Tíminn - 06.11.1968, Blaðsíða 14

Tíminn - 06.11.1968, Blaðsíða 14
■14. TIMINN MIÐYIKUDAGUR 6. nóvember 1968. KOSNINGAR f USA Framhald ai bls. 1 ville Nottíh varð að sjálfstæðu sveitarfélagi að demókratar hljóta atkvæði þar. Árið 1964 fékk Barry 'Goldwater öll 12 atkvæði íbú- atrna, en við kosningamar nú hlaut Wallace ekki neitt atkvæði. Það hendir oft i bandarískum kosningum að íbúar í smáum kjör daemum saínist saman upp úr miðnætti aðfaranótt kjördags og reyni að vera fyrstir með kiosn- in-gafúrslit. Dixville Notch hefur borið sigur úr býtum í þessari ;keppni í síðustu tveim forseta- kosningum. Allir fbúarnir í Dix- ville Notch vinna við gúmmíverk- 1 smiðju og lítinn skíðastað. En Humphrey hafði aðeins yfir .höndina yfir Nixon í fimm mín- 'útur, því skömmu eftir að úrslit in í Dixville Notch bárust, var til- kynnt að í öðru byggðarlagi í New Hampshire, Elsorth, hefði Nixon hlotið öll 11 atkvæði ítoú- anna. Þessi kosningasigur svipti Humphrey forustunni og nú leiddi Nixon í kosningunum með 15 atkv gegn 12. Tvísýnustu kosningar í 20 ár. Sérfræðingar voru á einu máli um að kosningarnar nú væru þær tvtfsýnustu síðan 1948. Mest kom á óvart hvað kjörsókn var gífur- lega mikil, því að alveg fram á síðustu viku kosningabaráttunnar var ákaft fullyrt að kosningabar- áttan v*ri leiðinleg, fólki stæði á sama um úrslitin- og væri orðið leitt á hinum gömlu flokkum og gamalkunnu frambjóðendum. Það er ekki langt síðan fréttaskýrend- ur töldu Nixon öruggan um sigur og að Humphry þyrfti að beina baráttu sinni gegn Wallaoe til þess að halda saman leifunum af Demó krataflokknum. Strax í upphafi kjördags var ljóst að Humphrey og Nixon myndu bítast um sigur en fylgið hrunið af Wallace. Frambjóðendurnir á kjörstað. Richard Nixon greiddi atkvæði sitt í sínu nýja kjördæmi, New York, utan kjörfundar. Á koss- ingadaginn flaug hann þvert yfir meginlandið frá Los Angeles til New York, þar sem hann í annað skipti á átta árum mun bíða úr- skurðar þjóðarinnar. Humphrey varaforseti var í skínandi góðu skapi þegar hann greiddi atkvæði sitt í Waverly í Minnesota snemmá- á þriðjudags- morgun að staðartíma. George Wallace greiddi at- kvæði sitt í Clayton Alabama en þar er hans höfuðvígi. Það virtist liggja vel á Wallace á kjörstaðn um. Johnson forseti, sem í fyrsta skipti í 31 ár býður sig ekki fram til neins embættis, greiddi at- kvæði í Johnsons City Texas, og hugðist hann fylgjast þar með kapp hlaupinu milli varaforseta síns og hins fyrrverandk' varaforseta repú blikana. t Sjónvarpsdagskrár sýndu mismun frambjóðenda. Hinni eiginlegu kosningabaráttu lauk seint á mánudagskvöld með því að tveir höfuðframbjóðendurn ir, Nixon og Humphrey, sendu út hvor um sig tveggja tíma sjón- varpsdagskrá, sem náði um öll Bandaríkin. Humphrey og Nixon keyptu sitt hvora sjónvarpsstöðina upp og kepptu um hylli áhorfend anna og atkvæði þeirra. Frambjóð andi „Hins ameríska sjálfstæðis- flokks“, George Wallace, var einn- ig með sína sjónvarpsútsendingu en hún var hvorki eins löng né víðtæk eins og útsendingar hinna frambjóðendanna tveggja. Mismunurinn á tveggja tíma út- sendingu Nixons og Humphreys leiddi vel í ljós ólíkan baráttustí! frambjóðendanna tveggja. Nixon sat á stól mitt í upptökusalnum, kona hans var meðal áhorfenda en dætur hans tvær voru önnum kafn- ar við að taka á móti símafyrir- spurnum frá áhorfendum. Vara- forsetaefni repúblikana Spiro T. Agnew tók ekki þátt í útsending- unni. Humphrey hafði varaforseta- efni sitt, Edward Muskie við hlið sér og deildi sviðsljósinu með hon um. Frú Humphrey og frú Muskie svöruðu bæði pólitízkum og per- sónulegum spunningum frá áhorf endum. Sjónvarpsáhorfendr sem hringdu til Nixons töluðu ekki við hann