Tíminn - 06.11.1968, Blaðsíða 9

Tíminn - 06.11.1968, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 6. nóvember 1968. — ifrnt , Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. Prainkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Auglýs- ingastjóri: Steingrímur Gfslason. Ritstjórnarskrifstofur 1 Eddu- húsinu, símar 18300—18305 Skrifstofur: Bankastræti 7 Af- greiðslusími: 12323. Auglýsingasími: 19523 Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 130,00 á mán. Innanlands. — í lausasölu kr. 8.00 eint. — Prentsmiðjan Edda h. f. Blaðamannaskóli íslenzkum blaðamönnum hefur lengi verið ljós nauð- syn þess, að hér yrði stofnað til kennslu í blaðamennsku, annað hvort á vegum Háskólans eða í sérstökum blaða- mannaskóla. Blaðamannafélag íslands hefur hvað eftir annað reynt að þoka málinu áleiðis á síðustu tveimur áratugum, og fulltrúar þess rætt það við forystumenn Háskólans og aðra ráðamenn íslenzkra menntamála. Þá hefur málið verið flutt á Alþingi oftar en einu sinni, og nú liggur fyrir þinginu frumvarp um kennslu í blaða- mennsku í Háskólanum, en hefur ekki náð afgreiðsiu, enda munu ýmsir annmarkar á því að sinni, að Háskól- inn geti tekið hana að sér, þótt að því hljóti að verða stefnt. Blaðamannafélag íslands telur þó, að með stækkun blaða og fjölgun í blaðamannastétt þoli málið alls enga bið lengur og hefur því ákveðið að stofna vísi að blaða- mannaskóla með þriggja mánaða námskeiði ár hvert. og hefur verið samið um þetta við blaðaútgefendur, sem veita málinu myndarlegan stuðning. Verður fyrsta nám- skeiðið síðla þessa vetrar. Á þessum blaðamannanámskeiðum verður megin- áherzla lögð á íslenzku og stílæfingar, eða fast að helm- ingi námstíma varið til þess, en kennslan að öðru leyti í hagnýtri blaðamennsku. Námskeiðin verða aðallega ætluð ungu fólki. sem ætlar að leggja blaðamennsku fyrir sig sem atvinnu, og verður kennsla sniðin eftir blaðamannaskólum á Norðurlöndum. Hér er mikilvægt skref stigið til þess að bæta úr vanda, sem að kreppir. Blöð eru og verða mikilvægur menningarþáttur í íslenzku þjóðfélagi, en vel menntuð blaðamannastétt, víðsýn og kunnáttusöm í starfi'sínu er forsenda þess að blöðin verði jafnan lyftistöng þjóð- menningar og lýðræðis. Þess vegna ber að fagna bessu myndarlega átaki Blaðamannafélags íslands á sjötugs- afmæli félagsins. Sönnuð sök Málgögn ríkisstjórnarinnar kveinka sér, þegar Tíminn bendir á þá staðreynd. að alger rökleysa sé að kenna minnkandi aflaverðmæti síðan 1966 um alla sök á efna- fcagsvandræðum þjóðarinnar, því að hækkunin hafi orð- ið svo mikil frá 1958 til 1966, að enn séu eftir um 60% af þessari hækkun nú eftir nokkra rýrnun. Blöðin segja, að þessi samanburður sé ekki réttmæt- ur, því r.ð þjóðin hafi tekið til sín í hækkuðum tekjum og eyðslú alla hækkunina. Hér er um augljósa fölsun að ræða hjá stjórnar- blöðunum. Þau vita, að tekjuauki þjóðarinnar stafaði nær eingöngu af yfirvinnu, en nú er hún úr sögu, og atvinnuvegirnir búa við taxtakaupgjald venjulegrar dag vinnu, og það hefur ekki hækkað að kaupmætti síðan 1960 heldur lækkað og er verulega lægra en í nágranna löndum. Ríkisstjórnin ber því fulla ábyrgð á óðaverðbólgu þessara ára, en sök hennar er tvöföld vegna þess að hún sat og situr eftir sem áður sem vörður um gróðrarstíu verðbólgu og spillingar, eftir að henni hafði gersamlega mistekizt að standa við gefin heit. Vandinn er ekki fólginn í of háu almennu kaupgjaldi, heldur hvílir sem sönnuð sök á herðum þeirrar ríkisstjórnar, sem slepptt óargadýrinu, verðbólgunni, lausu