu í þessum efnum síðustu árin, þegar þjóðinni var mest þörf á henni og meira bolmagn átti að vera fyrir hendi til átaka í þessum málum en nokkru sinni fyrr. Góðu árin átti að nota til að koma sér ve.l fyrir á mörkuðunum, afla nýrra og gera tilraunir til að auka útflutningsverðmæti sjávarvaranna með fjölbreyttari framleiðslu, sem sniðin væri að þörfum markaðanna og smekk neytendanna. En þótt þetta hafi verið vanrækt, hefði það þó átt að vera hin eðlilegu og sjálfsögðu viðbrögð af hendi íslenzku ríkisstjórnarinnar, þegar um tók að þrengjast á mörkuðum íslendinga erlendis, eftir hávirðisárin frá 1960—1965, að stórauka þá þegar með fjármagni og sérfræðiaðstoð, markaðsrannsóknir og markaðsleit og freista þess að vinna upp með þeim hætti eitthvað af því, sem var að tapast vegna harðnandi samkeppni frá öðrum þjóðum, sem kunna til verka í þessum efnum. Það er lögmál, sem allir eiga að þekkja, að þegar samkeppni harðnar, og framboð eykst á mörkuðunum, hefur sá aðilinn bezt í samkeppninni, sem ræður yfir mestri sölu- tækni, auglýsingum og aðlögun í framleiðslu að kröfum markaðsins, hins frjálsa markaðs, þar sem neytandinn í kjörbúðinni hefur úrslitaorðið. íslenzka ríkisstjórnin hafði ekki manndóm í sér til neinnar sóknar í markaðsmálum, þegar um þrengdist. Hennar viðbfögð voru aðeins þau að kveinka sér hástöfum um það, að markaðir brygðust og verðið lækkaði og þetta yrði að koma niður á þjóðinni með fullum þunga. Þjóðin ætti engra kosta völ. Hún yrði bara að bíða þangað til verðið hækkaði að nýju fyrir áhrif ýmissa afla, sem íslenzk ríkisstjórn hefði ekkert yfir að segja. Þessi ömurlega uppgjöf og vantrú á eigin frumkvæði var algjör, þótt segja megi með sanni, að ríkisstjórnin hafi verið hvött árum saman til aðgerða í markaðs- málum. Á mörgum þingum flutti Jón Skaftason tillögu um að gerð yrði víðtæk og raunhæf athugun á því, á hvern hátt efla mætti markaðsrannsóknir, sölustarf- Semi og markaðstilraunir í þágu atvinnuveganna. Þess- ari tillögu var ekki sinnt fyrr en rétt áður en kjósa átti til Alþingis og stjórnarþingmenn höfðu fundið, hve sterkan hljómgrunn hún átti með þjóðinni. En því miður var samþykkt tillögunnar aðeins til að svæfa málið í höndum ríkisstjórnarinnar Einhverjum ófullkomnum og ómerkilegum skýrslum var safnað frá íslenzku sendiráð- unum, og þessar skýrslur hafa svo legið í skúffum ríkis- stjórnarmnar og ekkert frekar aðhafzt svo orð sé á gerandi. Nú heimta málgögn ríkisstjórnarinnar að miklu meira sé gert í sölustarfsemi og markaðsleit og heimta það af samtökum atvinnuveganna, sem eru að komast í alger þrot í því efnahagskerfi, sem ríkisstjórnin hefur búið þeim, og hafa ekki bolmagn til neinna átaka í þessum efnum. Það verður ekkert gert í þessum málum nema til komi forusta ríkisvaldsins og það er nú krafa fólksins til þeirra, sem þjóðarbúinu eiga að stjórna, að skyn- samlegt og skipulegt átak verði þegar gert í markaðs- málunum. Walter Lippmann ritar um alþjóðamál: Ég trúi á „nýjan” Nixon og mun því greiða honum atkvæði mitt Demókratar eiga að tapa vegna misheppnaðrar stjórnar Johnsons. FJÖLMARGIR kjósendur eiga mjög erfitt um val í for setakosningunum þetta ár. Þeir eiga við að glíma tvær andstæð ar tilfinningar, annars vegar er óánægja þeirra með feril Johnsons og hins vegar andúð þeirra á því orði, sem af Nixon hefir farið. Kjósendum virðist sem þeir þurfi framar öðru að ákveða, hvorn þeirra þeir óttist meira. Þeir vildu gjarna eiga betri kosta völ og hyggja eftir þeim einkennum, sem gætu orðið þeim til leiðbeiningar. Tæki Hump-hery við, þar sem þeir Roosevelt og Kennedy hurfu frá ef hann yrði forseti? Mundi Nixon sem forseti framkvæma það, sem hann hótaði að gera hér áður fyrr, eða tækist honum ef til vill að koma á þeirri hægð og kyrrð, sem ríkti á valdatíma Eisenhowers? Kosn- ingabaráttan er á þennan hátt orðin að baráttu andstæðra minninga frá liðinni tíð og gagn stæðra hugmynda um framtíð ina. STARFANDI áróðursmenn Demókrataflokksins reyna að telja kjósendur á að trúa því, að Nixon hafi engum breyting um tekið síðast liðna tvo ára- tugi, og Humphrey sé óspilltur eftir þá raun, að þjóna hús bónda sínum og herra. Ég er/ farinn að halda, að spurningun um, sem við leggjum fyrir okk- ur sjálf, sé ekki unnt að svara, þar sem við hljótum að gera ráð fyrir, að báðir frambjóðend ur tækju því fram, sem ráða má af fortíð þeirra. Ég er sannfærður um, að við erum svo kvíðnir og teljum val ið svo skuggalegt, sem raun ber vitni, einmitt fyrir þær sakir. að við teljum þann vanda, sem næsti forseti á við að