beint, heldur tóku hinar svoköll- uðu Nixons-stúlkur við spurning- unum en útsendingarstjóri fram- bjóðandans las honum þær. Þetta gaf náttúrulega hugmynd um að spurningarnar væru fyrirfram á- kveðnar og Nixon svaraði aðeins þeim sem hann kærði sig um. Þeir sem hringdu til Humphreys fengu annaðhvort að tala við hann eða Muskie. Auðvitað voru spui’n- ingar Humphreys undirbúnar fyr- irfram en sú staðreynd að sjón- varpsáhorfendur gátu heyrt raddir fyrirspyrjanda, gerði dagskrána sannfærandi. Stjðrnandi Humphrey-dagskrár- innar var Paul Newman og meðal margra þeirra sem spurðir voru í henni má nefna Kirk Douglas, Razor Johnson, Inger Stevens, Danny Thomes, Frank Sinatra og Burt Lancaster. Allir frambjóðendurnir kynntu fjölskyldur sínar, eins og þykir til hlýða í amerískum stjórnmálum og allir voru sigurvissir. Eftir að síð ustu útsendingum iauk til fólks á Vesturströndinni var ekkert annað fyrir frambjóðendurna að gera en að leggja örlög sín í hendur kjós- enda, því þar með lauk kosninga- baráttunni formlega. NIXON Framhald af bls. 1 an en umdeildan feril — út- nefndi Eisenhower Nixon vara forseta sinn. Áður en Nixon gerðist sam starfsmaður Eisenhowers, hafði hann verið kosinn öldungadeild arþingmaður, eða árið 1950, að eins fjórum árum eftir að hann lét fyrst að sér kveða á.vett i vangi stjórnmálanna. i Nixon var varaforseti Eisen I howers tvö kjörtímabil í Hvíta i húsinu, frá 1952 til 1960. Hann : ávann sér vinsældir í þessu i starfi, ferðaðist mikið og víða um heim og hitti fjölda þjóð i höfðingja og annarra ráða- manna að máli. Meðan Nixon gegndi embætti varaforseta, var hann tvisvar nærri því að taka við forseta embættinu. F.vrst þegar Eisen hower fékk alvarlegt slag og varð óvinnufær um tíma á ár- ÞAKKARÁVÖRP öllum vinum og vandamönnum, sem fögnuðu með mér sextugsafmæli mínu með heimsóknum, gjöfum og kveðjum, færi ég hugheilar þakkir. v Einar Gestsson, Hæli. inu 1955, og svo tveim árum seinna, þegar Eisenhower fékk heilablóðfall. Eftir ósigurinn í forsetakosn ingunum 1960, bauð Nixon sig fram til ríkisstjóra í Kaliforníu en beið ósigur fyrir frambjóð anda demókrata, Edmund (Pat) Brown, ríkisstjóra. í hugum margra Bandaríkjamanna stóð Nixon eftir eins og sá „sem alltaf tapar kosningum“ (loos- er), og í forsetakosningunum 1968 lagði Nixon mikla áherzlu á að sýna sig ekki sem slíkan og eyða þessari hugmynd úr hugum manna. Nixon er góður ræðumaður og hann er einnig þekktur fyrir að hafa góða hæfileika við stjórnarstörf. Hann er talinn áhrifamikill og duglegur. Það var álit margra fréttaskýrenda 1960, að Nixon hefði tatpað kosningunum vegna sjónvarps kappræðu við hinn unga öld ungadeildarþingmann, John F. Kennedy, en í þeim þótti Nixon fara mjög halloka. Eftir að Nixon kastaði sér af fuilum krafli út í kosninga baráttuna í febrúar s. 1. kom í ljós, að hann gerði sér mjög far um að breyta um stíl og framkomu. Hann var öruggari reyndi að hafa sein bezt sam- skipti við fréttamenn, en á það hafði mjög skort áður, og mikið var talað um nýjan Nix on. Nixon hefur þó komið sér undan því að lenda í kappræð um við mótframbjóðendur sína. Strax eftir að frambjóð- endur demókrata og republik ana höfðu verið útnefndir, varð ijóst af skoðanakönnunum, að Nixon átli meira fylgi að fagna með þjóðinni, enda þótt hann hafi þótt óheppinn með val varaforsetta. Kosningabarátta hans hefur einkennzt af þessU. Hann hefur forðazt að binda sig með of ákveðnum loforðum eða stefnuskrám, en treyst á meirihlutann, og hefur lítið ot að Agnew, varaforsetaefni sínu, fram. Eins og áður segir hefur Nix on ferðazt hvað mest allra; bandarískra stjórnmálamanna! um heiminn og á ferðum hans] um Evrópu, Asíu, Afríku ogj Suður-Ameríku, hefur hin