á atvinnulífið og al- menning í §tað þess að standa við það heit að halda því í skefjum. TÍMINN 9 Stanley Karnow: Eim barizt um vöidin í Kína Mao hefir svipt Liu Shao-chi öllum völdum bæði í flokknum og stjórn landsins. FYRIR skömmu barst sú frétt frá Peking, að Liu Shao- ehi, fors.ráðh, sem fyrr meir var nánasti ráðgjafi Mao Tse- tungs, hefði verið sviptur öllum embættum, bæði í ríkisstjérn- inni og hjá flokknum. Þetta kom á óvart, þar sem Liu Shao- chi höfur ekki heyrzt nefndur n um langt skeið nema sem skot- mark hinna hatrömmustu árása, sem dæmi eru um í kommún- istaríki gegn svonefndum „þjóð aróvinum". Þessi stöðusvifting Liu kom einkum á óvart af tveimur á- stæðum, sem virðast varpa nokkru ljósi á aðstöðu Maos sjálfs í Kína, eins og nú standa sakir. 3 Mao hefur ekki áður gert neina tilraun til að fá mál Lius tekið fyrir, hvorki hjá ríkisstjórninni né á flokksþingi enda þótt að það sé venja kommúnista að fara mjög ná- kvæmlega eftir settum reglum í slíkum efnum. Auðsætt er, að Mao hefur, með harðneskju sinni gagnvart Liu, brugðið út af þeirri venju sinni að láta andstæðingana halda embætt- um í þeim tilgangi, að nota þá sem „neikvæð fordæmi" í viðleitni sinni til að leiðbeina þjóðinni og fræða hana. ALLT bendir til, að Mao hafi verið helzt til fljótur á sér í þetta sinn, og sennilega fremur af vanmætti en öryggi, þar sem hann virðist ekki hafa beitt valdi sínu með venjuleg- um hætti í máli Lius. S Ef til vill hefur Mao óttazt að verða undir við atkvæða- greiðslu ef hann legði mál Lius fyrir flokksþing. Hann er önnum kafinn við að endurreisa nýjan kommúnistaflokk á rúst- um þess, sem hann hefur sjálf- ur sundrað, og virðist hafa tal- ið afar mikilvægt að gera mest úr brottrekstri Lius og nota hann sem dæmi um spillingu hins gamla skrifstofuvaldskerf- is. En það, sem Mao leit á sem spillingu í allri starfsemi flokks ins, var í raun og sannleika ekki annað en æ traustari sannfær- ing Lius og skoðanabræðra hans í flokknum um að þjóðin væri á hraðri leið til glötunar ef hún færi eftir fjarstæðu- draumum hins gamlaða ein- valda. LIU fylgdi Mao fast og af einlægni árum saman, en eigi að síður er staðreynd, að hann hefur gert sér æ meira fa, um að leggja áherzlu á mikilvægi reglu og aga, og þó fyrst og fremst hollustu við stofnanir flokksins fremur en fylgni við einstaklinginn. Hann var til dæmis eindreg- inn og ákafur andstæðingur hinnar innri baráttu i flokkn- um og var þar í andstöðu við kenningu Maos um nytsemi sundrungarinnar. Þá hefur hann einnig fullyrt, að fast- heldni við gamlar kenningar hnekki hyggindum og gáfum. Þá varaði Liu eindregið við ákefð þeirra, sem börðust fyrir aukinni samyrkju, og hann taldi owauM Liu Shao-chi hafa „persónulegt frelsi bænda og áhugamál“ að engu. Hann andmælti einnig þeirri sannfær ingu Maos, að hugsjónin ætti að ganga fyrir öllu öðru, en lagði oft höfuðáherzlu á nauð- syn þess, að framleiðslan væri metin meira en allt annað. LIU er að eðlisfari rólegur en gáfaður, og ef til vill hefur honum verið mestur þyrnir í augum, hve ákaft Mao vildi láta dýrka sig sem persónu. Hann lét meðal annars svo um mælt á flokksfundi árið 1954: „Að leggja höfuðáherzlu á þýðingu sjálfs sín og vald, að trúa því, að maður sé sjálfur mikilvægasti einstaklingurinn í heiminum . . . . er að ganga erinda óvina vorra“. Liu fór að því eins að og flestir skoðanabræður hans, að hann þagði oftast um óánægju sína vegna heildarinnar, þar t.il líða tók á sjötta tuginn, og hin ofsafengna „efnahagsbylting" Maos