Tíminn - 06.11.1968, Blaðsíða 3

Tíminn - 06.11.1968, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 6. nóvember 19G8. TÍMINN 3 Allt höfuðborgarsvæðiS, Akraues og Keflavík að auki, varð rafmagnslaust í dag, er rofar í spennistöðinni við Elliðaár brnnnu yfir, og straumurinn rofnaði austur við írafoss af þeim söknm. Gerðist þetta tvisvar sinnum, fyrst rétt fyrir klukkan þrjú og síðan um hálftíma síðar. Spennistöðin þar sem rofarnir brunnu yfir er nýleg, og gneistuðu rofarnir er þeir brunnu yfir. Eitthvað á annað hundrað þús. ibúar Suðv.I. munu hafa orðið rafmagnslausir í þessi tvö skipti. — Myndin var tekin í spenni- stöðinni skömmu eftir að rofarnir höfðu brunnið yfir í annað sinn, og eru tæknimenn Rafmagnsveitunnar þarna að kanna hvað valdið hafi rafmagnsbiluninni. — (Tímamynd—Gunnar). „Hannibalistum" fjölgar á þingi Árnasonar sem varamaður lands- kjörinna þingmanna Alþýðubanda lagsins. Hefur þar með fjölgað í þingflokki þeirra Hannibals og Björns og fækkað að sama skapi í þingflokki Alþýðubandalagsins. Eru nú talin áhöld mikil um, hvor þingflokkurinn er sterkari ef þeir reyndu verul. með sér. Á þingi eiga nú sæti 4 þingmenn, sem með öllu hafa afneitað Aiþýðubandalaginu, en voru kjörnir í þess nafni inn á Alþingi í síðustu kosningum. Þessir þingmenn eru: Hannibal Valdimarsson, Björn Jónsson, Steingríinur Pálsson og Hjalti Har- aldsson. í hinum eiginlega þing- flokki Alþýðubandalagsins eru þessir menn: Lúðvík Jósefsson, Magsús Kjartansson, Eðvarð Sig urðsson, Geir Gunnarsson og Gils Guðmundsson, sem er sagður una sér vel. Hins vegar er ekki vitað, hvorum megin hryggjarins Karl Guðjónsson muni lenda. Haft er fyrir satt, að hann hafi sent landsfundi Alþýðubandalagsins sl. sunnudag símskeyti, þar sem hann lýsir því yfir, að hann muni ekki taka kosningu í neina trúnaðar- stöðu á vegum Alþýðubandslags- ins. Spurningin er því nú: Hvar er Karl? v i TK-Ilcykjavik, þriðjudag. f gær tók Hjalti Haraldsson, bóndi í Svarfaðardal, sæti Jónasar Haustmót á Sauðárkróki Haustmót Framsóknarmanna í Skagafirði veðrur í Bifröst, Sauð- árkróki laugardaginn 9. nóv. kl. 8.30 síðdegis. Ræður flytja Stein- grímur Hermannsson fram- kvæmdastjóri og Jónas Jónsson ráðunautur. Óperusöngvararnir Sigurveig Hjaltested og Guðmund ur Guðjónsson syngja með undir leik Skúla Halldórssonar tón- skálds. Dansað verður, hljóm- sveitin Flamingó leikur. Borða pantanir sama dag kl. 10 til 11 fyrir hádegi, sími 52-16. Jónas Steingrímur Þrír menn hætt komnir vegna eiturgass í snjábíi OÓ-Reykjavík, þriðjudag. Hurð skall nærri hælum, er þrem mönnum var bjargað meðvitunarlausum úr snjóbil, sem orðinn var fullur af kol- sýringi, á Fjarðarheiði í gær. Ofsaveður var á og var bíllinn fenntur í kaf og var vél bflsins í gangi og blés eiturloftinu inn í farþegarýmið. Mennirnir voru fluttir til Egilsstaða og eru nú allir við sæmilega heilsu. Meðal þessara manna er Hrólf- ur Ingólfsson, bæjarstjóri á Seyðisfirði. Hinir eru sænskir sfldarkaupmenn. Tíminn hafði í dag samband við Hrólf Ingólfsson, og sagðist honum svo frá að hann hafi lagt af stað frá Egilsstöðum síð ari hluta sunnudags og þá í Bronco-bíl, ásamt Sigfúsi Árna- syni, bæjarverkfræðingi á Seyð isfirði. Bráðlega skall á foráttu veður og færð varð svo slæm að ekki komust þeir lengra en upp að svokölluðum Brekkum. Þar mættu þeir snjóbfl, sem Þorbjörn Arnþórsson ók og voru Svíarnir með honum og voru að koma frá Seyðisfirði. Var þá komin botnlaus ófærð og blindbylur. — Við tókum okkur far með snjóbflnum, sagði Hrólfur, — og ætluðum aftur til Egilsstaða til að geta hringt heim og lát- ið vita af okkur. Ekki vorum við búnir að aka lengi í snjó- bílnum þegar hann lenti í kvos og fór annað beltið af honum. Þeir Þorbjörn og Sigfús glímdu við að koma beltinu á aftur í nær þrjár klukkustundir, en það tókst ekki, enda var erfitt að athafna sig í veðurofsanum. Ákváðu þeir Sigfús og Þor- björn að fara gangandi til Egils staða. Fengu þeir lánaðan snjó- bfl læknisins á Egilsstöðum en þegar hann kom upp á Norður brekku lenti hann einnig í kvos og fót út af beltinu. Lagði þá björgunarleiðangur á