stríða, óleysanlegan á kjörtímabili hans. Til dæmis þyrfti meira siðferðisþrek en stjórnmála- mönnum er almennt gefið til þess að leiða Vietnam-styrjöld ina til lykta í samræmi við skyn samlega viðurkenningu þess veruleika, sem ríkir á megin- landi Asiu. Og viturleika — meiri en við getum gert ráð fyrir — þyrfti til að ákvarða á aðgengilegan hátt ábyrgð okkar og hagsmuni gagnvart umheim inum, og samræma niðurstöð una valdi okkar og áhrifum Til þess að þetta mætti takast, þyrfti mikinn stjórnmá'laspek- ing á borð við John Quincy Ad- ams til dæmis, en hann er hvergi sjáanlegur. EN erfiðleikarnir í utanríkis málunum eru ekki óviðráðan- Iegir, enda þótt að þf\r séu bæði torveldir viðfangs og hættulegir. Vandamálin heima fyrir eru hins vegar þess eðlis að þau eru ekki einu sinni ~fræðilega leysanleg á fáeinum árum. Ekki tjáir að hugleiða lausn á okkar djúpstæðu erfið leikum innan lands á valda- skeiði einnar ríkisstjórnar. held ur á mannsaldri að minnsta kosti. Þegar ég skrifa þessar lín- ur í lok septembermánaðar eru allar líkur á, að þeir Nixon og Agnew nái kosningu. Svo virð ist sem kjósendurnir láti sál- fræðilega greiningu á manngerð frambjóðendanna ekki ráða vali sínu. Þeir fara eftir einföld- ustu grundvallarreglu lýðræðis í stjórnmálum: Víkið til hliðar þeim flokki, sem er við völd. þegar erfiðleikar steðja að þjóðinni. Santayana sagði á sinni tíð, að guð gæti ekki einu sinni breytt því liðna. Og víst er um það, að stjórnmálamennirnir geta það ekki. Ekki er með nokkru móti unnt að afmá fer- il ríkisstjórnarinnar síðan í jan úar 1965, og kosningarnar færu sannarlega fram með undarleg um hætti, ef kjósendur \ækju þann kost, að láta feril hennar ekki hafa nein áhrif á sig. ALMENNT lýðræði er í eðli sínu ákaflega gróft tæki. og full ástæða er til að bera á- hyggjur í brjósti um útkom- una, — einkum þó vegna þess möguleika, að Agnew fylkis- stjóri gæti orðið forseti Banda- ríkjanna. Til þess er hann ekki hæfur, hvorki að því er varðar reynslu eða menntun, og Nix on hefir aukið á ótta þjóðarinn ar með því að velja hann sem varaforsetaefni, og ástæðurnar fyrir því vali voru ekki sérlega göfugar. Ég hefði ekki kjörið Nixon sem forseta fyrstan manna. ef ég hefði mátt ráða. En mér virðist hinn væntanlegi dómur almennings hvergi nærri óþol- andi. Ég hefi til dæmis þá trú, að við stöndum nú andspæn is ,,nýjum Nixon“, hógværari og þroskaðri manni en áður, sem er hættur að hafa það að aðal keppikefli að troðast upp á tindinn. Ég held að sann- gjarnt sé að gera sér vonir um, að hann láti þann metnað sinn sita í fyrirrúmi, að halda emb- ættinu í tvö kjörtímabil. NIXON er nægilega glögg- skyggn maður til að sjá, að hann næði aldrei kjöri öðru sinni ef hann héldi áfram að sita fastur í kviksyndinu í Viet nam. Eigi hann að verða sig- ursæll sem forseti, er alveg ó- hjákvæmilegt að binda endi á styrjöldina. Hann veit einnig, að í innanlandsmálunum verð ur hann að þreyfa fyrir sér og ná einhvers konar samstöðu með hinum virku minnihlut- um, sem kljúfa þjóðina og gætu gert hana aflvana. Ekki tjáir að afneita því, að ef til vill reynist ómögulegt að jafna ágreininginn með sarn- komulagi eða fortölum einum saman. Einhvers konar haml- andi taumhald kann að verða óumflýjanlegt. Ef þjóðin verð ur að horfast í augu við eitthvað slfkt á annað borð, er betur far ið að Republikanaflokkurinn beri skýlausa ábyrgð á þeim ráðstöfunum, sem gerðar eru, og Demókrataflokkurinn sé ut an stjórnar og hafi frjálsari hendur um meðferð sína á hlut verki stjórnarandstöðuflokks- ins, sem er ómissandi. Ef til koma veruleg vandkvæði á að halda uppi lögum og reglu er sennilegt, að Republikanar verði ekki eins ráðvilltir og Demókratar yrðu, og ef Repu blikanaflokkurinn leiðist út í öfgar og óhjákvæmilegt reyn- ist að halla aftur af honum í því efni, ætti hann að standa and- spænis stjórnarandstöðu, sem síður hættir til að láta rugl- ast. ÞJÓÐIN þarfnast þess mjög, að stjórnarandstaðan sé virk og öflug. Hún hefir ekki búið við virka stjórnarandstöðu síð an að Johnson forseti tók Eisen hower hershöfðing.ia sér við hönd og gerðist leiðtogi styrj aldarbandalags. Og Demókrata- flokkurinn þarfnast mjög hvíld ar og hressingar um skeið, fjarri þeim valdastóli, sem hann hefir setið á allt of lengi. Mér virðist því — nema fyr- ir komi eitthvað það, sem nú er ekki fyrirsjáanlegt, — sá kosturinn sýnu betri, þó ekki sé hann glæsilegur. að kjósendurn ir hreki burtu þann flokkinn, sem orðið hefir þjóðinni jafn dýr og raun ber vitni.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.