Tíminn - 06.11.1968, Blaðsíða 6

Tíminn - 06.11.1968, Blaðsíða 6
TIMINN MIÐVIKUDAGUR 6. nóvember 1968. Félfcið á ströndinni Ný skáldsaga eftir Arthur Knút Farestveit. Eins og á'ður hefur verið sagt frá hér í blaðinu var nýlega haldinn i Reykjavík fundur Evrópuráðs- nefndar, sem vinnur að því að efla samband ráðsins við þjóðþing og almenning í aðildarríkjum þess. — Meðfylgjandi mynd sýnir fiesta, sem þátt tóku í honum. Við borðið sitja frk, Dreyer frá skrifstofu Evrópuráðsins í Strassbourg, Þor- valdur Garðar Kristjánsson (full- trúi fslandis í nefndinni), Dame Joan Vickers (brezkur þingmað- jur), Karl Czernetz (form. nefnd- arinnar, austurrískur þingmaður), frú Luise Herklotz (þingmaður frá i Vestur-Þýzkalandi), Roger Fossé : (franskur þingmaður), dr. Kúbler (þingmaður frá Vestur-Þýzkalandi) og prófessor Erling Petersen (þing maður frá Noregi). — Nefnd þessi er kjörin af ráðgjafarþingi Evrópu ráðsins úr hópi þingfulltrúa, sem eru áhrifamenn í stjórnmálum hver í sínu landi. Nefndin heim- sækir þjóðþing aðildarríkjanna og ræðir m.a. um, hvernig komið verði á framfæri ályktunum, sem gerðar hafa verið í Evrópuráðinu. Efni ályktana, sem nefndin hefur fjallað um nú, er m-a. almenn stjórnmálaþróun í Evrópu, hrær- ingar meðal æskumanna í álfunni, ! aðstoð við flóttamenn í Nígeríu, Tékkóslóvakía og Grikklpnd, og svo mál af öðru tagi svo sem tungumálakennsla í evrópskum skólum og öryggisbúnaður bif- reiða. Tvær offsetprentaðar dagbækur Þessa dagana sendir Offset prent á markaðinn tvær hand bækur. Er þetta annars vegar „Dagbók viðskiptanna", sem fyrst og fremst er ætluð kaup sýslumönnum, eins og nafnið gefur til kynna, og hins vegar „Dagbók húsmóðurinnar“. Dagbækur þessar miðast ekki við áramót, heldur eru þær dagsettar frá 1. október 1968 til jafnlengdar 1969. Er hverj um degi ætlaður sérstakur reit ur — sunnudögum þó minna en virkum. í bókunum eru vaxtatöflur, ef menn þurfa að átta sig á vöxtum af einhverri tiltekinni upphæð á ákveðnu tímabili. Vaxtatöflur þessar eru tvenns konar. Önnur miðast við 1000- 10,000 krónur og öll hálf og heil þúsund þar á milli, og reikn aðir eru 7—10% vextir ( og heilar og hálfar tölur þar á milli) bæði miðað við mánuð og ár. Hin taflan miðast við skemmri tíma, 1—30 daga, og er reiknað með 7, 9, 9y2 og 10% af 500 — 10.000 króna. Mun tafla sem gerð er fyrir svo stutt tímabil, ekki vera til á prenti annars staðar. Aftast í bókinni eru svo er- lendar skammstafanir í verzlun armáli, nokkrar síður fyrir minnisblöð, heimilisföng og símanúmer, dagatöl frá 1, jan úar 1968 til 30. september 1970 og að endingu eru upptalin símanúmer margra stofnana, fyrirtækja og fleiri aðila. Viðurkenning fyrir sRrúð- garð í Garðahreppi Eins og á undanförnum ár- um hefur Rotaryklúbburinn Görðum, en félagssvæði hans nær yfir Garðahrepp og Bessa staðahrepp, veitt viðurkenningu fyrir fagran og vel hirtan skrúð garð á félagssvæði sínu. Að þessu sinni hlaut viður kenningu garðurinn að Smára flöt 3 í Garðahreppi en eigend ur hans eru hjónin Kristín Eg- ilsdóttir og Erling Andreassen. Tilgangur klúbbsins með veit- ingu slíkra viðurkenninga er að stuðia að aukinni garðrækt og góðri umgengni á félags svæðinu. Mikil uppbygging og ör fólksfjölgun hefur átt sér stað á þessu svæði á undan förnum árum og er þar mikið af nýjum og velhirtum görð um og greinilega mikill áhugi íhúanna fyrir að fegra og prýða sem bezt kring um heimili sín. Sovézk sendinefnd Sendinefnd frá Ríkisútvarpi Sovétríkjanna dvaldi nýlega á íslandi og heimsótt Ríkisútvarp ið. í nefndinni voru þeir L. Masksakov, varaformaður sjón varps- og útvarpsnefndar Sovét ríkjanna, og V. N. Kirillin, út- varpsnefndarmaður. Á síðast- liðnu ári fór sendinefnd frá Ríkisútvarpinu í heimsókn