fal-j lega kona hans, Patricia, fyrr-j verandi knneslukona, fylgt honi um. Þau hafa verið gift síðanj 1940 og eignast tvær dætur. Fyrir utan ferðalög, hefurl Nixon áhuga á að spila golf og' lesa sagnfræði. Nixon hefur aldrei verið i sérlega fjársterkur miðað við j marga aðra frambjóðendur til forsetakjörs í Bandaríkjunum um dagana, en honum hefur gengið vel að afla í kosninga sjóðinn að þessu sinni. HUMPHREY Framhald af bls. 1 seta sinn, og hefur hann gegnt því embætti síðan. Humphrey varð landsfrægur í Bandaríkjunum'árið 1948, er hann flutti áhrifamikla ræðu á flokksþingi demókrata um nauðsyn þess, að tekin yrði upp ákveðin stefna í borgararéttinda málum og jafnrétti komið á milli allra kynþátta í landinu. Leiödi ræða hans til, að flokk- urinn klofnaði: svonefndir Dix iekratar eða Suðurríkjamenn sögðu sig úr flokknum. Árið 1960 reyndi Humphrey að fá útnefningu sem forseta frambjóðandi demókrata, en dró sig til baka eftir mikinn ó- sigur í prófkjörinu í New Hampshire. Sigurvegarinn þar var John F. Kennedy. Þegar L.vndon Johnson gaf svo ekki kost á sér til áfram haldandi forsetasetu fyrr á þessu ári, kom loks tækifæri fyrir Humphrey til þess að hljóta hnossið. Hann sigraði á! flokksþinginu í Chicago í ágúst en flokkurinn var gjörklofinn eftir þau miklu læti sem þar urðu á flokksþinginu og utan þess. Framan af kosningabarátt- unni virtist Humphrey enga möguleika hafa á að ná kjöri, en síðustu vikurnar og dagana vann hann mjög á og sumar skoðanakannanir sýndu að hann hafði rétt fyrir kjördag aðeis meira fylgi en Richard Nixon. Iíumphrey hefur alla tíð bar izt mjög fyrir borgarréttinda- málum blökkumanna í Banda ríkjunum, og mun hafa átt mjög mikinn þátt í þeirn lögum, sem Bandaríkjaþing hefur á síðustu árum sett um þau efni. Hann átti einnig hugmyndina að ýmsum úrbótum í félagsmálum, og einnig hugmyndina um frið arsveitirnar, sem komið var á í stjórnartíð John F. Kennedys. Ilann hefur um langan tíma verið helzli talsmaöur frjáls- lyndra afla í Bandaríkjunum, þótt þau telji reyndar að hann hafi svikið málstað frjálslyndra með áköfum stuðningi sínum við stefnu Johnsons síðustu ár- in. Þótt Ilumphreý hafi þannig verið fremur vinstrisinnaður um ævina, hefur hann hin síðari ár unnið stuðning meðal fjár máiamanna og forystumana stór iðjufyrirtækja í Bandaríkjun- um. Ilann nýtur einnig mikils stuðnings forystumanna verka lýðshreyfingarinnar. Humphrey kvæntist árið 1936 Muriel Buck frá Suður-Dakóta, og hefur hún alla tíð tekið mik inn þátt í stjórnmálastarfi hans. Þau eiga þrjá syni.^eina dóttur og fjögur barnabörn. Helzta tómstundagaman Humphreys er að veiða á stöng en hann hefur einnig gamaiý af að hlusta á sígilda tónlist og jazz. út frá Eyjum í á annað ár. Er báturinn byggður í Svíþjóð árið 1957. Eins og fvrr segir stundaði báturinn síldveiðar og telur áhöfn- in 10 menn. Eru þeir allir ungir að árum. Þrír þeirra eru kvæntir. Síðustu fréttir: Björgunarsveitir Slysavernafé- í Kangárvalla- og Vestur-Skafta- fellssýslu höfðu um miðnættið lok ið við að kanna strandlengjuna allt vestatn frá Þjórsárósum og austur að Skaftárós. Á þessu svæði var géysilegur sjógangur, og var sums staðar illt yfirferðar fyrir björgun arsveitarmenn. M.B. ÞRAINN Framhaid af bls. 16. ingarskyldu skipa átti Þráinn að hafa samband við loftskeytastöð- ina í Vestmannaeyjum milli kl. 13 og 15 í dag. En aldrei heyrðist til bátsins. Var þá fljótt brugðið við og voi-u fyrstu björgunarsveit- ir Slysavarnarfélagsins í landi lagðar af stað að ganga á fjörur fyrir kl. 16. Lóðsinn lagði af stað frá Vestmannaeyjum á svipuðum tíma og skip og bátar fyrir Suður- landi liófu leit. Varðskipið Óðinn var fyrir austan land og var komið á leitarsvæðið um kl. 