jarðýtu af stað til að ná í okkur á heiðinni. — Ég og Svíarnir biðum í snjóbílnum alla nóttina og fór sæmilega um okkur, en erfið- lega gekk að sofa. Hríðarveðr- ið var jafnslæmt alla nóttina og höfðum við vélina i gangi til að halda hita í bílnum. Öðru hverju opnuðum við glugga svo lítið en ekkert sást v'it. Ætluð- um við að láta vélina ganga meðan eldsneytið entist. Um hádegi í gaér voru báðir félagar mínir sofnaðig og ég var orðinn syfjaður, enda vor- um við búnir að vera lengi í bílnum. Um klukkan 12,30 sofn aði ég, og vissi ekki af mér fyrr en björgunarmenn komu. Vaknaði ég við að þeir voru að hrista mig. Ég var svolítið rugl aður fyrst í stað en vaknaði Framhald a bts i.V ^ 100 LESTIR AF HEYI BRUNNU AÐ ÞUFUM KJ-Reykjavík, þriðjudag. í gærkvöldi varð vart við að eldur var laus í fjóshlöðunni að Leifsstöðum í AusturLandeyjum, og munu um 100 hestar af heyi hafa eyðilagzt. í dag varð svo vart við að eldur var laus í heyi sem mokað hafði verið út úr hlöð- unni að Þúfum í Ölfusi. Leifur Auðunsson bóndi á Leifsstöðum sagði Tímanum í dag, að eldsins hefði orðið vart um sjöleýtið í gærkvöldi. Var slökkvi- liðinu á Hvolsvelli gert aðvart, og ---------------i------------- Kvöldvaka í Borg í Grímsnesi í vetur er ráðgert að halda fjórar kvöldvökur í Félagsheimil- inu Borg í Grímsnesi. Hin fyrsta verður n.k. föstudagskvöld. Björn Th. Björnsson ræðir um mynd- list og sýnir litskuggamyndir. — Vala Kristjánsson syngur lög úr vinsælum söngleikjum. Þórkatla Hólmgeirsdóttir les Ijóð. Einnig verður myndagetraun. Að lokinni dagskrá verður kaffisala að venju og dansað til klukkan eitt. auk þess kom múgur og marg- menni úr nágrenninu til hjálpar við slökkvistarfið. Var mokað um hundrað hestum af heyi út úr hlöðunni, og varð þannig komizt algerlega fyrir eldinn. Heyið var tryggt, sagði Leifur, fyrir 2.50 hver hestburður hjá Samvinnu tryggingum. — Ég á ekki orð til að lýsa þakklæti mínu til þeirra sem komu hingað og hjálpuðu til við slökkvistarfið, sagði Leifur að lokum. Kviknaði í heyi, sem mokað hafði verið út. í dag var slökkviliðið í Hvera- Málverkasýning Kvarans Málverkasýning Karls Kvarans er um þessar mundir í Bogasaln- rpn. Sýningin er opin frá kl. 2 til kl. 10 daglega fram yfir næstu helgi. Á sýningunni eru 31 mál- verk og eru nokkur málverk þeg- ar seld. gerði kallað að bænum Þúfum í Ölfusi, en þar hafði kviknað í heyi, sem mokað hafði verið út úr hlöðunni. Var heyinu mokað þar út á laugardaginn, vegna hita í hlöðunnk Mun einhvers elds hafa orðið þar vart. Var unnið að því, að slökkva í heyinu, en eflaust hefur mikið skemmzt, því mikið rigndi. Per Olof Sundmann AB GífUR ÚT L0FTSIGL- iNGUNA EFTIR SUNDMAN FB-Reykjavík, þriðjudag. Almenna bókafélagið gefur út á þessu ári 20 bækur. Níu bók anna eru þegar komnar út, sex eru að koma út þessa dagana, en fimm koma út fram að jólum. Bækurnar, sem nú koma út eru Loftsiglingin eftir Per Olof Sun'd- mann, íslenzkt orðtakasafn, sem dr. Halldór Halldórsson hefur samið og fjórar Ijóðabækur eftir þrjá unga og einn roskinn höf- und, en frá þelm er skýrt á öðr- um stað í blaðinu. Bækurnar fimm, sem koma út innan tíðar oru: Fagra veröld eft ir Tómas Guðmundsson og hefur Atli Már myndskreytt bókina. 35 ár eru nú liðin síðan þessi bók kom út í fyrsta skipti. Þá er væntanleg bókin 1918 eftir Gísla Jónsson, og er hún gefin út í til- efni af 50 ára afmæli fullveldis- ins, og mun væntanlega koma út 1. des., eða þar um bil. Tvær bækur eru væntanlegar í Alfræði safn AB. Hafa þá komið 6 ai- fræðibækur á þessu ári en 21 al- fræðibók samtals. Eru þetta síð- ustu bækurnar í þessum flokki. Gjafabók AB að þessu sinni verð- ur Skólaræðui eftir Sveinbjörn Egilsson. Fellur hún í hlut þeirra, sem keypt hafa 6 AB-bækur á árinu. Árið 1930 gerðist sá viðburður á nyrzta hjara heims, sem lagði heimsblöðunum til efnið í stærstu forsíðufrétt síns tíma. Á Hvítey við Svalbarða höfðu norskir sel- veiðimenn fundið fyrir einbera til- viljun leifarnar af frægum heim skautsleiðangri. kenadum við hinn sænska foringja, Andrée Framhald á bls. 15.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.