til Sovétríkjanna. Samkvæmt sáttpiála íslands og Soyétríkjanna um gagn kvæm menningarviðskipti hef ur verið gerður samningur um skipti á sjónvarps- og útvarps efni. Samkvæmt þeim samningi hafa stofnanir skipzt á kvik myndum og tónböndum fyrir sjónvarp og hljóðvarp. Sovézka sendinefndin ræddi við menntamálaráðherra, Gylfa Þ. Gíslason, útvarpsstjóra, for mann útvarpsráðs og aðra for ráðamenn sjónvarps og hljóð varps um einstaka þætti í sam starfi stofnana og þá reynslu, sem af því er fengin. Varð sam komulag um að halda samstarf inu áfram og efla það, en leggja sérstaka áherzlu á menningar legt og listrænt efni. Stýrímannaskólinn settur Stýrknannaskólinn í Reykja vík var settur 1. októher í 78. sinn. Aðsókn að fiskimannadeild skólans er að þessu sinni minni en síðastliðin ár, en góð að farmannadeild. Segir þar vafa laust til sín tekjurýrnun fiski manna vegna örðugleika sjáv arútvegsins, verðfalls og afla Eramnaid s 12 síðu Almenna bókafélagið hefur sent frá sér allmikla skáldsögu, sem nefnist Fólkið á ströndinni og er eftir Arthur Knut Farestveit. Þetta er fyrsta bók hins unga höfundar, en hann er fæddur á Hvammstanga árið 1941, sonur Guðrúnar Sigurð ardóttur og Einars Farestveit for- stjóra. Hann fluttist ungur til Reykjavíkur, lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum vorið 1962, stund aði um skeið nám í sögu við Há- skóla íslands og seinna í leiklistar fræðum við háskólann í Osló. Hann hneigðist snemma til ritstarfa og bafa birzt eftir hann smásögur í blöðum, tímaritum og útvarpi. Fólkið á ströndinni skeður í ís- lenzku sjávarþorpi. Nær frásögnin yfir fimmtíu ára tímabil, en hún hefst nokkru fyrir síðustu aldamót. Eru þá miklir breytingatímar í að- sigi og bændurnir, sem byggt hafa einir hina hrjóstrugu strönd, standa 1 allt í einu frami fyrir þeirri stað I 'ynd, að ný landlaus stétt, sjómenn irnir, er sezt að í þorpi þeirra. Leið ir þetta til örlagaríkra átaka milli þeirra, sem vilja hefjast handa í samræmi við framvindu tímans, og hinna, sem ekki hafast að og kjósa heldur að sjá á bak bönum sín- um en að víkja úr sporum forfeðranna. Ber þá æðimargar manngerðir fyrir augu, og sumar þeirra harla skoplegar, en frum stæðar ástríður og fýsnir skjóta hvarvetna upp kolli. Inn í söguna fléttast hugarstríð ungs manns, sem List Sigurións Ólafs sonar í ICELAND REVIEW Nýtt hefti Iceland Review er komið í bókabúðir. Er það fjöl breytt að efni og vandað, í því eru margar fróðlegar greinar um land og þjóð og fjöldi fal- legra ljósmynda að vanda. Er þarna fjallað m. a. um Sigurjón Ólafsson, myndhöggv ara, og list hans í máli og myndum, en Sigurjón átti sex- tugsafmæli fyrir nokkrum dög Framhald á 12. síðu. hefur verið sviptur leikjum sínum og æsku á einni nóttu við dauða . föður síns og á nú að gera allt það, sem kynslóðirnar höfðu vanrækt og faðir hans hafði æt-lað sér að gera í þorpinu Melgerði. Fólkið á ströndinni er um margt óvenjuleg saga og athygliverð. Höf undurinn „þekkir sitt fólk“ og hann virðist hafa glöggt auga fyrir sér- kennum persónanna í sálarlífi og hegðun, svo að fyrir þá sök verða þær margar hverjar lesandanum minnisstæðar. Nýtur sín þar ekki hvað sízt skopskyn höfundarins, en Framhaid á 12. síðu IRSKUR OG ÞÝZKUR STYRKUR ísraelsk stjórnarvöld bjóða fram nokkra styrki til framhalds- náms eða rannsóknastarfa í ísrael háskólaárið 1969—70. fslendingum gefst kostur á að sækja um styrki þessa, en ekki er vitað fyrirfram, hvort styrkur verður veittur ís- lendingi að þessu sinni. Styrkirn- ir nema 480 ísraelskum pundum á mánuði, og styrkþegi þarf ekki að greiða kennslugjöld. Umsækj- endur skulu hafa lokið a.m.k. B.A.