21 í kvöld. Veður var mjög slæmt í allan dag og skyggni lélegt. Þegar leið á kvöldið fór aðeins að rofa til. ekki var viðlit að leita úr lofti í dag, en finnist báturinn ekki í nótt munu flugvélar hefja leit strax með birtingu í fyrramálið. í kvöld voru átta bátar frá Eyj um komnir á leitarsvæðið og Gull foss, sem er að koma að utan, svipaðist um eftir týnda bátnum. Þá voru tveir togarar byrjaðir að leita í dag. Átta leitarskip röð- uðu sér upp í dag út frá strönd- inni og leituðu skipulega og voru þrjár sjómílur milli skipanna. B jörgu n ars veitir Sly sa varnarf é- lagsins á Meðallandi, 'Álftaveri, Vík, Eyjafjöllum og Hvolsvelli, gengu á fjörur, og leituðu allt frá Skaftárósi að Þjórsá. Bátar hafa leitað allt austan frá þeim slóðum sem síðast var vitað um Þráinn og vestur fyrir Eyjar. En vindur hefur verið austlægur og ef báturinn er á reki getur hann hafa hrakið Iangt í vestur og eins er möguleiki að bátnum hafi hlckkzt á og skipverjar kom- izt i björgunarbáta, og geta þeir rekið með allt að 7 mílna hraða á klukkustund, svo að svæðið sem leita þarf er mjög víðáttumikið. Þótt Þráinn sé skráður á Nes- kaupstað hefur hann verið gerður 4 LJÓÐSKÁLD Framhald ut bls. 16. in, svo að jafnvel hinar nánustu tilfinningar komu til skila ótrufl- aðar af málskrafi og sundurgerð. Þessa sama eiginleika gætir ekki síður í hinni nýju bók, en nú hef- ur ljóðsviðið stæk'kað og iagt und ir sig fjölbreyttari viðfangsefni en áður. Bókin er 71 bls. Réttu mér fána, eftir Birgi Sig- , urðsson. Þetta er fyrsta Ijóðabók höfundarins. Hann er um þrítugt , og kennari að menntun, en hefur ; að auki lagt stund á tónlistarnám, einkum hjá Engel Lund, og henni tileinkar hann bókina. Þetta er mjög geðfelldur höfundur, sem tek ur viðfangsefni sín alvarlegum tökum og leggur sýnilega rækt bið vönduð vinnubrögð. Bókin er 62 bls. Haustmál eftir Hallberg Hall- mundsson. Þetta er einnig fyrsta bók höfundarins og senniiega ber hún einna sterkastan persónusvip meðal þeirra skáida, sem hér koma fram. Höfundurinn sem er 38 ára, lauk stúdentsprófi frá Menntaskóianum í Reykjavik og BA-prófi í sögu og íslenzku frá Háskóla ísiands. Seinna stundaði hann háskólanóm á Spáni, en hef ur frá 1960 verið búsettur í New York og starfar þar hjá stóru útgáfufyrirtæki að samningu al- fræðiorðabó'ka. Hann hefur þýtt ísienzk ijóð á ensku og gefið út Anlhology of ScandinaVian Litera- ture, úrval, sem nær til 45 höf- unda. Kvæði hans bera með sér, að hann er í senn heimsborgari og traustur íslendingur, mótaður gamalli menningu og bundinn ströngum aga um málfar og stíl. Bókin er 78 bls. Mjallhvítarkistan eftir Jón úr Vör. Þennan höfund er óþarfi að kynna, svo þekktur sem hann er meðal íslenzkra ljóðaunnenda. Hann gaf út fyrstu - Ijóðabók sína Ég ber að dyrum árið 1937, en alls eni kvæðabækur hans orðnar átta talsins og hafa þær með t/5 og tíma áunnið sér æ tryggari lesendahóp. Mjallhvítarkistan er að, meginhluta frá síðustu sex árum. Hún er verk fullþroska manns og kannski umfram aliar aðrar bæk- ur höfundarins mótuð af sterkri innri iífsreynslu. Bókin er 100 bls. Allar eru þessar bækur prentað ar í Odda h.f. og bundnar í Sveina bókbandinu. IÞRÓTTIR Framhald af bls. 13. bjargaði tilraun landsliðsnefndar úr því, sem komið var, en eins og fyrr segir, vantaði nokkra þýð- ingarmikla menn í liðið. Ingólfur átti ágætan dag og skoraði 2 mörk. Gísli Blöndal — sem feng ínn var frá Akureyri — skoraði 1 mark. Ísömuleiðis skoruðu Ás- geir, Ólafur J. og Sigurbergur 1 mark hver. Þorsteinn Björnsson í markinu varði vel. Og það gerði reyndar einnig Hjalti Einarsson í pressumarkinu. Björn Kristjánsson og Sveinn Kristjánsson dæmdu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.