mistókst með þeim afleið ingum, að Kína rambaði á barmi efnahagslegs hruns. Þegar hér var komið gerðist Liu berari en áður í andstöðu sinni við Mao og tók að efla viðleitni þeirra, sem börðust fyrir auknu frjálsræði, til þess að koma í veg fyrir öngþveiti í matvælaframleiðslunni. Það var einn liður í þessari við- leitni að berjast fyrir bví, að bændur fengju nokkurt íand til eigin afnota og frjálsari mark að en áður í beim tilsangi að auka framleiðslu búsafurða. Mao leit svo á, að þessi and- staða við byltingarhugsiónir hans og drauma væri blátt á- fram svik. Hann beið eftir tæki færi til að hleypa sinni miklu menningarbyltingu af stað, svo að hann gæti með þeim hætti losnað við þá bandamenn, sem væru honum ótrúir. Og Liu var tíðar en nokkur annar óvinur Maos tilnefndur sem persónu gerfingur alls hins illa Undangengið ár hefur Liu verið stöðugt nefndur „Krust- joff Kína“ til þess að leggja aukna áherzlu á viðleitni hans til að koma á endurskoðunar- stefnu að sovézkri fyrirmynd, og hann hefur verið sakaður um alls konar glæpi, allt frá því að vera barnabarn herra- garðseiganda og upp í sam- vinnu við Chiang Kai-shek, leið toga í Kína þjóðernissinnanna. Rauðir varðliðar hervæddu fjögur af ótta börnum Lius gegn honum, og í einni af hrotta legustu árásunum meðan á menningarbyltingunni stóð knúðu þeir núverandi konu hans, Wang Kuang-mei, til þess að bera tröllaukna hálsfesti úr borðtenniskúlum frammi fyriv múg manns, sem æpti að henni ókvæðisorðum og ásakanir um „auðvaldssmekk". f ÁGÚST árið 1967 slapp Liu nauðulega við svipaða með ferð þegar þúsundir rauðra varðliða hótuðu að draga hann til Tienamen-torgsins í Peking til þess að láta hann meðganga afbrot sín þarl heyrandi hljóði. Leiðtogarnir í Peking komu hon um og konu hans undan, og eftir það gátu þau unað sér í garði sínum í Chung Nanhai, en það er í hverfinu, sem er ætlað fyrirmönnum í Kína, og þaðan gat Liu svarað spurning- unum, sem Rauðu varðliðarnir báru fram í kröfugöngum sín- um á torginu þarna rétt hjá. Liu svaraði ákærendunum hinu sama og hann hafði áður ritað í þremur „játningum". Hann kvaðst fús til þess að játa mistök sín, en hann þver- neitaði að hafa nokkurn tíma verið í andstöðu við Mao. Árásir Maos á Liu eru einna hlálegastatr fyrir þá sök, að þeir hófu feril sinn sem kommúnist- ar nokkurn veginn samtímis og á sama stað. og voru óaðskiljan legir áratugum saman, meðan hreyfingunni óx fiskur um hrygg. Upp úr 1940 var í raun og veru viðurkennt, að Liu væri hinn mikli skipuleggjari í kínverska kommúnistaflokkn- um, og þá gekk hnífurinn ekki á milli þeirra. En viðhorfin breyttust eftir að kommúnista flokkurinn var búinn að ná völd unum í landinu. Þá fór þá að greina á um ýmis smáatriði, svo sem það, hve hratt ætti að fara í útbreiðslu samyrkjunnar. Árekstrarnir urðu æ tíðari og að lokum myndaðist óyfir- stíganleg gjá milli þeirra, þeg- ar Liu lýsti ekki aðeins beinni vantrú á efnahagsáform Maos, heldur og hugsjónalegar kenn- ingar hans. Þetta er alvarleg- asti glæpur, sem hægt er að drýgja frá sjónarhóli Maos séð. LIU hefur svo öðlazt vinsæld ir milljóna kínverskra bænda einmitt vegna þess, að maoist- ar saka hann um frjálslynda stefnu í efnahagsmálum, svo mótsagnakennt sem þetta kann að virðast. Bændurnir höfðu ekki haft hugmynd um, að for- seti þeirra hafði barizt fyrir tillitssemi gagnvart þeim. Mjög er sennilegt að Liu eigi einnig marga áhangendur í röð urn hinna gamalreyndu flokks- Framhald á 12. síðu. <; ■i /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.