-prófi eða hliðstæðu háskóla- prófi. Þeir skulu eigi vera eldri en 35 ára. Sá sem styrk hlýtur, þarf að vera kominn til ísrael í júlíbyrjun 1969 til að taka þátt í námskeiði í hebresku, áður en styrktímabilið hefst. Umsóknum um styrki þessa skal komið til menntamálaráðuneytis- ins, Hverfisgötu 6, Reykjavík, fyrir 15. desember n.k. Tilskilin umsóknareyðublöð fást í ráðuneyt inu. (Frá menntamálaráðun.). Ríkisstjórn Sambandslýðveldis- ins Þýzkalands býður fram allt að þrjá styrki handa íslenzkum náms- mönnum til háskólanáms þar í Framhald á bls. 12 ÁLYKTUN STÚDENTA I OSLÓ LYFIN: Ný bók í Alfræðasafni AB Komin er á markaðinn ný bók í Alfræðasafni AB, his nítjánda í röðinni, og nefnist hún LYFIN. Fjöldi sérfróðra manna hefur lagt hönd að samantekt bókarinnar, en aðalhöfundar hennar er þeir Walt er Modell, prófessor í lyfjafræði við Cornellháskóla og Alfred Lans ing, sem gat sér heimsfrægð fyrir rlt sitt Endurance (þrautseigja), sem fjallar um brezka suðurskauts leiðangra og í því sambandi um viðnámsþrótt manna við hinar erfið ustu aðstæður. fslenzka þýðingu Lyfjanna gerði Jón O. Edwald lyfja fræðingur og skrifar hann einnig formála fyrir bókinni. Eins og heiti bókarinnar segir til um fjallar hún um lyf, lyfjaneyzlu og lyfjafræði, allt frá öndverðu og fram á vora daga. Alfræðasafn AB hefur frá upp hafi getið sér orð fyrir frábært myndaval, en sjaldan mun þó bet ur hafa tekizt til um það en í Lyfj unum. Alls eru í bókinni á annað hundrað mynda og þar á meðal eru um sextíu litmyndasíður. Prent sniðjan Oddi h. f. hefur annazt setn ingu og umbrot textans, en sjálf er bókin prentuð og bundin í Hol landi. Hún er 200 bls. að stærð. Verðið er enn hið sama og verið hefur fram til þessa á bókum Al- fræðasafnsins. kr. 350.00. Blaðinu hefur borizt eftirfar- andi bréf frá Félagi stúdenta í Osló: ! „Fundur haldinn í Félagi ís-; lenzka stúdenta í Osló þann 7. j september 1968, samiþykkti eftir-; farandi ályktun: „Forseti læknad'eildar H.í. hef- ur látið svo ummælt í blaðaviðtöl um, að vegna sívaxandi aðstreym is stúdenta í deildina, verði að takmarka aðgang að henni. Tak- mörkun þessi muni þó ekki koma til framkvæmda nú í háust nema að því er varðar erlenda stúdenta. Engum erlendum stúdent verði veitt upptaka meðan aðsóknin að deildinni er eins mikil og nú er. Sé það rétt, að tekin hafi verið sú ákvörðun að vísa frá öllum erlendum umsækjendum við læknadeild H.Í., teljum við að hér sé um alvarlegt frumhlaup að ræða, sem ekki er hægt að láta óátalið. Það væri H.í. til stór- vanza, ef hann brygðist við aðsteðj andi vanda með þessum hætti. Það er kunnar en frá þurfi að segja, að fjöldi íslenzkra stúd- enta leitar árlega úr fyrir land- steinana til framhaldsnáms og hefur yfirleitt átt hinum beztu við tökum að fagna. Þetta á e'kki hvað sízt við um þá íslenzka stúdenta, sem nám hafa stundað við norska háskóla. Sem dæmi má nefna, að Dýralæknaháskólinn norski veitir árlega viðtöku 2 íslenzkum stúd- entum, enda þótt samtímis verði að vísa frá fjölda norskra um- sækjenda. Sama máli hefur gegnt um ýmsar deildir Oslóarháskóla, Arkitektaskólann í Osló og fleiri menntastofnanir í Noregi. íslendingar hafa löngum verið þiggjendur, þegar um menningar- samskipti við aðrar þjóðir hefur verið að ræða. Þeim mun meiri ástæða er til að H.í. víkist ekki undan þeirri kvöð að endurgjalda þetta að nokkru leyti og veiti er- lendum námsmönnum fyrirgreiðslu á borð við þá, er íslendingar hafa notið við erlenda háskóla. Því skorum við eindregið á þá aðila, sem um þessi mál fjalla að enduriskoða afstöðu sína og halda áfram þeirri stefnu, sem mörkuð hefur verið hin síðustu ár og veiti ekki færri erlendum stúd- entum inntöku í Læknadeild H.í. en gert hefur verið. Það er einungis lítil afborgun af stórri skuld.“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.